Vísir - 06.01.1927, Blaðsíða 3

Vísir - 06.01.1927, Blaðsíða 3
VlSIR 'Stéttin í Björgvin sé öllum fremri. Og einu gildir hvar mann ber að garði, hvort held- ur eru siglingar, iðnaður, listir eða visindi. „Norcgur væri ekki sjálfstætt ríki ef Björgvinjar hefði ekki notið við. Noregur stendur og fellur með Björg- vin,“ sagði einn trúr sonur borgarinnar við mig. Og þeir hafa mikið til síns máls. Jafnvel þó mér dyljist elcki, að kjarni norslcu þjóðar- innar hýr austanfjalls og norð- nnfjalls, hefir Björgvin sýnt, að þar býr framtakssamt fólk og mikilhæft. Borgin sýnir það sjálf og verkin út i frá sýna merkin. Björgvinjarbúar muna vel þá ágætismenn ýmsa, sem bærinn hefir alið upp. peir muna Hol- berg og hafa reist honum minn- isvarða á Vaagsalmenningen, rétt við fisktorgið og halda uppi félagsskap til þess að minna fólk á að hann var frá Björgvin. J>eir muna Ole Bull og Edvard Grieg, tónsnillinga, sem Norð- menn liafa átt mesta. J?eir muna Christie stiftamtmann, sem stofnaði Bergens Museum. Og þeir muna Christian Michelsen, manninn, sem skipaði Norð- mönnum undir merki sitt 1905. Og þeir muna J. L. Mownckel — það er að segja vinstrimenn. Hinir gorta siður af honum. Bergens Museum er stofnun sem eigi á sinn líka í Noregi, og varð 100 ára í fyrra. Nýtur það styrktar úr ríkissjóði, bæjar- sjóði og frá ýmsum stofnunum í Björgvin. það er ekki að eins sögulegt og náttúrufræðilegt safn heldur jafnframt háskóh í þeim greinum og hókasafn. Einkum er stofnun þessi orðin fræg fyrir hafrannsóknir og veðurfræðirannsóknir. Leikur mönnum hugur á að gera Iþað að fullkomnum háskóla. Átta próf- essorar eru við stofnunina og 15 aðrir lcennarar og sjóðir henn- ar nema um 2 miljónum króna. Bergens Museum er áþreifanleg sönnun þess að bærinn vill styrkja vísindin. Ilafa auðmenn þar stofnað fjölda sjóða til efl- ingar vísindalegri starfsemi. Niðurl. Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykjavík 4, Vestm.eyjum 3, ísafirði 0, Ak- tireyri 5, Seyðisfirði 3, Grindavík 4, Stykkishólmi 3, Grimsst. 2, Raufarhöfn 2, Hólum í Horna- firði 5,pórshöfn i Færeyjum 6, Angmagsalik (i gærkveldi) ~ 9, Kaupmannahöfn -4- 2, Utsira ~ 2, Tynemouth hiti 6, Hjalt- landi 5, Jan Mayen -4- 11 st. — Mestur hiti hér í gær 4 st., minst- ur -4- 2. Úrkoma mm. 2.8. —• Djúp loftvægislægð við Suður- land á austurleið. AUhvöss sunn- anátt í Norðursjónum. — Horf- ur tvö næstu dægur: Suðvestur- land, Faxaflói og Breiðafjörður: 1 dag: Austlæg átt. þíðviðri. I nótt; Vaxandi norðlæg átt. —* Kaldara, Vestfirðir; í dag: Vajt- andi norðaustan átt. Úrkoma. í nótt: Allhvass norðaustan. Norð- urland: í dag: Hæg suðaustan átt. I nótt: Sennilega vaxandi norðaustlæg átt. Snjókoma. — Norðausturland, Austfirðir og suðausturland: í dag: Allhvöss austan átt. Rigning. 1 nótt: Aust- læg átt. Sennilega frostlaust. Leikhúsið. „Vetrarævintýri“ verður leik- ið annað kveld kl. 8. Aðgöngu- miðar seldir í dag og á morgun. Bæjarstjómarfundur verður haldinn i dag kl. 5 síð- degis. Sjö mál eru á dagskrá, þar á meðal kosning nefndar til að semja alþingiskjörskrá, kosning nefndar til að semja skrá yfir gjaldendur til elli- styrktarsjóðs, og veiting bygg- ingarfulltrúastöðunnar. prettándi dagur jóla er i dag. Fógetaúrskurður var upp kveðinn i morgun i máli Sigurðar Sigurðssonar gegn Búnaðarfélagi Islands, og var á þessa leið: „Hin umbeðna innsetningargjörð á ekki fram að ganga.“ Frá Englandi komu i gær Skúli fógeti og Ólafur. Suðurland kemur frá Borgarnesi í dag. Villemoes mun fara frá Englandi um næstu helgi á leiðis til íslands. Lagarfoss fer frá Kaupmannahöfn 8. þ. m. áleiðis til Reykjavikur. Nýtt embætti. Aðstoðar-simaverkfræðingur hefir Bjami Forberg verið skip- aður frá 1. nóv. siðastl. Gerist nú símaverkfræðings- starfið all þungt i vöfum, að 2 menn skuli þurfa til að gegna því, hefir þó ekkert það gerst, svo blaðinu sé kunnugt, sem aukið liefir störf símaverkfræð- ingsins svo afskaplega. En hvers vegna er staða þessi ekki auglýst til umsóknar, sem aðrar stöður, og mönnum innan símastéttarinnar gefinn kostur á að sækja? þótt óliklegt sé, er liér enn þá valcinn upp gamall draugur, sem maður hingað til hefir áht- ið að væri að fullu niður kveð- inn. Enn þá einu sinni eru augu símamanna óþyrmilega rifin op- in, og þeim gert ljóst, að þeir séu eklvi annað en vinnudýr, er engar kröfur geti eða megi gera, og aldrei verði tekið neitt tillit til. þeim sjálfsögðu og sann- gjörnu kröfum simamanna um, að stöðuin innan símans sé „slegið upp“, svo að þeim gef- ist kostur á að sækja, hefir al- gerlega verið gengið fram hjá, hér sem oftar, þvert ofan í áður gerðar samþyktir og loforð. Að löðrunga þannig heila stétt manna að óþörfu, getur aldrei orðið til góðs, eins og svo oft áður hefir komið í ljós, og gæti svo farið, að það hefði gagn- verkandi áhrif. jAi varlega skyldi etjórn símanð freysttk ?ví, að símamenn séu slík dauð- yfli, að þeir til lengdar láti hafa sig og framtíð sína að leiksoppi. (Símablaðið). Grein sú, er birtist í Vísi, 272 tbl., æiðjudaginn 23. nóv. s. 1.: „Stjórn Búnaðarfélags íslands. Er meiri hluti hennar löglega cosinn“ hefir verið eignuð mér og nokkuð deilt um hver hafi skrifað greinina. — Með þvi að grein þessi er gerð að umtals- efni i einu af dagblöðum bæj- arins í sambandi við frávikn- ingu búnaðarmálastjóra og eg hefi beint og óbeint látið mig það mál skifta, vil eg leyfa mér að geta þess, svo eigi leiki á tveim tungum, að eg hefi slcrif- að ofannefnda grein. Pétur Jakobsson. Verslunarmannafél. Rvíkur heldur fund annað kveld kl. 8V2 í Kaupþingssalnum. Hr. Jón J’orláksson forsætisráðh. flytur þar erindi. Kíghóstinn. Búist er við, að börn þau, sem ekki hafa haft kíghósta megi ekki sækja skóla tvo til þrjá mánuði að minsta kosti. — Um 900 af nemöndum barnaskólans hafa liaft kíghósta, að því er skólastjóri telur. Áheit barst Barnavinafélaginu Sum- argjöf í fyrra mánuði frá versl. þórsmörk, kr. 24.05, afhent frú C. Bjarnhéðinsson. Félaginu hafa áður borist áheit og hefir gefist vel að heita á það. Til fólksins á Steinum, afhent Vísi, 5 kr. frá G. P., 4 kr. frá tveim konum. Áheit á Strandarkirkju, aflient Vísi, 5 kr. frá J\, 2 kr. frá konu. Til fríkirkjunnar í Reykjavík, afh. Vísi, 5 kr. frá S. Gengi erlendrar myntar. Sterlingspund _____.... kr. 22.15 100 kr. danskar ..........— 121.70 IOO — sænskar ............— 122.01 100 — norskar ............— 116.53 Dollar ...................— 4-5ÓJ4 100 frankar franskir .. — 18.19 100 — belgiskir . — 12-75 100 — svissn. ... — 88.36 100 lírur ................— 20.57. 100 pesetar ..............— 7°-65 100 gyllini ..............— 182.98 100 mörk þýsk (gull) — 108.50 Jóla-Athlntan Hjálpræðishersins í Reykjavík 1926. —o— pað stendur skrifað í opin- berun Jóhannesar: að bænin stigi sem reykelsi upp til Guðs. — Gnægð slíks reykelsis hefir eflaust stigið upp til Guðs frá hjörtum margra snauðra sam- borgara vorra síðastl. jólaviku, er á þann hátt mintust hinna mörgu Reykvíkinga með þakk- læti, er með örlæti sínu studdu jóla-úthlutun vora hér í Reykja- vik, sem varð fyrir J>á »ök meiri nú en nokkru sinni fyr. Hér er ekki rúm til að skýra frá öllum þeim hjartnæmu og klökku þakkarorðum, sem bár- ust oss til eyrna frá öllum þess- um fátæka lióp. Eg vil þvi að eins flytja yður hugheilar þakk- ir alLra þiggjendanna og eg hygg að það muni yður finnast nægileg laun fyrir rausn yðar. J?ér getið vissulega treyst því, að Guð heyrir bænir fátæku ekknanna og munaðarlausu gamalmennanna og að hann skilur og metur á réttan hátt þá innilegu þaldcarkend, sem bærði hjörtu litlu barnanna, þegar þeim var sagt, að þessi jóla- glaðningur væri sendur þeim af samúðarfullum borgurum víðs- vegar í Reylcjavik. — Já, inn- an steinveggja betrunarhússins í Reykjavik slógu einnig þakk- arklökk hjörtu hina helgu jóla- nótt, sem mintust án efa allra þeirra, er gefið höfðu í jólapotta Hjálpræðishersins og á þann hátt stuðlað að því, að þessara einstæðinga var einnig minst. Eg komst við, er eg sá ýmsa af þessum hræðrum vorum tárfella þegar eg kom til þeirra og af- henti þeim jólabögglana. JUm jólin stiga minningarnar fram úr fylgsnum gleymskunnar. Eg get að eins þakkað ykkur öllum fyrir aðstoð yðar og ör- læti við þessa síðustu jóla-fjár- söfnun. Eg hefi ekki leyfi til að nefna nöfn einstakra ágætis- manna og kvenna, er færðu oss sérstaklega rausnarlegar gjafir BARNAFATAVERSLUKIN á Klapparstíg 37, heflp sérlega ódýr léreft, flúnel og tvisttau. Þaö er hit- inn, sem meö þarf. THERMOGENE er hið þekta vatt, sem dregur úr verkjnm og gefur þflegilogan hita og vellfðan. Það kemur jafnvœgi & á blóðrásina, ef hón hefir truflast vegna skyndilegrar ofkælingar. Pæst í öllum lyfjabúðum á 1,B0 kr; asbjan, með áletruðu nafni framleiðandanna. Til leigu eru strax kjallarar hentugir til saltgeymslu og margs annars. Verslun G. Zoega. De anerkjendte og áttu alldrjúgan þátt í þeim góða árangri er náðist, en eg þakka ykkur öllum enn á ný. Jafnframt þaklca eg guðfræði- nemum háskólans og skátun- um, sem gættu jólapottanna fyrir oss. Sömuleiðis þakka eg rafmagnsstjóranum og öðrum þeim, , er gáfu oss og útbjuggu stóra, fallega jólatréð, sem varð bæði til nytsemdar og prýði. Siðast en ekki síst þakka eg ritstjórum blaðanna, sem jafn- an reyndust fúsir að minna samborgarana á jóla-úthlutun- ina, og eiga þeir og blöð þeirra að sjálfsögðu ekki hvað minst- an þátt í árangri samskotanna. TRÆKSPIL sfaar fremdeles heiest som kvalitets* instrument. Lnksuskatalogen 1926 (med nyt modellcr) wnto gntis of'fuaks, Hrukte spií tilsaígs• Nordem Muákforretning f Kirkegaten 15, Oslo. CTinii rt Tt -b--1-”—4 u-' Hitt oé Þetta. Eftirtektarverð málaferli. Jóla-úthlutunin. Telcjur: Innkomið í jóla- pottana og lieimsent til vor kr. 3675.83. Innkomið i pottinn við jólatré Hjálpræðishersins kr. 792.91. Gefin lcol pr. kr. 1200.00. Gefin 178 pör tréskór (gjöf frá J. J\) kr. 400.00. Gefinn fataað- ur ýmiskonar pr. kr. 1800.00. Gefnar aðrar vörur, svo sem brauð, kjöt og smjörliki pr. kr. 715.00. Samtals lcr. 8583.74. — Gjöld: Úthlutað 168 jóla- bögglum (matv.) kr. 1650.45. Úthlutað peningum til fátækra kr. 1560.50. Úthlutað peningum til sjúkra kr. 392.10. Jólaboð fyrir fullorðna og börn krónur 957.26. Jólaboð fyrir innlenda og útlenda sjómenn lcr. 138.52. Barnastarfsemi Hjálpræðishers- ins kr. 100.00. Úthlutað ýmis- konar fatnaði pr. 1800.00 og tréskóm 400.00, alls 2200.00. Út hlutað kolum pr. lcr. 1200.00. Ýmiskonar útgjöld við undir- búning jólaúthlutunarinnar kr. 271.60. t sjóði 113.31. Samtals kr. 8583.74. Kristian Johnsen, adjutant. Miss Owen, fyrv. einkaritari Northcliffe’s lávariSar, hefir ný- lega höföaö mál gegn sir George Suton, sem var forráöamaöur dán- arbús Northcliffe’s og gegn bróð- ur hans, Rothermere lávarði. Sak- ar hún Sir George um að hafa selt Rothermere hlutabréf Northclif- fe’s, i hinu mikla blaðafyrirtæki hans, fyrir aðeins r J4 miljón punda, eða 4 pund hvert hlutabréf, en það sé Iangt undir sannvirðí og miklu Iægra en Northcliffe sjálfur hafi metið hlutabréfin á. Var lagt fram í réttinum bréf frá Northcliffe, þar sem hann telur hlutabréfin að minsta kosti 7 punda virði hvert. Ennfremur var bent á, að þegar Rothermere mynd- aði nýtt hlutafélag úr blaðafyrir- tækinu, árið eftir að hann keypti þessi hlutabréf, voru þau talin til eigna félagsins fyrir nærri því fer- falt meira verð en hann hafði keypt þau á. Fjöldi vitna hefir verið stefnt í málinu, og er talið víst, að það verði mjög umfangs- mikLR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.