Vísir - 30.10.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 30.10.1926, Blaðsíða 3
VÍSIR O, Stykkishólmi hiti i, Grímsstöð- um frost 7, Raufarhöfn 3, Hólum í Hornafirði 3, Þórshöfn í Fær- _ eyjum o, Angmagsalik (í gær) hiti 1, Kaupmannahöfn 3, Utsira 3, Tynemouth o, Leirvik 3, Jan May- en frost 6 st. — Mestur hiti í Rvík í gær 1 st., minstur -f- 5 st. — Úrkoma 8,8 rnm. — Lítil loftvæg- islægð um Vesturland á leið til suðausturs. — Fremur hæg út- r.orðan átt í Norðursjónum. — Horfur: í dag: Hægur vindur um land alt. Snjókoma, einkum á suðvesturlandi og Vesturlandi. — Lítil úrkoma á Norðurlandi. Þurt á suðausturlandi. — í n ó 11: Létt- ir sennilega til á Vesturlandi, snjó- gangnr á Suðurlandi. Kyrt veður og lítilsháttar snjókoma á norð- austurlandi. Es. Island kom kl. 8 í morgun. Meðal far- þega voru: Ottó Tulinius, Asgeir Pétursson, Dr. Jón Stefánsson, Stefán Stefánsson frá Fagraskógi, Haraldur Jónsson læknir, Mogen- sen, Óskar Halldórsson, Halldór Guðmundsson, O. Tynes, Sigurður Kristjánsson, Sigmundur Jóhanns- son, Jón Loftsson, og stúdentarnir Sveinn Benediktsson, Björn Hall- dórsson, Benjamín Kristjánsson; frá ísafirði komu : frú Anna Dani- elsson og Hlif dóttir hennar, frú Unnur Skúladóttir, ungfrú Thor- steinsson, Magnús Thorsteinsson, Kristján Bergsson, Magnús Thor- berg, Carl Tulinius, Sigurður Þórðarson, Magnús Magnússon kaupm., og margir fleiri. Skipið fer kl. 8 í kveld áleiðis til útlanda. Á meðal farþega verða : G. M. Björnsson, kaupm., A. Funk, kaupm., Gísli Þorsteinsson, skip- stj., Lára Samúels, frú Copland, Ölafur Ögmundsson, Hannes Guð- mtrndss., Pétur Jónsson, Rasmus- sen, hafnarverkfræðingur, Hall- v dóra Stefánsdóttir, S. Knudsen og til Vestmannaeyja Gísli Johnsen konsúll og Sigurður Sigurðsson lyfsali. Xeikhúsið. „Spanskflugan" verður leikin annað kveld. Lækkað verð. I>órbergur Þórðarson flytur fyrirlestur í Nýja Bió kl. 3 á morgun. Sjá augl. Hjúskapur. 22. þ. m. voru gefin saman í bjónaband ungfrú Helga Guð- mundsdóttir frá Seli í Grímsnesi og Ingólfur Þorsteinsson bifreið- arstjóri frá Nesjavöllum. Sr. Árni Sigurðsson gaf þau saman. S. S. Engilberts hefir opnað nuddlækningastofu á Njálsgötu 42. Sjá augl. Sundlaugamar. Þær munu nú hafa staðið ó- breyttar um 20 ár, og eru orðnar talsvert á eftir tímanum, eins og vonlegt er. Þær þóttu góðar nýjar, enda báru þær eins og gull af eiri af sundpollinum, sem áður var. — Eins og að líkindum lætur, eru sundlaugarnar orðnar alt of litlar. Pólk hefir fjölgað um helming í bænum, síðan þær voru steyptar, Og miklu méiri stund lögð á sund nú en var fyrir 15—20 árum. Ann- ar höfuð-ókostur sundlauganna er sá, að þær eru lengi að tæmast, og onn lengur að fyllast. Sitt af hverju mætti nefna fleira, sem finna Tóbaks oy sælgætis verslunin „Hekla« Laugavegi 6 selur lang fjölbreyttast og best úrval af tóbaksvörnm. Litið í gluggana T ÍOOtXÍOOOtSOOOOOÍiOOOOOOOOOO mætti laugunum til foráttu, en því verður slept að þessu sinni. — En samt vildi eg benda á eitt, sem gera mætti sundlaugunum til bóta, án mjög mikils kostnaðar. Það er að leggja pípur gegnum alla klefana og láta heitt vatn streyma um þær, nætur og daga, allan vet- urinn. Klefarnir mundu verða miklu vistlegri 0g þægilegra aö koma inn í þá upp úr lauginni, þegar frost er. — Vill ekki ein- hver íþróttamaður í bæjarstjórn leggja þessu liðsyrði, sem fyrst? ÍÞ- Gamlir bátar, ósjófærir, bæði stórir og smáir, liggja hér við höfnina, alt frá Iðunni og vest- ur að Grandagarði, og fúna niður. Væri ekki hentugur tírni til þess að rífa þá nú? Það gæti veitt nokk- urum mönnum atvinnu um stund, og spýturnar mætti selja til elds- neytis, með því að bæði er nú lít- ið af kolum og þau dýr. Ef til vill sinna ekki eigendur um þessa bátaræfla, og lægi þá næst að bær- inn léti taka þá og rífa, eða gerði eigendum ella aö skyldu að rífa þá innan tiltekins tíma. Vf. Nýja kirkju, mikla og vandaða, ætla kaþólsk- ir að láta reisa í Landakoti, og er nú verið að grafa fyrir grunnin- um. Kirkjan á að standa sunnan við Túngötu á Landakotstúni, og mun eiga að vita frá suðri til norð- urs. Er þarna hið ákjósanlegasta kirkjustæði. Málverkasýning hefir Ólafur Túbals í húsi K. F. U. M. Þar eru margar myndir af hinum fegurstu stöðum frá Þórsmörk, Fljótshlíð og Eyjafjöll- um. Sýningin verður opin kl. 11 —5 á morgun. Germania heldur dansleik i Iönó í kveld. Saumastofu hefir Guðrún Gunnlaugs opnað á Bókhlöðustíg 10. Hún hefir lengi verið erlendis og hefir feng- iö mjög góð meðmæli þeirra, sem hún hefír starfað hjá. Þakkir. Ekkja Ólafs Ásgrímssonar í Keflavík, biður Vísi að skila inni- legu þakklæti til hins ókunna gef- anda á Siglufirði, sem sendi henni kr. 340.35. St. Díana heldur fund kl. 2 á morgun. Munið jólasjóðinn. Listaverk Nínu Sæmundsen verða til sýn- is í Alþingishúsinu, uppi, kl. 1— 3 ,á morgfun. , Hveitihækkun á heimsmarkaömum hefur átt sér stað undanfarna daga Með e.s. Lyru 16. nóvember fáum við nokkur hundruð ! sekki af hinu alþekta Silk Floss hveiti. . Grjörið pantanir yðar sem fyrst. Litið eitt óselt. F. H. Kjartansson & Go. Sími 1520. Hafnarstræti 19. Sími 1520. Nýkomnar i Fatabúðina mjög fallegar og ódýrar vetrar- kápur. Einnig stórt úrval af ryk- kápum, regnkápum, kjólum, mjög fallegum, á kr. 15.00, — svuntum, golftreyjum, sokkum, hönskum o. m. fl. — Alt nýtísku vörur með lægsta verði í borginni. — Komið og sannfærist. — öll samkepni útilokuð. — Best að versla í Fata- búðinni. 0T£-tmi9 c^tiz þwí að efnisbest og smjöri likast er Svnáza-snij'öztí'kid Leiðrétting. Einn þeirra, sem átti kolafarm- inn, sem hingað kom í fyrradag, var Guðm. Kristjánsson, en ekki Guðm. Kr. Guðmundsson. Áheit á Strandarkixkju, afhent Vísi: 5 kr. frá S. S., 10 kr. frá E. E. Hafnarfirði. Bókaútsalan í Þingholtsstræti 1, er til 5. nóv. Afsl. upp að 30%. Mótorbátur 13 smál. nieð Bolindervél. Sérlega hentugur fyrir net og snurrevaad. Selst ódýrt. Timbor- og Kolaverslu Beykjavik. G.s. Island fer til útlanda í kvöld kl. 8. Tekið á móti flatningi til kl. 12 á h. d. í dag. G. Zimsen. Sjóvátpyggingarféí. íslands Reykjavík tryggir fyrir sjó- og brunahættu með hestu kjörum, sem fáan- leg eru. Vegna þess, að félagið er al-íslenskt, gerir það sjálft upp «11« skaða hér á staðnum, án þess að þurfa að leita til annara landa, sem tefja mundi fyrir skaðabótagreiðslum. Hkkert tryggara félag starfar hér á landi. Til þess að vera örnggir um greið og góð skil trjggið alt aðeins Iijá Sjóvá— tryggingarfélagi íslands. Sjódeild: Simi 542. Bruaadeild: Sími 254. Frkvstj.:Sími 309 Til Vífilstaða kl. lU/a og 2Va- Til Hafnarfjarðar krónu sæti alla daga i Buick* bifieiSum frá Steindóri. * Sími 581. Visisfaffið gerir alla glaða. WRIGLEYS veitir tönnunum holla hrey- fingu og hreinsar einnig bilið milli tannanna. Hjálpar auk þess melting- unni. Notið ávalt Wrigley’s eftir mat — og sannið til að yður Iíður miklu betur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.