Vísir - 19.05.1926, Blaðsíða 4
VÍSIR
Linoleum,
miklar birgðir nýkomnar. Verð frá. 5 krónum meterinn.
Melgi Magnússon & Co.
Ferkantaður saumur
Stærð: 1" lv9»
Þyngð kg : 0,75 2,50
Verð kr. 0,60 1.15
2" 2%“ 3“ 4“ 5 ’ 6“
2.00 2,00 2,50 5,00 5,00 5,00.
0,90 0,90 1,15 2,25 2,25 2,25.
Aislittnr sé nm stærri kanp að ræða,
Helgi Magnnsson & Co
Framköllnn og kopíerfng
ábyggflegnst og óðýrnst.
irffls neiiKjanr.
(Emar Björnsson).
NÝKOMIÐ:
Hveiti, rúgmjöl, haframjöl, hrís-
grjón, bygg, maís, kartöflur,
melis, strausykur, kandis. Verð-
ið er ótrúlega lágt. VON. Sími
448. Kjötbúðin. Sími 1448.
r
HUSNÆÐl
1
Barnlaus hjón óska eftir her-
bergi strax, helst í kjallaraplássi.
Uppl. Tjarnargötu 8. (723
2—3 herbergi og eldhús óskast
nú þegar. Þrent fulloröiö í heim-
i!i. Uppl. í síma 1704. (718
Herbergi til leigu fyrir ein-
hleypan karlmann á Þórsgötu 10.
(713
Herbergi og eldhús óskast til
leigu, helst í góöum kjallara.
Þrent í heimili. Uppl. í síma 765.
(705
Stór stofa, með öllum þæg-
indum, til leigu á besta stað,
Laugaveg 42. (737
2 herbergi og eldhús til leigu
nú þegar fyrir bamlausa fjöl-
skyldu. — Tilboð auðk. „20 1“
sendist afgr. Vísis. (727
Gott herbergi til leigu fyrir
stúlku, sem getur hjálpað til við
húsverk, fyrri hluta dags. A.v.á.
(725
Stúlka óskar eftir herbergi móti
sól. Uppl. Grettisgötu 10. (707
r
VINNA
1
Hraust og geögóö stúlka, sem
kann aö mjólka, óskast í sumar-
bústað nálægt Reykjavík. Uppl.
kl. 7—8 í síma 1966. (721
Stúlka óskast nú þegar til inni-
verka uppi í sveit. Uppl. í Garða-
stræti 1. (717
Ungur piltur óskar eftir fastri
atvinnu, helst í borginni. Lauga-
veg 27 C. Simi 1837. (715
Ráðskona óskast. Mætti hafa
með sér barn. Uppl. á Holtsgötu
8. (712
Stúlka óskar eftir léttri atvinnu.
A. v. á. (711
Dugleg stúlka óskast í vor og
sumar, á gott heimili í sveit. —
Uppl. Njálsgötu 48. (728
Vorkona óskast. Hátt kaup. —
Uppl. Grettisgötu 19 C, eftir ki.
7. (736
Trésmiður óskast nokkra daga.
Uppl. hjá Guðmundi Jónssyni,
Njálsgötu 4. Hittist eftir kl. 7
siðd. (734
Stúlka óskast i vor og sumar
að Hesti í Borgarfirði. Uppl. hjá
Kristínu porkelsdóttur, Óðins-
götu 16. (733
Prjón er tekið í Lækjargötu
12 C. (709
Stúlka óskast til Biering, Skóla-
vörðustíg 22 C. (679
Nýkomin fataefni í stóru úrvali.
Föt saumuð fljótt og vel. Föt tek-
in til kemiskrar hreinsunar og
viðgerðar. Athugið: engin búðar-
leiga, og þess vegna lægra en
annarsstaðar. Schram klæðskeri,
Laugaveg 17 B, bakhús, gengið
gegnum steindyrnar hjá inngang-
inum í skóverslunina Laugaveg
17 A. Sírni 286. (87
Legsteinar. — Isl. legsteinar
smíðaðir, í fjölbreyttu úrvali.
— Steinsmíðaverkstæðið Björg,
Laugaveg 51. Sími 764. — Geir
Magnússon, legsteinasmiður. —
(311
Tek að mér að vélrita bréf,
samninga o. fl.; ódýrt og fljótt
afgreitt. Heima kl. 5—7. Sólveig
Hvannberg, Grettisgötu 52. (666
ð TAPAÐ-FUNDIÐ S
50 króna seðill tapaðist frá
Hverfisgötu 93 upp á Bergstaða-
stræti 61. Skilist á Grettisgötu 2,
uppi. Þórdís J. Carlquist, ljós-
móðir. (714
Tapast hafa 2 lyklar, bundnir
saman. Skilist á afgr. Vísis gegn
fundarlaunum. (7°6
Tapast hefir kapsel á götum
borgarinnar. Skilist á Laugaveg
19 B, gegn fundarlaunum. (735
r
KAUPSKAPUR
1
Gegn staðgreiðslu sel eg nú
snjóhvítan strausykur á 32 aura
% kg., smáhöggvinn molasykur
á 40 aura % kg., hveiti, bestu
teg., á 30 aura x/2 kg., ísl. kar-
töflur á 20 aura % kg., sveskj-
ur, rúsinur, súkkulaði margar
tegundir, alskonar ávextir, — alt
með gjafverði. Hermann Jóns-
son, Óðinsgötu 32, sími 1798. —
(729
Torfþökur til sölu. Uppl. í
síma 1791. (726
Ný sumárkápa til sölu, mjög
ódýr, og á sama stað dívanteppi.
pingholtsstræti 8 A, uppi. (724
Munið eftir sykursaltaða kjöt-
inu, sem ekki þarf að útvatna.
Versl. Hannesar Ólafssonar.(732
Á Baldursgötu 11, uppi, eru til
sölu með vægu verði svefnher-
bergishúsgögn, notuð, og legu-
bekkur (divan) notaður. (730
Ný dragt til sölu fyrir hálfvirði.
Uppl. í Hildibrandshúsi. (703
Útsæðiskartöflur til sölu. Uppl.
í síma 1794. (702
Fersól er ómissandi við blóð-
leysi, svefnleysi, þreytu, óstyrk-
leik og höfuðverk. Fersól eykur
kraft og starfsþrek. Fersól gerir
líkamann hraustan og fagran.
Fæst í Laugavegs Apóteki. (88
Nýþurkaður smáfiskur
afaródýr á Bergþórugötu
43 B. Hafliði Baldvinsson.
I Afgreiðslutími kl. 7—9 dag-
Iega. — Sími 1456.
■mmm
Rafmagnsofn og raísuðuvél
(Therma) til sölu. Lágt verC.
Bergstaðastræti ix B. (722
Nýlegt tveggja manna rúmstæði
tii sölu á Laugaveg 13. (720
Ný peysufatakápa til sölu með
tækifærisverði. Uppl. Laugaveg
3, búðinni. (7J9
Skúfhólkur, kassimír-sjal og
vetrarsjal til sölu með gjafverði,
Uppl. Hverfisgötu 91, uppi. (716
Útsprungna túlípana selur Ragn-
heiðúr Jensdóttir, Laufásveg 38.
(710
Ný sumarkápa til sölu með
tækifærisveröi. Til sýnis á Hóla-
torgi. Sími 814. (7°S
Rullupylsur, heimatilbúnar,
með tækifærisverði, i verslun
Hannesar Ólafssonar. (731
Ný sumarkápa til sölu. Uppl. á
(Jrundarstíg 4, kjallaranum, kl.
4—8 síðd. (704
peir sem legtseina kaupa ættu
að athuga það, að legsteina-
smiðja Schannongs, hin stærsta
á Norðurlöndum, hefir búið til
öll vönduðustu minnismerkinr
sem til eru á íslandi. Legstein-
ana má fá úr ýmsum bergteg-
undum, en granít er eina stein-
tegundin, sem um aldur og æfi
getur veitt viðnám áhrifum ís-
Ienskrar veðráttu. — Spyrjist
fyrir áður en þér kaupið annars-
staðar. Umboðsmaður á íslandi
er Snæbjörn Jónsson, Holtsgötu
7 B. Sími 1936. (534
Heimaunnið legubekkjateppi
(divanteppi) til sölu, ódýrt. —
Bragagötu 29 A, uppi. (512
KYNBLENDIN GURINN.
kom. — Hann þreyttist smám saman og gafst upp að
lokum. Hann gaf sig allan við konunni og gáði einskis,
nema hennar. Við fluttumst allir burtu — allir nema
hann. Hann varð að sitja eftir í Supply. — Og það var
nú ljóta holan! Og þarna varð ihann að húka, og em-
bættismennirnir fyrirlitu hann, og svona gekk þetta lengi.
Hann barðist gegn straumnum, reyndi að bliðka em-
bættismanna-liðið, en beið alt áf ósignr. Fólkið han9
í austur-fylkjunum frétti um þetta, og vildi ekki af hon-
um vita. Það kallaði hann dræsumann og ófiæskju-bónda.
Að síðustu þraut þolinmæði höfuðsmannsins, en þá fór
nú alvarlega um þvert bak. Þeir gerðu honum alt til
bölvunar og neyddu hann að lokum til að segja af sér
herþjónustunni. Þeir ihröktu hann blátt áfram á brott.
Hann var af hermönnum kominn, kunni ekkert annað
en vera hermaður, og hafði ekki áhuga á neintfc — Eg
hefi aldrei þjónaö öörum eins manni. — En þessi með-
ferð öll saman og sífelda, vonlausa barátta, gerði hann
svo illan og argan í skapi, að enginn kostur var að
lynda við hann. Hann reyndi að byrja á kaupsýslu, er
hann var farinn úr iherþjónustunni, en var illa til þess
fallinn og alt mistókst, er hann tók sér fyrir hendur.
•— Síðast er eg hafði spurnir af honum, var hann hú-
inn að yfirgefa konuna og hjó hún þá með öðrum
manni." —
„Og þér haldið, að eg sé eins og þessi kona,“ sagði
Necia, lágt og með nokkurri áreynslu. Hún hafði 'hlust-
að með gaumgæfni á sögu undirforingjans, en hann
hafði varist að líta á hana og gat þvi ekki séð, hvernig
hún tók þessu.
„Nei, þér eruð öðru vísi, en herinn er sá sami enn í
dag. Hugsunarhátturinn þar breytist ekki, eins og tísk-
an. — Eg sagði yður frá þessu, til. þess að þér mættuð
sjá í tíma, hvernig öllu er iháttað. — En vitanlega á
þetta ekki við yður, — ekki beinlínis.“
„Nei, eg skil það,“ sagði Necia. „En livað mundi
verða, ef Burrell liðsforingi tæki upp á einhverju svip-
uðu og höfuðsmaðurinn? — Margar kynblendingastúlk-
ur eru til, býst eg við —• ekki óáþekkar þeirri, sem þér
sögðuð frá — eða mér.“
Hún var náföl, er hún mælti þetta. —
„Það mundi fara þúsund sinnum ver fyrir Burrell
en Jefferson höfuðsrpanni, því að hann er ættstærri. —
Hann er kominn af eintómum stórhöföingjum. Forfeð-
ur hans hafa flestir verið hermenn í miklum tignar-
stöðúm. Nánustu ættingjar hans eru mjög stærilátir og
þykir flest smátt hjá sér. — Hann mundi ekki fá að
kvænast yður, þó að hann vildi það. Honum mundi
nú að visu aldrei koma það til hugar, því að hann er
skýnsamur maður og herþjónustan er hans líf og yndi.
---------Hann kemst áfram i henni veröld, drengurinn
sá, það er óhætt um það!“
„Eg hefi aldrei litið á mig sem Indíána," sagði Necia
fjörlaust. — „I þessu landi er litið á hjartalagið fram-
ar öllu öðru.“
„Svoleiðis ætti það lika að vera,“ sagöi 'undirforing-
inn vingjarnlega.--------Mig tekur ákaflega sárt, ef eg
hefi móðgað yður eða sært, litla stúlka!------------Eg er
gamall þjarkur 0g klunni, sem kann ekki að tala við
ungar stúlkur. — Fólk hér um slóðir hefir lieilbrigðar
skoðanir á þessu, en annarsstaðar er þetta öðru vísir
og þér skiljið það vitanlega ekki til hlítar enn þá.“ —
Mér þykir vænt um, að eg skuli vera svona, eins og
eg er,“ sagði hin unga stúlka. —• „Eg veit ekki til að
eg þurfi að blygðast min fyrir.neitt, sem ættmenn mínir
hafa gert — og ihér inni fyrir er eg hvít. — Hún klapp-
aði léttilega á hrjóst sér, er hún rnælti þetta.----„Mað-
ur, sem elskar mig af öllum hug sínum, gengur að eiga
mig, hvað sem ættingjar hans segja og hvað sem hanrr
kann að eiga í hættunni." —
„Eg er alveg á sama máli,“ sagði hann. — „Og ef
eg væri yngri sjálfur og heimslystir mínar i hlóma,.
niundi mig langa til að segja margt fallegt viö yður.
—•. Ef eg hefði kynst stúlku ííkri yður, mundi eg aldrei
hafa fengið mér í staupinu. — En nú orðið er ekki lið
i mér til neins, nema helst þess, að gefa öðrum heilræði,