Vísir - 03.11.1926, Síða 2

Vísir - 03.11.1926, Síða 2
\ iSIK Höíam nú ágætt úrval af Spilum frá S. Salomonl&' Co. með Holmblaðsmyndam. Þessar tegundir eru þær einu, sem allir eru ánægðir með. Símskeyti —o— Khöfn 2. nóv. FB. Tilræðið við Mussolini og eftir- köst þess. Símað er frá Berlín, að þangað hafi verið símuð ræöa, er Musso- líni hélt við heræfingar. Notaði hann stór orð að venju, og mælti svo meðal annars: — Fascistar! Hefjið byssurnar og sýnið heim- inifm gamlan byssustingjaskóg! Pilturinn, er skaut á Mussolini var sonur ítalsks prentara. Samkvæmt síðustu fregnum, munaði minstu að Mussolini biði bana af skotinu. Bar hann Maure- tiusorðuna á brjósti og barg það lífi hans, því að kúlan skall á orð- unni, en hrökk af henni. 2000 menn hafa verið handteknir, sak- aðir um hlutdeild í því að brugga Mussolini banaráð. Fascistar hafa viða lagt í auðn skrifstofur andstæðingablaða og misþyrmt andstæðingum sínum. ■muiiwiiwuii fisliiiií n oinnuiir. Viðtal við hr. Gísla J. Johnsen, konsúl. --o— Á undanförnum árum hafa hug- vitsmenn reynt að finna nýjar vél- ar til þess að flýta fyrir dagleg- um störfum og spara mannafl. Þó hafa sumar atvinnugreinir orðið þar nokkuð útundan til skamms tíma, og þar á meðal fiskveiðar. Þó að veiðarfæri hafi verið endur- bætt til mikilla muna, þá hafa vinnubrögð haldist óbreytt. En jafnvel á þessu sviði er nú að verða breyting, eins og nýlega var frá skýrt hér í blaðinu. Þar var þess getið, að Gísli J. Johnsen, konsúll, mundi hafa í hyggju að fá sér vélar til þess að hausa og fletja fisk, og hefir Vísir nú haft tal af honum, til þess að leita nán- ari vitneskju um vélar þessar. Hann er nýlega kominn úr utan- för, og var það aðaltilgangur hans að kynnast nýjungum og endur- bótum, sem orðið hefði í meðferð fiskafurða, og þá fyrst og fremst vélum þeim, sem notaðar eru til þess að hausa og fletja fisk, og skýrði hann blaðinu svo frá því, sem hann hefði orðið vísari um vélar þessar: — „Það munu vera um átta ár síð- an eg fékk fyrst óljósa vitneskju um vélar, sem notaðar væri norð- ur í Alaska, til þess að gera að laxi. Þær vélar tóku við laxinum heilum, en skiluðu honum skorn- um niður i dósir, en ekki tókst að fullkomna þær svo, að þær ryddi sér til rúms fyrr en árið 1924. Upp úr þessum vélum voru svo gerðar hausunar- og flatnings- vélar, sem fyrst voru settar til reynslu í þýskan togara í fyrra- vetur, og veit eg ekki betur en að sú tilraun hafi tekist vel. Þegar eg reyndi fyrst til að sjá þessar vélar starfa erlendis, var mér synjað um þaö, en síðar fékk eg að sjá þær í Grimsby. önnur vélin hausaði, en hin flatti, en fiskurinn var áður slægður í skip- unum, því að þetta var ísfiskur. Hausunarvélin hausar 10—12 hundruð á klukkustund, en flatn- ingsvélin fletur 8—10 hundruð á klst. Eg sá ekki betur en að verkið ynnist mjög vel, og því er haldið fram erlendis, að vélflattur fiskur verði þyngri en handflattur, og muni það 4—6%, því að ekkert verði eftir af fiski á dálkinum, þegar vélflatt er. — Þessar vélar hafa náð talsverðri útbreiðslu hjá hinum stærri útflutningsfirmum í Þýskalandi og Englandi. Eg hefi í hyggju að láta reyna þessar vélar í Vestmannaeyjum í vetur, því að eg lít svo á, að við íslendingar höfum gefið alt of lít-- inn gaum að því, sem gert hefir verið, á hinum og öðr- um sviðum verklegra fram- kvæmda, og þar af leiðandi fer alt of mikið af afurðum landsins óunnið til útlanda. Ef vélar þessar verða teknar upp á botnvörpuskipum hér, þá mætti fækka hásetum til muna, en eg sé ekki, að það væri neitt á- hyggjuefni, því að þeim mætti út- vega aðra atvinnu, ef jafnframt væri hugsað fyrir því, að vinna hér heima sem mest af því, sem útgerðin þarfnast, en nú er lagt upp i hendurnar á okkur frá út- íöndum. Hér mætti t. d. vinna lin- ur, netjagarn, kaðla o. fl. — Eg býst ekki við, að ókunnugir geri sér ljóst hversu mikið fé fer úr landi árlega fyrir þessa vinnu, en til skýringar því skal eg að eins nefna það eitt, að með þeirri netja- notkun, sem verið hefir i Vest- mannaeyjum undanfarin ár, hefir verið greitt til úflanda að minsta kosti 100 þúsundir króna á ári fyrir að hnýta net, og menn hljóta að sjá; að það kunni ekki góðri lukku að stýra, að fara þannig að ráði sínu til lengdar. En við þessa vinnu gæti mikið af því fólki, — bæði ungu og gömlu, — fengið at- vinnu, sem annars hefir litla mögu- leika til þess að leita sér stöðugr- ar atvinnu. En vitanlega þarf fólk að verða leikið í starfinu, til þess að vel fari, og getur þetta þá orð- ið sæmilega góð atvinna. Mér finst að íslendingar gefi alt of iítinn gaum að því, sem gera þarf til þess að bæta úr þeim erfið- leikum, sem nú þjaka atvinnuveg- um þjóðarinnar. Mér finst að menn verji viti sinu og starfskröftum meir til þess að deila um eitt og annað, heldur en til þess að greiða fyrir atvinnuvegúnum, t. d. með því að greiða fyrir sölu afurð- anna. Eins fylgjast menn of lítið tneð þeim nýungum, sem eru að gerðasf á ýmsum sviðmn þeirra atvinnuvega, sem reknir eru hér á landi. — Það má heita, að alt lýsi fari óunnið úr landinu, og eg efast um, að mönnum sé ljóst, hvaða vélar eru að ryðja sér til rúms erlendis í lýsisiðnaði. Eg Jhefi stundum gert það að gamni mínu að spyrja eftir ís- lensku meðalalýsi í erlendum lyfjabúðum, og ævinlega fengið sama svar, að til væri norskt með- alalýsi, en við íslenskt lýsi hafa engir kannást. — Mér hefir dottið í hug, að Þjóðverjar séu lagnari en við að koma út sinni vöru. Þeg- ar engir vildu kaupa ufsann þeirra, hugkvæmdist þeim það snjallræði að kalla hann „sjávarlax", og síð- an er hann seldur sem arinað ljúf- nieti, bæði reyktur og niðursoð- inn, og selst vel.“ Þegar hér var komið, barst tal- ið að fiskverðinu og hinum nýju fisksölusamtökum útgerðarmanna, og um það efni fórust konsúlnum orð á þessa leið: „Eg tel þessi samtök útgerðar- manna stórt spor í rétta átt, því að það er mjög nauðsynlegt að komast ap einhverju föstu fyrir- komulagi til frambúðar. Enginn vafi er á því, að útboð á fiski úr öllum áttum gerir það að verkum, að verðið fer niður úr öllu valdi. Það mun mega segja með nokk- urum sanni, að það verð, sem við höfum fengið fyrir saltfisk í sum- ar, sé jafnvel lægra en Norðmenn hafa fengið fyrir sinn fisk, og má þar mikið um kenna því sölufyrir- komulagi, sem verið hefir, þar sem hver hefir baukað í sinu horni. Reynslan verður auðvitað að skera úr því, hvaða sölufyrir- komulag reynist best, og þar er um ýmsar leiðir að ræða, en eg treysti því, að samtök útgerðar- manna verði útveginum og land- inu í heild sinni til heilla, og bæti úr þeim miklu annmörkum, sem. \erið hafa. — Núna á þessu ári mun það víst hafa-komið fyrir, að einhverjir, sem fengist hafa við fiskverslun hér heiijja, hafi jafn- vel gengið svo langt, að selja Spán- verjum heila skjpsfarma löngu áð- ur en þeir áttu fiskinn til, en þetta hefir hins vegar haft þær afleið- ingar, vegna þess að fiskur þessi var keyptur óheyrilega lágu verði, að bein niðurfærsla hefir orðið á \rerðinu. Ef þetta hefði ekki verið gert, finst mér líklegt, að eins vel hefði mátt fá 135 krónur fyrir skippundið af íslenskum fiski eins og það verð, sem fengist hefir. Menn verða að leita allra þeirra ráða, sem líklegust eru til þess að ráða fram úr þeim örðugleik- um, sem sjávarútvegurinn á við að stríða í svip, meðal annars með því að útbreiða þekkingu á íslenskum fiski og fiskafurðum er- lendis, því að enginn minsti vafi er á því, að það yrði til ómetan- legs gagns. Ef allir leggjast á eitt, um að efla þenna atvinnuveg og finna binar bestu leiðir til umbóta, þá 'rúi eg ekki öðru en hægt væri að láta skipastólinn ganga lengur á ári hverju en nú er gert.“ VEEDOL. Höfum fyrirliggjandi efíirtaldar tegundir af hinni heimsþeklu VEEDOL smurningsolíu : Gufuvéla olía, Bifreiða — Skilvindu — Koppafeiti fyrir allar tegundir af vélum. Athugið verð og reynið gæði þessara tegunda, og berið saman við verð og gæði annara tegunda. Jóh. ÓMsson & Co. Reykjavik. Aðalumboðsmenn fyrir: Tide Watep Oil Co. New York. Eg held að flestir séu sammála um, að kenslufyrirkomulagi því, sem nú er, sé að ýmsu leyti ábóta- vant, og þá ekki síður, að árang- urinn af kenslunni sé minni en æskilegd væri. En til þess að ráða bót á þessu, þarf að komast fyrir orsakirnar, því „það varðar mest til allra orða, að undirstaðan rétt sé fund- in.“ Ein ástæðan er sú, að nú hafa kennarar fengið bætt lífsskilyrði, og almenningur álítur, að ekki væri nema réttmætt, þó að heimt- að væri meira starf af þeim og meiri árangur af því fyrir vikið. Börnin hafa líka fljótt fundið kuldann frá heimilunum til skól- anna, og það hefir gert þau kæru- laus og köld gagnvart kennurun- um og náminu. Kennararnir hafa þess vegna fjarlægst heimilin, þar sem þeir líka hafa ekki beinlínis þurft að hafa neitt saman við þau að sælda, og jafnvel talið að best væri að láta heimilin ekki komast nær sér en góðu hófi gegnir. Mér er heldur ekki grunlaust um, að sumir kennarar hafi gert kenslu að lífsstarfi sinu til þess að hafa atvinnu af því og geta hlot- ið viðunanleg lifsþægindi. Svo er síðasta og jafnvel ekki óverulegasta ástæðan fyrir þessu kensluástandi þetta: Að margir kennarar eru farnir að halda fram þeim trúarskoðunum, sem foreldr- ar yfirleitt kæra sig ekki um að aðhyllast, og það hefir myndað hyldýpi af kulda og samúðarleysi á báðar hliðar. Foreldrar og kennarar hafa því ekki komið auga á þá skyldu sína, að þeim ber að vinna x sam- einingu að líkamlegri og andlegri heill barnanna. Enda er þess varla að vænta, þar sem kennarar telja foreldra þröngsýna og kreddu- fasta í trúarefnum, en foreldrarn- ir kennarana ef til vill eitthvað blendna í trúnni. En ekkert nema andlegu málin er þess megnugt, að ryðja veg frá hjarta til hjarta. Með allri virðingu fyrir kenn- arastett þessa lands og mentun hennar, er eg þess þó fullviss, trúarstaðhæfing margxa stafar ekki af þvi, hvað þeir eru mentaS- ir, heldur af því, að þeir hafa ekki fengið skilyrði til að geta skilið með hjartanu. Manneðlið er nú einu einni sro, að meðan alt leikur í lyndi, er okkur gjarnt til, eins og K. N. Júlíus segir í vxsunni: „að þykjast geta ráðið fyrir báða“. En eg hugsa samt að lífsreynsla flestra hugsandi manna verði sú, aS drottinn verði að ráða fyr eðasíð- ar, og spyrji okkur alls ekki ráða. Eg hefi því í seinni tíð veriS mjög hlyntur trúarvakningu. Fyrst og fremst af þvx að eg er þesc fullviss, að hún er sáluhjálparskil- yrði. Og svo veit eg, að ekkert getur lagað þann misskilning, sen* orðinn er milli skóla og heimila, og það vingl, sem komið er í höf- uð rnargra, nema trúarvakning, — alvarlegur, þróttmikill og innileg- ur kristindómur, eins og hann er boðaður í heilagri ritningu. Allar lélegar hvatir, matai-póli- tík, og jafnvel allur misskilningur líka, stafar af því, að við höfum aldrei þekt Krist nema að nafn- inu, þvi ef við fengjum verulega innri tilfinningu fyrir honum, þá myndum við, eins og Páll postulí, meta öll lífslþéegindi og jafnvel likams-lífið sjálft einskis virði, í samanburði við þann yndisleika, og fullsælu, sem sálin yrði aðnjót- sndi, við að þekkja Krist og hans vilja. Þá fengju menn sameigin- leg og heilög áhugamál að berjast fyrir, þá fengju hreyfingu þeir strengir sálarlífsins, sem þýðastir eru og inst liggja, og sem sjald- an gefa fi-á sér nema falska t®na. Ef við fengjum lifandi tilfinn- ingu fyrir Kristi, þá myndum rið elska hann og trúa honum skil- yrðislaust og vinna að því af öll- Agætap Kuldahúfup ern nýkomnar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.