Vísir - 23.09.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 23.09.1926, Blaðsíða 2
VISIR Nýkomid: Laukup, Kaptöilup, sama albragðs tegundin og áðnr. Barnagull og leðurvörur. Fjölbreytt úrval. Lágt verð. Nýkomið til versl. B. H. BJARNASON. Símskeyti Khöfn 22. sept, FB. Frakkneskur ráðherrafundur um áform Briands og Stresemanœ. Símað er frá París, a'ð allír ráðherrarnir hafi komi'S saman á fund til þess að ræða um mál þau, er þeir Briand áttu tal um nýlega. Áform Briands viðvíkjandiÞýska- landi sættu mótspyrnu hægri- ráðherranna, sérstaklega Poincaré og Tardieu. Ákveðið var á fund- inum, að taka enga ákvörðun um það að sinni, hvernig leiða skuli fransk-þýsku ágreiníngsmálin til farsællegra lykta. Flugslys. i Símað er frá New York borg, að franski flugmaðurinn Fonck, sem undanfarið hefir starfað að undirbúningí Atíantshafsflugs, hafi lagt af stað í gær, en flug- vélin steyptist niður rétt eftir að hann fór af stað og eyðilagðist. Fonck komst lífs af, en tveir fé- lagar hans biðu bana. Frá íesior-íslíÉip. FB. 23. sept. Tíu íslenskir læknisfræðinemar l stunda nú nám í Manitobaháskól- anum. í vor sem leið lauk íslend- ingur að nafni Eyjólfur Jónsson læknisfræðiprófi við iþennan há- skóla. Hans Egilsson, 100 ára gamall, andaðist að Akri \ið íslendingafljót 17. f. fn. „Hann var ættaður úr Svartárdal í Húna- vatnssýslu," segir í Lögbergi. „Foreldrar hans voru Egill Jóns- son og Guðrún Jónsdóttir, Auð- unarsonar prests í Blöndudalshól- um. Voru þeir því bræður, Jón faðir Guðrúnar, móður Hans heit- ins og Björn Auðunarson Blön- dal, sýslumaður í Hvammi í Vatnsdal. Frændur Hans heitins voru merkisbændumir Lárus heit- inn Þórarinn Björnsson á Ósi við íslendingafljót og Björn Björns- son i Bjarnastaðahlíð í Framnes- bygð á Nýja íslandi. Hans flutt- ist vestur um haf með Sveini heitnum Sölvasyni, merkismanni frá Skarði í Skagafirði. Hans var blindur seinustu tuttugu og eitt ár æfi sinnar.“ 7 Land lágnættissólar. —o— (Eins og kunnugt er bauð skemtiferðaskipið „Carinthia“,sem hingað kom í sumar, Birni Ólafs- syni og tveimur félögum hans úr ferðamannafélaginu Heklu, í skemtiför á skipinu til Noregs. — „Vísir“ kom Ss máli við B. Ó. og rnæltist til þess, að hann segði les- endum sínum eitthvað af því íerðalagi. — Færðist hann undan því, en í stað þess hefir hann rit- að eftirfarandi grein, sem aðallega . er samanburður á íslandi og Nor- egi sem ferðamannalöndum). Noregur hefir nú því nær feng- ið einkarétt á að nefnast þessu íagra nafni, „land lágnættissólar- innar", þótt ísland sé oft kallað svo og hafi engu síður rétt til að sveipa sig þeim auglýsingatöfrum, sem í nafninu felast. Að vísu sést sól um lágnætti í Noregi fleiri vikur en hér, en fegurð nætursól- arinnar er síst meiri þar, og mun óhætt að fullyrða, að hvergi i Noregi né víðar þótt leitað sé, sjáist sú lágnættisdýrð, sem oft er i Reykjavík i júni og júlí. Þau lönd eru ekki mörg, sem jafn mikið eru auglýst sem Nor- egur. Þangað sækja menn á sumr- in úr öllum löndum álfunnar, enda hefir ekkert laind norðan Alpa- fjalla svo fjölbreytta náttúrufeg- urð að bjóða. Ferðalög þeirra manna, sem efni hafa á að greiða fyrir hin ó- hóflegu ferðaþægindi nútímans, beinast aðallega í tvær áttir. Á vetrum til Suðurlanda, þar sem þá er sól og hiti. Og á sumrum til Norðurlanda, þar sem hitinn er lióflegur, náttúrufegurðin stórfeld og einkennileg. Það sem aðallega dregur menn til Noregs, er lág- nættissólin og firðirnir norður með landi. Mikill fjöldi þess fólks, seni efni- hefir á að ferðast um heiminn sér til skemtunar, ber ekki lotn- ingu fyrir fegurð náttúrunnar fremur en fyrir grammófónum eða radio. Það ferðast til að muna nöfnin á þeim stijðum, sem það kemur til, svo að það geti síðar sagt að þar hafi það verið, án þess að vita nokkuð nánari deili á stöðunum, án þess að taka nokk- uð eftir fegurð náttúrunnnar eða sérkennum og menning þjóðarinu- ar. — Að hafa staðið á nyrsta cdda Noregs eða gengið um einu götuna í nyrstu borg jarðarinnar, það gefur ferðalaginu gildi. Þetta fólk lætur fé í það að kaupa munt til minningar um hvern stað til að sýna þegar heim kemur. Annað ber það ekki úr býtum. Móttaka ferðamanna er nú í Noregi orðin sem hver önnur at- vinna, rekin fullum fetum með það fyrir stafni, að fá sem flesta ferðamenn til landsins og ná sem mestu fé á þann hátt. Norðmönn- Cyphod kvef og hóstapillur eru bestar. Landstjarnan um varð snemma ljóst1, að þa'ð eitt veitir ekki straum ferðamanna til landsins, að landið sé mikið og íagurt. Svo erfitt getur verið að komast á hina fögru staði, að frágangssök sé nema hinum skel- eggustu ferðamönnum. Þess vegna hafa þeir nú lagt vegi viða um fjöll, svo að ferðamennirnir geta ekið fram og aftur um fegurstu og einkennilegustu staðina. Eru vegir þessir víða hið mesta meist- araverk og stórfé til þeirra kost- að. Þessir vegir gera ferðamönn- unum kleift að aka um snævi þakin fjöll og græna dali á ein- um degi, stíga af skipi að morgni og koma aftur að kveldi. Vönduð gistihús hafa alstaðar verið reist þar setn ferðamanna er von. Það hefir sína kosti og sína bresti fyrir hverja þjóð, að talca upp þá atvinnugreín, að gera land sitt að leikvelli ferðamanna. En nú er hver þjóð sýrð af þeim hugs- unarhætti, að rétt sé að gera sér fé úr hverju sem hægt er og hjálp- að getur þjóðarbúskapnum. Nátt- úrufegurð landanna er dýrmæt uppspretta auðs, ef hún er rétt notuð. Eg ætla ekki hér að skera úr um það, hvort. æskilegt sé að ís- lenska þjóðin taki upp þessa at- vinnugrein eða láta hana sitja á hakanum. En eg ætla að bera sam- an Noreg og ísland sem ferða- mannalönd og athuga hvaða skilyrði ísland hefir i því efni. Náttúrufegurð Noregs er fjöl- breytt og stórfengleg. Skógivaxin fjöll, hrikalegir jöklar. Skraut- legir fossar steypast í hundraða- tali ofan af brúnum fjallanna. Grænir og frjósamir dalir, þar semárrenna fram milli skóglanda. Langir firðir skerast inn milli hárra fjalla, sem teygja ræturnar út í sjóinn. Og að síðustu hinn einkennilegi og fagri eyjasægur norður með landinu, þar sem sól- in sést um lágnættið. Alt þetta geta ferðamenn séð á vikusiglingu meðfram ströndum landsins. Slíka náttúrufegurð hafa fæst lönd að bjóða og merm sækj- ast eftir að sjá það sem er ólíkt þeirra eigin landi. Til Noregs er ekki erfitt að komast. Frá Bret- landi má komast þangað á einum sólarhring. Frá meginlandinu má ná þangað á 1—3 dögum. Þegar til landsins er komið, má fara um það þvert og endilangt á járnbrautum og bifreiðum. Eng- inn hörgull er á gistiskálum, sem boðlegir eru hverjum ferðamanni. Menn geta ferðast fyrir lítið fé eða mikið, eftir því á hvern veg ferðinni er hagað. Þegar alt þetta hefir verið at- hugað, sem nú var talið, og ísland tekið til samanburðar, verður ljóst, að óliku er saman að jafna og að ísland stendur langtum ver að vigi að gerast ferðamannaland. En það er ekki landið sjálft sem því veldur. ísland stendur ekki að baki Noregi að náttúrufegurð, þótt sitt með hvorum hætti sé. Að vísu má segja, að mitt álit sé ekki óhlutdrægur aðili í þvi efni, svo skyldur íslensku jörðinni sem eg er; — en engan veginn vildi eg skifta. Álit manna er mjög skift um það, hvað fagurt sé í þessu efni, og fer það mikið eftir því hverju menn hafa vanist og hvernig náttúran er, sem mótað hefir skaplyndi þeirra. (Niðurl.) Bjöm ólafsson. I. O. O. F. 1089238^2. - B.s.v.f. Kosningamar. Heyrst hefir, að einhverir af að- standendum íhaldslistans, sem þeir eru á Jón Ólafsson og Þórður Sveinsson hafi gefið í skyn, að Þórður Sveinsson væri fulltrúi „Félags frjálslyndra manna“ á listanum. — Út af þessu óskar stjórn félagsins að láta þess getið, að engin slík samvinna hafi átt sér stað. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavik 5 st., Vest- mannaeyjum 6, ísafirði 7, Akur- eyri 6, Seyðisfirði 6, Grindavik 7, Stykkishplmi 5, Hólum i Horna- rirði 6, Þórshöfn í Færeyjum 10, Kaupfnannahöfn 11, Utsira 10, Tynemouth 7, Leirvík 11, Jan Mayen 5 st. — Mestur hiti hér í gær 9 st., minstur 4 st. Úrkoma mm. 5.3. — Loftvægislægð yfir suðvesturlandi, á austurleið. — Horfur: í dag: Suðvestan all- hvass og skúrir á Suðurlandi. Vaxandi norðaustan átt og skúrir á norðvesturlandi. Suðaustan átt cg viðast þurt á Norðurlandi. — í nótt: Sennilega vaxandi norðlæg átt á VestUrlandi. Aust- læg átt og þurt veður á Norður- landi. Suðlæg átt og skúrir á suð- austurland.i. Barði Guðmundsson stud mag. tók sér fari á „íslandi“ í dag. Ætlar hann að halda áfram sagn- fræðirannsóknum og námi við híaupmannahafnarháskóla í vetur. Á síðastl. vetri komu merkileg drög til sögu Gautlands er nefnd- ust „Götelands politiske stilling fra 950—1050“ frá hendi þessa unga vísindamanns, og birtust þau í hinu merka tímariti „Norsk his- torisk tidsskrift“. Ritgerðin hefir hlotið mikið lof sérfróðra manna. Frönskukenslu heldur Alliattce Francaise uppi hér í bæ i vetur, eins og að und- anförnu, og á sama hátt sem áður. Þeir, sem kynnu að vilja nema frönsku hjá kennara félagsins geta gefið sig fram við Pétur Gunnarsson, kaupmann. Lyra fer héðan kl. 6 i kveld. Meðal farþega verða: Ungfrúrnar Helga Ólafson (shnastjóra) og Forberg, báðar á lei'ð til Rotterdam, Ingi- björg Helgadóttir og nokkurir út- lendingar. Ennfremur margir far- þegar til Vestmannaeyja. Skipaf regnir: Lagarfoss kom til Newcastle í morgun. Goðafoss er á Hvammstanga. Esja er á Akureyri. Nonni er væntanlegur hingað á morgun. ísland fór héðan siðdegis í dag. Meðal farþega voru : Amtmannsfrú Hav- steen, konsúlsfrú Thomsen, A. Obenhaupt, Karl Jónsson, Geir 1 hordan, Anna Thordan, Súsanna Jónasdóttir, Dr. Björg Þorláks- dóttir, frú Lange, Helga Níels- dóttir, Haraldur Ágústsson, Krist- ín Bjamadóttir, (Sæmundssonar), Aðalheiður Hallgrímsdóttir, Sig- ríður Melsteð, Helga Krabbe, Jó- hannes Sigfússon (frá ísafirði). Suðurland fer til Breiðafjarðar næstkom- andi mánudag og kemur við á mörgum höfnum. Sjá augl. Kæliskip tekið á leigu. Samband islenskra samvinnufé- laga hefir leigt enskt kæliskip, til þess að flytja frosið kjöt til Eng- lands, aðallega frá Hvammstanga og Akureyri. Tekur skipið fyrsta farminn þar nyrðra í næsta mán- uði. FB. Af síldveiðum komu í gær: Gulltoppur og Rifsnes. 1 ólafur kom af veiðum í morgun. Lejmdarmál Evu heitir mynd sú, sem sýnd er þessi kveldin í Gamla Bíó. Auka- mynd er Töfragleraugun, sem enn verður sýnd nokkur kveld, og þykir mjög skemtileg. Frænka Charleys eftir hinu ágæta leikriti Bran- don Thomas er nú sýnd í Nýja Bíó. Leikur þessi hefir farið sig- urför um alla Evrópu og alstaðar verið jafn vel tekið. Syd Chaplin leikur aðalhlutverkið í hinu skop- lega frænkugerfi, með spaugileg- ustu svipbreytingum. En leikurinn allur nýtur sín mun betur á lérefti en leiksviði. Eru nú seinustu for- vöð að sjá myndina, þvi að senni- lega verður hún sýnd í síðasta sinn í kveld. A.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.