Vísir - 12.12.1926, Blaðsíða 3
SílílB
J. B.
—o—
„Bpkmentafræöingur o g leik-
•dómari" Morgunblaösins, Jón
Björnsson, skrifar allhar'öort og
langt mál gegn grein minni meö
yfirskriftinni „Leikfélag Reykja-
■víkur og leikdómendur", sem birt-
ist í „Vísi“ 24. nóv. Sú grein var
skrifuð í þeim tilgangi, aö benda
mönnum á, að hin unga, en þó
furðu efnilega íslenska leiklist, á
sér ekki lærifeöur og dómara, við
sitt hæfi, þar sem eru xslenskir
leiklistardómendur, — að leiklist-
in er ekki tekin eins alvarlega og
ekki sýndur sami sómi, eins og'
öðrum listartegundum. Að sam-
bandið milli leikara og áhorfenda
yrði að verða miklum mun næm-
ara, ef íslensk leiklist ætti ekki að
sálast, því að engin ung list dafn-
ar i skilningsleysi. Að ekki væri
nægilegt, að landsmenn gæfu
Leikfélaginu fégjafir, ef ekki
fylgdi einlægur hugur á, að skilja
starf þess og læra að meta gildi
þess.
Leikfélagið kærir sig ekki um
ölmusur. Það vill endurgjalda
fégjafirnar margfaldlega, með því,
að auka þroska áhorfendanna,
veita þeim ný umhugsunarefni og
nýja þekking. 1 því verða leik-
dómendurnir að vera Leikfélaginu
hjálplegir, að minsta kosti fyrst i'
stað. % i
Það er ekki altaf nóg, að fólk-
ið sæki sjónleikana, því að óvana-
legir sjónleikar geta farið fyrir
ofan garð og neðan hjá öllum
þorra áhorfendanna, ef þeir fá
ekki skynsamlegar skýringar og
leiðbeiningar. Það er heldur ekki
nóg, að leikdómendur sýni Leik-
félaginu þá velvild, að skrifa um
sjónleikana, því ef leikumtölin
cru óskynsamleg, eða sýna, að
leikdómararnir hafa misskilið
sjónleikana, þá eru þau verri
en engin. Þau skaða. Þetta ætti
Jón „leikdómari" Bjömsson að
athuga, áður en hann skidfar
næsta leikdóm.
f grein minni í „Vísi“ talaði eg
mn islenska leikdómendur alment,
en fann ekki ástæðu til, að geta
þess sérstaklega, að einstaka sinn-
ixm hafa komið fram góðir leik-
dómar. Eg fann heldur ekki
ástæðu til að geta þess, að einn af
leikdómurunum tæki öllum öðrum
fram í því, að misskilja sjónleika,
eins og reyndar flest það, sem
skrifað er. Það ómak hefir J. B.
nú tekið af mér að nokkru, með
andsvarsgrein sinni, því að þar
sýnir hann greinilega, að hann
hefir ekki getað eða viljað skilja
eitt einasta atriði í grein minni.
í upphafi’ þessarar furðulegu
ritsmíðar sinnar, getur J. B. þess,
að grein mín hafi verið borin fram
á „bænarörmum við ritstjóra
Moi-gunblaðsins“, en samt ekki
fengið rúm í blaðinu. J. B. lítur
auðsjáanlega svo á, að það sé
óræk sönnun þess hve' vitlaus
grein min hafi verið, að jafnvel
Morgunblaðið treysti sér ekki til
að taka hana. Er þetta einhver
glöggasta athugun, sem eg veit til,
að J. B. hafi gert, en þó sé eg
ekki, að hún sé honum sjálfum né.
lieldur blaði því, er hann þjónar,
til mikils sóma.
Það liggur nefnilega mjög
nærri, að gera þá ályktun, að
hræðsla um, að grein mín myndi
geta rýrt „álitið“ á J. B. hafi ráð-
ið nokkru um, að hún fékk ekki
rúm i Morgunblaðinu.
Sumir munu geta sér þess til,
að J. B. hafi andæft því, sem eg
sagði um íslenskp. leikdómendur
sökum þess, að hann hafi haft
vonda samvisku sem slíkur. Það
tel eg ekki líklegt, þvi að mis-
þyi-mingar mannsins á ýmsum
sjónleikum bera það með sér, að
hann hefir yfirleitt enga samvisku
sem leikdómari.
Með því, að vera sá fyrsti og
einasti, sem andæfir grein minni,
hefir J. B. í raun og veru lýst yfir
því, að hann lítur á sjálfan sig
sem aðal-leikdómara á íslandi,
eða þann, sém sérstaklega muni
vera veitst að i greininni. Er það
hvorutveggja í senn hlægilegt og
grátlegt, að maðurinn skuli fá aði
standa í þeirri trú, og er það mikil
minkun fyrir islenska blaða-
mensku. Finst mér standa næst
einhverjum blaðamanni, að skýra
nákvæmlega fyrir J. B., hvers
vegna hann á ekki að skrifa leik-
dóma.
í andsvai-sgrein sinni ræðst
„leikdómarinn" með hörðum orð-
um á mig fyrir það, að eg hafði
sagt í gein rninni í „Visi“, að til
væru heilir hópar af óvildarmönn-
um Leikfélagsins og að þeir Morg-
unblaðsmennirnir væru þar einna
skæðastir!! Þetta hafði komið
svo skýrt fram í grein minni, að
,.leikdómarinn“ telur rétt að skrifa
rúman dálk til þess að hrekja það.í
Rökfimi J. B. og skýrleiki er
hvorutveggja frábært! Hann seg-
ir á einum stað: „Eg er ekki að
miklast af þeim vinsældum (þ. e.
vinsældum Leikfélagsins) 1 vegna
þess, að félagið eigi þær ekki skil-
ið.“ Hvernig í ósköpunum á lika
J. B. að fara að því að miklast af
vinsældum Leikfélagsins ? Aftur á
móti er skiljanlegt, að hann mikl-
ist af sjálfum sér sem leikdómara,
enda gei'ir hann það óspart; hann>
segir: „Morgunblaðið hefir átt
mikinn þátt í því að opna augu
bæjarbúa fyrir því, að starf
(Leik)félagsins væri margþætt og
mikilsvert menningarstarf." Þegar
á það eiJ litið, að J. B. hefir skrif-
að flestar þær greinar í Morgun-
blaðið upp á síðkastið, sem ættu
að „opna augu bæjarbúa o. s.
frv.“, þá kemur manni kynlega
fyrir sjónir hógværðin í þessari
setningn, sem kernur stuttu á eft-
ir: „Eg ætla ekki að munnhöggv-
ast um það við Amicus, hve mik-
ið gildi það hefir haft, sem eg hefi
skrifað um leiksýningar."
Torskilinn er Pirandello en tor-
skildari er Jón „leikdómari"!
„Leikdómarinn" sýnir fram á,
hve einstaklega einfeldnislegt það
hafi verið af mér, að hæla Leik-
félaginu fyrir það, að það nú
„gefur bæjarbúum kost á að kynn-
ast því nýstárlegasta í leikrita-
skáldskap"; hann sér nefnilega
ekki annað, en að Leikfélagið geri
það, sem því ber skylda til og
hvert gott félag myndi gera, því
annars væri einskis annars kost-
ur, en að sýna „sömu leikritin ár
eftir ár eða tóm leikrit aftan úr
grárri forneskju."
Af þessu má ráða, að „leikdóm-
arinn“ telur Leikfélagið fyrst hafa
orðið verulega „gott félag“ undir
stjórn Indriða, því að aldrei hefir*
það sýnt eins mikið af „nýungum
í leikritaskáldskap", eins og síðan
Athugið!
prátt fyrir allar útsölumar
fáið jþið hvergi eins góð kaup á
öllum fatnaði og í Fatabúðinni.
Karlmannaföt og yfirfrakkarn-
ir er nú orðið viðurkent fyrir
snið og efni. Við seljum fötin
frá 55 kr. — mjög vönduð föt.
Ennfremur drengjaföt fráferm-
ingaraldri. Kvenkápur frá 35 kr.
Kápur, sem kostuðu 175 kr., nú
75, 65, 60 og 40 kr. — Alt mjög
vandaðar vörur. — Öll sam-
kepni útilokuð. — Káputauin
best í Fatabúðinni.
Best að kaupa jólafötin í
Fatabúðinni.
Vitið þér að
litlar peninga-
upphæðir end-
ast best með
því að kaupa í
Vöruhúsinu.
Feiknin öll af
leikföngum á
Jólabasarnum.
Fyrirllggjandi:
Melís, strásykur, steinsykur,
rauður. Sykur fer hækkandi er-
lendis, við seljum liann með
sama, gamla, lága verðinu, með-
an birgðir endast.
Von, Sími 448
(tvær línur.)
hann tók viö. Amicus lítur svo á,
aö J. B. geti eins vel sagt þetta
skýrt og skorinort, eins og undir
rós.
„Leikdómarinn" gefur svoLeik-
félaginu þetta ráð: „ÞaS (þ. e.
Leikfél.) á aö standa öSrum
þ r æ S i i streymandi elfu nútíS-
arleikritageröar.“ Tel eg vist, að
LeikfélagiS myndi vera J. B. mjög
þakklátt fyrir, ef hann vildi segja
því, hvar þaS ætti aS standa hin-
11 m þ r æ ð i n u m og hvar sá
þráður er.
Þegar hér er komið, hefir „leik-
dómarinn“ sýnt fram á með skýr-
um rökUm, ' aS Amicus ýmist
„liggur marflatur í ógeSslegri
auSmýkt e S a ber fram staSlausa
stafi.“ Þar meS vill J. B. vafalaust
gefa í skyn, aS hann treysti sér
vel til þess, aS „liggja marflatur
x ógeSslegri auSmýkt", án þess aS
„bera fram staSlausa stafi“, en
þaS mun vera harla vandasöm
íþrótt. Enn segir hami: „en lesiS
getur maSur á milli línanna hjá
honum (þ. e. Amicus) aumingja-
lega kveinstafi um þaS, aS hann
skuli ekki vera valinn til þess aS
skrifa um leiksýningar“. Þetta
hafSi eg nú vonaS, aS ekki myndi
komast upp, en eg varaSist ekki,
aS J. B. er betur læs á kveinstafi
á milli lina, en á venjulega bók-
stafi.
Amicus.
VI
é
„Góöa frá Slgrríöur, hvernlgr ferð þú að^búa til
svona góðar kökuri“
„Eg skai kenna þér galdurinn, Ól'óf mín. Notaðn
aðeins Gerpálver, Eggjapúlver og alla dropa írá Bfna-
gerð Iteykjavíkur, þá verða k'ókurnar svona fyrlrtaks
góðar. Það fæst hjá öllum kaupmönuum, og eg bið
altaf um Gerpúlver frá Bfnagerðinni eð& Gerpúlverið
með telpumyndlnni".
A. &M. Smith, Limited
(stœrsta verslunarlyrlrtæki Bretlanðs 1 verkuðnm og óverk-
aflnm saltliskl)
Aberdeen, Scotland.
VIO kanpnm saltfisk, óverkaðan og lnllverkaflan, bæfll
þorsk og nfsa, — Senðifl okknr lægsta tilboð,
Telegram-adresse:
Amsmith Aberdeen.
Versl. Ludvig Haflidason
Yesturgötu 11.
Mánudaginn 13. desember byVjum við að selja jólapakka.
— Hver pakki kostar að eins 1 krónu, innihald minst 2—5 kr.
virði og einnig jólatré með gjafverði.
Allar jólavörur kaupið þér best bjá okkur.
Verðið lágt! Gæðin best!
Sími 240.
1 Nýkomið mikið úrval af hentuglum
S Jólagjöfum
Ií beint frá París: \
l Silkisokkar — silkipeysur og golftreyjur.
í Silkisjöl og slæður. Verð frá kr. 2.00 til kr. 100.00.
i Vasaklútar — Hanskar — afarmikið úrval.
? Silki-tricotine og lérefts KVEN-NÆRFÖT, falleg, ódýr.
j Barnasokkar úr ull, bómull og ísgarni — og ótal-margt fl.,
I að ógleymdum LÍFSTYKKJUNUM, mest úrval í bænum.
I Lífstykkjahúðin.
Austurstræti 4.
ÍCGÖCCCCCCCCCCCCCCCOCCCCCCÍCKÍCICCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCOCC?;
Verslun GOÐAFOSS
Sími 436. Laugaveg 5.
Hefir fengið stórt úrval af smekklegum jólagjöfum, svo sem:
Dömutöskum — Dömuveskjum — Seðlaveskjum — Peninga-
buddum — Ilmvötnum — Púður — Créme — Manicure Etui
— Hálsfestar — Myndarammar — Allskonar Spegla — Tin-
vörur — Keramik-vörur frá Ipsens Enke, Kaupmannahöfn —
Koparskildir, handunnir.
Allskonar LEIKFÖNG næstum eins ódýr og voru fyrir stríðið.
Komið T Skodid T Sannfaerist T
;ííkíí: