Vísir - 19.08.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 19.08.1926, Blaðsíða 3
yisir Þá kemur grein eftir Böðvar Magnússon á Laugarvatni: Fjórir merkisbændur og konur þeirra. Eru þaS þeir Bjöm G. Björnsson á Brekku í Biskups- tung’um, Gísli Guðmundsson í Kjarnholtum, Geir Egilsson í Múla og Þorfinnur Þórarinsson á SpóastöSum. — Bænjiur þessir _ eru nú allir dánir og þóttu veriS Jiaía dugandi menn og merkir. Yngstur þeirra var Þoríinnur Þórarinsson, talinn mikill gáfu- irjaSur og stórhuga, en féll i valinn kornungur, aS eins þrítugur aS .-aldri. „Stofnendur fríkirkjunnar í ReyðarfirSi“, heitir næsta ritgerS, ■eftir ónafngreindan höfund. — Er Þar sagt allgreinilega frá aSdrag- .anda þess, aS fríkirkjuhreyfingin íekk þar byr undir vængi og getiS liélstu forvígismanna málsins. — MikiS er utn kveSskap í þessu hefti „ÓSins“, eins og venja er til í því blaSi, ög ekki alt merkilegt. Þ'essir höfundar eiga rimaS mál í tþlaSinu: Þorsteinn Þ. Þorsteins- •50n (Frú Ingunn Stefánsdóttir), JEjarni M. Jónsson (Tvö kvæSi), -Frtjóskur („Dáin, horfin—“, Út vil ek“, Fallanda foraS), Sigurjón FriSjónsson (Ríma af Helga kóngi Hálfdánarsyni), BöSvar GuSjónsson frá Hnífsdal (Tungl- skinsnótt viS hafiS) og Einar Sig- urösson (Lausavisur). — Þaö kynni riú aS orka tvimælis hjá les- endum „ÓSins“, Ihvort sumt af þessurm kveSskap og öSrum, sem þar hefir birst stundum, muni •eiga sérlega mikinn rétt á sér eSa vera þess eSlis, aS vert sé aö halda honum tíl haga. — ÓSinn hefir .oftsinnis flutt ágætan kveSskap, en því veröur ekki neitaS, aS stundum hefir hann veriS lítt 'vandfýsinn í þeim sökum. Mikill fjöldi mynda er i þessu blaSi: Emile Walters, málari, síra Kristinn Danielsson, Hjörtur Snorrason, alþnr. og kona hans frú RagnheiSur Torfadóttir, Magnús J. Bergmann og Jóhanna Siguröardóttir, Björn G. Björns- son á Brekku og Jóhanna Björns- élóttir, Gisli GuSmundsson í Kjarn- lioltum og Guörún kona hans, Geir í Múla. Egilsson og kona hans -Guöbjörg Oddsdóttir, Þorfinnur Þórarinsson og kona hans Stein- unn Egilsdóttir, Hans Jakob Beck, hreppstjóri á Sómastööum, Jónas Símonarson, bóndi á Svinaskála, Eirikur Björnsson bóndi á Karls- skála, Eyjólfur . Þorsteinsson á StuSlum, IndriSi Ásmundsson í Seljateigi, Jón Stefánsson í Sóma- staöagerSi, Gísli Nikulásson i Bakkageröi, Bjami Oddsson á Búöareyri og Bóas Bóasson á Stuölum. — Loks er mynd af sira FriSrik FriSrikssyni 19 vetra gömlum. Þá er komiö aö þeirri greininni ! ÓSni, sem mörgum mun þykja merkilegust, en þaS er ævisaga sira FriSriks FriSrikssonar. — Eru í þessu blaöi tveir kaflar: „ASdragandi mentabrautarinnar“ og „Latínuskólinn" (upphaf). — Segir í fyrri kaflanum frá öröug- 'teikum þeim, sem á því voru, aS síra Friörik gæti brotist áfram ti! skólalærdóms, en síöari kaflinn ræSir um fyrsta ár hans í skóla. —- Segir síra FriSrik vel og skémtilega frá, er gamansamur i hóf! og hispurslaus. — Mun ævi- saga hans verSa lesin meö mikilli ánægju af fjölda manna og vafa- laust er ]>aS mikill fengur fyrir blaöiö, aö mega birta hana. Heldur hefir síra FriSrik veriS snauöur aö veraldargæSum, er hann kom til Reykjavíkur hið fyrsta sinn. — Hann tók sér fari af SauSárkróki meS „Thyru“ gömlu, þurfti aö bíöa eftir skip- inu og fór huldu höföi á meöan, því aS frændur hans vildu ekki aö hann færi. — Aleigan var 5 kr. i peningum, en Jóhannes sýslumaS- ur Ólafsson gaf honum 10 kr., og þótti hinum unga manni þaö ekk- ert smáræSi. — Hann dvaldist hjá síra Tómasi Þorsteinssyni meSan hann béiö eftir skipinu. Og loks- ins kom þaö. Honum segist sjálf- um frá á þessa leiö : „Svo kom skipiS. ÞaS fór um rnig hrollur, er þaö blés. Eg fann aö eg var aS ráöast í ofurefli. Eg fór um borö og tók mér lestarpláss suSur. Viö voruin lengi á leiSinni, en mér leiö ljómandi vel og var glaöur í anda....“ Næst segir hann svo frá komu sinni til . Reykjavíkur. SkipiS köm í rökkri og honum fanst mikiö til um ljósa- dýrSina í höfuöstaSnum. — Fyrstu nóttina var hann á vegum Mark- úsar 'heitins Bjarnasonar, skóla- stjóra, og konu hans, en daginn eftir byrjuöu öröugléikarnir.... „Næsta morgun fór eg svo aS skoöa bæinn og furöuverk hans. Eg átti 61 eyri í buddunni. ÞaS var alt, sem eg átti í peningum. — Eg keypti mér eina bollu og Já pund af púöursykri, og fór upp fyrir SkólavörSu til þess aö boröa þaS. í eitt hús kom eg um daginn. ÞaS var ÞerneyjarhúsiS í Kirkju- stræti. Þar bjó Gróa frá Þerney meö dætrum sínum, systrum frú Ingibjargar, konu sira Árna (frá Kálfatjörn). Þar fekk eg kaffi meö finum kökum. — Eg skoðaði kirkjugarðinn og dáðist aS blóin- skrúSi hans. Eg fann mér þar góS- an skjólstaS milli tveggja leiöa, og þar var eg um nóttina. VaknaSi ki. 5 meö hrolli og skjálfta og hljóp út á mela aS hita mér. Svo reikaði eg um bæinn þann dag fram aS rökkri og kom hvergi inn .... Eg reikaSi upp Austurstræti og inn á Lækjargötu. Þar gnæföi latínuskólinn í allri sinni tign, enditnark vona minna .... “ RúmiS leyfir ekki aö fleira sé til tínt, en menn ætti að útvega sér ,,Óöin“ og lesa þessa ævisögu- lcafla. ÞaS borgar sig. Veðriö í morgun. Hiti í Reykjavík 14 st., Vest- mannaeyjum 10, ísafirði 10, Akur- eyri u, SeySisfirSi (kl. 6) 10, Grindavík 13, Stykkishólmi 9. (ekkert skeyti frá Hólum i Homa- firöi), Þórshöfn í Færeyjum 12, Angmagsalik (i gærkveldi) 8, Kaupmannahöfn 17, Utsira 15, Tynemouth 16, Leirvík 14, Jan Mayen 6 st. — Mestur hiti í Rvík síöan kl. 8 i gærmorgun 16 st., minstur 13 st. —• KyrstæS, djúp loftvægislægö suSur af íslandi. — Horfur: I dag: Austlæg átt. Allhvass og rigning á SuSurlandi og Austurlandi. AS mestu þurt veöur á Vesturlándi. í riótt: Allhvöss austan átt. Rigning á SuSurlandi og Austurlandi. Al- skýjaS og litil úrkoma á Vestur- landi og norðvesturlandi. Dánarfregn. 11. þ. m. varö það sorglega slys á SiglufirSi, aS Ólafur Ás- grímsson frá Keflavík féll út af xryggju og druknaSi. Aldarafmæli sira Helga lektors Hálfdánar- sonar er í dag. Einn af lærisvein- um hans minnist hans á öSrum staS í blaSinu, en þeim, sem kynn- ast vilja nánara ætt og ævistarfi síra H. H. vísast til aldarminning- ar háns eftir dr. theol. Jón biskup Helgason, sém er prentuS í nýút- komnu Prestafélagsriti. Alliance Frangaise. I gærkvekli var kvikmynd af feröum rannsóknaskipsins Pour- quoi pas til Jan Mayen og Scores- bysund sýnd fyrir fullu liúsi i Nýja Bíó. Alliance Franqaise gekkst fyrir sýningunni, og var Ssókn svo mikil, að margir uröu frá aS hverfa, enda var ókeypis aSgangur niSri, á meöan húsrúm lcyfði. Myndin var hin fróSlegasta og gaf góða hugmynd um lifiS í norSurhöfum. — Á eftir aSalsýn- ingunni var sýnd aukamynd frá smábæjum í SuSur-Frakklandi. Öll sýningin stóö yfir i röskan hálf- tíma. — AS lokum var leikinn þjóösöngur Frakka og hlýddu menn standandi á hann. — Áheyr- endur þökkuöu sýninguna meö miklu lófataki. Rasmus Rasmussen, leikhússtjóri, efnir til leiksýn- ingar í ISnó annaS kveld meS aö- stoö 'þeirra Indriða Waage og Brynjólfs Jóhannessonar. — ViS- fangsefni veröa úr tveim leikrit- um Ibsens: „Vikingunutn á Há- logalandi" og „Konungsefnum“, og ennfremur úr „Jeppa á Fjalli“ eftir Holberg. — Gert er ráS fyr- ir, aS leikiS veröi aS eins þetta eina sinn, og er fólki ráðlagt aS tryggja sér aSgöngumiSa i tima, því aö búast má viS, aðsókn veröi inikil. Unglingast. Unnur fer skemtiför upp aS Hveradöl- um á sunnudaginn, ef veöur leyfir. Lagt verSur af staS kl. 8 árdegis frá G.-T.-húsinu. Gullfoss kom hingaS i gærkveldi frá út- löndum. MeSal farþega voru: Frú Marta Kalman, Baröi GuSmunds- son sagnfræSingur, Þórbergur skáld ÞórSarson, Kristinn Björns- son læknir. Bæ jarst j órnarfundur verSur haldinn i dag. Fá mál á dagskrá. Silfurbrúðkaupsdag eiga á morgun frú Kristín Sí- monardóttir og Sigmundur Sveins- son, dyravöröur í bamaskólanum. Harðir landskjálftakippir hafa fundist á Reykjanesi und- anfarna daga. Áheit á Strandarkirkju afhent Vísi: 1 kr. 80 aurar frá Önefndri. Xavir. F.d. 12 ? 685. - . - Nýkomm öll lax- veiðarfæri: Stangir, Hjól, Línur, Girni, aliskonar, Minnew, Önglar, Þrir húkkar, Flugur. ísleifnr Jónsson, Laugaveg 14. Sölnbóð í miðbænnm til leigu strax. Agætlr glnggar og inogangnr. Skrifstofa bakvið. TilboB merkt a„Miðbær“ afhendist afgr. Visis fyrir suonudag. Bíll fer austur i Biskupstungur á laug- ardaginn kl. 8 árd. Tekur fólk og flutning. Nánari upplýsingar hjá Albert Ólaissyni Nýlendugötu 19B eftir kl. 7 í kvöld. Tilbúinn ávalt bestur og ódýrastur í Vöruhúsiiiu. Sóthuröir, Gufurammar, Ofnrör, Eldavélahringar, Ristar, Ofnkítti, Eldf. leir, — steinn og margskonar varalilutir til eld- færa ávalt fyrirliggjandi hjá Jobs Hansens Gnke. Laugaveg 3. Sími 1550.. ■n laffitt blandaöur til helminga rræS kaffi, er hollur, ilmandi og bragögóSur drykkur. Fæet hjá kaupmanni yðar i pk. á y* kg. á 35 aura. í heildsölu hjá SV. A. JOHANSEN. Simi 1363. m Alullar Kassan. Peysufata-sjðl í ljósum litum seljast á 30 og 33 kr. hjá il Mm. t leikhússtjóri heldur Ieikkvöld í Iðnó föstu- daginn 20. ágúst kl. Sy2 e. m. Aðstoð: Indriði Waage og Brynjólfur Jóhannesson. Viðf angsef ni: Ibsen: Víkingarnir á Háloga- landi. — Konungsefnin. Holberg: Jeppi á Fjalli, 1. og 2, þáttur. Aðeins þetta efna sfno. Aðgöngumiðar seldir í Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonap Unglingast Unnnr nr. 38. Skemtiför verður farin upp að Hveradölum, sunnud. 22. ág. Lagt verður á stað kl. 8 f. h. frá Gt.-húsinu, ef veður leyfir og nægileg þátttaka fæst. Farseðlar seldir í Gt.-húsinu í dag (fimtud.) frá kl. 5—9 e. h. og föstud. frá kl. 5—7 e. h. Farseðlar fyrir börn kr. 2,50 og fullorðna kr. 3,00. Gm. j Þeir, sem vilja eiga vðnduS og ódýr matar-, kaffi- og þvotta* stell, ættu aS lita inn 1 versl. ÞÖRF Hverflsgötu 56. •imi 1137. r ... rnnÉi'", ■ i$mcx£W

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.