Vísir - 04.05.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 04.05.1926, Blaðsíða 2
VlSIB ✓ Böfnm fyrlrllflgjandf Hœnsnafóður. Heill Maia, blandað HœnanafóðiW, Frit fóður og Hveitiklíð, gem þráft fyrir aliar nýungar á þessu sviði ,er það besta handa hænsnunum og gefur bestan órangur. KoUverkiallið. Bréf það, sem hér fer á eftir, hefir forsætisráðherra borist frá ræðis- manni Breta hér í bænum, herra Ásgeiri Sigurðssyni, og hefir Vísi verið leyft að birta það: — „Hér með leyfi eg mér að til- kynna yður, hæstvirti herra for- sætisráðherra, að breska stjórnin símar mér, að sökum kolaverk- fallsins, er nú stendur yfir, hafi hún séð sig nauðbeygða til að taka i sínar hendur allar kolabirgðir i Stóra-Bretlandi. Ennfremur getur &tjórniu þess, að jAr sem litlar birgðir af skipakolum, (btinker- kol), séu fyrirliggjandi í breskum höfnum, og ekkert útlit til þess að atika þær, muni verða ómögu- legt að láta af hendi „bunker“- kol til annara skipa en þeirra, sem starfa að verki, sem nauðsynlegt er hagsmunum þjóðarinnar. Eg leyfi mér að benda yður á, hve afar alvarlegt það ástand er, sem Stóra-Bretland hefir við að stríða, en að alt muni verða gert, sem unt er, til þess að bæta úr þessum vandræðum. Þó mun ekki vera hægt að komast hjá því, að erlendar siglingar verði fyrir töf- um og óþægindum. Ennfremur ber mér að tilkynna yður, að breska stjómin vonar, að þær ráðstafanir, sem hún hefir r.eyðst til að gera, orsaki ekki að breskum skipum, sem hingað kynnu að koma, verði synjaö um ,,bunker“-kol.“ , Símskeyti Khöfn 4. mat. FB. Frá breska verkfallinu. Alt friðsamlegt enn. - Bresk blöð hætta að koma út. Símað er frá London, að verka- menn segi, að þeir heyi baráttu sína til þess að stöðva og koma í veg fyrir þrældóm. En stjórnin segir, að athafnir hennar grund- vallist á því, að frelsi þjóðarinnar sé í voða statt. Verkamenn hindra ekki heilbrigðisráðstafanir, svo sem sjúkrahjúkrun, mjólkurflutn- inga og þess háttar, en kveðast ábyrgðarlausir, þó að alt stöðvist, ef stjórnin noti verkfallsbrjóta. Enn hafa engin friðarspjöll orðið, uema að slagur varð milli komm- únista og fascista-sinna og var or- sök slagsins í sambandi við stöðv- JARÐYRKJUVERKFÆRI og GIRÐINGARVÖRUR: Stunguskóflur 20% undirlægsta verði annura, Ofanafristuspað- ar, Gafflar, Gaxðkönnur, Garð- hrífur, Gaddavír, Girðinganet og þar til heyrandi Kengir um 35% ódýrara en lægst annars- ataðar. Verslun B. H. Bjarnason. un blaðsins Daily Mail. Prentarar heimtuðu breytingu á grein and- stæðri verkamönnum, en ritstjóm- in kvað net við þeirri kröfu. öll blöð stöðvast S kveld, en stjóraar- blað birtist á morgun. Liverpool Street Station og Hyde Park eru matvæl amiðstöð var. Fr* Alþingi í gser. —o- Efri deild. Þar voru 6 mál á dagskrá. 1. Frv. til L um breyting á lög- um nr. 55 1913, tim stofnun Land- •helgissjóðs íslands, og á lögum um breytingu á þeim lögum, nr. 68, 1915, var samþ. til 3. umræðu. 2. Frv. til I. um viðauka við lög nr. 5, frá r8. maí 1920, um bann gegn botnvörpuveiðum, sam- þykt til 2. mnræðu, og. urðu litlar umræður um bæði þessi inál. Þá vom þrjú frv. samþ. um- ræðulaust til 2. umr. og send til nefnda. Frv. til 1. um verðtoll á nokkrum vörum og Frv. til L um breyting á lögum nr. 38, 27. júní 1921, um vörutoll, vom bæði send til fjárhagsnefndar, en Frv. um almannafriðun á helgidögum þjóð- kirkjunnar, var sent til allsherjar- nefndar. 6. Um tffl. til þál. um hús- •maeðraskóla að Hallonnsstað (flm. Jónas Jónsson) var ákveðin síðar ein umræða. Neðri deild. x. Þar vom upphaflega 7 mál á dagskrá, en í byrjun fundarins var gengið til atkvæða um kröfu, sem fram hafði komið á síðasta fundi (á laugardag) frá nokkrum þingm., sem kröfðust, samkvæmt ákvæðum þingskapaj að t^kið yrði á dagskrá, að undangenginni at- kvgr. um þessa kröfu, Frv. til L um stöðvun á verðgildi ísl. pen- inga; var krafan tekin til greina með 16 samhlj. atkv., og frv. þeg- ar tekið fyrir til X. umræðu og síðan samþykt umræðulaust til 2. umræðu. Hlaðnar patrónur frá Eley fl. teg. nr. 12 & 16, ný- komnar. Verðið er lægra en það sem þekst hefrr síðan fyrir stríð- ið mikla. Verelun B. H. Bjarnanon. 2. Þá var Till. til þáL um rýrnkun landhelginnax samþykt til síðari tunræður, ineð 22 samhlj. atkvæðum. 3. Frv. til L um ríkifiborgara- rétt, hvemig menn fá hann og rnissa, var samþ. og endursent til 4. Þá var tekið fyrir Frv. tfl laga um Landsbanka íslands, sem raunar var 1. málið á dagskránni, þó hlaupið hefði verið yfir það í fyrstu; var það framhald 2. umr., sem frestað hafði verið á laugar- daginn, og stóð sú innræða til kvölds. Var frv. síðan samþ, til 3. umræðu. 5. Um tffl. til þál. um greíðslu á slysatryggingariðgjaldl skip- verja, er taka hlut af afla eða htmdraðsgjald (flm. J. A. J.), var ákveðin síðar ein umxæða. Efnj þessarar tillögu er, að iðgjaldið „verði nú og eftirleiðis greitt af óskiftum afla skipa og báta“. Þrjú mál, sem eftir voru á dag- skrá, vora tekin út og umr. frest- að. (Frv. um lærða skólami og síldarfrv. — bæði). Utan af landi. m Akureyri 3. maí. FB. Útgerðarmannafélag Akureyrar samþykti á fundi i gær svohljóð- andi tillagu með ölliun greiddum atkvæðum „Útgerðannannafélag Akureyr- ar er þakklátt sjávarútvegsnefnd neðri deildar Alþingis fyrir til- raunir hennar til umbóta á síldar- sölu, en þó lítur félagið svo á, að tillögur nefndarinnar samkvæmt friunvarpinu, stofni síldarsölumál- um vorum í tvísýnu. Aftur á móti telur útgerðarmannafélagið, að ef hindruð væri söltun á síld fyrir 25. júlí ár hvert, útilokuð sala Norðmanna á síld til söltunar og kryddunar í landi og skerpt eftir- lit með ólöglegri veiði útlendinga, yrði það til stórra bóta og skorar á AJþingi að vinna að því.“ Andsvai*. —X— I blaðinu „Vísir" hafa upp á síðkastið tveir síldarútgerðarmenn vaðið elginn um stjórn og fyrir- komulag síldarfyrirtækja hér á landi, um útsvör o. fl. Annar þessara manna er óskar Halldórsson. Skrif hans um einka- sölu og síldarverksmiðjur leiði eg hjá mér að svara, enda þótt þar kenni hins herfilegasta misskiln- ings. Hina einhliða og ósanngjörau frásögn hans um útsvarsálagningu á Siglufirði vil eg athuga. Um- mæli hans um það atriði era á þessa leiö: , „Auk útflutrdngsgjalds heflr Siglfirðingum þóknast að leggja svo gífurleg útvör á alla, sem hnfa haft þar starfrækslu í landi, að slíks munu hvergí dæmi á bygðu bólL Ennfremur leggja þeir út- svör á öll íslensk skip, sem landa þar síld, og það svo hart og ó- sanngjamt, að hvergi þekkist axm- að eins. Só er þó gallinn á þessari útsvaxs-pólitík Sigifirðinga, að þeir hafa til skamms tíma „gleymt" a<5 leggja útsvör á norsk skip, sem hafa landað þar sfld sumar eftir sumar." Að útsvör séu svo gífurleg hér á starfrækslu í landi, eru tilhæfu- laus ósannindL ■— Það er auk þesa alkunna, að verið er að nxagna þann tilhæfulausa róg, að utan- sveitamienn, er hér reka atvinnu, verði harðara úfi en innansveitar- menn. Eg, sem hefi um nokkurt skeið verið formaður niðurjöfnun- amefndar hér í bæ, velt, að slíkt er með öllu tilhæfulaust. Niður- jcfnunamefnd hefir einmitt kostað kapps um að gæta fyllsta sam- ræmis í þeim efnum. Auðvitað getur það komið fyrir að útsvar utansveitarmanns þyki of hátt, eins og það getur komið fyrir sama ár, að útsvar annars utansveitarmanns sé of lágt eða ínnansvertarmanns • of liátt_ AS slíkt geti komið fyrir, sannar ekk- crt, einkum er atvinnurekendur gera jafn lítið að því og hér á Siglufirði, að gefa niðurjöfnunar- nefnd upplýsingar um atvinnu- rekstur si^yn. Hér við bætist, að síldaratvinnureksturinn getur sarna árið verið hjá einum svo uppgripa- mikill og gefið stórgróða, en hjá öðrum stórtap, já, jafnvel svo, að þess eru mörg dæmi, að af tveim atvinntirekendum, sem hafa svip- aðan atvinnurekstur að stærð og timfangi, getur annar stórgrætt, en hinn tapað, og mest af þessu tapi t. d. ekki komið fram fyr en eftir að niðurjöfnun hefir átt sér stað. Auðvitað tekur hver sanngjöm r.iðurj öfnunamefnd tiliit til slíks taps næst, er hún jafnar niður út- svari á þann gjaldanda. Útsvör á íslensk síldveiðaskip hafa verið mjög lág. Vora t d. 9. 1. sumar 10 aurar hámark á veidda'síldartunnu, og fjölda skipa sem litla veiði fengu, var alveg slept við að greiða hér útsvar. Að norskum skipum sé slept við út- svar, era svo mikil ósannindi, að '•art mun hægt að finna eitt ein- asta norskt skip, sem selt hefir rér síld í land, að það hafi sloppið við útsvar. — Þetta atriði gæti þó óskar vitað um, og hefði átt að vita, og em þessar frásagnir ljóst dsemi þess, hve lítið er hægt að byggja á ummælum hans og til- lögum í þessum málurn. Ef til vill hafa ummæli hans um norsku skipin átt að vera lcryddaðar dylgjur um að Siglfirð- ingar væm svo miklar tmdirlægj- ur Norðmanna, eins og hvíslað var um þingsali fyrir nokkmm árum, er stóð til um kaup á kaupstaðar- lóðinni hér, handa bænum, og það svo, að meiri hluti þingsins trúði ]æim tilhæfulausa þvætting. Sann- leikurinn er sá, að Siglfirðingar vilja ekki að Siglufjörður sé eða verði verstöð Reykjavíkur, en allra síst viljum vér auka ítök útlend- inga hér, enda höfum vér á síð- ustu 5 árum keypt 2 stórar síldar- stöðvar af útjendingum, og hefði Alþingi borið giftu til aö sam- þykkja fmmvarp frá bæjarstjórn- inni hér, um forkaupsrétt hafnar- Nýkomið I FfUabúðimu Mikið úrval af ljómandi fallegum karlmanna- og drengjafötum ogyfirfrökk- jum, jxeyeum, vestum, sokk- um, regnkápum, treflum o. fl. Hvergi eixis ódýrt i borginni. Appelsínurnar margþráða komnar aftur. Landstjarnan. sióðs að síldarstöðvum, sem liggýa að Siglufjarðarhöfn, vestan fjarS- ar, væri hér engin útlend síldar- stöð nú. — Siglufirði, 23. april 1926. ólafur H. Jensson. □ EDDA 6926566*/* s== 2 (fiaiiud) Jaxðarfarir. Jarðarför Jakobs sáluga Jón»- sonar verslunarstjöra fer frniu á morgun. Jarðarför Gísla sáluga Jón»- sonar fer fram frá dómkirkj- unni á morgun (en ekki frá frL ldrlcjunni, eins og ráðgert var, ineð því að verið er að setja upp hið nýja orgel kirkjunnar). Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 6 st., Vesl^ mannaeyjum 7, ísafirði 4, Akur- eyri 5, .Seyðisfirði 2, Grindavík 7, Stykkishólmi 3, Grímsstöðum -t- 1, Raufarhöfn hiti 2, Hólum í Homafirði 4, Þórshöfn i Færeyj- tmi 3, Angmagsalik 4, Kaup- mannahöfn 8, Utsira 7, Tyno- mouth 7, Leirvík 6, Jan Mayen -7- 3 st. Mestur hiti hér í gær 12 st.( minstur 3 st. Loftvægishæð (777) við Norðurland. Horfur: I dag: Hseg norðan átt á Austurlandí. Logn eða hafgola annarsstaðar. —• Skúrir á Suðurlandi og til fjalla á suðvesturlandi. Úrkomulaust ann- arsstaðar. í nótt: Breytileg vindstaða, hægur, sennilega þoka á sumum stöðum fyrir Norður- landi og AusturlandL Landafræði og ást, eftir Björnstjerne Björnson TSfcr leikið í gærkveldi og skemtn áheyrendur sér mjög vel. Söngskemtun Sigurðar E. Markan fórst fyrtr siðastliðinn sunnudag. Lyra kom i nótt frá Noregi. A meðal farþega voni: Einar Benediktá- son, Bjöm ólafsson, Pétur A. Ól- afsson, Jónatan Þorsteinsson og frú hans, Lúðvíg Lárusson og frú hans, Ingvar ólaísson og frú hans, Funk, Johs. Fönss o. fl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.