Vísir - 30.10.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 30.10.1926, Blaðsíða 2
V lolW Höfum nú ágætt úrval af Spilum frá S. Salomon & Co. með Holmblaðsmyndam. Þessar tegundir eru þær einu, sem allir eru ánægðir með. Símskeyti —o— Khöfn 29. okt. FB. Hátíðahöld á ítalíu. Símað er frá Rómaborg, aö þar hafi verið afar mikil hátíðahöld í tilefni af því, aS fjögur ár voru li'ðin síðan Fascistar tóku stjórn landsins í sínar hendur. — Mussó- lini var hyltur af mannfjöldanum, er hann hélt ’ ræðu í Colosseum. Kvað hann markmið Fascista vera að efla veg og gengi ítalíu sem mest. Takmarkið væri stærri og voldugri ítalía. Frakkar og Þjóðverjar. Símað er frá París, að blöðin þar í borg geri það að umtalsefni, hverskonar endurgjald Þjóðverjar geti boðið í staðinn fyrir væntan- lega heimköllun setuliðsins úr Rín- ar-héruðunum. Sum blöðin stinga upp á því, að Þýskaland fallist á að verða aðili að gerð og sam- þykt á öryggissamningi uta landa- mæri Þýskalands, þau er vita mót austri, og verði Locarnosamning- u.rinn fyrirmynd þessa öryggis- samnings. \iM fyrir ÍÉniðð. —o--- IV. Tungan í hættu. íslendingar geta talið sér það til gildis, einir allra norrænna þjóða, að þeir hafi varðveitt tungu feðra sinna. — Þeir geta enn lesið gull- aldarrit sín viðstöðulaust og, tala enn að mestu sömu tungu og for- feður þeirra, þeir er í öndverðu bygðu landið. — Og þeir hafa verndað tunguna að miklu leyti gegn böguinælum, latmælum og öðru slíku, er til málspjalla horf- ir. — Erlend orð hafa ekki náð verulegri fótfestu í málinu, að minsta kosti ekki í ritmáli. — En þetta mun vera að breytast. Eink- um hafa menn orð á því, hversu sjómannamálið sé slæmt og ó- vandað, en þar er mjög örðugt um umbætur, af skiljanlegum ástæð- um. — Iðnfræðileg heiti hefir og vantað í málið og verslunarmálið hefir líka vantað fjölda innlendra orða, en úr þessu hvorttveggja er nú verið að reyna að bæta. — Hins vegar er alt of lítið hirt um málfar ungu lcynslóðarinnar, og veltur þó mikið á því, að hún virði tunguna og vandi málfar sitt sem best. — En þessu mun vera mjög ábótavant og tekur þaö að nokkru leyti jafnt til þeirra, sem bornir eru og barnfæddir hér í Reykjavík, og hinna, sem dvelj- ast hér um stundarsakir við nárn eða annað. Svo segja kunnngh' menn og greinagóðir, að sumt aðkomufólk hér, ekki síst kvenfólk, sé einkar- natið við að tína saman og muna ymisleg orðskrípi og ambögur, sem ganga milli manna í óvand- aðri ræðu, öllu góðu fólki til mik- illar skapraunar. — Margar þess- ara stúlkna hverfa heim til sín að vorinu, hafa góðgætið með sér og salla því rausnarlega yfir sveit- ungana og alla sem á leið þeirra verða, o'g þó einkum yfir kyn- systur sínar, þær sem heima hafa setið í fásinninu og ekki átt þess kost, að auðga anda sinn í eld- húsunum hér, saumastofunum, á götunum eða annars staðar. — Og því er ekki að leyna, að sumt sveitafólk er svo andlega lágvax- ið, að því finst þetta nýtísku orð- færi merkilegt. —Það mun hugsa sem svo, að þetta hljóti að vera „fínt“ og mentaðra manna tungu- tak, úr því að það sé komið úr höfuðstað landsins, þar sem alt sé fult af skólum og lærdómi. Sá sem þessar línur ritar, sá af hendingu norður í landi í sumar bréf frá sveitastúlku, sem dvald- ist hér í fyrravetur. — Hún hafði aldrei til Reykjavíkur komið eða farið neitt að heiman, fyrr en á síðastliðnu haustí. — Og hún hafði verið hér þriggja mánaða tíma, þegar hún skrifaði bréfið. — Er skemst af því að segja, að bréfið var, að kalla máttti frá upphafi til enda, einn hinn ógeðs- legasti hrærigrautur af ambögum og málleysum. — Þriðja eða fiórða hvert orð í hverri setningu var einhverskonar dönsku-blend- ingur eða þá helber vitleysa. — Var mjög óyndislegt að sjá þvílíkt rit- verk frá ungri sveitastúlku. — Því miður er ekki líklegt, að þessi unga stúlka sé algert einsdæmi um sóðalega umgengni við móð- urmál sitt, því að hún er talin sæmilega vitiborin og af þjóðlegu afdala-fólki komin. Þó að hér hafi einkum verið minst á kvenþjóðina og dæmi tekið af þessari ungu stúlku, ber á engan hátt að skilja það svo, sem karlmenn sé taldir sýknir saka í þessum efnurn. — Margir ungir menn og spjátrungaraf ýmsu tæi, leika sér að því, svo sem al- kunnugt er, að sletta útlendum orð- um og sfetningabrotum, oft alla vega afbökuðum, við ýmisleg tækifæri, og verða þann veg til þess að afskræma málið. — Þá er það og kunnugt, að svo kallaðir lærðir menn, sumir hverir, eru ckki barnanna bestir um meðferð tungunnar, hvorki í ræðu né riti. — Væri hægur vandi að finna þeim orðum stað, ef á þyrfti að halda. Málspillingin er fædd og upp- alin í kaupstöðum og þéttbýli við sjóinn, en hún er farin að berast út um sveitir landsins. Hér þarf að stemma á að ósi. — Ef málfar sveitafólksins spill- ist, þá er tungunni mikill háski búinn. — Eina óbrigðula ráðið til varnar, er að kenna fólkinu að virða timgu sína og þjóðerni, og kemur það til þeirra, sem menta- málunum stjórna, að finna örugg- ar leiðir til þess. Nú er verið að káka við að kenna börnum dönsku í ýmsum skólum hér. — Eina gagnið, sem 90 af hverjum 100 börnum hafa af þeirri kenslu er það, að þeim verður léttara um að ,,sletta“ þessu „fagra" máli á eftir — læra það fyrr en ella — og geta því fyrr auðgað anda sinn á dönskum reyfara-graut, sem hingað berst í stríðum straumum. — Dönsku- kunnáttan hefir og átt drjúgan þátt í því, að drepa löngun fólks- ins til að kynnast því, sem ritað er á íslensku, og þá einkum því besta, sem ritað hefir verið. Ágæt- ustu bókmentir þjóðarinnar, svo sem íslendingasögur, Heims- kringla og Sturlunga eru í litlum metum hafðar hjá venjulegu fólki um þessar mundir. — Þessar merkilegu bækur eru að vísu lesnar eitthvað í sveitunum enn ]iá, en sennilega verður þeim líka ofaukið þar, áður en langir tím- ar líða. Væri nú ekki nær að verja þeiin peningum, .sem sóað er til dönsku- mentunar í barnaskólum vorum og unglingaskólum, til þess að gefa út vandaðar íslenskar þýð- ingar á úrvalsritum erlendum? — Eða fer kannske betur á því, að fólki sé gefinn sem bestur kostur á að svala „fróðleiksþorsta" sínum og „mentalöngun" í Rocamboleog öðru ámóta góðgæti, sem Dansk- urinn hefir matreitt handa sínu fólki? Fái málspillingin að þróast í landinu og hætti menn alment að geta gert greinarmun góðs og ills í þeim sökum, siglir annar löstur í kjölfarið fyrr en varir. — Áhugi manna á þjóðlegum fræðum hverfur smám saman. — En þeg- ar tungan er orðin afskræmd og spilt og áhugi manna á þjóðleg- um fræðum dauðui*, þá er farið það sem dýrmætast er í íslensku þjóðlífi.-----Og í staðinn kem- ur erlendur bókmenta-sori, sem fólkið gleypir í sig, og andleg ómenning legst yfir þjóðina. Að lokum skal vikið nokkurum orðum að annari hlið þessa máls. — Nokkur ár eru nú liðin, síðan ’ er íslendingar komu sér upp há- skóla. — Það var á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar. — Einni deild háskólans var ætlað það göfuga og sjálfsagða hlutverk, að fást við sögu íslands, málfræði og bókmentir. — Þar átti að kynda eldana, sem ætlast var til að vörp- uðu bjarma íslenskrar bókmenn- ingar út um landið og til annara ])jóða. — Sem dærni um andlega höfðingslund stjórnmálamanna vorra má nefna það, að raddir komu fram á Alþingi, sem hnign í þá átt að leggja skyldi heim- spekisdeildina niður sem sjálf- stæða háskóladeild, en leifum hennar átti að hnoða undir hand- arkrika annarar deildar. — Það er stundum undarlega lágt til lofts í hugum íslenskra alþingismanna, en þarna hefir það þó reynst einna lægst, svo að kunnugt sé almenn- ingi. :j V E E D O L. Höfum fyrirliggjandi eftirtaldar tegundir af hinni heimsþeklu VEEDOL smurningsolíu : Gufuvéla olía, Bifreiða — Skilvindu — Koppafeiti fyrir allar tegundir af vélum. Athugið verð og reynið gæði þessara tegunda, og berið saman við verð og gæði annara tegunda. Jóh. Ólafsson & Co. Reykjavik. Aðaíumboðsmenn fyrir: Tide Water Oil Co. New York." Alúðarþakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðar- för dóttur okkar og systur, Maríu Magdalenu Einarsdóttur. Þórunn Hansdóttir. Bryndís Einarsdóttir. Jarðarför Guðnýjar Aradóttur fer fram þriðjudaginn 2. nóvem- ber, frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 e. h., að lokinni kveðju- athöfn á heimili hinnar látnu. Börn og tengdabörn. Alúðar þakkir votta eg öllum þeim, sem sýndu mér samúð og hluttekningu og á ýmsan hátt réttu mér hjálparhönd við fráfatt og jarðarför mannsins míns, Lárusar Michael Knudsen. Reykjavík 29. okt. '26. Svanborg Knudsen. Matthías Benediktsson frá Hrúteyri í Reyðarfirði andaðist á Landakots sjúkrahúsi 24. þ. m. Jarðarför hans fer fram frá dómkirkjunni kl. 1 á þriðjudaginn kemur. Fyrir hönd foreldra hans. Sigurbjörn Á. Gíslason. Skáldssgan Fónfús ást fæst á afgreiðslu Vísis. LandiS hafði tapaö allmörgum miljónum króna á saltfiski og síld, en meS limlesting fræöadeild- ar háskólans mátti spara 10—20 þúsund krónur á ári! — Og þá var svo sem sjálfsagt a'ð gera það! — ÞaS er öldungis furöulegt, hvernig „raddir buddunnar" geta talað, þegar andleg menning og sómi þjóðarinnar eiga hlut aS máli. íslensk tunga, þjóöerni vort og andleg menning eiga vissulega í vök a<5 verjast alla þá stund, er þeir menn fara með völd í land- inu, sem reiðubúnir eru til þess, a’ö ieggja niður merkilegustu og nauðsynlegustu stofnanir þjóðfé- lagsins eða spilla þeim, hvenær sem þröngt verður í búi ríkisins um stundarsakir. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. ir, sr. Bjarni Jónsson (ferming) ; kl. 5, síra Fr. Hallgrímsson. í fríkirkjunni hér kl. 5, síra Ámi' Sigurðsson. I fríkirkjunni í Hafnarfirði ki. 2 e. h. síra Ólafur Ólafsson. í Landakotskirkju: Söngmessa kl. 8 árd. Engin síðdegismessa. í Adventkirkjunni: Prédikun kí. 8 síðd. O. J. Olsen. Jarðarför Egils Jacobsen fór fram í gær, að viðstöddu miklu fjölmenni. Síra Friðrik Hallgrímsson flutti hús- kveðju.'en síra Bjarni Jónsson lík- ræðu í dómkirkjunni. Karlakór K. F. U. M. söng við útförina. —• Yerslunarmenn og íþróttamenn gengu undir fána og frímúrarar í fylkingu fyrir líkfylgdinni. Veðrið í morgtm. í Reykjavík o st„ Vestmanna- eyjum hiti 1, ísafirði frost 1, Ak- ureyri 4, Seyðisfirði 3, Grindavík

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.