Vísir - 21.08.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 21.08.1926, Blaðsíða 2
VISIR m Mmnm «ölsen(1 Nýkomoar danskar kartöfiur. Þeir, sem vilja eiga vönduð og ódýr matar-, kaffi- og þvotta- stell, œttu að Hta inn í versl. ÞÖRF Hverfisgötu 56. sími 1137. Utan af landi. Seyöisfiröi 20. ágúst. FB. Vélbátur sekkur. Vélbáturinn Bliki, eign Halldórs Jónssonar, á leiö til Bakkafjarðar með vörur, sökk á þriöjudaginn á Héraðsflóa. Leki hafði komiS að bátnum. Mjennirnir höfðu ekki við að dæla og björguöust á róðrar- bát til Unaóss, nauðulega. Var brim mikið og sjógangur. Seyðisfirði 21. ág. FB. Síldveiði. Síldveiði er ágæt á Eskifirði og Reyðarfirði. en annarsstaðar reyt- ingur, vegna skorts á veiðitækj- um. Fiestir Austfirðir eru sagðir fullir af síld. Rigningasamt undanfarið á fjörðum, en góðviðri á Héraði. frá Ugstuíiioimi. —0— FB, 20. ágúst. Stephan G. Scephansson skáld dvaldi um 2 mánaða tima í Winni- peg í sumar. Þ. 4. þ. m. var honum haldið samsæti þar i borg. Skáld- ið var ávarpað af forseta Þjóð- ræknisfélagsins, síra Jónasi Sig- nrðssyni, og ritstjórum Heims- kringlu og Lögbergs, en Þ. Þ. Þor- steinsson flutti kvæði. Þess er getið í ritstjórnargrein í Heimskringlu, að samkvæmt skýrslum stjórnarinnar í Manitoba séu 12.000 íslendingar í Manitoba- fylki, og af þeirri tölu um 3000 í Winnipeg. Ef miðað er viö kjör- dæmi fylkisins er ekkert kjördæmi sennilega jafnfjölment af íslend- ingum og Selkirk-kjördæmið, og líklega ekki oftalið að telja3-^40oo íslendinga í því. — Eins og kunn- ugt er, fara fram kosningar til Sambandsþingsins kanadiska í 'naust. Er sennilegt, að Framsókn- arflokksmenn og Liberalar í Sel- kirk-kjördæmi sameinist um þing- mannsefni, og stóð til að halda fund um þingmannsútnefningu í Teulon þ. 5. þ. m. Leggur blaðið lil að íslendingar í þessu kjördæmi vinni að því, að síra Albert Krist- jánsson verði útnefndur þing- mannsefni. Hann hefir setið á fylkisþinginu í Manitoba og gat sér þar gott orð. Hann er gáfu og mælskumaður með afbrigðum og drengur hinn besti. Norsk stjórnmáL Nokkur stórmál. Eftir L. Hjelle, blaðamann. Eins og hér á íslandi liggja Stjórnmálin venjulega í dvala um hásumarleytið víðast hvar i Norð- urálfu. Þannig er það einnig i Noregi, síðan Stórþingið lauk störfum sínum um miðjan júlí. En þegar að loknu sumarleyfi byrja störf þess á ný, þótt þingið sjálft verði eigi sett fyrr en 10. janúar i vetur. Áður en Stórþingið lauk störfum sínum í sumar, var á- kveðið, að 7 þingnefndir skyldu taka til starfa þegar í haust, og búa ýms mál undir næsta Stór- þing. Um þessar mundir eru ýms stór- mál á dagskrá með þjóðinni í Noregi, þau er til lykta á að leiða hið fyrsta. Eitt hinna markverð- ustu eru hermálin. Fyrir nokkurum árum var skip- uð „civil“ hermálanefnd, er taka skyldi hermálin til meðferðar frá rótum, athuga þau rækilega og gera tillögur um nýtt skipulag við nútímahæfi, ])annig að fært reynd- ist að hagnýta alt- varnarmagn landsins, en reyna þó samtímis að lækka útgjöld til hersins að ein- hverjum mun. Tillögur nefndar þessarar hafa r.ú legið frammi til umræðu urn hríð, og hafa margir látið til sín heyra um þær, m. a. ýmsar her- rnálastofnanir og hermálafélög. Einnig hafa ýms utanhersfélög rætt tillögur þessar og borið frarn athugasemdir sínar. Síðan hafa stjórnmálaflokkarnir rökrætt mál- ið sín á milli. Bændaflokkurinn tók rnálið fyrir á aðalfundi sínum í sumar og sam'þykti þar álit sér- nefndar sinnar, er leggja á fyrir þingið. Hægrimenn hafa einnig skipað nefnd í málið, og er álit hennar væntanlegt einhvern tíma í haust. Frjálslyndu félögin hafa i sameiningu við skotfélögin í Vestur-Noregi skipað nefnd til að semja álit urn málið. Og einn hinn merkasti herforingi í Noregi, J. Hægland, majór, hefir sjálfur samið skipulagsskrá hermálanna í Noregi, og hefir hún vakið mikla athygli. Vinstrimenn hafa árum saman haft „fastan póst“ á stefnuskrá sinni um endurskoðun hermál- anna. Mowinckel-stjórnin sem fór frá völdum í vor, lagði fyrir Stór- þingið frumvarp um nýtt her- málaskipulag. En hægrimanna- stjómin, Lykke, er tók við af vinstrimönnum, tók aftttr frum- varp þetta, og hefir síðan lagt fram nýtt frumvarp. Verður þvi frumvarp vinstrimanna tekið upp sérstaklega af einhverjum þing- manni og lagt fram í hermála- nefndinni. Er hermálanefndin mikla kem- ur saman i haust, á hún að moða úr öllum þessum tillögum og at- hugasemdum, og leggja síðan álit sitt fram fyrir Stórþingið. Almenningur í Noregi fylgir máli þessu með mikilli athygli og vakandi áhuga. Aðalatriðið er hér að reyna til af fremsta megni að sniða burt alla hina gömlu óþarfa- anga skriffinsku og skrifstofu- ríkis, er loðað hefir við hermál- in og stjórn þeirra um langan ald- ur, og gerir það enn, þótt almenn- ingur sé fyrir löngu hættur að meta þess háttar og virða. Nú ríður á að gera herinn að lifandi létthreyfu tæki, er fært sé að beita af fullu magni, ef á þarf að halda. Norðmenn hafa af illri reynslu a;ð segja um langar aldir. Hafa þeir þrásinnis orðið að grípa til vopna til að -verja frelsi lands síns. Hafa þeir eigi ætíð megnað það til fulls, þótt þeir tíðast hafi haldið bygðum sinuin og heima- högum. Eiga þeir því margra harðra bardaga að minnast. Um þessar mundir er vissulega unnið af alefli að friði á meðal þjóðanna, og veldur gömul reynsla Norðmanna frá hinum mörgu her- ferðum á fyrri árum því, að þeir standa einna fremst í friðarstarf- inu. En samt geta þeir eigi lokað augunum fyrir því, að lierir Norð- urálfuþjóðanna eru meiri nú en nokkuru sinni áður. Samkvæmt Versala-samningnum átti t: d. Þýskaland að eins að hafa fáeiu þúsund hermanna. En nú er það sögn kunnugra manna, aö þeir hafi viðbúinn her, svo skifti mörgum miljónum hermanna. Niðurlag. Pfestafélagsritið. —o-- Það var gott og þarft fyrir- tæki, þegar Prestafélagið réðst í að gefa út þetta ársrit, enda hefir það orðið vinsælt, og þeir sem hafa kynst því, hlakka til útkomu þess á hverju ári. Áttundi árgang- ur þess er nú korninn út fyrir skenrstu, og er hann bæði mikill að vöxtum, 194 bls. stórar, og fjölbreyttur að efni. Lengsta ritgerðin er æviminn- ing Helga lektors Hálfdánarsonar í til efni af aldarafmæli hans, eftir Jón biskup Helgason. Er sú ævi- minning hins mæta manns einkar fróðleg og skemtilega rituð, enda er hún samin af þeim manni, sem best var til þess falliun og hafði í höndum bestu heimildirnar. Er þar dregin upp ljós mynd af Helga lektor sem manni og presti, kenn- ara og rithöfundi. Einkar skemti- legur er kaflinn um hið afarmikla starf /hans í sambandi við sálma- bókina, og geta menn af því séð með hve mikilli samviskusemi og vandvirkni hann og samverka- menn hans unnu að því þýðingar- mikla verki; sjálfur lagði hann til í bókina 66 sálma frumkveðna og 145 þýdda. Næst eru nokkurir kaflar úr bréfum frá síra Magnúsi Andrés- syni á Gilsbakka til síra Valdimars Briem. Eru kaflarnir um þessi efni: Sálmabókina nýútkomnu, endurskoðun á handbók presta, deyfð í kirkjulífinu, eilífa útskúf- un, og útdeilingaraðferð við kvöldmáltíðamautn. Er þar margt vel sagt, iSvo sem væntá mátti af JOH. OLAFSSON & CO., REYKJAVIK. þeim gáfaða og góða manni, og ber þess vott, af hve mikilli alvöru og einlægni hann ihefir borið fyr- ir brjósti málefni trúarinnar og starf kirkjunnar. Þá kemur erindi frá síðustu Synodus, er Sig. P. Sivertsen pró- fessor hélt í dómkirkjunni og nefnist: Kirkjuguðrækni, mjög skipuleg, uppbyggileg og þörf hugvekja. Sérstaklega er eftir- tektarvert það sem þar er sagt um þátttöku einstaklinganna í safnað- arguðsþjónustunni, Dæmi veit eg til þess, að einstaklingar innan safnaðar hafa gert samtök um það, að syngja sáhnana og messu- svörin við guðsþjónustur og reyna að fá aðra til þess með sér, og hef- ir það orðið til góðs. Næsta ritgerðin er Hallgríms- niinning eftir sama höfund. Fylgja lienni 4 myndir af minnismerki Hallgríms Péturssonar eftir Ein- ar Jónsson. Þegar af þvi verður, að Hallgrimskirkja verði reist hér í Reykjavík, ætti það minnis- merki að vera á torginu fyrir framan kirkjuna. Þá eru tvær ritgerðir um kirkju- þingið í Stokkhólmi á siðastliðnu siunri, eftir Bjama Jónsson, dóm- kirkjuprest og síra Fr. Rafnar á Utskálum, en þéir sóttu báðir það þing fyrir hönd íslensku þjóð- kirkjunnar. Ritgerðimar eru báð- ar mjög skemtilegar og fróðlegar. Tvær ritgerðir koma næst ura Railampar, Ljósakrónur, Kipplampar, Skrautlampar, Nýkomlð. Fagurt úrval. Lágt verð. Versl B. H. Bjarnason sunnudagshelgina, báðar mjög eftirtektarverðar. Hin fyrri er: Sunnudagshelgin og heimilin eftir síra Þorstein Briém, falleg hug- vekja um þýðingu heimilislífsins; er þar sýnt íram á nauðsyn þess, að heimilin fái að njóta sunnu- dagsins sem1 best og ónauðsynlegri helgidagavinnu einarðlega mót- mælt. í sama streng tekur frá sjónarmiði læknisfræðinnar Árni læknir Árnason í Búðardal í fróð- legri ritgerð er hann nefnir: Helgidagavinna og heilbrigði. Sýnir hann fram á nauðsyn reglu- bundinnar hvildar fyrir heilsu mannsins og vellíðan. Landsins mesta og besta úrval af allskonar ICIEFTUH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.