Vísir - 22.09.1926, Blaðsíða 2
VISIR
Nýkomið:
Laukup, Kaptöflur,
sama albragös tegundin og áðnr.
Rowntrees sælgæti
er best.
Landstjarnan
Símskeyti
Khöfn., 21. sei)t. FB.
Manntjón af hvirfilbyljum.
SímaS er frá London, að miklir
hvirfilbyljir hafi geysað á Flor-
idaskaganum í Norður-Ameríku.
Hafa þeir að kalla lagt í eyði bað-
staðina Miami og nokkra aðra
bæi. Tvö þúsund menn hafa beðið
bana, níu þúsund særðir og um
50,000 húsnæðislausir. Atlants-
hafsfloti Bandaríkjanna hefir ver-
ið sendur til hjálpar.
Khöfn 22. sept. FB.
RáðagerÖir Pangalosaf.
Símað er frá Berlín, að þær
fregnir hafi borist þangað frá
Grikklandi, að Pangalos háfi ját-
að, að staðið hafi til að hrinda í
framkvæmd því áformi, að hefja
ófrið við Tyrki, í þeim tilgangi
að hrifsa frá þeim Miklagarð og
leggja hann undir Grikkland.
Játaði Pangalos, að stjórnin í
Júgóslavíu hefði heitið honum
stuðningi sintím til þess að herja
á Tyrki. Pangalos játaði enn-
frernur, að bylting Kondylis hefði
kollvarpað þessum fyrirætlunum.
Hefði hann ekki hrundið af stað
byltingu sinni eða hún mishepn-
ast, þá hefði ráðagerðin verið
framkvæmd.
Utan af landi.
'—o—•
Akureyri, 2r. sept. FB.
Símstöðin á Raufarhöfn brann
í fyrrinótt. Engú bjargað.
isliðskur iiiiir.
Því er alveg óvenjulega litill
gaumur gefinn, aö iðnaður er.að
rísa upp í landinu, óvenjulega lit-
ill í samanburði við þá eftirtekt,
sem blossar upp í hvert sinn er
nýr erlendur glysvarningur eða
óhófsvara berst til landsins. Þetta
verður áþreifanlegra, er allir
mega vita, að iðnaðinum ríður á
því, að landsmenn sýni honum
þann sóma, að meta afurðir hans
meir en afurðir erlenda iðnaðar-
ins, að öllu öðru jöfnu. Á þessu
sviði höfum vér enga sæmd af að
gerast eftirbátar nágranna vorra,
því að þeir hafa þegar séð þá
þjóðarnauðsyn, að' framleiðendur
og kaupendur leggist á eitt um
það, að efla iðnað þjóðarinnar og
gera hann samkepnisfæran. Höf-
um heldur eigi efni á slíkum am-
lóðaskap.
En hvað er þá til bragðs að
taka? Hvað hafa nágrannar vor-
ir þegar gert til þess að vernda og
efla innlenda iðnaðinn? Síðara at-
riðinu er fljótsvarað, en ráðstaf-
anir nágranna vorra ættu að geta
komið að notum hér á landi þeg-
ar lagaðar eru eftir staðháttum.
Fyrsta sporið, sem stigið hefir
verið í nágrannalöndum vorum til
þess að auka innlenda iðnaðinum
fylgi með þjóðinni, var, að fram-
leiðendur, sem uppfyltu öll hin
settu skilyrði, bundust félagsskap.
Félög þessi starfa með árlegum
vörusýningum og öðrum þeiin
meðulum, sem áhrif hafa á kaup-
endur og neytendur í landinu. En
eitthvert áhrifamesta ráðið er
það, að sjá svo um, að samræmi
sé í auglýsingum allra innlendra
iðnaðarstofnana, þannig að notuð
eru kjörorð og merki iðnaðarfé-
lagsins auk hinna sérstöku lög-
skráðu merkja framleiðslutegund-
arinnar í öllum auglýsingum fé-
lagsmanna. Þetta er og hið besta
A útsöiunni
fást medal annars:
Þrælsterk karlmánnastígvél á 11,50. kr.
Vandaðir kvenskór - 8—10 --
Flosskér íyrir kvenfólk - 3 --
Drengja- og telpnstigvél nr5 32-37 á 7-8 --
Barnaskór nr. 24—33 á 4,50—5. -
Allar vörur seldar meö
afslætti.
Hvannbergsbræðnr.
Lucana
no. 1
fást hvarvetna.
20 stk. 1 kr.
bragð gegn því að auglýstar séu
erledar vörur sem innlendar væru.
Áður hefir verið drepið á að
póststjórnin ætti að gangast fyrir
því, að bréf og blöð, sem send eru
með póstum út um land, séu
stimpluð með sérstökum stimpl-
um, svo sem nú tíðkast í ná-
grannalöndum vorum, en stimpi-
arnir béri áletranir, er hvetja
menn til að styðja innlenda iðn-
aðinn. Póststjórnin gæti spreytt
sig á þessu lítilræði svona til að
byrja með, og er alveg óskiljan-
legt, að ekki er búið að ýta henni
til ^þess fyrir löngu. Annað verk-
efni svipað bíður póststjórnarinn-
ar hvort Setm er á næstu árum, því
vitanlegt er, að öll bréf og blöð
sem fara út úr landinu árið fyrir
1930, verða að stimplast með
slimplum, er minna umheiminn á
hina stórmerkilegu Alþingishátíð.
Ef þetta tækifæri verður ekki
notað til þéss að gera þjóðina
kunna á allan liátt, þá er slóða-
skap um að kenna. Stimplun bréfa
til stuðnings innlenda iðnaðinum
gæti þá verið einskonar fyrsta
skref póststjórnarinnar á þessu
nýja og mikilvirka auglýsinga-
sviði.
Sú hliðin á máli þessu, er veit
að landsmönnum sjálfum, kaup-
endum og neytendum í landinu, er
þó langstærst. Alt veltur á þvi, að
menn sjái og skilji hvílíks stuðn-
ings þjóðarbúið getur vænt sér af
öflugum innlendum iðnaði. Eng-
inn vafi er á þvi, að augu manna
eru að opnast í þessu efni, en
langt er í land enn til þeirra tíma,
er það verður þjóðarmetnaður og
metnaður hvers einasta íslend-
ings, að kaupa og nota afurðir
innlenda iðnaðarins ekki síður en
innfluttan varning,- Þjóðavakning-
arbylgjan, sem þegar er vakin, en
á eftir að rísa hærra og hærra
á næstu árum, mun áreiðanlega
skola þessu máli fram á breiðu
brjósti sér, svo sem mörgum öðr-
um nauðsynjamálum íslensku
þjóðarinnar.
L. S.
Sex
lirvals sönglög.
Sex úrvals sönglög fyrir ein-
söng með undirspili. Ot-
gefandi Helgi Hallgríms-
son.
Það má telja á fingrum sér út-
gáfur íslenskra nótnabóka. Sumar
hafa hlotið miklar vinsældir, og
lögin í þeim verið spiluð og sung-
in af alþjóð. Bók sú, sem hér er
gerð að umtalsefni, er sú fyrsta,
að því er eg veit, sem gefin hefir
verið út hér á landi með útlendum
lögum fyrir einsöng og fylgirödd-
um fyrir hljóðfæri. En tónskáldin
okkar hafa aftur á móti gefið lög
sín út í þeim búningi. Það, sem
mælir með slikri útgáfu sem þess-
ari, er að textinn sé íslenskur. Það
skiftir miklu máli, hvort sönglaga-
textar eru á tungu þjóðarinnar eða
ekki. Lögin verða mönnum þá
miklu kærari og mörg eru dæmi
þess, að góðir og vel þýddir text-
ar hafa orðið til þess, að þjóðin
hefir sungið lögin við þá, sem hún
hafði ekki Iitið vlð áður, þótt al-
geng væru í ýmsum útlendum
nótnabókum.
Lögin í þessu sönglagahefti eru
Hupðarhúnap
afar fjölbr. úrval þ. á. m. látúns-
búnir, nikkei. Ibenholtshúnar
slálfpassanðl á kr, 3,00 parið
Hurðarskrár aibragðs nrval,
Hnrðarhjarir allar gerðir og
stærðlr, B. K. S.-smekklás-
ar, sem taka öllum öðrnm
teg. langt fram, bæði að gerð
og verði. B. K. S. hurðarlok-
arar og lansar Fjaðrir, Loit-
rðsir íyrir raflampa, lampa-
króka, Glnggajárn m. m. tl.
Fá menn ódýrast í
versl. B. H. BJARNASON.
i Skeiðaréttir
eru ennþá nokkur sæti laus. 9
lcrónur farið fram og aftur. Uppl.
í síma 1331.
úrvalslög, öll heimsfræg og hafa
um allan hinn mentaða heim hlotið
svo mikla hylli og vinsældir, að
þess eru aðeins fá dæmi með önn-
ur lög. Er því verulegur fengur
að eiga þau með góðum íslenskum
textum. Sigurður Birkis hefir safn-
að þeim, og hefir hann sungið þau
opinberlega, og hinar góðu við-
tökur hafa orðið útgefandanum
hvöt til þess að gefa þau út. LÖg-
in eru þessi: Englasöngur eftir G.
Braga, þekt i meðferð söngvarans
Cormacks í grammófónum. Sakn-
aðarljóð (Elegie) eftir Massenet,
frægasta söngljóð Frakklands.
Mansöngur (Serenata) eftir Mos-
zkowski. Árangurslaust (Verge-
l.-liches Stándchen) eftir Brahms.
Til Sigrúnar (An Sylvia) og För-
ull (Der Wanderer) eftir Fr. Schu-
bert.
Allur frágangur er hinn prýði-
legasti, 0g er sþá mín sú, að marg-
ir vilji eignast þetta ágæfa hefti.
B. A.
Postulíns -
Leir- og Olervörur. Mikið úr-
val, Lægst verð, þ. á. m. Matar-
stell fyrir 6 og 12 pers.
Kaffistell fyrir 6 og 12 pers.,
6 mismunandi litir og gerðir,
Þvottastell fjöibreytt úrval
frá ltr. 9,50 — 30,00 samstæð-
an. Bollapör 40 mism. gerðir,
Matarskálar, Diskar, dj og gr.
Sósuskálar, Steikar-, Kartöílu .
og Ragútfðt, Mjólkur-, Öi- ,og
Yatnsglös, Yínglðs Snapsglös,
Glerkönnur, Birgðakrukkur,
Kryddkrukkur, Skurðarbretti,
Saltkassar, m, m fl.
Hrergi betri vörur.
Hvergi lægra verð.
Veðríð í morgun.
Hiti í Reykjavík 7 st., Vestm.-
eyjum 6, ísafirði 6, Akureyri 7,
Seyðisfirði 10, Grindavík 8, Stykk-
ishólmi 7, Grímsstöðum 5, Rauf-
arhofn 5, Hólum í Hornafirði 7,
Þórshöfn í Færeyjum 10, Kaup-
inannahöfn 12, Utsira 10, Tyne-
mouth 9, Leirvík 9, Jan Mayen
2 st. — Mestur hiti hér í gær 10
st., minstur 5 st. — Loftvægislægð
fyrir vestan land á austurleið. —
Horfur: 1 d a g: Allhvöss suðaust-
an átt og regn á suðvesturlandi.
Vaxandi suðaustlæg átt og reg»
á norðvesturlandi. Suðlæg átt og
þurt veður á Austurlandi og noríS-
austurlandi. í n ó 11: Suðaustlæg
og austlæg átt. Sennilega allhvass
á Suðurlandi og Austurlandi.
Rigning, einkum suðvestan lands.
Islaud
kom norðan ffá Akureyri í
morgun með fjölda farþega. Þar
á meðal voru: skipstjóramir Geir
Sigurðsson, Sigurjón Ólafsson og
Gísli Magnússon frá Vestmanna-
SKYNDISALAN
í Hapaldarbúð
heldur áfram út þegsa viku.
Allar vörur seldar lægsta verði.
NotiB tœkifæriB og gerið góð kaup á Ullartauum í kápur,
kjóla og fatnaði karla og drengja.
Mikið er enn eftir af hinum afar ódýru Léreftum, Morgui^-
kjólatauum og Tvlstum — Karla nserföt og skyrtur.
Regnfrakkar og alfatnaðir fyrir sérstakt gæðaverð.
ATH. Munið fallega franska klæðið.
jía ► aldtuijfatiatem,