Vísir - 26.08.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 26.08.1926, Blaðsíða 2
VÍSIR Höfum nú fyrirliggjandi: Ktffibetir ..Lndvig Dwid “ Kakao „Bensdorps." ON & CO., PRESERVENE þrottasápan er hrein sápa öll í ge«n og því gersamlega óskaðleg þvott- inum. Hreinsar þvottinn á skömmum tima betur en nokkur önnur þekt sáputegund. Tekur öllum þvottaefoum fram. Biðjið nm Preservene og farið eftir notkunarregluiíum. Símskeyti —o—- Khöfn 25. ágúst. FB. Kolaverkfallið í Bretlandi. Símaö er frá London, að miklu færri námamenn hafi samið sér- frið en búist var vit), þegar frið- arsamningarnir mishepnuðust. — Þrjátíu þúsundir námamanna eru farnir að vinna, en heil miljón heldur áfram verkfallinu. Látinn kvikmyndaleikari. Síma'S er frá New York, aS kvikmyndaleikarinn Rudolphe Valentino sé látinn. HafSi hann verið hættutega veikur síöan um miðbik mánaöarins. Valentino — eða Guglielmi eins' og hann hét réttu nafni, — var 31 árs, og var til skams tíma einhver frægasti kvikmyndaleikari heimsins. Fjöldi manna streymir a‘S, þar sem hann liggur á börunum, til þess að láta hrygð sína í ljós. Dómur í seðlafölsunarmálinu. Símað er frá Budapest, að hæsti- réttur hafi staðfest dóminn í seðla- fölsunarmálinu. — Windisch- Grátz og Nadossy fá fjögra ára fangelsi. Fiskirpnnsóknir. Viðtal við hr. Bjama Sæmundsson. —o--------------- Hr. Bjarni Sæmundsson, fiski- fræðingur, kom heim um miðjan þenna mánuð úr rannsóknarför þeirri, sem hann fór á Es. Dana, og 'hefir Vísir hitt hann að máli og spurst fyrir um árangur farar- innar. „Eg lagði af stað héðan 21. júní“, segir hr. B. S., „og fyrstu vikuna, eða vel það, vorum við að rannsaka fiskalíf hér í flóanum, frá Hvalfjaröarbotni út i Garðsjó. Þær rannsóknir voru einkum í því fólgnar, að athuga fiskamergð ut- an og innan landhelgi á þessu svæði, og árangurinn varð svipað- ttr eins og áður, að meira var af íiski innan landhelgi, einkum af kola. Þegar þessum rannsóknum i Faxaflóa var lokið, komum við hingað til Reykjavíkur, til þess að sækja magister P. Jespersen, sem þá var nýkominn hingað, og átti að taka við forystu síldar- rannsóknanna, en annars var mag- ister Táning foringi leiðangursins, því að prófessor Dr. Johs. Schmidt kom ekki hingað að þessu sinni, eins og þó var ráðgert í fyrstu. í byrjun júlí héldum við svo vestur og norður fyrir land, aðal- lega til þess að rannsaka síldar- göngur og síldarátu. Við þær rannsóknir reyndum við veiðar- færi, sem ekki hefir verið reynt hér áður. Það er síldar-hleravarpa (trawl), sem draga má djúpt eða grunt i sjó, eftir því, sem vill. Hún reyndist fremur illa, og virt- ist ekki koma Ihér að haldi, þar sem djúpt var, en ef til vill gæti hún reynst sæmilega á grunnsævi. Við héldum viðstöðulitið norð- ur fyrir land og höfðumst þar við allan júlímánuð, hér og þar milli Horns og Rifstanga, bæði djúpt og grunt. Síldveiði var heldur lít- il og síldar-áta í minna lagi. Veðr- átta var óhagstæð, oftast nokkuð stormasamt, einkum af suðvestri. Við fengum þó síld við og við í reknet, eða lagnet, og auk þess fengum við nóga síld til rann- sókna hjá fiskiskipum, bæði ís- lenskum og norskum, og var hún fúslega látin í té og ókeypis. Skipstjórar á íslenskum og norskum skipum fengu hjá okkur háfa, til þess að veiða með síldar- átu, hitamæla til þess að mæla sjávarhita, og ílát undir síldar- maga, í þeim tilgangi, að veiðin úr háfunum og innihald maganna yrði rannsakað síðar, er það væri komið til Khafnar. Hvað er að segja um sj ávarhit- ann í sumar? „Hann reyndist mun meiri en verið hefir um sama leyti á und- anförnum árum, einkum þegar kom austur fyrir Skagagrunn og alt austur að Sléttu, bæði djúpt og grunt. Yfirborðshiti var mest- ur 11—12 stig, þar sem áður hefir verið 7—8 stiga hiti um sama leyti árs.“ Urðu þiö varir við ís? „Um 30 sjómílur út af Kögri komum við að samanbarinni ís- hellu, sem ekki sást út fyrir, en áð öðru leyti urðum við varla var- ir við ís.“ Voru rannsóknir gerðar um önn- ur atriði en þessi? „Já, á nokkrum stöðum voru gerðar botnrannsóknir. Til þeirra er notað verkfæri, sem kent er við kunnan danskan vísindamann, dr. C. G. J. Petersen. það eru eins- konar járn-samlokur, sem hleypt et til botns, þar sem sandur eða leir er undir. Sökkva „samlokurn- ar“ opnar á kaf í botninn og Iykj- ast saman, þegar í þær er tekið, og halda því föstu, sem þær hafa gleypt. Það, sem upp kemur, er svo vandlega rannsakað, dýrin að- skilin og alt ætilegt úr þeim tekið frá og vegið nákvæmlega. Á þann hátt má sjá, hversu mikla nær- ingu fiskar geti fengið úr hverjum teningsmetra botnlagsins,, að sínu leyti eins og finna má fóðurgildi í túnum eða haglendi. Þetta atriði getur orðið merkilegt, þegar nægi- leg gögn hafa fengist." Eundu þið nokkurar nýjar fiska- tegundir í sumar? „Nei, engar nýjar, en einn fisk- ur veiddist, sem ekki hefir áður fengist innan þeirra takmarka (400 m. dýpis), sem talin eru •heimkynni íslenskra fiska. Hann fékst utantil við þessi takmörk.“ Hvar lauk rannsóknunum. að þessu sinni? „Við fórum fyrir Langanes um siðustu mánaðamót, komum 1. á- gúst til Seyðisfjarðar og 2. ágúst til Norðfjarðar. Við mældum sjáv- arhita úti fyrir Seyðisfirði og reyndist hann meiri en undanfar- in ár.---„Dana“ fór frá Norð- firði til Færeyja 2. ágúst, en eg varð eftir á Norðfirði 0g beið skips eystra í 9 daga. Eg skoðaði síld á Norðfirði og Eskifirði, sem bæði hafði veiðst þar ognorðurvið Langanes. Hún var yfirleitt mis- jöfn, bæði millisíld og smásíld, vorgotin eða nýgotin (sumargot- in). Vorgotna síldin var feitust, en nýgotna síldin heldur mögur. — Á heimleiðinni, á Es. Esju, sá eg mikið af hnísu fyrir suður- strönd landsins, margar háhymur og nokkur stórhveli, (sandreyðar, eða Katthveli?) í Hafnasjó. — í Reykjanesröst sá eg einn beinliá- karl, og annar mun hafa sést úti fyrir Austfjörðum, af mótorbát frá Norðfirði, meðan eg dvaldi 'þar.“ Leiðréttiug. Herra ritstjóri. í síðasta blaði „Varðar“ ritaði eg grein um fiskiveiðar vorar við Grænland. Efni greinar þessar er að miklu leyti rakið í blaði yðar i dag og hefi eg ekkert við það að athuga. Aftur á móti verð eg að mótmæla þeim orðum, að Vörður „hafi kosið sér það hlutskiftið, að afsaka nýlendustjórn Dana á Grænlandi.“ Eg gerði hvorki að afsaka né ásaka nýlendustjórnina. Eg vildi að eins ekki gera henni neinar getsalcir að órannsökuðu máli. Þá fvrst, er Danir hafa heyrt kvart- anir vorar út af þessari umræddu tilhögun Grænlandsveiðanna, og svarað þeim, er tími til kominn að dæma um hvern hug þeir bera til vor i þessu máli. Þangað til ættum vér, sem sam- mála erum um aðalatriði málsins, að forðast allar óþarfa ýfingar. Virðingarfylst Árni Jónsson frá Múla. Aths. Núverandi ritstjó'ri „Varðar“, hr. Arni Jónsson frá Múla, neitar þvi i ofanskráðri „leiðréttingú“, 'að hann hafi „kosið sér það hlut- skiftið, að afsaka nýlendustjórn Dana á Grænlandi.“ — Segist hann hvorki hafa afsakað né 'ásakað. 1 nefndri Varðar-grein er kom- ist svo að orði, um leið og skýrt er frá ókjörum þeim, sem í boði eru okkur til handa af hálfu ný- lendustjórnarinnar: „Verður að álíta, að hér sé að eins um vangá að ræða“. — Og fáum línum neð- ar í greininni segir ennfremur: „Ekki er að efa, að Danir hafa gert þessar breytingar á Græn- landsmáiunum af góðum hug til vor.“ Fyrri klausan, um „vangá“ ný- lendustjórnarinnar, verður tæp- lega skilin öðruvísi en sem afsök- un. —■ Nýlendustjórninni hefir, samkvæmt skoðun blaðsins, með einhverjum hætti orðið sú skyssa, sakir þess að hún gætti sín ekki („af vangá“), að ætla okkur lak- ari aðstöðu þar vestra, en hún mundi hafa kosið, ef henni hefði verið allskostar sjálfrátt. Síðari klausan, að nýlendu- stjórnin hafi „gert þessar breyt- ingar af góðum hug til vor“, tek- ur af allan vafa um hugarþel blaðsins og traust á dönskum stjórnarvöldum. Frá fundum bindindis- og bannvina í Dorpat. —o-------------- Brynleifur Tobíasson stórtempl- ar var meðal farþega á Botníu síðast. Kom hann frá bindindis- cg bannvinafundinum, sem var haldinn dagana 18.—29. f. m, í Dorpat (Tartu) á Eistlandi. Áður en Brynleifur fór norður aftur, báðum vér hann að segja oss frá fundinum og leysti 'hann vel úr því. Dorpat, þar sem fundarstaður- inn var að.þessu sinni, er bær með 50 þús. íbúum og er eini háskóla- bær í Eistlandi. Fundarhöldin hófust með norrænu móti, þar sem voru samankomnir 180 fulltrúar frá 7 þjóðum. Auk Norðurlanda- þjóðanna fimm, tók Eistland og Lettland þátt í þessu móti. Forseti var Jaan Tönisson fyrv. forseti Eistlands. Ýmsir fyrirlestrar voru haldnir, en merkilegur fyrirlestur fórst fyrir vegna þess að forsætis- ráðherra Svía, Ekman, sem er formaður bannvinasambandsins sænska, gat ekki komið. Brynleifur Tobíasson var eini íslendingurinn á mótinu og hélt hann þar fyrirlestur um áfengis- málið hér á landi, ástandið eins og það er nú og horfur. Erindi þetta var all-langt. Stjórnin í Eistlandi hafði veitt 18000 sænskar krónur til fundar- háldanna, en auk þess voru fund- armönnum haldnar veislur stótar. Auk norræna mótsins voru ýmsir aðrir fundir haldnir þama í sama mund, svo sem alþjóðafundur Hvítabandsins, aðalfundur alheims bannfélagsins, sem hefir bækistöð sína í London, aðalfundur alheims- félagsins gegn áfengisbölinu, sem hefir bækistöð sína í Lucarno í Sviss, en tilkomumestur var þó alheimsfundur bindindis- og bann- vina, sem stóð yfir dagana 22.—29. f. m. eftir að norræna fundinum var lokið. Þar voru saman lcomnir 43° fulltrúar frá 26 löndum víðs- vegar um álfurnar, að Ástralíu undantekinni. Forseti þessa móts var próf. P. Pöld, uppeldisfræð- ingur í Dorpat. Ýmsar ríkisstjórn- ir höfðu sent fulltrúa sína á mót þetta, þar á meðal ísland, kom Brynleifur fram fyrir hönd stjórn-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.