Vísir - 21.08.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 21.08.1926, Blaðsíða 3
VISI R Pmionðt. jl. Klasses Rost.l 1h Kr. niaanedlig, 18 Kr. ugeat- lig. Middag Kr. 1,35. —■ Kjendt nied Mændere. — Frn Petersen, Knbmagergade 26 C, 2. Sal. Sýnir deyjandi barna nefnist r.æsta ritgerðin; er það erindi, er Haraldur prófessor Níelsson flutti á prestastefnunni síðustu. Segir hann frá allmörgum sýnumi, er deyjandi börn hafa séð, og byggir á þeim þá skoðun, að á móti þeim sem deyja, muni í ósýnilegum heirni taka þeir, sem hafa elskað þá hér á jörðu og á undan oss eru farnir. Erindið er mjög fallegt og íhugunarvert. Um föstuguðsþjónustur á virk- um dögum skrifa þeir síra Ás- mundur Guömundsson og cand. theol. Baldur Andrésson. Segja þeir þar frá slíkum gu'ösþjónust- tim, er þeir hafa haldið í Eiöa- kirkju, og er fyrirkomulagið nokkuð frábreytt því, er tíðkast hefir. Það er gott að sýna trygð við gamlar og góðar venjur; en ■sannfærður er eg urn að það gæti orðið til uppbyggingar, að nota fagra tónlist meir en gert er við guðsþjónustur, þar sem völ er á góðum organleikara og æfðri söngsveit. Hafi þeir sátnverka- mennirnir þakkir fyrir það frame faraspor er þeir hafa stigið. Rit- gerðinni fylgir stutt föstutóu. Loks eru ritdómar um erlendar bækur, sem geta verið prestum góð leiðbeining við bókakaup, grein um Prestafélagið eftir próf. S. P. Sivertsen, og grein um kirkjumál á alþingi 1926 eftir Magnús Jónsson dócent, og síðast -jeikningur Prestafélagsins 1925. Prestafélagsritið ber það með sér, að til þess hefir verið vand- að. Það er til sóma bæði Presta- félaginu og ritstjóranúm, prófess- or Siguröi P. Sivertsen, og þeim öðrum, er í það hafa ritað. F. Hallgrímsson. Símskeyíi Khöfn 20. ágúst. FB. Árangurslausir samningar. Símað er frá London, að fundur námanianna og námaeigenda i gær Ihafi orðið árangurslaus. Námamenn kröfðust þess, að vinnukjör yrðu í aðalatriðum óbreytt. Jámbrautarslys. Símað er frá Berlín, að hrað- lestfn á milli Berlínar og Kölnar ;hafi runnið af teinunum. Tuttugu biðu bana. Teinarnir voru eyði- lagðir af mannavöldum. Glæpa- -mennirnir ófundnir. Frá Rússlandi. Símað er frá Moskva, að stjóm iin hafi víðtækar umbætur i huga til þess að spara sem rnest allan stjómarkostnað. Stjómin mun og á?tla að gera tilraunir til þess að útvega fé til þess að stýrkja íðn- aðinn i landinu. Messur á morgun. 1 dómkirkjunni kl. 11, síra Bjarni Jónsson (aldarminning Helga lektors Hálfdánarsonar). I fríkirkjunni hér kl. 2, síra Árni Sigurðsson. 1 Landakotskirkju hámessa kl. o f. h. Engin síðdegisguösþjónusta. 1 fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 e. h., síra Ólafur Ólafsson. Sjómannastofan. Þar verður cngin guðsþjónusta á morgun, en þess í stað á mánudagslcveld kl. 8)4. Allir velkomnir. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 10 st., Vestm,- eyjunt 10, Isafirði 8, Akureyri 7, Seyðisfirði 9, Grindavík 10, Stykk- ishólmi 11, Grímsstööum 6, Rauf- arhöfn 7, Hólum i Hornafirði 12, Þórshöfn í Færeyjum 13 (engin skeyti frá Grænlandi), Kaupm.- höfn 17, Utsira 14, Tynemouth 15, Leirvík 13, Jan Mayen 1 st. — Mestur hiti hér í gær 17.st., minst- ur 9 st. — Djúp loftvægislægð við Hjaltland. Hreyfist til noröaust- urs.. Horfur; 1 d a g; Hægur vind- ur og þurt veður á Suðurlandi. Norðaustan og þurt veður á Vest- urlandi. Norðaustan allhvass og dálítil rigning á norðausturlandi. í n ó 11: Gott veður á Suðurlandi og Vesturlandi. Norðanvindur all- hvass og rigning á Norðaustur- landi. Ólafur Magnússon, ljósmyndari, kom í gærkveldi austan úr Öræfum. Hann fór héð- an í lok fyrra mánaðar þangað austur, ásamt Einari E. Kvaran, A. Rosenberg og frúm þeirra, en varð eftir eystra, til þess að taka rnyndir. Hann veiktist á heimleið- inni og seinkaði nokkra daga, en má nú heita heill heilsu. Hann tók fjölda mynda af hinum fegurstu stöðum, og mun síðar í sumar halda sýningu á myndunum. Má fullyrða, að þar verði margt fag- urt að sjá. Leikkveld hr. R. Rasmussen í Iðnó í gær- kveldi var mjög fjölsótt, nær hvert sæti skipað, og stóðu margir. — Fór hann fyrst með kafla úr „Vík- ingunum á Hálogalandi“ og „Kon- ungsefnúnum“ eftir Ibsen, og skýrði gang leikritanna. Þótti mönnum mikið koma til framburð- ar hans á hlutverki Örnólfs gamla í „Víkingunum á Hálogalandi“. Samtal Skúla jarls og Nikulásar biskups var einnig ágætt. — Síð- an lék hr. Rasmussen tvo fyrstu þættina af „Jeppa á Fjalli“ eftir Holberg, með aðstoð þeirra Ind- riða Waage og Brynjólfs Jóhann- essonar. Tókst sú sýning afburða- vel, svo að áhorfendur hlóu óslitið, frá upphafi til enda. Var hr. Ras- mussen tvisvar kallaður fram að I sýningu lokinni, og honum færðir I' tveir blómvendir. — Vísir skorar fastlega á hr. Rasmussen að end- urtaka leikkveld sitt, enda þótt | auglýst væri, að svo yrði ekki gert. Hanna Granfelt kom aftur með „íslandi" úr fefð sinni vestur og norður um land. Söng hennar var tekið með mikl- um fögnuði nyrðra, en sjálfri þóttu henni fjöllin upp frá Isafirði einna tilkomumest af því, sem hún haföi fengið að sjá í ferðinni. Þegar hún hélt síðacta hljómleik sinn hér i fríkirkjunni, voru allir iðgöngumiðar uppseldir um miðj- an dag, og urðu síðan mjög margir ið hverfa frá. Hún hefir þvi á- kveðið að syngja nú í dómkirkj- unni á mánudagskvöldið; þykir söngur hljóma þar betur. Sigfús Einarsson leikur undir á orgelið. Verkefnið verður ýms gullfalleg ljóð og sálmar, sem menn kannast við, og viljum vér ráða mönnum til að kynna sér söngskrána og verða síðan fljótir til að ná sér í aðgöngumiða, sbr. auglýsingu hér í blaðinu. Fertugasta og sjöunda prestskaparár sitt byrjar síra Ólafur Ólafsson frikirkjuprestur á morgun. Hann tók prestvígslu 22. ágúst 1880. Jón Leifs biður alla þá, sem kunna ein- hver rímnalög, gömul sálmalög. tvísöngslög eða önnur gömul þjóðlög og mundu vilja láta hann heyra þau, að gera sér aðvart (sími 266). Jón fer aftur til út- landa i byrjun næsta mánaðar og óvíst' er hvenær hann kemur ihing- að aftur. Þau lög sem liann tek- ur hér á hljóðritara verða eilíf- lega varðveitt í kopannótum til afsteypu á Phonogramm-safni rikisins í Berlin. Það mun vera hverjum manni augljóst, 'hvílík nauðsyn er á að þjóðlögin, sem eru i þann veginn að deyja út, nái að varðveitast áður en þau tapast algerlega. Ættu þeir sem vita um fólk hér eða í nágrenni bæjarins er eitthvað kynni af vorum fornu þjóðlögura, einnig að gera Jóni Leifs aðvart. Brynleifur Tobíasson, Stór-Templar G.-T.-Reglunnar, hefir verið á iheimsbindindisþing- inu í Estlandi, og bindindisþingi Norðurlanda á sama stað, kemur með Botniu og hefir látið boða til almenns telnplarafundar á mánu- dagskvöldið 23. ágúst (sjá augl.) og ætlar þar að gera grein fyrir ferð sinni, og því helsta, sem gerð- ist á báðum þessum þingum. Stór- Templar var kjörinn af Stórstúk- unni til þess að vera fulltrúi ís- lands á þessum þingum, og var samþyktur af landsstjórninni áður en hann fór. Hann hefir sjálfsagt frá mörgu markverðu að skýra. Amgr. Fr. Bjamason, oddviti í Bolungarvík, hefir ver- ið staddur hér undanfarna daga, til þess að undirbúa til fram- kvæmda nýja framlengingu á öldu- brjótnum í Bolungarvík. Hefir hreppsnefndin þar keypt stein- nökkva til framlenging'ar þessar- ar, sem bygður er úr járnbentri steypu, sterkari en tök eru á að gera hér á landi, svo telja má ör- uggt að eigi bili. Nökkvi þessi var bygður í Liverpool 1919, og kost- aði þá frekl. y milj. kr., og er 57 m. langur, 9*4 m. á breidd, og frekir 5 m. á dýpt. Nú var nökkv- inn, sem liggur á Hesteyri, keypt- ur af hreppnum fyrir kr. 17.500, sem má telja mjög ódýrt, en vitan- lega verður mikill kostnaður við að fullgera verkið, þó að nökkv- inn sé fenginn. Þegar þessi viðbót er fengin við öldubrjótinn, breyt- ist öll aðstaða við útveginn, bæði íslands S|óv6tryggingarfél« Reykjavík tryggir fyrir sjó- og bruna-hættu meS bestu kjörum, sem fáanleg eru Vegna þess að félagið er alíslenskt, gerir þaö sjálft úpp alla skaða hér ú staönum, án þess a8 þurfa a8 Ieita til annara landa, sem tefja mundi tyrir ska8abótagrei8slum. Ekkert tryggara félag stariár hér á landi. Til þess að vera örngglr um greið og góð skil tryggið alt aðeins hjá Sjóvátrygg- ingarfélagi Islands. SJóðelld: Simi 542. Frkvstj.: Simi 309. Brnnadeild: Simi 254. Steinolínlampar: Borð- Hengi- Skerm- Vegg- og Náttlampar, Lampaglös, allar stærðlr, Kúpplar. Lampa- brennarar, Kyeikir, Storm- lugtir og Handlugtir. Mlklar blrgðir. Lægst verð. Versl. B. H. BJARNASON. fyrir heimabáta og aðkomuskip. Er vel farið, að fyrirtæki þetta komist í það horf, að geta sýnt gagnsemi sína, því aðstaða frá Bolungarvík bæði til þorskveiða og síldveiða, einkum með reknet- um* er hin besta, og Bolvíkingar sægarpar miklir, eins og kunnugt er. Hjúskapur. í dag eru gefin saman í Viðeyj- arkirkju Gyða EggertsdóttirBriem og Héðinn Valdemarsson fram- kvæmdastjóri. 75 ára afmæli á á morgun Sigurður Einars- son frá Reynisvatni, nú til heim- ilis á Frakkastíg 26 A hér í bæ. Loftur Guðmundsson biður að geta þess, að ljós- myndastofa hans í Nýja Bíó verði framvegis opin á sunnudögum kl. 1—4. Skaftfellingur hleður í dag til Víkur og Skaft- áróss. — Þetta verður siðasta ferð hans til Skaftáróss á þessu sumri. Knattspyrnumót Rvíkur hefst á íþróttavellinum á morg- un kl. 6)4, og keppa fyrst Valur og Vikingur. Búast má við góðri skemtun og mikilli aðsókn. Unglingastúkan Unnur fer skemtiför á morgun, ef veð- ur leyfir, upp í Hveradali. Lagt verður af stað kl. 8 árdegis, frá Goodtemplarahúsinu. Skemtibáturinn Kelvin fer daglega til Viðeyjar, sjá augl. Gullfoss fer héðan til Vestfjarða á morg- un, kl. 6 síðd. f Kaldárseli hefir K. F. U. M. í Reykjavík og Hafnarfirði reist sumarskála, [iOg ætla félögin að hafa þar sam- komu á morgun. Má búast við að margir fari þangað, þar sem það er einn af fallegustu og einken’ni- legustu stöðum liér í grend. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi, 2 kr. frá P. H.F. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS „Eullfoss" fer héBan til Vestfjarða á sunnu- dag 22. ágúst kl. 6 siSd. SkipiS fer héSan tii útlanda 30. ágúst. • Alullar Peysnfata-sjðl í Ijósum iitum seljast á 30 og 33 hr. hjá Fjórþrautarmót heldur Sundfélag Reykjavikur sunnudaginn 29. ágúst þ. á. Verð- ur þá kept um Fjórþrautarbikar í. S. í. Verða,keppendur að þreyta 1 km. hlaup, i km. hjólreiðar, X km. róður og x km. sund. Mótiö hefst inn við Barónsstíg og endar út við sundskála þar sem sundiS fer fram'. Þeir sem taka vilja þátt í þessari kepni gefi sig fram viS sundskálavörðinn sem fyrsL Fyrir utan fjórþrautina verða ýms sund þreytt þennan sama dag út víð sundskálann. ■ií.íVáf

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.