Vísir - 14.01.1927, Síða 2
VlSIR
YHRrMÉtgÖLSEN
Höfnm fyrlrlifðfaBði;
Kaidissykiir,
Stransyknr,
Molasykur.
Brjéstsyknr.
Símskeyt
Áætlnn
um tekjur og gjöld bæjarsjóðs ReyJkjavíkur árið 1927.
Skömmu eftir áramót í fyrra, birti „Vísir“ ágrip af fjárhagsáætlun bæjarins íyrir áriö 1926. Meö
því aö telja má sennilegt, að lesöndum blaösins þyki ekki ófróölegt aö vita nokkur deili á því, hverjar
séu aöaltekjulincyr bæjarins og hver helstu útgjöldin, birtist hér á eftir útdráttur úr „Áætlun um tekjur
og gfjöld bæjarsjóös Reykjavíkur árið 1927“, eins 0g hún var samþykt af bæjarstjórn fyrir áramótin.
Tölurnar i svigum eru settar til samanburöar og sýna þær upphæðir sömu tekjuliöa og gjaldliða árið á
undan (1926). — Geta má þess sérstaklega, að niðurjöfnun útsvara eftir efnum og ástsfeöum heíir lækkaö
úr rúmlega iýá miljón króna'niöur í tæpar 1200 þús. kr., eða um rúmar 330 þúsundir króna. Hins vegar
hefir skattur samvinnufélaga og annara, samkyæmt sérstökum lögum, hækkað um helming, úr 20 þús.
kr. upp í 40 þús. krónur.
T e k j u r:
I. Eftirstöðvar frá fyrra ári kr. 200.000.00 (200.000.00)
II. Fasteignagjöld — 307.000.00 (292.000.00)
III. Tekjur af fasteignum kaupstaðarins — 103.946.00 (104.000.00)
VI. Sala á fasteignum — 7.000.00 (7.000.00)
V. Tekjur af ýmiskonar starfrækslu — 165.000.00 (128.000.00)
VI. Endurgreiddur fátækrastyrkur — 73.500.00 (67.500.00)
VII. Endurgreiddur sjúkrastyrkur 0. fl — 46.600.00 (47.600.00)
VIII. Ýmsar tekjur — 35.850.00 (33.750.00)
IX. Útsvör:
1. Niðurjöfnun eftir efnum og ástæð-
um, auk 5—10% umfram kr. 1.177.618.72 (r.509.229.20)
2. Skattur samvinnufélaga 0. fl. .. — 40.000.00 (20.000.00) — 1.217.618.72 (1.529.229.20)
X. Tekjuafgangur á reikningi bæjarsjóðs 1925 — 74.985.28
- - Samtals kr. 2.231.500.00 (2.409.079.20)
G j ö 1 d:
I. Stjórn kaupstaðarins:
1. Kostnaður við bæjarstjórn 0. fl kr. 28.000.00 (30.000.00)
2. Skrifstofa borgarstjóra —- 37.925.00 (33.030.00)
3. Skrifstofa bæjargjaldkera — 32.000.00 (38.530.00) ’
4. Skrifst. báfejarverkfr. og lóðaskrárrit. — 30.250.00 (27.853.00)
5. Ræsting á skrifstofum bæjarins .... — 6.000.00 (6.000.00)
6. Talsímar á skrifstofum bæjarins ... — 900.00 (900.00) kr. i35-075-°° (136.313.00)
II. Löggæsla — 79.900.00 (85.524.00)
III. Heilbrigðisráðstafanir — 177.475.00 (174.775.00)
IV. Fasteignir — 60.800.00 (91.000.00)
V. Ýmiskonar starfræksla — 178.000.00 (170.000.00)
VI. Fátækraframfæri — 456.800.00 (367.800.00)
VII. Sjúkrastyrkir 0. fl — 144.000.00 (144.200.00)
VIII. Til gatna — 193.000.00 (186.000.00)
IX. Ráðstafanir til tryggingar gegn eldsvoða . . — 73.450.00 (78.300.00)
X. Barnaskólinn — 133.700.00 (327.228.00)
XI. Ýmisleg útgjöld — 101.300.00 (117.400.00)
XII. Vegna vanheimtu á útsvörum fyrri ára . ... — 75.000.00
XIII. Ýmsir styrkir — 23.000.00 (32.000.00)
XIV. Lán (afborganir og vextir) * 'd — 200.000.00 (205.000.00)
XV. Eftirstöðvar til næsta árs .... I. — 200.000.00 (200.000.00)
Samtals kr. 2.231.500.00 (2.409.079.20)
Khöfn 13. jan. FB.
Frá Kínverjum.
Símaö er frá London, aö for-
réttindasvæði Englendinga i Han-
kow sé stöðugt í höndum Kín-
verja. Bankar Breta og verslanir
og skrifstofur þar i borg eru lok-
aðar. Ný samningatilraun á milli
stjórnarinnar í Canton og Breta
hófst í gær. Stjórnin í Canton
hvetur Kínverja til þess að forö-
ast æsingar á meðan á samninga-
tilraununum stendur.
Skærur með Rússum og
Rúmenum.
Símað er frá Bukarest, að rúss-
neskir hermenn hafi ráöist á rúm-
enskt landamæralið. Rak landa-
tnæraliðið Rússa á flótta eftir
harðan bardaga.
Vestm.eyjum 13. jan. FB.
Bæjarstjórnarkosningarnar hér
fara fram 26. þ. m„ og eru tveir
listar komnir fram. Á lista ihalds-
manna eru Páll V. Kolka læknir,
Jón Sverrisson yfirfislcimatsmað-
ur og Jón útvegsbóndi Jónsson í
Hlíð, en á verkamannalistanum
eru Þorbjörn Guðjónsson úr
'Kirkjubæ, Guðlaugur Iiansson
verkamaður og Jón Rafnsson sjó-
maður.
flliisilpi - ilPÍðEBlíStSr.
—o—
Ef eg man rétt, þá hefir á hverj-
um yetri undanfarin ár verið talað
um atvinnuleysi hér í.bænum, og
oft verið farið fram á, að bærinn
stofnaði til atvinnubóta. Eg. hefi
ekki ílett upp í eldri blöðum, til
að styrkja minni mitt í þessu, því.
að ef að er gáð, þá er það mjög
eðlilegt, að atvinnu skorti hér á
veturna fyrir marga þá menn, sem
ekki stunda sériðn neina og held-
ur ekki fara til sjávar. En að
sumrinu er næg vinna fyrir þessa
menn að öllum jafnaði, og nauð-
synlegt, að þeir séu til að hjálpa
mönnum við atvinnurekstur, sem
mestmegnis byggist á sumarvinnu.
Og það mun lengi verða svo,
vegna veðráttufarsins, að miklu
meiri vinna fæst að sumrinu en
að vetrinum; sumarið verður hér
eftir sem hingað til aðalbjargræð-
istími alls þorra manna. Þvi er
ekki nema eðlilegt, að marga menn
skorti atvinnu að vetrinum. Hey-
skap, jarðarávinslu, jarðabótum,
vegagerðum og fleiru verður eigi
unnið að nema að sumarlagi.
Húsagerð er mest unnið við að
sumrinu; stundum má þó halda
húsagerð áfram að vetrinum, en
þó þvi aðeins, að blíðskapartíð sé.
í staðinn fyrir þessa sumar-
vinnu kemur að vetrinum einkum
skepnuhirðíng. Þeir, sem í sveit-
unum búa, hafa þess vegna nóg
að gera allan ársins hring, en
kaupstaðarbúana vantar oft vetr-
arvinnu, er geti tekið við, er sum-
arverkum er lokið.
Þó er mikill munur á atvinnu
karla og kvenna. Konur hafa frá
fomu fari fylgt þeirri reglu, að
vetrarkaup væri minna en sumar-
kaup. Meðfram,- þess vegna', og
svo af því, aö þær eru yfirleitt
vinnugefnari, og þeim lætur betur
innanhúss störf, hafa þær nóg að
starfa að vetrinum. Það er nær
eingöngu karlmenn, sem vantar
vinnu eða verkefni á veturna.
Eg er þeirrar skoðunar, að hægt
sé, ef vel er að gáð, að finna verk-
efni handa öllum þeim, sem vinnu
vantar nú, en samt er hætt við
að eigi sé hægt að halda uppi
sama kaupi við þá vetrarvinnu,
sem menn hafa í viðlögum, þegar
aðra almenna vinnu brestur, og
finst mér, að menn ættu að sætta
sig við það.
Eins og nú hagar til, virðast
mér örðugleikarnir á því, að allir
geti fengið vinnu. vera aðallega
i því fólgnir:
1) Að þeir, sem leita að vinnu
og þeir, sem þurfa að láta gera
fyrir sig minni háttar handtök,
farast oft á mis, svo að dálítil
þörf fyrir vinnukraft getur verið
jafnhliða því, að nokkrir menn
ganga iðjulausir, vegna þess, að
þeir fá ekki vinnu. Til þess að
bæta úr þessu, hafa verið reyndar
ráðningastofur, en þær' þáfa ekki
hingað til komið að tílætluðum
notum, og lagst niður aftur.
2) Einstakir menn, sem mestan
hluta ársins ganga að vinnu hjá
öðrum, hafa eigi verkefni hjá sér,
er þeir geti gripið í, þá er vinna
hjá öðrum bregst. Það er í raun-
inni eðlilegt, að þessir menn hafi
eigi hjá sér verk til ígriþa, er
venjuleg vínna fæst eigi. Sumum
hugkvæmist eigi nein verkefni, en
Jiótt mönnupi detti einhver verk-
efni í hug, er venjulega annað til
fyrirstöðu, svo að ekkert verður
úr framkvæmdum. Það, sem einna
helst er til hindrunar, er 1) verk-
færaleysi, því að flest ígripavinna
útheimtir einhver áhöld eða verk-
færi, 2) vöntun á efni til að vinna
úr, 3) vöntun á húsrúmi, þvi að
við fæst af þessari ígripavinnu er
unt að fást, þar sem húsnæði er
svo lítið og óhentugt og hjá flest-
um þeim, sem daglaunavinnu
stunda hér. Og síðast en ekki síst
4) erfiðleikamir á því, að koma
þessari ígripavinnu í peninga;
menn verða að eiga það undir
hepninni, hvort og hvenær þeir
geti selt þá muni, sem þeir hafa
búið til. Og þegar svo er, þá er
engum Iáandi, þótt hann gangi
ekki að því með miklum áhuga
að útvega sér verkefni til að grípa
í. Efasemdirnar við það að geta
gert sér peninga úr þessari vinnu,
hljóta að draga úr mönnum áhug-
ann og kjarkinn til framkvæmda.
Hér hafa verið taldir nokkrir
erfiðleikar, sem hjálpa þarf ein-
staklingunum með að komast yfir.
Og mér dettur þá í hug, að flest
af þessu séu tilvalin verkefni fyrir
heimilisiðnaðarfélag. Slíkt félag
ætti að geta bent mönnum á verk-
efni, sem heppilegust væri, útveg-
að efniviðinn, verkfæri og áhöld,
sem við ættu, og það með góðum
kjörum, og komið lagi á sölu iðn-
aöarins, svo að þeir, sem eitthvað
ynnu, mættu eiga vísa peninga
fyrir störf sín. Sennilega ætti fé-
lagið öllu erfiðast með að ráða
fram úr húsrúmsleysinu, en gæti
þó efalaust rétt þar hjálpandi
hönd.
Hér er Heimilisiðnaðarfélag
Islands. Mér er fremur lítið kunn-
ugt um störf þess; en tel víst,
að það vinni að þessum málum,
og veki menn til starfa. En þeg-
ar talað er um atvinnuleysi, ætti
það aldrei að sitja þegjandi hjá,
heldur benda á það, sem það get-
ur gert til að draga úr atvinnu-
leysinu. Eg gæti trúað, að það
yrði ýmsum að liði. Hins vegar
hefi eg ekki látið mér detta í hug,
að Heimilisiðnaðarfélag íslands
gæti ráðið algerlega bót á því at-
vinnuleysi, sem virðist vera hér
nálega á hverjum vetri, nema það
fái til þess öflugan stuðning frá
bæjarfélagi og landsstjórn.
Vegna veðráttufars og annara
landshátta, má sem sagt búast við
meira eða minna atvinnuleysi hér
á veturna, meðan menn hafa eigi
lært að haga atvinnu sinni þannig,
að þeir hafi til taks einhverja inni-
vinnu, er veðrátta hamlar útivinnu.
Það ber að mínum dómi vott um
hlálegt minnisleysi, svo eg eigi
segi fyrirhyggjuleysi, að fara þá
fyrst að hugsa um atvinnubætur,
er vetraratvinnuleysið er skollið á,
þvi að það er hér viðlooandi á
hverjum vetri.
Það er annars leitt að tala um
atvinnubætiMT, því að orðinu fylgir
illur dámur. I augum sumra eru
atvinnubætur sama og atvinna,
sem veitt er í gustukaskyni, og
þá er ekki langt til þess, að þeir
skoðist nokkurs konar gustuka-
menn, sem þar taka vinnu. En
aðrir líta svo á, að það sé skylda
ríkis og bæjarfélaga að sjá þeim
fyrir vinnu, sem atvinnulausir eru,
og þeir, sem vinnu fá við þessar
atvinnubætur, taki aðeins það, sem
þeir sem mannfélagsborgarar eiga
heimtingu á. Þótt þeir, sem þessa
skoðun hafa, hafi töluvert til síns
máls, því að óneitanlega ættu þessi
mannfélög að haga högum sínum
og háttum þannig, að engir þyrftu
að ganga iðjulausir, sem sýna af
sér tilhlýðilega viðleitni til að afla
sér atvinnu, þá er þó varla holt
að ala þessa skoðun mjög í brjóst-
um almennings, né framfylgja
henni út í ystu æsar, því að hætta
er á því, að sjálfsbjargarviðleitni
sumra sljófgist þá, og þeir vilji
láta rétta sér alt upp í hendurnar.
En þá eru menn komnir út á
háskalega braut. öllum opinberum
Utan af landi.
—o—
/