Vísir - 14.07.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 14.07.1926, Blaðsíða 2
VÍSIR Smith Premier Ritvél no. 10 ep til sölu mjög ódýpt. Vélin er notuð en i ágetu standi. Símskeyti Khöfn 13. júlí. FB. Skuldasamningar Frakka og Bandaríkjanna. SímaS er frá París, aö þúsundir fatlaöra manna, er þátt tóku í styrjöldinni miklu, hafi gengiö um götur Parísarborgar í þvi skyni aö minna Ameríku á ófrið- arfórnir Frakka og mótmæla skil- málum þeim í ófriðarskuldamál- inu, er Frakkar hafa neyðst til að samþykkja. Kröfuganga þessi er einn liðurinn í þeirri baráttu, sem nú er háð í Frakklandi til þess að hafa þannig löguð áhrif á Banda- ríkin, að þáu fallist á að skulda- samningnum verði breytt svo, að hann verði Frökkum miklum mun hagstæðari en hann er nú. Skuldasamningar Frakka og Breta Símað er frá London, að samn- ingur um ófriðarskuldir Frakk- lands við England hafi verið gerð- ur. Hafa fjármálaráðherrar beggja landanna undirskrifað hann, þeir Churchill, fjármálaráðherra Eng- lands, og Caillaux, fjármálaráð- herra Frakklands. Það hefir verið'' tilkynt, að samningurinn verði op- inberlega birtur innan fárra daga. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 10 st., Vesf- mannaeyjum 10, ísafirði 11, Akur- eyri 11, Seyðisfirði 10, Grindavík 11, Stykkishólmi io, Grímsstöðum 7, Raufarhöfn 9, Hólum í Horna- firði 12, Þórshöfn í Færeyjum 12, Angmagsalik (í gærkveldi) 7, Kaupmannahöfn 22, Tynemouth 19, Leirvík 15. Engin skeyti frá Utsira né Jan Mayen. — Mestur hiti hér í gær 14 st., minstur 7. Úrkoma engin. — Horfur: í d a g: Vestan og útsunnan átt. Dálítil úr- koma á norðvestur landi. Þurt ann- arsstaðar. í n ó 11: Útsunnati, sennilega dálítil úrkoma vestan lands. Knattspymukappleikur Norðmanna og Islendinga í gær- kveldi var hinn fjörugasti. Var hiö mesta fjölmenni á íþróttavellinum, svo sem vænta mátti, og skemtu menn sér hið besta. Leikurinn var hinn rösklegasti á báða bóga, og mátti vart á milli sjá, hvorir seig- ari væri. Þó fór svo, að íslending- ar unnu með tveim mörkum gegn engu. Voru bæði sett í fyrri hálf- leiknum, og var vindurinn þá ís- lendingum til hjálpar. — Áður en kappleikurinn hófst, afhenti for- maður „Djerv“ Iþróttasambandi íslands fána félagsins úr silki, með stuttri ræðu, en forseti I. S. I. þakkaði gjöfina. — Á morgun fara íþróttamenn með Norðmönnum til Þingvalla. Þeir, sem vilja vera með í förinni, geta skrifað sig á lista sem liggur frammi í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar kl. 5—7, og mega konur koma eigi síður en karlar. Matthías Þórðarson hef- ir heitið að sýna mönnum staðinn. X. Fyrirlestur um Vestur-íslendinga flutti ung- frú Thórstína Jackson í Nýja Bíó í gærkveldi og sýndi skuggamyndir frá Vesturheimi. Ungfrú Jackson er prýðilega máli farin, og varð aldrei orðfátt á islensku, þó að hún sé fædd og uppalin vestan hafs. Erindi hennar var sumpart lýsing á lifnaðarháttuin íslendinga vestan hafs og sumpart hvatning um að halda við sambandi milli Islend- inga vestan hafs og austan. Er- indið var flutt af miklum hlýleika og satt og rétt frá skýrt i öllum atriðum. Áheyrendur voru margir, — iniklu fleiri en títt er á slíkum samkomum hér, um þetta leyti árs, — og þökkuðu þeir ræðuna með eindregnu lófaklappi. Glímumennimir sem fóru til Danmerkur, ætla að sýna glímu á íþróttavellinum á föstudagskveldið, áður en íslands- glíman hefst. Gullfoss kom frá útlöndum í gærkveldi. Farþegar voru margir, m.a.: Ei- ríkur Benedikz stud. mag. (kemur frá París), Gunnar Sigurðsson frá Selalæk, Pálmi Hannesson cand. mag., María Ágústsdóttir, cand. phil., Sigurður Stefánsson, stud. theol., frú Fanöe og börn hennar, frú Kristín Símonarson (kemur úr ferðalagi um Vesturheim) og glímumennirnir, sem til Danmerk- ur fóru. Templarar héðan fara á sunnudaginn kem- ur skemtiför til Kaldársels, sem liggur 15 km. suður af Hafnar- firði, í fegursta umhverfi Reykja- víkur. Þessi staður dregur nú orð- ið mjög að sér, vegna legu og náttúrufegurðar. Búist er við að Hafnarfjarðar-templarar sláist með í förina og fjölmenni. G. Glaðasólskin með hægri norðvestanátt var hér í morgun, en ekki telur veð- urstofan horfur á að það standi lengi. Mr. H. Little, sem hér hefir dvalist nokkuð á annað ár, er fréttaritari Lund- únabkiðsins Times og hefir sent þvi margar greinir héðan, vin- samlegar í garð íslendinga. Síð- asta grein hans i Times er yfirlit yfir sögu Alþingis frá upphafi til þessa dags. Á knattspyrnunni í kvöld verða tveir nýir menn í liði Islendinga, þeir Osvald Knudsen og Helgi Eiríksson. íslandsglíman verður þreytt á íþróttavellinum föstudaginn 16. þ. m. kl. 8síð- degis. Keppendur eiga að gefa sig fram fyrir föstudag við Björn Rögnvaldsson, formann glímufé- lagsins Ármanns. Allir bestu glímu- memi landsins keppa þar. Guðm. Guðfinnsson, augnlæknir, fór héðan i gær á íslandi, i augnlækningaferð til Norðurlands, og verður mánuð aö heiman. Sjá augl. Síra Bjöm Þorláksson, frá Dvergasteini, er staddur hér í bænum. Aheit á' Strandarkirkju, afhent Visi: 5 kr. frá G. ó., 8 kr. frá ónefndum. Hottnr itlmiaÉ við skyrslu Bjöms Ólafssonar til stjómairáðsins um síldar- markað og síldarsölu. . --Q-- Niðurl. Af tillögum þeim til umbóta á matinu og meðferð síldarinnar hér á landi. sem hr. Bjöm ólafsson framsetur, lítur út fyrir að hann hafi ekki kynt sér nægilega erind- isbréf fyrir yfirsíldarmatsmenn frá 16. júlí 1920. Samkvæmt 11.gr. þess, er svo fyrir lagt. að tæma skuli tunnurnar við endurmat og ákveðinn þungi látinn í hverja tn. En frá þessu ákvæði var gefin undanþága árið 1920 og menn máttu láta ápakka síldina eins og tíðkanlegt hafði áður verið, þessi undanþága hefir verið framlengd á hverju ári síðan. Og hver skyldi vera ástæðan önnur en sú, að hvorki seljendur né kaupendur hafa óskað eftir því, að láta um- pakka síldina og vigta ofan í hverja tunnu. Reyndar kemur það fyrir að einstöku ,,partí“ er um- pakkað og ákveðinn þungi látinn í hverja tunnu, en það er svo sjald- gæft að ekki getur það kallast ann- að, en sárfáar undantekningar frá venju. Eg held, að það sé ekkert það ákvæði til í islenskum lögum eða reglugerðum um mat á síld og meðferð hennar, sem kemur í veg fyrir það, að kaupendur hennar geti fengið hana eins pakkaða eða verkaða og þcir kjósa helst. Og eg held að enginn sildarmatsm. muni láta sér detta það i hug að hafa á móti því, að fara að vilja kaupenda i þeim efnum, svo fram- arlega það komi ekki í bága við crindisbréf þeirra eða landslög. Hr. B. Ó. segir að eitt af því sem tiðkast hafi á síðari árum, sé það, að bætt hafi verið i tunnum- ar sild,sem ekki hafi verið af sömu gæðum og sú er i tunnunum var fyrir. Mér var sögð þessi saga í Götaborg í fyrra mánuði, en sögu- maðurinn þar sagði að eins að þetta mundi hafa komiö fyrir; en eklci var hónuni kunnugt um það, í. livaða matsumdæmi það hefði átt að ske. B. Ó. gengur það lengra, að hann segir, að þetta hafi „tíðkast á síðari árum“ (þ. e. að það sé vanalegt). — Eg er viss um, að þetta íhefir ekki verið „tíðkað á siðari árum“ i Akureyr- arumdæmi og eg efa mjög mikiö að ]>að hafi átt sér stað. Eg mundi telja það þakklætis Köknbúð Skjaldbreiðar verður opnuS aftur á morgun. og virðingarvert, ef menn, sem verða varir við slikan trassaskap og hirðuleysi af hendi matsmanna sem B. Ó. segir, að tíðkist hér á siðari árum við ápökkun síldar, vildu kæra yfir þvi til réttra hlut- aðeigenda, svo að hægt væri að koma í veg fyrir að slikur ósómi endurtaki sig. En eg get ekki séð, að það geti verið nokkrum til gagns, þó að sliku sé slegið fram opinberlega, sannanalaust með öllu og á þann hátt, að þar eiga allir matsmenn óskilið mál. Eg held að eitthvert besta ráðið til þess að fá vissu um það, að hverju leyti aðfinslur þær, sem iðulega koma fram við sildarmat- ið og frágang sildarinnar héðan, séu á rökum bygðar, væri það, að hafður væri íslenskur maður með góðri þekkingu á sildarverkun og síldarmeðferð, í Svíþjóð um 3ja mánaða tíma ár hvert, frá 1. ágúst til 1. nóvember, til þess að vera við og skoða síldarsendingar sem kdma frá íslandi og móttakendum kann að þykja aðfinsluverðar. Plann ætti að láta yfirsildarmats- mennina vita, þegar móttakendun- um þykir frágangur sildarinnar athugaverður í einu eða öðru, skýra frá hvort aðfinslurnar séu á rökum bygðar eða ekki að hans áliti, og gera tillögur um breyt- ingar þær er hann telur til bóta og helst í samræmi við vilja og óskir kaupenda. Eg efast ekki um að slíkur mað- ur gæti gefið ýmsar mikilsverðar bendingar og upplýsingar, eklci aö eins um meðferð, útbúnað og mat á sildinni, heldur einnig um bætt sölufyrirkomulag. Jón E. Bergsveinsson. Vinbannið i Bandarikjunum. Eg hefi beðið nokkra íslendinga í Bandaríkjunum að skrifa méc um bannmálið þar í landi. Svör frá tveimur eru komin, og eru á þessa leið. S. Á. Gíslason. I. Að lýsa bindindishreyfingunni í Bandaríkjunum og þeirri blessun sem af henni leiðir, er efni i marg- ar bækur. Vinbannið verður ai sjálfsögðu mest til blessunar þar sem stór nieiri hluti er þvi fylgj- andi. í einstöku stórborgum voru aS myndast — áður en vínbannið hófst — félög til að fremja glæpi. Þessum félögum verður ekki út- rýmt fyrr en öll stjórn er í hönd- um bannvina i landinu. Þegar vín- inu verður útrýmt til fulls, deyr sá félagsskapur af sjálfu sér. —■ Vínbann leiðir af; sér: 1. Betri kjör verkamanna. Þeir menn, seim mest vinna að því að bæta kjör verkamanna, eins og Henry Ford, eru vínbannsvinir. 2. Mildari hegning fyrir glæpi. Dauðahegn- ing er því nær alveg úr sögunni. 3. Betri meðferð á föngum. ÞaS hefir aldrei síðan þetta land bygð- ist, verið farið eins vel með fanga og nú. 4. Virðing og kærleiki barna til foreldra. Alstaðar sést að börn sýna feðrum sínum, sem eru bannvinir, sömu lotning og kær- leika og þau hafa hingað til sýnt mæðrum, sem héldu sér frá víni. En nú spyrja sumir: Minka glæpir nokkuð að miji við þessa mildu aðferö bannvina? — í 300 stórbæjum, þar sem vínbanni hefir þó minst orðið ágengt, voru árin 1920—1923 16% færri teknir fast- ir af lögreglunni en árin 1913— 1916. Þegar bannvinir koma sínum vilja fyllilega í framkvæmd, verða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.