Vísir - 07.10.1926, Blaðsíða 2
VÍSIR
Höínm íjrfrliggjandi:
Steinsyknr í kössum á 25 kg.
Strásykur í sekkjum á 45 kg.
Sallasykur i kössum á 45 kg.
Símskeytí
--0—
Khöfn 6. okt. FB.
Söngmaöur ræður sér bana.
Kajumersanger Helge Nissen
hefir skotiö sig.
Þjóðverjar vilja eignast Danzig.
Símaö er frá Varsjá, a'ð sá orS-
rómur leiki á, aö Þjóöverjar séu
aö gera tilraunir til þess aö fá aft-
ur yfirráöin yfir Danzig, gegn
fjárgreiðslu til Pólverja. — Hvort
sem þetta reynist rétt eða ekki, er
talið víst, að -Pilsudski muni nú
leggja mikla áherslu á, að ná vin-
áttu , Þjóðverja, vegna samnings
þess, er Rússland og Lithauen
hafa gert sín á milli, og orsakaði
að deilan um Vilnu er vakin að
nýju, Er pólsku stjórninni því
hugleikið að afla vinfengis Þjóð-
verja og sennilegt að hún sé þess
reiðubúin að leggja eitthvað í söl-
urnar fyrir það.
Skuídaskifti Frakka og
Bandaríkjamanna.
Simað er frá París, að Poincaré
hafi ákveðið að krefjast þess af
þinginu, að það samþykki skulda-
samningana við Bandaríkin og
England,
Svar
til hr. Áge M. Benedictsens.
Út af grein minni i Vísi 29. júlí
skrifar ritari Danmerkurdeildar
hins svokallaða dansk-íslenska fé-
lags mótmælagrein i Visi á laug-
ardaginn. Þetta er þriðji maöurinn
í þessu félagi, sem hyggst að
kljúfa mig í herðar niður fyrir
leiðbeiningar þær sem eg hefi gef-
ið félaginu. Samtals hefir þrenn-
ingin eytt 636 línum af prentuðu
máli, eða því sem svarar 3180 orð-
tun, til þess að reyna að hrekja
þrjár staðhæfingar mínar, sem
komust fyrir í hér um bil 20 lín-
um eða því sem næst xoo orðum.
í þessari orðgnótt hefir mergur-
inn málsins eðlilega farið fyrir
neðan garð og ofan, sér í lagi hjá
forstjórum félagsins handan haf-
anna, sem hafa fundið sig knúða
til þess að hreyfa andmælum, eða
eftir orðfimi ritarans, fundið hjá
sér hvöt til þess að sakast um
„svöðusárin“.
Eg vil þegar í stað leiðrétta
meinlegan misskilning, sem slæðst
hefir inn i grein hr. ritarans. Eft-
ir upphafi annarar málsgreinar x
grein hans að dæma, virðist hann
,halda að eg hafi ásakað biskup
vorn fyrir að hann ' (biskupinn)
hafi hvatt æskumenn til Dan-
merkurfara, en þetta er hin rnesta
‘ fjarstæða, slíkt hefi eg aldrei gert.
• Annars nenni eg ekki að elta ólar
Eldliús-, Búr og Borðáhöld
Ulest úrral. — Bestar vðrur. —
Lægst verð.
Þelr sem bú reisa ætta sjálfs
síns vegna að gæta þess að
hvergi verða gerð betri, né
hagfeldari innhaup á greiud-
um vörum en í
versl. B. H. BJARNASON.
Steyptir pottar
Clleraðir og ógleraðir
Djúptr og grunnir.
þ. á. m. Steikarapottar.
fflikið úrval. — Lágt verðk
Versl. B. H. Bjarnason.
við herra ritarann um einstök at-
riði í grein hans, eg mun vskja að
þeim síðar í heild, en á hina bóg-
inn set eg hér aftur þrjár höfuð-
setningar, sem voru uppistaðan í
fyrstu grein minni, sem öll þessi
skrif hafa hlotist af, og bæti eg
því við hverja setningu, sem hún
hefir safnað utan á sig í þessari
ritdeilu. Geri eg þetta eingöngu til
þess að bjarga merg málsins frá
druknun í orðaaustrinum.
1. Eg held því fram, „að stór
misfelli hafa orðið á sumum vist-
arverum, sem félagið hefir útveg-
að í Danmörku."
Síðar hefi eg bent á viðurkenn-
ingu á þessu, sem felst í grein í
blaði sjálfs félagsins,*„Budbring-
eren“, löngu áður en til „vopna.-
viðskifta“ kom milli félagsins og
mín. Eg veit ekki til að neinn af
forstjórunum hafi andmælt ein-
mitt þessu atriði, formaður félágs-
ins hér hefir beðið mig „að leggj a
spilin á borðið“, en þetta skildi eg
svo sem eg ætti að nefna dæmi
máli mínu til sönnunar. Færðist
eg þá undan slíkri kvö:ð, þótti sem
von var að eg hefði ærið litla
heimild til þess að gera einkamál
manna að blaðamáli, en þá vill svo
til, að vel metin kona og borgari
þessa lands birtir athugasemd i
Vísi 20. ágúst einmitt út af þessu
atriði, og tilfærir dæmi, sem eng-
au veginn er hægt að leggja út á
annan veg en til stuðnings rnáli
mínu.*
En eg hefi einnig orð ritarans
i síðustu grein hans fyrir því, að
mistök hafi orðið. (Sbr. „en hjá
þvx varð ekki komist, að stundum
yrðu þau mistök, að ekki líkaði.“)
Eftir er að vita, að hve rniklu
* Mér var kunnugt urn dæmi
þessi, og hafði eg meira að segja
fengið heimild til þess að biría
þ.au, en heimildina fékk eg í votta
viðurvist, þó að eg kynokaði m.ér
við að birta dæmin, svo mikla
óbeit hefi eg á að blanda einka-
málum inn í skrif mín. L. S.
leyti mistökin eru félaginu að
kenna. Nú hefi eg einmitt aldrei
kent félaginu um öll mistökín,
þvert á móti segi eg í „árásar-
greininni“: „Misskilningur á báða
bóga mun stundum valda mestu“,
og eg tek auk þess mjög greini-
lega fram, að sumt fólk, sér í lagi
stúlkur, ætlist til of mikils af fé-
laginu. Þetta hefi eg heyrt haft
eftir hr. Áka M. Benedictsen sjálf-
um svo ekki er að rengja það. Og
eg held því mjög fast fram, að
alvarlegustu mistökin verða ein-
rnitt þegar. fólkið hverfur úr sum-
urn vistarverunum, sem félagið
hefir útvegað, af hvaða ástæðum
þetta annars kann að verða, og
leitar sér atvinnu upp á eigin
spýtur í bráðókunnugu landi, þar
sem þar að auki er horft niður á
það hálfgerðum lítilsvirðingar-
augum sakir þjóðernis þess. Og
til þess að draga úr ábyrgð fé-
lagsins gagnvart slíku fólki kalla
eg það vandræðafólk, en einnig á
þessu sviði er mér andmsélt, því
að einn af forstjórunum velur því
gikksheitið.
2. Eg hefi haldið því fratn, að
félagið ýti undir f^lk til utan-
fara, (en hvoi-ki biskup vor eða
aðrir einstakir meðlimir, því að
þar urn veit eg ekkert), og skýr-
iogu á þessari staðhæfingu hefi
eg gefið „sem ærlegur m^ður“
þegar þess var krafist. Vildarkjör
og vilyrði um útvegun atvinnu
(vistarvera) kvað eg vera það
meðalið, sem félagið notaði til
þess að fólk gæfi sig fi-arn til ut-
anferða, sem er sama sem að fá
fólk til að taka þátt í viðkynning-
arstarfi félagsins. Inn á þetta hef-
ir verið gengið af formanni fé-
lagsins hér á landi, og kveður
hann svo að orði, að „beinlínfs"
■og „óbeinlínis" starfsemi í þessa
átt skifti miklu máli. Um þetta at-
riði skal eg ekki þrátta, en eg fæt
það vera undir dómgreind manna
komið, hvern mun þeir gera á
„beinlínis" og „óbeinlínis" starf-
semi á þessu sviði, eg vil að eins
skjóta því inn, hvernig hægt væri
að búast við af slíku félagi að það
eggjaði menn „beinlínis" til Dan-
merkurfara?
3. Eg hefi haldið því fram sem
sjálfsögðum hlut, „að verði mis-
lök á, verður félagið að sjá sóma
| sinn í þvi, að sjá fólkinu fai-borða
heim aftur, eða leggja niður „við-
; kynningar“-aðferð sína, eða eins
og fram kemur síðar í grein minni,
gera meira fyrir fólkið, sem ytra
dvelur og komið er út af vegum
íélagsins.
» Þetta hefir forstjórunuiTi reynst
erfiðasti hnúturinn, því að rnaður
hefir gengið undir manns hönd til
þess að berja það fram, að félag-
ið beri enga ábyrgð gagnvart is-
lensku fólki í Danmörku, og að
fólkið eigi enga heimtingu á að
njóta góðs af félaginu, og alt þetta
þvert ofan í það að félagið hefir
til skams tiina notið styrks úr. rík-
issjóði íslands. Þetta er og aðal-
inntak greinar hr. Áka M. Bene-
dictsens í Visi á laugardaginn, auk
venjulegrar mælgi um ágæti fé-
lagsins yfirhöfuð. Já, svo langt
gengur herra ritarinn fram fyrir
skjöldu, að hann hlífist ekki við
að segja, að eg ruglist í hugsana-
ganginunx, beri dansk-islenska fé-
laginu á brýn, „að með því að
hjálpa þeim æskumönnúm, sem
vilja fara til Daxxmerkur, séum
vér eiginlega að ginna þá til far-
ai-, en jafnfranxt krefst hann þess
einmitt, að vér hjálpum öllum
þeirn, sem æskja hjálpar, telur
það skyldu vora og hlutverk.“ Eg
get ekkert íullyrt um að herra rít-
arinn hafi ruglast í hugsanagang-
inum, því að eg þekki ekki gang
hugsana hans yfirhöfuð, en mér
þykir það furðu einkennilegt, að
bendingar, sem kynnu að geta
kornið að gagni fyrir félagið, fái
svo kaldar móttökur. Eg geri sem
sé ráð fyrir því, að félagið haldi
„viðkynningar“-aðferð sinni við
liði eins og hingað til, en geri þá
og fyrr ekki kröfu á hendur fé-
laginu um að það geri meira £yr-
ír íslenskt fólk x Höfn en hingað
til hefir verið, á hinn bóginn er
mér það ekkert launungarmál, og
cg hefi heldur ekki farið dult með
það, að eg tel að æskilegast væri,
að félagið legði niður þennan þátt
af starfsemi sinni, og þess frek-
ara ætti félaginu ekki að falla
þetta sérlega þungt, þar eð for-
maður þess hér á landi hefir haft
þau orð um þennan þátt, að hann
sé ekkert meginatriði í starfseini
félagsins, heldur að eins einn lið-
ur áf mörgum á stefnuskrá þess.
Eg get lokið máli mínu nokk-
urn veginn viss um að þessi þrjú
atriði að franxan séu mergurinn
málsins í ritdeilu þeirri, sem stað-
ið hefir nú á þriðja mánuð, og að
orðgnótt forstjóranna þriggja og
nxælgi urn kosti og ágæti dansk-
íslenska félagsins skifti litlu máli
í þeim atriðum, sem deilt hefir
verið urn, og að því er einmitt
þetta snertíi-, þykist eg hafa gert
nokkurn veginn hreint fyrir mín-
um dyrurn með því að draga til -
verurétt dansk-islenska félagsins
yfirleitt í efa á þeim grundvelli,
sem félagið er skapað og starfar
þann dag í dag.
En um þetta verðum vér eigi á
eitt sáttir, og má þrátta urn að
eilífu án þess að nokkuð hafist
upp úr því nerna rifrildi og skap-
raunir.
Og með þetta fyrir augum lýk
eg máli mínu um dánsk-íslenska
félagið.
L. S.
Ern Daeir stð selja
Drænland ?
—x—
Frá K.höfn er símað 28. sept.
til Bergeus -Tideud'e í Björgvin,
að danska blað-ið „Berlingske
Tidende“ hafi út af orðróminum
um sölxx Grænlands, spurt ilinau-
í-íkisráöheri-a Hauge um erindi
forstjóra Grænlandsstjórnar, hr.
Daugaard Jensen, til Ameríku.
Ráðherra lcvað förina farna í
verslunarerindum. Blaðið spyr þá,
hvort fex-ðin væri ekki farin til
þess, að ráða til lykta ríkisréttar-
legum málum viðvíkjandi Gi-æn-
lendingum. Til þess svaraðiHauge,
að ferðin væri eingöngu verslun-
arferö.— Meðritstjóri „Berlingske
Tidende“ spyr þá, hvort fei-ð for-
stjórans sé ekki einnig heitið til
Kanada. — Sagði ráðherra, að svo
gæti verið, en það mxindi varla
heppilegt, að láta nokkuð vitnast
xxm tilgang þeirrar ferðar nú sem
sakir stæðu. Síðar mundi vex'ða
birt full greinargerð.
Þess ber að geta, íslenskum les-
endum til fróðleiks, að verslun
Grænlands heyrir ekki undir Dau-
gárd Jensen, heldur að eins stjórn-
mál Grænlands. Verslunin var að-
skilin frá stjórnmálunum 1908 og
veitir annar fi-amkvæmdarstjóri
henni forstöðu, undir beinni yfir-
stjórn innanríkisráðherra.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 5 st., Vestm.-
eyjxxm 4, ísafirði 4, Akureyri 4,
Seyðisfirði 5, Grindavík 2, Stykk-
ishólmi 2, Gríxxisstöðum 1, Rauf-
ai'höfn 3, Hólum í Homafirði 4,
Þórshöfn í Færeyjum io, Ang-
magsalik (í gær) 1, Kaupmanna-
höfn 12, Utsira 11, Tynemouth 13,
Leirvík 12, Jan Mayen 3 st. —
Mestur hiti hér í gær 7 st., minst-
ur 2 st. Úrkoma 3,0 mm. — Loft-
vægislægð fyrir norðaustan land.
Önnur við suðvesturland, á leið
til austurs. — Horfur: í dag:
Suðvestlæg átt og skúrir á Suður-
landi, Hægur vindur og skúrir
sumstaðar vestanlands. Gott veður
norðaustan lands. í n ó 11: Vest-
læg og norðvestlæg átt. Sennilega
gott veður á suðvesturlandi og •
Austurlandi. Skúrir á Vestfjörð-
urn og sumstaðar á Norðurlandi.
Hljómleikar
Páls ísólfssonar verða haldnir
annað lcveld Id. 9 í fríkirkjunni.
Þór
kom hingað í gær með þýskan
botnvörpung, sem hann hafði tek-
ið í landhelgi. Hann heitir Bi-ema.
— Réttarhöld hófust í máli hans
í gærkveldi, en skipstjórinn þrætti
og mun málið ekki útkljáð fyrr
en seint í dag.
Leikhúsið.
„Spanskflugan" verður sýnd í
kveld kl. Sy2. — Aðgöngumiðar
verða seldir í dag til kl. 7, og við
innganginn, ef eitthvað verður þá
cftir óselt.
Sveinsbréf
í jái-nsmíði hafa nýlega fengið
þeir Bjarni Helgason, Grettisgötu
24, Ásgeir Matthíasson, Lokastíg
17, og Ingimar Þorsteinsson,
Framnesveg 1C. — Bjai-ni og
Ásgeir stunduðu nám í „Hamri“.
Gamla Bíó
sýnir í lcveld í síðasta sinn
„Stúlkuna fi'á París“. — Hefir sú
mynd gengið ágætlega og veriS
tekin aftur til sýningar sakir á-
skorana.
Arfur Ingimars,
myndin, sem Nýja Bió sýnir
þessa dagana, er ein með betri
myndum, sem hér hafa verið
sýndar lengi. Hún er gerð eftir
einni af bókum Selmu Lagarlöf,
„Jerúsalem", og leikin af ágætuns
sænskum leikendum. — Sænskar
kvikmyndir þykja yfirleitt bera af
öðrum myndum, sem hér eru sýnd-
ar, og séi-staklega hafa myndir
þær, sem gerðar eru eftir skáld-
verkum Selmu Lagarlöf, átt tnikí-
um og ahnenmun vinsældum að
fagna. y
1