Vísir - 29.09.1926, Qupperneq 5
(Mrövikudaginn 29. sept. 1926.)
ISIR
Tvær hamingjaðskif.
Til frú Kristjönu Hafstein á
nítugasta afmælisdegi liennar,
20. þ. m.
Auðnan hvíli yfir þér,
og aldrei þig hún kveðji,
það, sem ára eftir er,
anda þinn æ gleðji.
Til frú Margrete Havsteen við
hurtför hennar frá íslandi 23.
þ. m.
Herfra du drager,
höiædle Kvinde,
bort til dit kære
Fædreland igen.
Fred, Ro og Glæde
altid du maatte
finde i et kærligt
og lykkerigt Hjem.
H. B.
IHnar endurbælnr
voru geröar i fyrrahaust á Poly-
phon talvélunúm. Verksmiöjafts
sem! býr þær til (sem er í Leipzig,
og er stærsta grammófónverk-
smiöja hér í álfu) fór þá aö búa til
hin endurbættu tréhljómgöng se!m
nú eru í öllum Polyphon-grammó-
fónum, jafnt þeim ódýrari sem
dýrari. Liggur endurbótin ekki í
dýru efni, heldur í nýju lagi, sem
er á hljómgöngunum, og ná-
kvæmninni, sem þau eru búin til
með, þar sem tekiö er tillit til allra
nýjustu uppgötvana viöyikjandi
samhljómum. Þykir sein hin ein-
stöku hljóöfæri njóti sin betur á
þennah hátt en áður hefir veriö
kostur á í talvélum, þykja tón-
arnir veröa bæöi fyllri og skær-
ari en áður, en hinsvegar ekki
gæta aukahljóða þeirra er svo oft
spilla í grammófónum. Þess má
geta að það er engin' tilviljun að
þessi endurbót var fyrst gerð á
Polyphon-gramimófónunum, því
verksmiðjan var búin að láta gera
tilraunir í þessa átt árurn saman
]>ar sem visindi og verkhyggindi
fylgdust að. Önnur merkileg ný-
ung sem 'Polyphon-félagið hefir
komið á hjá sér, er rafsegulsnotk-
unin við að ná lögum á plötur. Eru
lögin — spiluð eða sungin — sem
taka á á plötu, ,nú numin með
hljóðnema (mikrófón) og þykir á
þann hátt takast langtum betur að
ná lögunum en með gömlu aöferð-
inni, en ekki er nákvæmlega kunn
aðferð félagsi.ns þessi nýja, þvi
félagið heldur henni leyndri. Er
þessi nýja aðferð ein orsökin til
þess að Polyphon-plöturnar hafa
náð s'vo inikilli hylli hjá söngelsk-
um almenningi, að meira selst af
plötum þessa félags en nokkurs
annars, eiftnig hér á íslandi.
Inc.
Fá Skotor tteimostjórn í
—0—
Nýlega hefir verið birt frum-
varp til laga um heimastjórn i
Skotlandi. Er þar gert ráð fyrir
að Skotar fái sérstakt þing með
148 þingmönnuin og einni mál-
stofu, og fjalli það tun öll þau
mál, sem varða Skota sérstaklega.
I'ulltr.úar stjórnarinnar í Skot-
landi bera ábyrgð gagnvart þing-
inu. Framkvæmdarvaldið er hjá
konungi, en hann hefir landstjóra
(high commissary) í Skotlandi
fyrir sína hönd. Skosk sérmál telj-
ast öll mál nema her-, flota-, flug-
og utanríkismál. — Skattamálin
veröa líka sérmál. Ennfremur er
gert ráð fyrir, aö Skotar fái sér-
stakan hæstarétt í stað efri mál-
stofu parlamentsins.
Þó að Skotar hafi verið í per-
sónusambandi við England síðan
1603 og síðan 1707 haft sameigin-
legt þing með því, hafa þeir ávalt
talið sig sérstaka þjóð. Skotinn
mótmælir ávalt, þegar hann er
kallaður Englendingur, alveg eins
og íslendingar gerðu þegar út-
lendingar kölluöu þá Dani. Á 18.
öld hófst vakningaröld i skoskum
bókmentum, sem legið höfðu niðri
,aö mestu frá því á blómatímanum
á 14. og 15. öld, og átti stórskáld-
iö Burns ekki hvað minstan þátt-
inn i því. Þessi hreyfing hélt
áfrain fram á 19. öld með góð-
skáldunum Walter Scott, R. L.
Stevenson og Carlyle og heldur
áfram enn með meira krafti en
nokkuru sinni fyrr.
Nú eru stjórnarhættir Skota
þannig, að þeir hafa 72 fulltrúa í
neðri málstofu enska parlaments-
ins og 16 lávarða í hinni efri. En
Nafaið á langbesta
gólfáburðinum
er
Fæst í öllum verslunum.
JOOOÍÍOOÍÍÍÍÍSÍKSÍXÍÍSOOOCÍSOOOOÍX
NÝTT
Getum nú eftirleiðis tekið
myadir tif stækkunar.
Ágæt vinna, hvergi ódýrari.
Sportvöruhús Reykjavíkur.
(Einar Björnsson).
ÍOOOOOOOOOOOÍSÍSÍSOOOOOOOOOOÍ
Postulínsbollapör 0 50.
Diskar steintau 0.40 Matar- Kaffi-
og þvottastell og allar aðrar leir-
vörur ódýra-tar í versl.
ÞÖRF Hverfisgötu 56.
Simi 1137.
sæti þeirra eru kjörsæti, en ekki
arfgeng, eins og ensku lávarö-
anna. í stjórninni er sérstakur
Slcotlandsráðherra og er hann
jafnframt forseti i sérstöku stjórn-
arráði fyrir Skotlánd (local gov-
ernment board).
Sambúð Englendinga og Skota
hefir lengst af veriö friðsamleg
síöan ríkin sameinuðust, en þó
hafa ávalt verið i Skotlandi menn
sem barist hafa fyrir auknu sjálf-
stæði landsins, einkanlega í fjár-
málum. Þar þykjast Skotar ekki
þurfa að láta aðra ráða fyrir sig,
enda eru þeir viðurkendir slyngir
fjármálamenn.
Ekki er óliklegt, að dæmi íra
hafi gefiö sjálfstæðiskröfumSkota
byr i seglin, En þó bendir ekkert
á, að Skotar vilji slíta samband-
inu viö Englendinga fyrir fult og
alt. Þeim er ljóst að margir hags-
munir fylgja sambandinu.
Fasteignasala.
Undirritaður annast kaup og sölu fasteigna og skipa.
Eggert Jónsson
SÍBtti 657. Laugaveg 56 (uppi).
JOH. OLAFSSON & CO.,
REYKJAVIK.
„Þú skilur þetla ekki sem best,“ sagði Runnion. —
„Hvað heldurðu að fólk segi, þegar það vitnast, að þú
hefir hlaupist á brott með mér?“
„Eg segi því sannleikann", ansaði hún.
„Menn þekkja nrig hér við fljótið. Enginn almenni-
legur maður mundi vilja sjá þig eftir þetta ferðalag.“
„Þér — þér —“ — Rödd hennar titraði af reiði og
geðofsa, er hún mælti þetta. — Hún gafst upp við að
segja meira, því að hún mundi ekki eftir neiuum harð-
yrðum, senr henni þóttu ekki langt of væg.
Runnion reri af kappi. — Eftir dálitla bið sagði liann:
„Ætlarðu að giftast mér, stelpa?“
„Nei! Aldrei — aldrei! Og komist eg lifs héðan, skal
eg láta Poleon drepa yður. — Hann eða pabba.“ —
Hann hvíldistáárunúm og lét bátinn reka fyrir straumi.
„Þú dirfist að hafa í hótunum, vanþakkláta stelpu-
kind! — Fyrst þú tekur þann kostinn, er best að eg
tah. — Eg bauðst til að ganga að eiga þig — ætlaði
meira að segja að láta mér farast vel við þig og sóma-
samlega. Þú neitar þessu, flónið þitt! — Veistu þá ekki
að eg get tekið þig, alveg á sania hátt og faðir þinn tók
Allúnu? — Þú ert víst ekki stórum merkilegri en móð-
urmyndin þín, svo áð karluglan getur ekki haft neitt út
á þetta að setja, eins og á stendur. Og mótmæli hann ekki,
þá gerir þaö enginn. Poleon hefir engan rétt til að íara
að sletta sér fram i þetta mál. — Mundtt það, að nú erlu
ein þíns liðs með mér, langt frá öllum mannabygðum.
Eg ráðlegg þér að sýna engan mótþróa. Undir eins og
dagar, fer eg á land, finn góðan stað og by okkur rnorg-
unverð. — Hegðir þú þér eins og skynsöm stúlka, skal
eg fara vel að ráði mínu. — Að öðrum kosti mun eg
neyta valdsins, og þá er ekki alveg áreiðanlegt, að þú
kærir þig uni, að hafa hátt unt þetta ferðalag .á eftir.
— Hugsaðu mál þitt í tíma. Eg stend við orð mín.“
Vatnið gjálfraði um kinnunga bátsins, og árarnar
tistu í hlummunttm. Klukkustund leið og önnur til. —
Þögn og kyrð var yfir öllu. — Loksins fór að daga.
Himininn var þungur og dagrenningin kulda-grá —
enginn rósrauður morgunbjarmi, ekkert þúsund-lita-
skraut, enginn glóandi hnöttur, sem vatt sér upp á him-
inbðgann. — Nóttin lýstist hægt og hægt, fölnaði, varö
öskugrá og hvarf að lokum. — Til beggja handa var
mikinn skóg að sjá á landi, en í fjarska bar hæðir og
ltálsa við loft. — ,Yfir höfðum þeirra héngu þung og
drungaleg ský, en undir kili bátsins ólgaði skohnorautt
fljótið. — Landið var ósnortið af hönduni mannanna, svo
langt seni augað eygði.
Runnion rak skygnur á land og Necia bjóst við, að
hann væri að svipast eftir lendingarstað. Hún leit á
vanga hans, og fanst hann enn þá ljótari og enri þá
auvirðilegri, en nokkuru sinni fyr--------Hún gat ekki
að því gert, að fara að velta því fyrir sér, hvort nokk-
urt kvikindi jarðarinnar ntundi hafa andstyggilegri
vangasvip en þessi förunautur hennar. — Og hún komst
að þeirri niðurstöðu, að slíkt kænti ekki til neinna ntála.
Runnion lagði að landi og reri bátnum upp á eyri er
þar varð fyrir. — Neciu var órótt. — Henni fanst eins
og kaldur sviti sprytti út um líkama sinn.
Poleon var manna skarpskygnastur, og minni lians
trútt. — Frásögn Starks, sú er svo rnjög hafði fengið á
þá Burrell og Gale, hafði alt önnur áhrif á hann. — Hann
hafði komist á snoðir um hitt og annað, sem ekki benti
í þá áttifta, að frásaga Starks væri sönn. — Hann hafði
hlerað sitthvað um kveldið i veitingahúsinu, er Stark
kom að finna Runnion. Og eitthvað hafði hann heyrt
nefndan Peterborough-bát, er Stark vildi klófesta. —
Hann þekti hvern einasta bát, sent við fljótsbakkann lá,
og ákvað þegar í stað að rannsaka, hvort bátur þessi
væri enn á sínurn staö. — Það var ekki uema um tvær
leiðir að tefla, sent lágu frá Flambeau, og ekki nema einn
bát af þessari gerð. — Ef Necia lieföi farið upp eftir
með flutningabátnum, eins og Stark sagði, var ekki til
neins að elta hana. Enginn ræðari gæti klofið þann mikla,
þunga straum. — En væri þessi tiltekni bátur horKnn,