Vísir - 14.09.1926, Side 2

Vísir - 14.09.1926, Side 2
VISIR IfihTmw & Ol Fyrirliggjandi: Þukaðir ávextir: NtAarsoðnir ávextir: Eplí, Ananas, Apricoís, Pernr. Ferskjnr, Apricots, Blandaðir ávextir, Ferskjnr, Ra innr, J*rðarber, Svesfejur. Blandaðir ávextir. Símskeyíi Khöfn, 13. sept. FB. Fögnuður á ítalíu. Símað er frá Berlín, að mikill fögnuður ríki um alla Ítalíu af því Mussolini slapp óskaddaður, er sprengikúlunni var varpað á bifreið hans. pingmenn Fasc- ista heimta, að það verði leitt i lög, að þeir, er á sannast, að gert hafi tilraun til þess að svifta stjórnarherrann lífi, sæti dauða- hegninu. Arásir á Frakka. Blöðin í Róm hafa hafið árás- ir á Frakkland, fyrir að vera griðastaður ítalskra and-Fasc- ista. Heimta rómversku blöðin, að Frakkar geri landræka alla þá andstöðumenn Fascismans, sem í Frakklandi eru búsettir, og vinna á móti stefnu þeirra. Andmæli Frakka. Símað er frá París, að Frakk- ar mótmæli kröftuglega hinum ítölslcu árásargreinum og neita því að þeir sjeu stuðningsmenn andstöðumanna Fascismans á einn eða annan hátt. Verðlækkaniu. Hin mikla hækkun krónunnar, sem varö í fyrra, hefir sem vera bar valdið all-mikilli verölækkun á nauösynjum. Þó hefir þessi verölækkun ekki gengið jafnt yfir. Þaö eru enn eftir *ýmsir þröskuldar eöa stífl- ur, sem varna því, aö verðlagiö geti jafnast, svo aö krónan geti fest sig í núverandi verði, og þurfi ekki að lækka af þeirri ástæöu, að verðlagið sé of hátt. Einn versti þröskuldurinn er húsaleigan. Hafi hún verið sann- gjörn í hitteðfyrra, þegar krónan gilti ekki nema 50 aura, þá má JOOÍXÍOOOOOtXÍtSÍÍtÍOOtÍOOOCOSCt Karlmanns- stígvél sterk kr. 13.75. nr. SOOOOOOOtXÍOtltStÍtÍtitStSOtÍíiOtiOtÍt Tómir kassar, Hálmur og Viðarull með gjaf- verði í versl. B. H. BJARNASON. nærri geta, hvort hún er sann- gjörn nú, þegar krónan er orðin 80 aurar. Eigfnlega ættu það að vera lög, að þegar breyting verð- ur á gjaldeyrinum, þá skuli alt verðlag að ákveðnum tíma liðn- um hafa lagað sig þar eftir. Það eina, sem hindrar slíka lagasetn- ing, er crfiðleikirm við fram- kvæmdina. Erlendis er almenning- ur svo árvakur í þessum efnum, að engri atvinnugrein getur hald- ist uppi til lengdar að þrjóskast gegn verðlækkun,. ef myntin hefir hækkað. Slík þrjóska er ekki talin sæmandi í viðskiftum. Fleiri þröskuldir eru til en húsaleigan, og má þar til nefna flutningsgjöld ýms, einkum á bif- reiðum. Þau hafa ekki lækkað neitt að ráði, en það þýðir það sama og að þau hafi hækkað eins og krónan úr 50 aurvm upp í 80. — Flutningsgjöld leggjast á allar vörur meira 0g minna, og hjálpa til að halda við óeðlilega háu verðlagi. Þá má minna á, að veitingasal- ar hafa enn ekki lækkað veiting- ar, og sagt er, að fæði sé víða selt jafn dýru verði nú og fyrir tveim- ur árum, Getur orðið þungt fyrir námsfólk að sæta slíkum kjörum. Allir vita, að farið er nú að reyna mikið á gengisþol ísl'ensku krónunnar, og hætta á að hún lækki. Ef svo fer, að krónan hrap- ar í verði, þá er ein af ástæðun- um til þess sú, hvað innlenda verð- lagið er hátt, hvað langan tíma það tekur, að það lagi sig í sam- ræmi við þá hækkun, sem varð á krónunni. Aðalástæðan til hækk- unar og lækkunar krónunnar er auðvitað afkoma atvinnuveganna, en hún er líka meira en lítið háð verðlaginu í landinu. Menn verða að láta sér skiljast það, að ef við eigum að fara inn á þá erfiðu braut, að hækka krón- una upp í gullverð, þá er eitt fyrsta skilyrði til þess, að það geti tekist, að innanlandsverðlag- ’ð sé strax látið lækka í hlutfalli við hækkun myntarinnar. Það dugar lítið að skrá krónuna svo og svo hátt, ef viðskiftin í land- inu sjálfu fást ekki til að viður- kenna hækkunina. „Réttirn ap“ og Reykvíkingar. Strangt eftirlit í vændum. Þær sögur bárust hingað í fyrra frá Skeiðaréttum og Reykjarétt- um, að þar hefði mjög kent óreglu, og var Reykvíkingum kent það að nokkuru leyti, svo sem margir minnast frá blaðagreinum i fyrra. Svo mikil brögð voru að þessu slarki í réttunum, að íbúar í fimm hreþpum Árnessýslu sendu sýslu- nefnd og sýslumanni harðorða ákæru um það efni, með áskorun um að' stemma stigu fyrir þe'ss háttar framferði oftar. Fullyrt er, að j'firvald Ásnesinga muni láta gæta þess stranglega í haust, að bannlögin verði ekki brotin í rétt- unum, og nýtur til þess eindreg- innar hjálpar alls almennings. Vonandi er, að Reykvíkingar sjái sóma sinn í því að forðast að gefa tilefni til þess, að hægt sé að kenna þeim um slark og óreglu í réttunum, eins og gert var í fyrra, og þá ef til vill ranglega. — Hvað sem öðru líður, mega menn eiga það víst, að hart verður tekið á þeim, sem gera sig seka um óreglu og ósæmilegt framferði í réttum Ámesínga í haust. T. mmm LbCANAníi ljúffengar — mildar — þéttvafðar 20 stk. 1 kr. Hreindýr. Enginn veit hversu mörg hrein- dýr muni nú vera til hér á landi. Þau eru þó vafalaust fá móts við það sem vera ætti. — Menn þykj- ast vita, að altaf sé einhver slæð- ingur hreindýra hér á Reykjanes- fjallgarðinum og við og við kem- ur það fyrir, að menn verða varir við dýr og dýr á stangli. Fyrir fáum árum, í snjóþyngslum á út- mánuðum, sást eitt skamt fyrir ulan Heiðarbæ í Þingvallasveit, og víðar þykjást menn hafa orðið þeirra varir. Eitthvað mun og aí hreindýrum í óbygðum upp af Múlasýslum eða Norður-Þingeyj- arsýslu, en enginn veit tölu þeirra og enginn hefir þeirra hið minsta gagn. Mér hefir verið skýrt svo frá, að ungur og efnilegur bóndasonur úr Borgarfjarðarhéraði hafi farið utan síðastliðinn vetur til þess að kynna sér hreindýrarækt. Ætlaði hann sér, ef honum litist vel á, að flytja nokkur dýr hingað til lands og gera ræktun þeirra að atvinnu- vegi. — Honum mun og hafa lit- ist svo,'er til Noregs var komið og hann hafði kynst hreindýra- ræktinni þar, sem tiltækilegt mundi og arðvænlegt að flytja þessi harðgeru og þurftarlitlu dýr hingað til lands, ekki síst þar sem svo hagaði til, að hann býr (eða faðir hans) við víðáttumikil heiðalönd með óþrotlegri beit á vetrum, sem ekki er hægt að láta sauðfé ná til sakir fjarlægðar úr bygð. Þessi áhugasami maður sótti víst um innflutningsleyfi til stjórnar vorrar, en hún mun hafa neitað að ráði dýralæknis. — Er mælt, að borið hafi verið við sýk- ingarhættu (munn- og klaufa- veiki). — Maðurinn batrðst þá til, að hafa dýrin í girðingu og gæta þeirra vel fyrst í stað eða svo lengi, sem nokkur ástæða væri til að ætla, að sýkingarhætta gæti af þeim stafað. En alt kom fyrir ekki. Honum var, að sögn kunn- Regohlífar komoar aftor, Micchester Laugaveg 40. Simi 894. ugra manna, þverlega synjað um innflutningsleyfi og við það féll að sjálfsögðu ráðagerðin niður. Hér verður enginn dómur á þaö lagður, hvort rétt hafi verið af stjórnarvöldunum að banna inn- flutninginn eða ekki, en væntan- lega hefði þó mátt búa svo um hnútana, að engin sýkingarhætta hefði þurft að stafa af hreindýr- unum. — En hvað sem því líður, og þó að ekki hafi orðið úr þess- ari ráðagerð Borgfirðingsins, er þó þess að vænta, að ekki líði mörg ár, þangað til gerð veröur gangskör að því, að fá hreindýr inn í landið, þvi að ef skynsam- lega væri á haldið, mundi geta orðið að því mikið hagræði fyrir einstaka menn og landiö í heild sinni. BóndL SSTNDISALAN 5V=S> ÍSÍXSOOOOOOCOCOÖÍ Lægst verð í borginni. « soooooooooocxxsooo Hapaldarhúð er best. soooooootsootxsts Afsláttur af öllu. J7að er hægt að gera gæðakaup á allskonar ULLARTAUUM í KJÓLA og KÁPUR, FATAEFNl frá 3.00 metr. Ódýr LÉREFT, TVISTTAU, FLÓNEL og SIRS. BRONT TAU, sterkt, á 3.75 í skyrtuna. GLUGGATJALDAEFNI 0.75 mtr. PRJÓNAGARN, afar ódýrt. Mikið af SJÖLUM verður selt fyrir sérlega lágt verð. Ennfremur PRJÓNADRAGTIR, KÁPUR og KJÓLAR. ALFATNAÐUR karla frá 25.00 settið. NÆRFÖT 2.50 stk. — SKYRTUR frá 3.00. PEYSUR. — VINNUFÖT 4.90. A t h. Fallega FRANSKA KLÆÐIÐ er líka niðursett. Komið og atbugid verðið og vöpugædin.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.