Vísir - 06.01.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 06.01.1927, Blaðsíða 2
VÍSIR B«fnm fyrirliggjandi; Rio kalíi (sama góða tegundin og áður). ¥erdid ©1» afap'lágt. Símskeyti Khöfn, 5. jan. FB. Amerísk tillaga um samband enskumælandi þjóða. Símað er frá London, að blað- ið Daily Telegraph telji senni- legt að merkir stjómmálamenn í Bandaríkjunum muni styðja tillögu þá um samband á milli enskumælandi þjóðanna, sem William R. Hearst hefir látið blöð sín flytja og sem hann nú lætur þau berjast látlaust fyrir. Daily Telegraph álitur, að bresk-amerískt bandalag væri að mörgu leyti ákjósanlegt fyrir Bretaveldi, einkum vegna Ástralíu. Mundi þá öruggara um, að takast myndi að varð- veita friðinn við Kyrrahafið. En liinsvegar álítur blaðið, að bresk -ameriskt bandalag myndi varla vera samrýmanlegt skyldum Englendinga gagnvart pjóða- bandalaginu. Úr Austurvegi. Símað er frá Berlín, að á fundi þeim í Reval, sem utanríkis- málaráðherrar Finnlands, Eist- lands og Lettlands mættu á, hafi verið samlþykt að gera nýja til- raun til þess að koma á örygg- issamningum við Rússland. Utan af landi. —o— Akureyri, 5. jan. FB. Bæjarstjórnarkosningar fara fram hér i bæ þann 20. janúar. Á að kjósa fjóra fulltrúa í stað þeirra, er úr ganga. prír listar eru komnir fram: A-listinn (samvinnumenn): Ingimar Ey- dal kennari og Jón Guðlaugs- son bæjargjaldkeri. — B-Iistinn (jafnaðarmenn): Steinþór Guð- mundsson skólastjóri, Elísabet Eiríksdóttir kenslukona, Svan- laugur Jónsson verkamaður og Jón Austfjörð smiður. — C-Iist- inn (borgaraflokkurinn): Hall- grímur Davíðsson verslunar- stjóri, Indriði Helgason raffræð- ingur, Kristbjörg Jónatansdótt- ir kenslukona og Sigurður Sum- arliðason skipstjóri. — Úr bæj- arstjórninni ganga tveir úr borgaraflokknum, einn sam- vinnumaður og einn jafnaðar- maður. Leikfélagið er að æfa Spansk- fluguna. Kaupfélag Eyfirðinga hefir kefpt frystihúsið með bryggju af nýju eigendum Oddeyrarinn- ar. Frosthörkur hafa verið hér síðustu daga. Vestmannaeyjum, 5. jan.FB. Fátt tíðinda hér, nema tíð liefir ’verið stirð, gaddbylur í gær og fyrradag og mikið frost. Net loftskeytastöðvarinnar slitn- aði í fyrradag, en mun nú vera komið í lag. Heilsufar er dágott. Inflú- ensa hefir verið dálitið að stinga sér niður, en ekki eru mikil brögð að henni. Sjósóknir eng- ar. Skipaferðir engar. Bæjarstjómarkosningar fara fram hér innan skamms, senni- lega í lok þessa mánaðar. Gera má ráð fyrir að minsta kosti tveimur listum. Kjósa á 3 full- trúa í stað þessara þriggja, er úr ganga: Viggó Björnssonar, bankastjóra, síra Jes Gíslasonar og Halldórs Guðjónssonar. J?jórsá, 6. jan. FB. pjórsá hefir gert nokkurn usla i Villingaholts og Gaul- verjabæjarhreppum.Sprengdi á- in af sér ís í hlákunni um jólin og hljóp upp nálægt Mjósundi í ViIIingaholtshreppi. Einhverj- ar skemdir munu hafa orðið á flóðgátt áveituskurðarins hjá Mjósundi, brýr af skurðum sópast burt o. s. frv. Annars vita menn ekki til, að veruleg- ur skaði liafi orðið af flóði þessu. Áin flæddi dálítið upp á láglendi, þar sem hún hefir ekki flætt áður, svo menn viti ,og þar sem hlöður eru grafnar í jörð mun vatn hafa flætt i þær. — Á milli bæja var farið á bátum. Vatnið er ekki runnið alveg af, en fór tiltölulega fljótt að fjara út. Heilsufar sæmilegt þar sem til spyrst. Ágætisveður, þítt og hlýtt, er nú komið eftir frost- hörkuna. I fyrradag voru hér 17 stig C. og eina nóttina 20 st. Hveranotknn. —o—■ I. Á þessu ári, sem nú er at5 hefj- ast, niun gangskör verða gerö aö því a'ö rannsaka, hvert gagn megi verða aö hverum og laugum hér á landi, en þaö gagn er mikitS og rnargháttaÖ, og eru hverar og laugar einhver skemtilegustu gætSi þessa lands. Þegar landsmönnum hefir lærst að hagnýta þau hlunn- indi, munu þeir furtSa sig á því, hve seinir menn hafi ortSitS til framkvæmda í þessu efni, því aö ekki vantar þatS, aö oft hefir veriB á þaö minst, aö gagn msetti hafa af hverunum, Þó atS hvera sé lítt getiö í forn- um fræöum, íslenskum, þá er eng- inn efi á þvx, aiS landnámsmenn hafa furiSaö sig á þeim, og era örnefni þar ólygnust vitni. En lengi hefir mönnum oröiö lítiö gagn aö hverurn og laugum. Þó befir sund verið snemma iökatS í laugum og þvottar þvegnir, og þurraböö voru á nokkurum stöö- um og þóttu gefast vel viö. sum- urn kvillum. Á sumurn stöðum mun hafa veriö soiSiö í hverum um langt skeiö, og brauð hafa víða veriö bökuö viö jarðhita, en þá mun upptalið það gagn, sem orðið hefir að hverum hér á landi til skamms tíma. Á átjándu öld var saltsuðu komið á stofn á Reykjanesi við Isafjarðardjúp, en ekki bar sá iðn- aður sig. Höfðu menn lengi áður ráðgert að sjóða salt úr sjó við hverahita, og víst hefir óhentugur útbúnaður valdið því, að saltsuð- an svaraði ekki kostnaði. — Þó að % rnjög lítið væri gert til þess . á síðustu öld, að nota hverahita, þá hafa menn þó trúað því, að gagn rnætti hafa af hverum. Til dæmis segir Magnús prestur Grímsson svo: „ísland er á að sjá fátækt að náttúrugæðum og hrjóstrugt, en þó mun í þvi leynast margt það, sem mikið gagn mætti að verða. Af sumu vitum vér, en höf- um annað hvort ekki dug í oss til að nota það, eða efni á því, t. a. m. hverina, sem víða eru, og mikil not mætti af hafa ...(sjá Úrvalsrit M. G., bls. 182). — Út- léndingar, sem hér hafa ferðast, hafa og margsinnis ritað um þau not, sem hafa mætti af hverum, og er sérstaklega ástæða til að minnast skemtilegrar greinar, sem frú Hulda Garborg ritaði, og lét birta í ísafold árið 1903 eða 1904. Frú Garborg ferðaðist hér surnar- ið 1903, og hvatti hún menn til þess að nota hveravatn til þess að hita upp vermihús. Er það eftir- tektavert, að svo liðu um tuttugu ár, að enginn varð til að sinna þessu, þó að það hafi nú að lok- um komist til framkvæmda, en þó í smáum stíl, móts við það, sem verða mætti. CHEVROLET Nú í vetur byrjaði General Motors að smíða sérstaka gerð af 5 manna opnum Chevxolet bifreiðum, sem eru svo útbúnar, að hægt er á nokkrum mínútum að taka af aftari hluta yfirbyggingarinnar og setja í staðinn bretti eða kassa til vöruflutninga. Þessi gerð er sérlega hentug fyrir stærri sveitaheimili og aðra sem hafa töluverðan flutning á fólki og vörum. Chevrolet bifreiðarnar eru við- urkendar fyrir kraftgóða og ben- sínsp'ara vél, og verða þess vegna mjög ódýrar og skemtilegar í notkun. Þessi nýja gerð af Chevrolet kostar ekki. nema kr. 3600.00 upp- sett í Reykjavík. Aðalumboðsmenn á íslandi. Jóh. Ólaisson & Co. Reykjavík. '0P’ Bestu og ódýrustu Sólarolíu selur Alfred Olsen & Co. a/s. Kebenh. beint til kaupmanna, kaupfélaga og stórútgerðarmanna. Umboðsmenn: Þópður Sveinsson & Co. Eftir Skúla Skúlason. II. Björgvin er ekki norskur bær í orðsins fylsta skilningi. pang- að hefir safnast fjöldi útlend- inga um undanfarnar aldir, kaupmenn, verslunarmenn, sjó- arar og iðnaðarmenn og aukið iþar kyn sitt, eins og ljóst má sjá af bæjarskránni. par úir og grúir af allskonar útlendum nöfnum — einkum þýskum. En flest þessi nöfn eru orðin göm- ul í borginni, margar ættimar hafa átt þar heima í margar aldir og eru orðnar svo innlend- ar sem þær geta orðið. pessi norsk-þýski kynstofn telur sig vera hina eiginlegu íbúa borg- arinnar. Er það fólk flest vel gefið og dugandi, fjörlyndara en Norðmenn yfirleitt og meira á lofti. pjóðlegt vill það vera, eins og oft er um fólk, sem komið er frá útlöndum. Annar meginhluti Björgvinjarbúa er bændafólk úr nágrannahéruð- unum, sem bærinn hefir dregið að sér; kalla hinir útvöldu það „stríla“. peir eru auðþektir frá öðru fólki, þéttir á velli og þétt- ir í lund, dugnaðarmenn en nokkuð sérvitrir og þröngsýnir. Og svo er iBjörgvin fólk úr Nor- egi endilöngum, frá Nordkap til Líðandisness. par eru allraþjóða kvikindi og allrar þjóðar kvik- indi. Björgvinjarbúar tala „Björg- vinsku“; syngja það sem þeir segja, hægt og með semingi, eins og þeir ætlist til að maður taki vel eftir því. peir segja „r“ með gorhljóði sem er miklu tignarlegra en það danska og kemur með öldufalli xir kokinu, og tala hátíðlega. Strílarnir tala sitt „móðurmál“, og best kunni eg við mál Sygna, sem ennþá nota langt „á“ í stað „0“ (aa) i mörgum orðum. peir eru fjöl- rnennir í Björgvin. Björgvinjarbúar eru montn- ustu menn sem jeg hefi fyrir hitt. Björgvin er i þeirra augum riki í rikinu, skipað einvalaliði í öllum greinum. Tali maður við kaupsýslumanninn,' dregur hann ekki dul á, að verslunar- Tegia Yörntalningar verður biidin lokuð allan daginn á morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.