Vísir - 04.01.1927, Page 3

Vísir - 04.01.1927, Page 3
VlSIR I Meiri penmgar. Því betra fóður nem þér gefið hænsnum yðar því betur verpa þau og því meiri arð gefa þau. Kaupið SPRATT’S hænsafóður, það gefur yður rreiri peninga en annað fóður. Reynið það í dag. Fæst einsog alt annað gott í versi. Von. ! Veðrið í morgun. Frost um land alt. í Reykja- vík 14 st., Vestmannaeyjum 11, ísafirði 15, Akureyri 16, Seyð- isfirði 13, Grindavík 13, Stykk- ishólmi 12, Grimsstöðum 17, (engin skeyti frá Raufarhöfn), Hóluni i Hornafirði 13, Færeyj- um -í- 5, Angmagsalik -h 12, en hiti i Kaupmannahöfn 4, Utsira 2, Tynemouth 2, Hjaltlandi -t- 1, Jan Mayen 17 st. Mestur hiti liér i gær 9 st., minnstur 19 st. Loftvægislægð fyrir suðvestan land. Norðvestlæg átt í Norðursjónum. — Horfur: Suðvesturland og Faxaflói: I dag vaxandi austlæg átt. Snjó- koma. I nótt hvass austan. Hríð- arveður. Breiðafjörður og Vest- firðir: I dag hægviðri. í nótt vaxandi austlæg átt. Sennilega snjókoma. Norðurland, norð- austurland, Austfirðir: 1 dag hægur norðan. í nótt isennilega austlæg átt. Suðausturland: í dag hægur norðan. í nótt vax- andi austlæg átt. Snjókoma. Leikhúsið. „Vetrarævintýri“ verður leik- ið i 7. sinn annað kveld. Hefir aðsókn að leiknum verið hin hesta og síðast þegar leildð var, urðu margir frá að hverfa, er eigi gátu fengið aðgöngumiða. — Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó í dag ,siðdegis (4—7) og allan daginn á morgun (frá kl. 10 árdegis), nema milli 12 og 2. Athugasemd. Þegar eg las grein Jóns Þor- lákssonar forsætisráðherra í Les- bók Morgunblaðsins 31. des., datt mér í hug, hvort þaS mundi ekki vera framkvæmanlegt, að leiða vatn úr EllíSaánum eða annars staðar frá gegnum hitasvæSiS viS Laugarnar og fá þaS þannig upp hitaS þar, áSur en þaS kæmi til 'bæjarins. Tvent væri aSallega unniS viS þaS, ef þetta mætti tak- .ast: annaS, aS leiSslan yrSi marg- falt styttri, svo aS stórfé myndi viS þaS sparast, og liitt, aS efni þau í hveravatninu sem Jón getur um í grein sinni, aS varhugaverS séu, mundu ekki vinna pípunum mein aS innan. S. Læknavörðurinn. Athygli almennings skal vak- in á auglýsingu hér í blaðinu í dag um næturvörð lækna, jan- úar—mars. — Fólk ætti að klippa auglýsinguna úr blað- mu og geyma. Getur það þá jafnan gengið úr skugga um ?að á svipstundu livert leita skal, ef veikindi ber að hönd- um að næturlagi. Frá Englandi komu í gær: Snorri goði, pór- ólfur og Gulltoppur. Reir munu allir fara til veiða í dag. Júpíter kom af veiðum i gærkveldi og fór áleiðis til Englands í nótt. Austri er að búast á veiðar. Enskur botnvörpungur kom í gær til þess að ser aðgerðar. leita Suðurland fer til Borgarness á morgun með norðanpóst og vestan. — Kemur við á Akranesi i báðum leiðum. Ljósberinn, barnablaðið, hefir nú komið út vikulega undanfarin sex ár og flutt margar góðar greinir og sögur fyrir börn og unglinga. Á nýársdag kom út 1. tölublað sjöunda árgangs og er nú blaðið stækkað um lielming, en verðið ekki liækkað þrátt fyrir það, og ætti það að auka gengi blaðs- ins. I þessu siðasta blaði byrja tvær sögur: „Systurnar“ og „Róbinson liinn nýi eða Pliilip Ashton“, og mun sú saga eigi gefa eftir gamla Robinson, sem allir kannast við. Auk þessara sagna flytur blaðið ýmisdegt fleira, sem hörn hafa ánægju af að lesa. — Foreldrar ættu að kaupa blað þetta handa hörnmn sínum. Hjúskapur. Annan nýársdag voru gefin saman í hjónaband að Görðum á Álftanesi ungfrú Sigurveig Steingrímsdóttir, Hafnarfirði, og Jóhannes Gunnarsson, versl- unarmaður, Keflavík. Til fólksins á Steinum, afhent Vísi: 30 kr. frá G. H., 5 kr. frá Rangæingi. Trúlofun sina hafa opinberað ungfrú Bryndis G. Ólafs frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi og Jón Guð- mundsson verslunarmaður frá Stóra-Hofi á Rangárvöllum. 10 kr., K. S. 5 kr., J. J. 5 kr., V. Ó. 5 kr„ N. P. 5 kr., T, p, 5 kr. Samtals 70 kr. — 31.12. ’26. Ásm. Gestsson. Sæsíminn hefir slitnað sunnan við Fær- eyjar. Verður sennilega gert við hann bráðlega. Skeyti, sem birt- ast í blaðinu i dag, voru send loftskeytastöðinni. Stefnuvottur. Þorsteinn Gunnarsson, stefnu- vottur, hefir sagt þeim starfa af sér sakir heilsubilunar. í staS hans hefir veriö skipaöur stefnuvottur hér í bænum frá næstu áramótum .0 telja, fyrrum hreppstjóri Einar Jónsson frá Brimnesi. Hinn ný- ikipaöi stefnuvottur á heima í Þingholtsstræti nr. 15 og er síma- númer hans 1583. óskastundin, æfintýraleikur i fjórum sýning- um, eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Útgefandi bókaverslun Þorsteins M. Jónssonar á Akureyri. — Vísi hefir veriö sent leikrit þetta til umsagnar, og veröur þess getiö síöar hér í blaöinu. * Við ysta haf heitir ný Ijóðabók eftir Huidu (frú Unni Benediktsdóttur), sem bókaverslun Þorsteins M. Jóns- sonar á Akureyri hefir gefiö út. Höf. skiftir.bókinni i tvo megin- ílokka. Heitir hinn íyrri „Frá æskudögum“ og er skift i þessa undirkafla: „Úr fornöld“, „Al- þýöuvísur (atburöir og sagnir)“, Ýmisleg kvæöi“, „Sveitasöngv- ar“, „Minjar 1“ og „Þýöingar". Seinni flokkurinn heitir „Siöari ar“. Eru þar fyrst kvæöi ýmis- legs efnis, en síðan „Minjar 11“ og „Tvær þýðingar". — Hulda er löngu þjóðkúnn orðin af skáld- skap sínuhi í bundnu og lausu máli og þykir mörgum hún standa einna fremst þeirra kvenna, sem viö skáldskap fást um þessar mundir hér á landi. — „Við ysta haf“ er lagleg bók og eiguleg. — Verður hennar nánara getið síð- ar hér í blaðinu. Málverkasýning Finns Jónssonar er opin í dag til kl. 10 isíðd. í síðasta sinn, Gengi erlendrar myntar. Sterlingspund ........ kr. 22.15 100 kr. danskar ...... — 121.77 100 — sænskar ...........— 122.07 100 — norskar............— nó-35 Dollar ................. — 4.57 100 frankar franskir .. — 18.27 100 — belgiskir — 12.79 100 — svissn. ... — 88.41 100 lírur ..............— 20.64 100 pesetar .............— 70.3: 100 gyllini ........... — 183.08 100 mörk þýsk (gull). — 108.68 :Höíum fyrlrliggjandi: Ácco Haframjöl í 45 kg. léreftspokum. H. Benediktsson & Co. Sími 8 (3 linur). Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 25 kr. frá S. B. A D L O N. Dansleikur á Hótel ísland n.k. laugardag kl. 9 e. h. ineð 10 manna liljómsveit. — Aðgöngu- miða sé vitjað strax í versl. Java á Laugav. 19 eða í Skóbúð Reykjavíkur. Sá sem tók regnkápuna í forstof- unni hjá síra Árna Sigurðssyni, Ingólfsstræti 10, ætti helst að skila henni á sama stað, því að til hans sást. Samsteypustjórn í vændum í pýskalandi. Símað er frá Berlín, að gisk- að sé á, að Dr. Kurtius muni gera tilraun til þess að mynda stjórn, með þáttölcu merkustu manna meðal jafnaðarmanna, demókrata og miðflokksins og j? j óðernissinna. Snjóflóð í Austurríki. Símað er frá Berlín, að mikið snjóflóð hafi fallið í Innsbruck, og 8 menn farist. XX50000000ÍXXXXXXXX5000000C Síðustu. nýjungar: Úr, speglar, munnhörpur, leikföng <>g tilbúin blóm, margskonar teg* undir og mismunandi verð alt frá 30 kr. og þar yfir. F. W. H. Hegewald Hanau No. 140 (Germany). xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Bitt oOetta. Flogið yfir Vesúvíus. Nýlega flugu tveir'breskir flug- menn yfir eldfjalliö Vesúvius, sinn í hvorri flugvél, fen gosmökk lagöj upp úr fjallinu aÖ vanda. Þeim farnaðist báðum vel, en þó þykir það ekki hættulaust. — Sir Allan Cobham, sem nú er kunnastur allra breskra flugmanna, og einn mesti fíugmaður í heimi, var að fljúga ineð auömann einn frá Bandaríkj- unum fyrir fimm árum, og komu þeir þá til ítaliu. Auðmáður þessi sló upp á því viö Cobham, aö hann flýgi með sig yfir Vesúvíus, og var hann til í það. En þegar þeir ilugu yfir gíginn, fóru þeir heldur neðarlega, og lentu í hitastraumi frá gígnum og fieygðust í einni svipan 1000 fet í loft upp, með ofsahraða, en jafnframt kom yfir þá gas eða einhver ólyfjan, úr raekkinum, svo að Cobham lá við yfirliði í svip, en rétti við furðu fljótt og tókst á síðasta augnabliki að forða sér og félaga sínum frá bráðum bana. MALTÖL Bajerskt ÖL PILSNER. BEST. - ÓDÝRAST. INNLENT. Áheit og gjafir til fríkirkjunnar í Rvík: frá G. J. 25 kr., J. B. 10 kr„ ANN Símskeyti —o— Khöfn, 3. jan. FB. Tekjuhalli Bretlands. Símað er frá London, að tekjuhalli Englands sé tuttugu og þremur miljónum sterlings- punda hærri en i fyrra. Verður því nauðsynlegt að leggja á nýja skatta sem því svarar. riistððiarnar i j í 300. tbl. Morgunblaðsins birt- ist grein með þessari fyrirsögn. Greinarhöfundur kvartar sáran yf- ir Iþví misrétti, er honum ifinst bæjarbúar hafi verið beittir, með því að stöðvuð var öll bilaumferð á jóladaginn. Mér finst ummæli greinarhöf. vera á fremur litlum rökum bygð, og vildi eg ráða honum til að fá sér betri fræðslu áður en hann ritar fleiri ádeilugreinar á bílstjóra og bílastöðvar. Eg vil fræða greín- arhöfund á því, að bifreiðastöðv- arnar eða framkvæmdastjórar þeirra eiga minstan þátt i því, að lokað var á jóladaginn. Upptökin eru frá Bifreiðastjórafélagi ís- lands. Það kom rnálinu af stað, og vann algerlega að því, að það næði fram að ganga. Eg get ekki skilið hvaða réttlæti getur verið, i því að bílstjórar fái ekki einn dag frían, eftir að vera búnir að vinna alla helgidaga ársins. Sið- ferðislega finst mér það óréttlátt, að unna þeim ekki þeirrar ánægju að geta verið sem frjálsir menn, þennan stórhátiðisdag, óátalið af þeim, er ekki þekkja neitt út í starf þessarar stéttar. Eg veit, að allur fjöldi manna er svo andlega þroskaður, að hann metur jóladaginn meira en aðra daga, og þeir munu vera Biíreiða- stjórafélaginu þakklátir fyrir það að trufla ekki helgi dagsins með bílaumferð og bílaskrölti. Eg vil ráða greinarhöfundi til þess aö afla sér betri upplýsinga í máli þessu en hann virðist hafa fengið, áður en hann reit grein sína, fari hann að skrifa meira um mál þetta. Hann mun alt af geta fengið þær upplýsingar, er hann óskar eftir, lijá stjóm Bif- reiðastjórafélags íslands. Greinarhöf. kemst svo að orði, að það sd skylda bifreiðastöðv- anna að hafa opið jóladagana framvegis. En mér er spum: I hverju er sú skylda fólgin? Eru það bifreiðastöðvarnar sem skapa jólagleði einstaklinga. Og eiga þeir menn, er starfa að bílaakstri, ekkí eins mikla heimtingu á jólagleðí eins og Morgunblaðs-greinarhöf- undurinn ? Bðstjóri. \

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.