Vísir - 17.07.1926, Blaðsíða 2
yísm
Ullarballar
komnir aftur.
Oliulampar
Símskeyti
Khöfn 16. júlí. EB.
Chamberlain þakkar íslendingum.
Simaö er frá London, ai5 út a£
fyrirspurn t þinginu hafi Cham-
berlain þakkaö Alþingi íslendinga
fyrir lagabreytingu um umbúnaS
veiöarfæra á fiskiskipum í land-
helgi.
Samsærismenn hengdir.
SímaB er frá Smyrna, að þrettán
þátttakendur í samsærinu gegn
Mustafa Kemal Pasha hafi veriö
hengdir. Á meöal þessara þrettán
manna voru tveir fyrverandi ráð-
herrar.
Khöfn 17. júlí. FB.
Amundsen í Psló.
Símaö er frá Osló, aö þegar
Amundsen og förunautar hans
hafi komiö þar, hafi veriö tekiö
á móti þeim meö mikilli viöhöfn
af þingi qg stjórn og fjölda borg-
arbúa. Konungur veitti Amundsen
síöan áheyrn.
Gerðardómssamningar Norður-
landa.
Stórþingiö norska hefir frestaö
samþykt geröardómssamninganna
milli Noröurlanda til næsta árs.
Samgöngubætur í Þýskalandi.
Símaö er frá Berlín, að stjórnin
hafi í huga að ráðast í ýmsar sam-
göngubætur til þess að bæta úr
atvinnuleysi, sem sífelt fer vax-
andi.
Viðtal
við hr. Steingrím Jónsson
rafmagnsstjóra.
Hr. Steingrímur rafmagnsstjóri
Jónsson og frú hans'fóru til Nor-
egs snemma í fyrra mánuði og eru
kominn heim fyrir fám dögum.
Vísir hitti rafmagnsstjóra aö
máli og spurðist fyrir um ferð
hans.
Aðalerindi mitt til Noregs var
að sækja þriðja norræna mót raf-
fræðinga, sem haldið var í Osló
15.—18. júní, segir Steingrimur.
Fyrsta mótiö var haldið í Dan-
mörku áriö 1920, annað í Svíþjóð
1923, en hið fjórða veröur haldið
í Finnlandi eftir Jh*jú ár. ísland
hefir ekki átt fulltrúa á þessum
mótum áður, og eg var eini raf-
fræðingur frá íslandi, sem þangað
kom að þessu sinni. Ef við gætum
fylgst með, ættum við aö ihalda 5.
mótið hér á lándi 1932. Um 500
manns sóttu mótið, en af þeim
voru um 50 konur rafmagnsfræð-
ínganna eða gestir þeirra.
Þér hafið flutt fyrirlestur á
mótinu ?
Já, eg flutti erindi, yfirlit yfir
vatnsorku á íslandi, og þegar mót-
ið var sett, flutti eg fundinum
kveðju frá íslandi.
Erindin munu hafa varðað sér-
fræðinga i raffræði og ekki verið
við almannahæfi?
Flest þeirra fjölluðu um sér-
fræðileg efni. Tvö voru þó að efn-
inu til alþýðleg. Annað var um
„talandi kvikmyndir". Þær era á
að sjá eins og venjulegar kvik-
myndir, en auk þess heyrast þau
hljóð, sem eru samfara þeim við-
burðum, sem sýndir eru. Til dæm-
is Iheyrist hófadynur hesta, sem
sjást á myndinni, vagnaskrölt o.
s. frv., og er það alt með eðlileg-
um hljómblæ. Þetta er langfull-
kotnnasta uppfundningin á þessu
sviði. Erfiðleikar hafa verið á að
láta hljóðið fylgja vel myndinni.
Hér er „hljóðið“ tekið upp á sömu
filmu-ræmu og myndin, svo að
samstilling getur ekki haggast
Uppfundningamennirnir eru tveir
danskir verkfræðingar, sem heita
A. Petersen og A. Poulsen. —■
Hitt erindið var um tilraunir, san
Norðmenn hafa gert til þess að
hita jarðveginn með rafmagni, til
þess að flýta fyrir gróðri. Raf-
magnseyðslan er furðu lítil, en
árangurinn hefir reynst góður.
Þið hafið að sjálfsögðu hlotið
góðar viðtökur í Osló?
Okkur var tekið tveim höndum.
Við sátum margar veislur og var
skemt á ýmsan hátt. Ein veislan
var haldin í Akerhus-sloti, en þar
hefir engin veisla verið haldin
síðan árið 1661. — Seinasta dag-
inn, sem mótið stóð, var fundar-
mönnum boðið í skemtiför út úr
borginni, og fóru sumir að skoða
verksmiðjurnar við Rjúkan-foss,
en aðrir skoðuðu stöðvarnar við
Glonunen. Eg fór þangað, af því
að eg hafði áður komið að Rjúk-
an. —• Þar (við Glommen) eru
stærstu og nýjustu rafmagns-
stöðvar Norðmanna. Ein þeirra,
Solbergfossen, sem Oslóbær á, og
verið hefir á 10. ár í smíðum,
er nýtekin til starfa. Hún kostar
65 rnilj. kr. og hefir 12500 hest-
öfl.
Gafst yður tækifæri til þess að
lcynnast þeim ráðum, sem Norð-
menn hafa til þess að verjast is-
truflunum á'rafmagnsstöðvum ?
Já, eg fór tih Þrándheims í þvi
skyni og skoðaði þar tvær stöðv-
ar, en þas hagar öðruvisi til en
hér, vatn er þar meira en í Elliða-
ánurn og vatnsleiðslur miklu
styttri. Ristarnar eru hitaðar þar
eins og hér er í ráði að gera, og
pípurnar þaktar. Eg átti tal við
prófessor Heggstad uta þetta efni,
og hann sagðist ekki vita önnur
tiltækilegri ráð til að verjast frost-
inu.
Þér hafið farið frá Noregi til
Danmerkur ?
Já,'eg átti erindi þangað vegna
rafveitunnar, en það var ekki svo
vaxið, að það sé í frásögur fær-
andi.
Messur á morgun.
í dómkirkjunni kl. n árd. síra
Friðrik Hallgrímsson.
í fríkirkjunni kl. 2 siðd. síra
Árni Sigurðsson. Kl. 5 síðd. pró-
fessor Haraldur Níelsson.
í Landakotskirkju kl. 9 árd. há-
messa. —< Engin síðdegismessa.
Sjómannastofan.
Guðsþjónusta á morgun kl. 6
s:.ðd. Allir velkonmir,
Síra Eiríkur Briem
prófessor er áttræður í dag.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 11 st., Vest-
mannaeyjum 10, fsafirði 11, Akur-
eyri 12, Seyðisfirði 14, Grindavík
12, Stykkishólmi 12, Grímsstöðum
12, Raufarhöfn 10, Hólum í
Hornafirði 12, Þórshöfn í Fær-
eyjum 12, Angmagsalik (í gær-
kveldi) 4, Kaupmannahöfn 21,
Utsira 13, Jan Mayen 7. — Mestur
hiti hér í gær 12 st., minstur 10.
Úrkoma 10.4 mm. —• Loftvægis-
!ægð um norðausturland. — Horf-
ur: í dag: Frenrar hæg vestan
átt á Suðurlandi og Austurlandi.
Hæg norðan átt á norðvesturlandi.
Breytileg vindstaða á norðaustur-
landi. Skúrir sums staðar á suð-
vesturlandi. Þoka við Norðurland.
Þurt á suðausturlandi. — í n ó it1:
Fremur hæg vestlæg átt. Þoka við
Norðurland og sums staðar við
Vesturland.
Hanna Granfelt,
hin fræga finska söngkona, sem
hingað kom fyrir 2 árum, kvað
ætla að koma hingað aftur bráð-
um. Hún er nú stödd í Björgvin,
hefir sungið þar við mikinn orðs-
tír; einkum þótti mikið koma til
hennar í óperunni Tosca. Var hún
fengin til að taka að sér aðalhlut-
verkið í fyrsta skiftið sem leikið
var í vor. Er svo að sjá af Björg-
vinjar-blöðunum, sem áheyrend-
urnir hafi orðið frá sér numdir af
fögnuði yfir söng hennar og leik,
enda er hún alfræg á Þýskalandi
sem óperusöngkona. Hún var fast-
ráðin við ríkisóperuna í Berlín og
hefir haft þar á bendi hin um-
fangsmestu hlutverk í fjöldamörg-
um óperum. íslendingar, sem þar
liafa verið og eru kunnir sönglífi
borgarinnar, segja, að engin söng-
kona þar fái komist til jafns við
hana.
Ungfrú Granfelt var hér svo
snfimma sumars 1924, að hún gat
lít.ið séð sig um. Samt fékk hún
mikla ást á jijóð og landi og hefir
þráð síðan að koma hingað aftur.
Hún vonast -til að geta ferðast nú
eitthvað upp í sveit. Væntanlega
fáum við þó þá ánægju að heyra
aftur hennar hrifandi söng.
Vesalingamir,
hin heimsfræga skáldsaga eftir
Victor Hugo, hefir verið að koma
út í Lögrétíu að undanförnu og er
fyrsta bindi hennar („Fantine")
komið á bókamarkaðinn. —■ Þeir
feðgar Einar H. Kvaran og síra
Ragnar sonur hans hafa annast
þýðinguna og «iá treysta Jiví, að
hún sé vel og smekkvíslega af
hendi leyst. Þessi bók er þess verð,
að hún sé keypt og lesin, langt um
fram flestar aðrar þýddar skáld-
sögur, sem hér hefir verið kostur
á að undanförnu. Victor Hugo var
svo stórmerkur rithöfundur, að
allar bókmentaþjóðir telja sér skylt
að eiga rit hans í þýðingum.
Sláttuvélar
heitir ritgerð með myndum eftir
Árna G. Eylands og er sérprentuð
úr búnaðarritinu. Þar era ítarlegar
fyrirsagnir um notkun og hirð-
ing jiessara fljótvirku véla, sem
enginn jarðeigandi má án vera, ef
hann á slétt tún eða engjar.
Listsýningin
verður opin á morgun frá kl. 10
árdegis til kl. 9 að kveldi, og verða
]:á að líkindum síðustu forvöð að
sjá hana.
Bíó-málið
var til umræðu á fundi bæjar-
stjórnar í gær. Kom fyrst fram til-
laga frá jafnaðarmönnum um að
bærinn tæki að sér rekstur kvik-
myndahúsanna i bænum, svo fljótt
sem unt er, og leitaði samninga og
gerði um áætlanir. Var sú tillaga
feld með 8 : 6 atkv. Þá kom fram
tillaga frá Héðni Valdemarssyni
og Stef. Jóh.*Stefánssyni, um að
veita Lárusi Jóhannessyni leyfi til
að reka kvikmyndahús, og var sú
tillaga einnig feld með 8 : 6 atkv.
af ÖIlu tagl: Hengi- Borð-
Vegg- og Náttlampar. Hand-
lugtir og Stormlugtir. Lampa-
brennarar allar stærftlr og
gerðir. Kveíkir. Kúplar —
Lampaglös og alt þ. t. k. ný-
komið með Gullfoss.
Hcildsala. Smásala.
Versl. B. H. BJARNASON.
Laun borgarstjóra.
Bæjarlaganefnd hafði haft tii
meðferðar launakjör borgarstjóra,
Jiafnarstjóra og rafmagnsstjóra. —•
Um laun borgarstjóra klofnaði
nefndin. Komu fram tvær tillögur;
önnur um að þau skyldu verða
12000 kr. með dýrtíðar-uppbót að
auki og hin (frá jafnaðarmönnum)
um 9500 kr. auk dýrtíðar-uppbót-
ar. Var fyrri tillagan samþýkt með
8 : 6 atkv. — Ákvörðunum um
laun hafnarstjóra og rafmagns-
stjóra var frestað.
íslendingasö gur.,
Sigurður bóksali Kristjánsson
er nú að gefa út að nýju ýmsar ís-