Vísir - 07.05.1926, Side 2

Vísir - 07.05.1926, Side 2
visrn Nýkomnar danskar kartöflnr. Jaffa sppehínur og ranðu eplin. Landitjarnan. Símskeyti Khöfn 7. maí. FB. Kolavepkfallid. Harmöniknr verða aeldar með 15% afslætti tii laugardagskvölds. Hljóðiærahösið. óeirðir magnast. SímaS er frá London: Uppþot víSa og sporvögnum og fólks- flutningabifreiSum velt um. Þrír lögreglubílar brendir. Óeirðirnar alsta'ðar alvarlegar. Mestar óeirðir hafa verið í Newcastle. Lögbrjót- ar báru hærri hlut stundunum saman í götubardögum. Lögreglan vann að lokum sigur. Fjöldi kaf- báta á fljótinu og varalið komið í borgina. Ávarp frá stjóminni. Stjómin hefir birt ávarp i The British Gazette og segir í því, að verkfallið hafi lamað þjóðina stór- um. Viðurkennir stjórnin, að verkamannaforingjamir hafi ekki viljað þjóðaróhamingju, en kveð- ur þá þróttlausa gegn ofstækis- mönnum. Miðlunarmál nú ómögu- leg og jafnvel stór hættuleg. Ann- aðhvort drepi verkfallið landið eða landið verkfallið. Sjálfboðaliðar ganga í lögreglu- Kðið. Sjálfboðaliðar, 15.000 að tölu; gengu i varalögregluna í London í gær, en 40.000 buðu sig fram til verklegra framkvæmda. Blaðasala. Parísarútgáfa Daily Mail seld á götunum í London í gær síðdegis og nokkur hlöss af fréttablöðum utan af landsbygðinni voru seld í London í gær síðdegis. Fólkið er mjög sólgið í blöð. öll hótel full af aðkomufólki, flestu inn- lendu. Átta leikhús loka i kveld. Miðlunartillaga frá LloydGeorge? Orðrómur leikur á um, að Lloyd George geri miðlunartilraun sið- degis í dag. Barnaskór nýkomnir. Verðið afar Iágf. Hmubergsbræðnr. Frá Alþingi í gær. —O*4 Efri deild. Þessi mál voru rædd: 1. Frv. til L um fræðslu barna; við það höfðu verið samþyktar nokkurar breytingartillögur, Og var frv. síðan endursent til neðri deildar. 2;—3. Frv. til fjáraukalaga fyx- ir árið 1924 og Frv. til laga um samþykt á landsreikningnum 1924 vorti bæði samþ. tii 3. umr. 4. Um Till. til þingsályktunar um rýmktm landhelginnar voru ákveðnar siðar tvær umræður. 5. Frv. til laga um kosningar I málefnum sveita og kaupstaða var samþykt með nokkurum smá- breytingum og endursent til neðri tíeildar. 6. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 40, 20. júní 1923, um skemtanaskatt og þjóðleikhús var samþ. til 2. umr. og allsborjar- nefndar. 7. Till. til þingsályktunar um húsmæðraskóla að Hallormsstað. (Flutningsmaður Jónas Jónsson). Tillagan var send til mentamála- nefndar, en umræðunui um liana frestað. Neðri deild. Þar voru einnig J mál á dag- skrá. 1. Frv. til laga um stöðvun á verðgildi íslenskra peninga (2. umræða). Umræður um þetta mál urðu miklar og urðu eigi stöðvað- ar fyrr en laust eftir miðnætti, og var þá gengið til atkvæða um frv. Var fyrst borin upp rökstudd dag- skrá, sem borist hafði forseta frá meiri hluta fjárhagsnefndar þess efnis, að vísa máli þessu til stjóm- arinnar með þeim ummælum, að núverandi gengi yrði haldið föstu til næsta þings. Dagskrá þessi var feld með nafnakalli með 15: 12 at- kvæðum og frv. siðan samþykt til 3. umr. með nokkurum smábreyt- ingum frá minni hluta fjárhags- nefndar meö 15:12 atkv. 2. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 88, 14. nóv. 1917, um notkun bifreiða var umræðulaust samþykt og afgreitt til stjómar- innar sem lög frá AlþingL 3. Frv. til laga um skipströnd og vogrek var samþykt og af- greitt til efri deildar. 4. Um TilL til þingsályktunar um skipun nefndar til að semja írv. um almennar sjúkratrygging- ar, (flutningsmaður Jón Baldvins- son), voru ákveðnar síðar tvær umræður. Þrjú mál vom tekin út af dag- skrá og umræðum um þau frest- að, þar á meðal var frv. um Lands- banda íslands (3. umr.). í dag fer fram í neðri deild ein umræða um Frv. til fjárlaga fyrir 1927, eftir komu þess úr efri deild. frá bæjarstjörDirfuoili í gær. —x— Bamaskólinn nýi Lagður var fram og samþyktur upjKÍráttur að skólanum eftir Sigurð Guðmunds- son húsameistara ásamt lýsingu á skólahúsinu og umhverfi þess. I skólanum eiga að vera 20 skóla- stofur (30 börn í hverri), teikni- salur, söngsalur, myndasalur (bíó) með 130—140 sætum á hall- andi gólfi, matsalur (til matgjafa) og skólaeldhús, náttúmfræðissal- ur, baðstofa og sundlaug, auk margvíslegra þæginda, bæði fyrir börn og kennara. Skólann á að hita upp með heitu vatni úr laug- unum. Skólanefnd ætlast til að bygg- ingunni sé hraðað svo, að skólinn verði tekinn til notkunar haustið 1927. Kosin var fimm manna nefnd til að annast um íram- kvæmd byggingarinnar: Borgar- stjóri, Pétu* Halldórsson, Hall- björn Halldórsson, Guðm. Ás- björnsson og Ólafur Friðriksson. Hestamannafél. Fákur óskaði eftir að fá Geldinganes og land innan Kleppsgirðingar á leigu eins og síðastliðið sumar, og var það samþykt með þeirri breytingu, að félaginu var heimilað beitarland í Sogamýri en ekki innan Klepps- girðingarinnar. Sumarbústað vill Sturla Jóns- son kaupm. fá að reisa vestan til við Elliðaár. Samþykt var að leigja honum landspildu þar til 10 ára og borgarstjóra falið að gera leigusamning. Bamahælið. Samkomulag hefir nú orðið milli fjárhagsnefndar og stjómar Thorvaldsensfélagsins um hina rausnarlegu gjöf félagsins, 50 þús. kr., til stofnunar bama- hælis hér í bænum, á þá leið, að 1. gr. skilyrða í gjafabréfinu breytist svo, að innan 5 ára verði byrjað á byggingu hælisins, nema öðru vísi semjist milli stjómar 1 horvaldsensfél. og Barnauppeld- issjóðsins. Nýtt bíó sækir Lárus Jóhannes- son hrm. um að fá að starfrækja. Segist hann hafa nægilegt fjár- magn og ágæt sambönd um kvik- myndir á reiðum hönduin. Málinu var vísað til bæjarlaganefndar til athugunar. Akurgerði samþykti bæjarstjórn að kaupa fyrir 5000 kr. samkv. til- lögu fjárhagsnefndar. Eign þessi er keypt til þess að koma á heppi- legu skipulagi við Hringliraut og fyrirhugaðar götur á Sólvöllum. Bæjarfréttir | Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykjavík 5 st., Vestmannaeyjum 7, ísafirði 4, Akureyri 5, Seyðisfirði 3, Grindavík 9, Stykkishólmi 5, Grímsstöðum 1, Raufarhöfn 3, Hólum í Hornafii'ði 5, Þórshöfu í Færeyjum 3, Angmagsalik 9, Kaupmannahöfn 6, Utsire 3,Tyne- mouth 7, Leirvík 3, Jan Mayen o st. — Mestur hiti í Reykjavík síð- an kl. 8 í gærmorgun 11 st., minst- ur 2 st. — Loftvægishæð (767) við norðvesturland. — Horfur: í dag: Hæg vestanátt á Vestur- landi, logn annarsstaðar. Þoka og úrkoma framan af á norðaustur- landi og Austurlandi. Sennilega Jjurt vebur fram undir kveld á Vesturlandi. Þurt á Suðurlandi. í n ó 11: Sennilega fremur hæg- ur útsunnan á Vesturlandi. Logn á Austurlandi. Ef til vill úrkoma á Vesturlandi. Bamavinafélagið Snmargjöf heldur fjölbreytta skemtun í Nýja Bíó annað kveld kl. 7%. Sjá augl. Hamingjuleiðin heitir bók eítir O. Swett Mar- den, sem nýlega er komin út á ís- lensku. Þýtt hefir Árni Ólafsson. — Fjöldi manna hefir miklar mætur á bókum Swett Mardens og sumir taka hann fram yfir flesta rithöfunda aðra. Landsbókasafnið. Vísir hefir verið beðinn að minna menn á að skila bókum, sein þeir hafa að láni af Lands- bókasafninu. Bókunum skal skila fyrir 14. þ. m. Maður hverfur. Færeyskur maður af fiskiskipi hvarf héðan í fyrradag. Ilann sást í gær skamt frá Vatnsenda, og hefir síðan víða verið leitað, en ekki fundist. Maðurinn er talinn geggjaður. Hljómsveit Reykjavíkur hefir aðalæfingu í kveld kl. 7% í Nýja Bíó. Karlakór Reykjavik- ur aðstoðar. Silfurbrúðkaup eiga á laugardaginn 8. maí, frú Þórunn Sveinsdóttir og Þórður Magnússon, Vesturgötu 10. St. Æskan. Fjörutíu ára afmæli unglinga- reglunnar hér á landi verður há- tíðlegt haldið á simntidaginn (9. þ. m.). Sjá augl. Þeir af meðtímuni jarðræktarfélags- ins, sem ætla sór að fá smálén hjá félaginu til áburðarkaupa & þessu vori, geri gjaldkera fé- lagsins, Pétri Hjaltested á Sunnuhvoli aðvart næstu daga. StJómin. Smjðr Ísíenskt smjör nýtt, í 1 og 2 kg. stykkjum, á kr. 2.00 pr. kg., kartöflur danskar, nýkonui- ar, ódýrastar og bestar í VON og Brekkustíg 1. Útflutningur íslenskra afurða í aprílmánntfe nam í ísl. kr. 1.803.010,00, en allur útflutningur síðan 1. janúar þ. á. hefir numið í ísl. kr. 12.927.810,00. en það er í gullkrónum: 10.558.- 000,00. Á s&tna tíma í fyrra nam - útflutningur í ísl. kr. 17.349.818,00, en í gullkrónum: 11.943.741,00. Kolabirgðir eru miklar hér í bænum og munu endast langt fram á sumar, þó að ekkert bætist við. Af veiðum komu í nótt: Hilmir og Menja. Skipafregnir. E s j a kom til Hvainmstangs í morgun. Lagarfoss fer héðan tii Hafnarfjarðar í dag, en þaðan í kveld áleiðis til Þýskalands. Um járnbraut á íslandi ritar dr. Valtýr Guðmundsson í „Skandinavisk Handelsblad" 1. apríl Jæssa árs. Segir hann þar ágrip af sögu málsins og skýrir frá áætlunum verkfræðinga. í þvf sambandi segir liann: „Reyndar er stórmerkilegt að sjá, hversu langtum ódýrara er að leggja jámbraut á íslandi en í Noregi. Á þeim brautum, sem lagðar voru í Noregi árin 1908— 1922, kostaði hver kílómeter tii jafnaðar rúmar 400 Jnisundir króna, og í áætlun um 3500 kiló- metra brautir, sem nú á að leggja, er kostnaður á hvem kílómeter áætlaður 360.000 krónur. En á Is- landi er hver kílómeter á fyrir- hugaðri braut áætlaður að kosta’ eintmgis 87.000 krónur." G. E.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.