Vísir - 29.07.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 29.07.1926, Blaðsíða 3
VlSIR Bjapni Jónsson irá Vogi. Hraustmenni hniga, hornsteinar brotna, fallin er íslands frækna björk; bardagama'Sur bardagatí'öa er rjóöur ihjó í heimsku-mörk. Skamt er aö muna sköjunginn snjalla, fremstan i hverri frelsis-þraut. Rammur viö húna róm lést þú gjalla, með frelsis-hreim, á frelsis-braut. Ganim lést þú geisa, gunnreifa hetja, hátt skyldi beita hverja stund. Voö lést þú hefja, hæst móti boöa, djarfur í raust, me'S djarfa lund. Sárfegin numdi sál min ihin unga, íslenskra oröa undramátt; dælt var að heyra djarfmælin gjalla er sjóir xdsu himinhátt. Man eg þig heima hýrum í ranni, glaöan og prúöan gestavin; húsbóndann holla, lieilráöa, fróða, sem laufi skrýddan ljúfan hlyn. Fögur var ásýnd, fagur var rómur, viröuleg einnig vallarsýn. Eldur hiö innra, ólga og kyngi, líkt eins og fósturfoldin þín. Skjöldur er rofinn skínandi lista, floginn er haukur frár af strönd. Iíver rnyndi skara skarðiö óvai’öa, þar Bjanii Jónsson reisti rönd. Listamenn harma listvininn góða, meitill og pensill þakka þér; svanur og harpa söngþakkir bjóöa, og íslenskt brim viö unnai'sker. ísland rná þakka, ísland má sakna, þá hetjur slíkar hníga á storð. Skáldmenn og lista skyldu þér rnuna svo margt og fagurt máttarorö. Hvenær mun rísa halur á Fróni, skörungur slikur, skýr og snjall? Gnæfandi yfir glamur og drunga sem íslenkt mál og íslenskt fjall. Tinnnföt, jakkar, bnxur og sloppar $ seljast nú meí 15 0 afslætti. Fár hefir reistan fegurri varöa, minning þín stendur mæt og sterk; langt útí framtíö fjarlægra alda, skína þín unnin afreksverk. Ríkarður Jónsson. Jarðarför Bjania Jónssonar frá Vogi fór fram í gær og var mjög fjölmenn, þótt veöur væri ekki gott. Hófst hún me'ð húskveðju að heimili lians viS Túngötu kl. I e. h. Síðan báru nokkurir Dalamenn kistuna út í vagninn. Likfylgdin nam sta'Sar fyrir framan dyr Alþingis- hússins, og báru háskólastúdent- ar kistuna þaSan aS kirkjudyrum, en í kirkju báru hana nokkurir kennarar Háskóla íslands. Bjai'ni Jónsson, dónikii'kjuprestur flutti húskveðjuna en Haraldur pró- fessor Níelsson talaði í kirkj- unni. Alþingismenn báru kistuna úr kirkju, en listamenn frá hliði kii-kjugarðsins til grafar. — All- margir stúdentar, bæði háskóla- stúdentar og aðrir, gengu x fylk- ingu á undan likvagninum, og þökkuðu þannig starf Bjarna. Al- þingi sendi silfurskjöld á kistuna, gerðan af Ríkarði Jónssyni, en blómsveigar bárust frá mörgurn einstökum mönnum og ýmsurn stofnunum og félögum, svo sem Stjómarráðinu, ýmsum erlendum ræðismönnum, Háskólaráðinu, í. S. í., félaginu Germania, „Deut- scher klub, íslandsbanka, Eim- skipafélagi íslands, íslenskum hstamönnum, Böggild sendiherra íslendinga og Dana í Montreal, íslenskum háskólastúdentum o. fl. Veðrið í morgim. Hiti í Reykjavík 12 st., Vestm,- eyjum 11, ísafirði 14, Akureyri 15, Seyðisfirði 15, Grindavík 11, Stykkishólmi 13, Grímsstöðum 12, Raufarhöfn 14, Hólum í Horna- firði 1.1, Þórshöfn í Færeyjum 14, Angmagsalik 6, Kaupmannahöfn 17, Utsire 11, Tynemouth 13, Leir- vík 13, Jan Mayen 5 st. Mestur hiti x Reykjavík síðan kl, S í gær- morgun 12 st., minstur 11 st. —> Úrkoma mm. 7,6. — Loftvægis- lægð fyrir vestan land. — Horf- ur: í dag: Sunnanátt allhvöss sumstaðar á Suðurlandi og Vest- urlandi. Úrkoma víða, einkuxn sunnanlands. í n ó 11: Sunnan og útsunnan, allhvass á Suðmdandi og Austurlandi. Skúrir sunnanlands. Síra ólafur ólafsson, fríkii-kjuprestur, er nýkom- inn tíil bæjájrins úr ferð upp í Borgarfjörð. — Messar hann í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. Sigfús Einarsson, tónskáld, er nýkominn til bæjar- ins úr ferðalagi austur um sýslur. Gxmnar Finsen, sonur Vilhjálms Finsens fyrrum SÖNGFÖR KARLAKÓRS K.F.U.M. Ny Tid (Þrándheimi), 6. maí: uíslandskórið“ veitti áheyrendum sinum á samsöngnum í gær sjaldgæfan unað. Sá sem þetta ritar minnist ekki að hafa heyrt áður karlakór með jafn hressum og hljómmiklum röddum. Og um leið er slík glaðværð og ákafi í söngnum, að það rninnir mann á haflöður og þúsund ára haiíislaust afl. En það eru ekki þessar „stemningar“ einar, sem ráða í „íslandskórinu“, heldur og einnig blíða og angurværð. Sjálfur kórhljómurinn er karlmannlegur. Tenórarnir, sem annars eru hin veika lilið karlakóra, eru óvenju þróttmiklir og samstæðir, svo. að ekki sé gleynxt bössunum, sem einmitt hafa þenna óvenjulega hljómþunga, sem strax vekur athygli. Og samsöngurinn sjálfur, sambræðsla' raddanna, er svo góð, sem heyrði maður vel samæfða hljómsveit. Þegar eftir fyrsta lagið: ,Ja, vi elsker“, lögðu menn við hlust- irnar; menn höfðu ekki búist við svo fjörlegum og þróttmiklum hljóm af þessu litla kóri, 30 manna, sem stóð á pallinum. Þá var því þegar komið á sambandið milli söngflokksins og álxeyr- endanna, og það slitnaði ekki, heldur varð æ sterkara, eftir því sem á leið samsönginn. Aldrei hefi eg verið viðstaddur hljóm- leika, þar sem jafn ákafur fögnu'ður hefir verið látinn í ljós. Svo mátti heita, að endurtaka yrði livert einasta lag á söng- skránni. Það, sem einnig gerði samsöng þennan sérstaklega eftirtektar- verðan, var það, að mönnum var gefinn kostur á að kynnast þarna fjölda af íslcnskum söngvum. Eftir Sveinbjörnsson var sungið: „Móðurmálið“ og „Sumarkveðja", eftir Sigfús Einars- son: „Eg< man þig“, og „Vorvísur" eftir Laxdal, ennfremur „Barmahlíð" Flemmings. Uppistaðan í hinum íslensku, þjóðlegu söngvum er blíður, dreymandi skáldskapur, blandaður tápmiklu, kjarnmiklu söng- máli. öll þessi lög, sem hér vo-ru nefnd, eru sérkennileg, með unaðsfögrum „stemningum". Tvö íslensk þjóðlög voru ennfrem- ur á söngskránni: „Hrafninn“ og „Bára blá“, sem bessi einkenni prýddu. í stórum dráttum er íslensk „músík“ ekki óskyld hinni finsku, í þeirri mynd sem vér könnumst við hana hjá Sibelius og öðrum finskum meisturum. Lág eftir Finnann Armas Jarne- felt: „Svanurinn“, cr og eín af fegurstu endurminningunum eftir kvöldið. Auk þess, sem hér er talið, voru einnig norsk tónskáld á söngskránni: Haarklou, Grönvold, Oscar , Borg og Reissiger, Og með alt var farið af andriki, svo sem áður er getið, og loks söng söngflokkurinn fjölda aukalaga, þar á meðal islenska lof- sönginn „Ó, guð vors lands“, sem áheyrendur hlýddu á standandi. Söngs.tjórinn, Jón Halldórsson, ríkisféhirðir, stýrði kórinu mjög röggsamlega, og einsöngvararnir, Óskar Norðmann og Símon Þórðarson, sungu einsöngs-hlutverkin rnjög prýðilega og af til- finningu. í hinum áköfu fagnaðarlátum, áð samsöngnum loknum, lá jafn- mikið þakklæti fyrir sönginn, sem hylling til sögueyjarinnar og íbúa lxennar, sem svo mörgum böndum er tengd Noregi. Jakob Lankclinsky. Tidens Tegn (Osló), 8. mai: Þegar „fslandskórið" kom fram á söngpallinn í „Skálanum" (Aula’en) í gær, var tekið á móti því með íslenska þjóðsöngin- um. Það var Handelsstandens Sangforenging, senx undir stjórn Leifs Halvorsens, hafði skipað sér uppi á svölunum, og tók það- an á móti gesturn sínum með þjóðsöng þeirra sjálfra. Og kórið svaraði með ágætum, hljómmiklum og eldlegum framburði á „Ja, vi elsker". Þetta varð hið fegursta upphaf kx'öklstundar, sem frá upphafi til enda var þrungin hinni innilegustu hrifningu og fögn- uði. Með einlægri gleði og hinum mesta innileik, bjóðum vér hina íslensku gesti vora velkomna. Heimsókn þeirra mun stuðla að því, að styrkja enn betur böndin milli frændþjóðanna og gera samúðina og óskina um sívaxandi samband nxilli hinna tveggja náskyldu þjóða enn sýnilegri. Samt sem áður þurfti „íslandskórið“ engrar hjálpar við, af hálfu óskráðra laga gestrisninnar, til þess að tryggja sér hlýjar viðtökur. Þetta er sem sé ágætur söngflokkur, sem söng sig inn í allra hjörtu, eins og ekkert væri. Kórið syngur með alsigrandi fjöri og liljómfegurð, með æskuþrunginni hrifningu og einlægri sönggleði, sem vekur samhygð í fylsta máta. Kórið er ekki stórt; en hver einstakur hinna 30 söngmanna gerir sitt ítrasta til þess að náð verði hinni bestu framsetning. Raddirnar cru óvenju fjörugar og hljómmiklar, með hinum sanna, bjarta, norræna lireirn hjá tenórunum og mjúkri, málmkendri dýpt hjá bössunum. Og kórið sjmgur með slikri nákvæmni og öryggj, hvað snertir „innsats" og „intonation“, að það er sönn ánægja á að hlýða. Það á, í Jóni Halldórssyni, framúrskarandi stjornanda, sem ekki að eins skilur gildi hins járnlxarða aga, held- ur sýndi einnig ákveðna „músíkalska" smekkvísi Dg listrænan skilning í nieðferð hinna ýmsu söngva á skránni. Söngskráin var nxjög alþýðleg; en hún varð þó ekki þreyt- andi, vegna þess, hve fjörlega var með verkefnin farið. Eftir íslensk tónskáld voru þar lög eftir Svb. Sveinbjörnsson, Sigfús Einarsson og Jón Laxdal. Það voru söngræn og hljómþýð lög, með góðunx og vel viðeigandi raddsetningum. Eínsöngvararnir Óskar Norðmann og Símon Þórðarson hafa báðir fagrar og hljómþyðar barytonraddir, og sungu með tílgerðarlausu hispurs- leysi. Söngflokknum var fagnað afskaplega, og mörg lögin varð að endurtaka. Að lokixum fyrsta liðnum færðí Paasche prófessor kórinu, fyrir hönd íslenska félagsins hér, fagran blómvönd, og bauð frændur vora frá sögueyjunni velkomna með hrifandi, formfastri ræðu. Og loks færði formaður Handelsstandens Sang- forening, Jenscn stórkaupmaður, söngflokknum stóran lárviðar- sveig, með þökk fyrir hina hátíðlegu kvöldstund, sem leitt hefði í ljós, í hve háu stigi kórsöngurinn stæði á íslandi. Arne van Erpckum Sem. Arbeiderbladet (Osló), 8. íiiaí: Það er oft svo, þegar aðkomandi frænda-kór heimsækir oss, að maður gerir sitt besta til þess að Loka augunum fyrir ágöll- um, en undirstrikar það, sem vel er gert, vegna góðra samvista og annars, sem frekar gæti þá talist árnaðar-ummæli en gagnrýni. En um „íslandskórið“ þarf ekkert slíkt tillit að taka, jafnvel þótt hver Norðmaðtir vilji gjarnan sýna Islendingunum, nánustu frændþjóð vorri, hina hlýjustu lxuglátssemi. En þessi litli söng- flokkur, unx 30 manns, söng frá upphafi til enda svo frábærlega, að maður hlaut að undrast, og gladdist síðan yfir hverjum söng á söngskránni, og öllum endurteknu lögunum og aukalögunum. Það, sem fyrst vakti athygli nxina, var hinn tárhreini, hressandi hreimúr í röddunum öllum, og hin hreimfögru tilbrigði í öllum styrkstigum. Raddaflokkarnir standa í hinu rétta hlutfalli við heildina, svo að manni detta ósjálfrátt í hug orgelhljómar, þegar maður hlýðir á þennan hreimmikla, fagra samhljóm. Það hljóta að vera óvenjulega „músíkalskir“ söngvarar, eða þá að söng- stjórinn, Jón' Halldórsson, er alveg óvenju frábær listamaður sem söngstjóri, — og það er hann auðvitað alveg áreiðanlega, þó hann sé ekki hljónxlistarmaður að ment, — heldur ríkisféhirðir. Því að auk liins unaðslega fagra hljóms, hlaut maður jafnframt og ekki síður að taka eftir hinni glæðandi „stemningu" í með- ferðinni, hvort heldur var í alvarlegu lögunum eða hinum gáska- fullu. Á söngskránni voru íslensk og ýms önnur norræn lög, seffl sum voru kunn hér áður, en sem tæplega hefir nokkru siiini verið jafnvel með farið. Ekki nxá .þar hvað síst nefna „Ölaf Tryggvason" Reissigers, sem farið var með af fullkominni snild. Tveir einsöngvarar, Símon Þórðarson og óskar Norðmann, aðstoðuðu. Þeir hafa ljómandi raddir og vel þjálfaðar. — 1 fá- um orðum sagt, það var hátíð að hlusta á sönginn. — Eg ræð öllum til að hlusta á kór þetta á næsta samsöngi, á þriðjudaginn í Calmeyerhúsinu, — ekki síst kórsöngvurunum. Þar fá þeir að lieyra hvernig karlakór getur og á að syngja. Hinir norsku söngflokkar vorir geta því miður ekki boðið upp á neitt jafn- Sott_> — t;l þess taka norsku söngvararnir með alt of mikilli léttúð á verkefni sínu, söngstjórarnir sumir lika. P(cr) R(eidarson).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.