Vísir - 08.02.1927, Blaðsíða 2
V i 5 I K
Höfnm óseldar nokkrar tnnnnr af hinn al-
þehta Vopnafjarðarsaltkjöti.
Símskeyti
Khöfn 7. febrúar. FB.
Frá Balkanlöndum.
Símaö er frá Berlín, a'ö um leiS
og Mússólini bjóði Ungverjum a<5
gera Fiuine aS frihöfn, reyni hann
á allan hátt aö koma á bandalagi
milli Ungverja og Rúmena, jafn-
vel persónusambandi en ef þessi
tilraun hans heppnast, má búast
viö því, a'5 aöstaöa stórveldanna
á Balkanskaganutn gerbreytist.
Sennilega myndi þá Litla Banda-
lagið tvístrast alveg og Júgóslavia
einangrast*
Uppreisn í Portúgal.
Símað er frá Lissabon, að nokkr-
ar herdeildir hafi gert uppreisn.
Oportó er í höndum uppreisnar-
mannanna. Stjórnin hefir ákveðið,
að borginni skuli náð frá upp-
reisnarmönnum aftur, þótt til þess
þurfi að hefja skothríð á hana.
Stapfsgledi.
Erindi flutt á gestamóti U.M.F. í.
í Iðnó 22. janúar 1927.
—o—
I.
Það er ef til vill vegna þess, að
vér íslendingar lifum á mestu
verkfalla- og vinnudeiluöld, sem
gengið hefir yfir þessa þjóð, að
mér hefir dottið í hug að fara hér
fáeinum orðum um það, setn kalla
má starfsgleði.
— Mér þykir ósennilegt, að
menn hugleiði það alment nóg-
samlega á þessum miklu óánægju-
timurn, þegar svo margir æðri og
lægri kvarta undan allskonar
starfsöðugleikum og þykjast bera
;skarðan hlut frá borði, hver geysi-
laun eru oft fólgin í þvi einu að
líta yfir vel unnið starf, hvort sem
það er eitt dagsverk, vikuverk,
mánaðar eða jafnvel heiltævistarf.
— Það er enginn vafi á því, að
vinnan er ein sú dýrmætasta gjöf,
sem mannkynið hefir öðlast, enda
er starf i einhverri mynd hvorki
meira né minna en bráðnauðsyn-
iegt skilyrði andlegrar og likam-
legrar heilbrigði. Maður, sem
gengur iðjulaus tímunum saman,
er engu hetur farinn en tré, sem
gróðursett væri í þröngum jurta-
potti, því að sennilegt er, að hon-
um gengi enn þá ver að.losna við
síðustu líftóruna, þegar alt annað
væri þrotið.
—• En mönnuM hættir oft við
því að gleyma, að það er mikið
djúp staðfest milli þess að neyta
brauðsins í sveita síns andlitis, að
dæmi einyrkjan i sveitum þessa
1 ands, og hins, að ráfa hálfan dag-
inn iðjulaus um gö’tur einhvers
stórbæjar, eins og dýr merkurinn-
ar, sem ekki kann fótum sínum
forráð. Vér þekkjum þó öll dæmi
þeirra manna, sem vinna verk sín
á ótrúlega skömmum tíma og fneð
meira hamagangi en siðuðum
mönnum sæmir, til þess eins að
g-eta á eftir notið iðjuleysisins
annaðhvort á götum úti eða ann-
arsstaðar, þar sem best gengur.
Þessum mönnum hlýtur að vera
starfið allsendis ónógt; með því
að rækja það, glata þeir gleði
sinni, en komast fyrst á rétta hillu,
þegar til athafnaleysisins kemur.
— Flestir munu kannast við það
frá æskudögunum, að foreldrar
þeirra eða yfirboðarar sögðu þeim
að keppast við eitthvert verk, og
loíuðu þeim aftur á móti serinni
tómstund að verkinu loknu.
I fljótu bragði mætti þetta virð-
ast gott og blessað og alls ekki
nema réttmæt verkalaun. En við
nánari athugun er þó’bersýnilegt,
að þetta er hvergi nærri holl upp-
eldisaðferð, og á of lítið skylt við
frítima og skemtistundir, sem
mönnum eru nauðsynlegar. —
Þarna er unglingurinn nefnilega
oft og einatt í ógáti alinn upp í
þeirri trú, að til þess að gera til-
veruna sæmílega, verði að vega
upp vinnustundirnar með álíka
mörgum tómlætisstundum. En með
því móti ætti íslendingar að geta
eignast eftir nokkurt skeið heilan
hóp manna með svipuðu innræti
og Magnús sálarháski, sem helst
vildi slæpast sex daga vikunnar
og hamast þann sjöunda, þegar
ekki var annars kostur.
II.
Hin sanna starfsgleði virðist
vera nálega jaíngömul mannkyn-
inu. Ritningin segir oss, að drott-
inn hafi að lokinni sköpun al-
heimsins hvílst, og litið með á-
nægju yfir hið mikla afrek, sefn
bann hafði unnið. Á því augna-
bliki mun starfsgleðin vera til orð-
in. Háleit og einföld sveif hún
á sörnu stundu út í geiminn, til
þess að stíga þaðan niður til mann-
annai erfingja veraldarinnaf. —
Og síðan hefir hún fylgt mann-
kyninu alt til þessa dags. Hún
hefir einkum valið sér þá menn
til fylgdar, sem ræktu starf • sitt
með auðmýkt og lítillæti, en hún
hefir einnig slegist x för með þeim,
sem fóru geyst, báru höfuð hátt
og horfðust í augu við tvísýni og
örðugleika. — Launum sínum hef-
ir hún aldrei útbýtt á strætum úti
r.é hengt þau á menn eins og
sýndarmerki. Þeirra er miklu
fremur að leita í hinum rólega
andardx-ætti bóndans eftir heitan
og þungan erfiðisdag, brosi
skáldsins, sem hefir lokið við að
fága síðustu ljóðlínuna í nýorktu
kvæði, eða gleðitárum móðurinn-
ar, sem sér barn sitt verða að nýt-
um manni, eftir alla þá örðugleika,
sem hún hefir lagt á sig fyrir það.
— Eg get ekki stilt mig um að
minna í þessu sambandi á merki-
lega sögu, sem sýnir oss fórnfýsi
og starfsgleði í einna göfugastri
mynd.
Það var árið 1854, þegar Krím-
stríðið. geysaði, þar sem Englend-
ingar, Frakkar og Tyrkir höfðu
tekið höndum saman móti Rúss-
um. Bandamannaherinn vann
hvern stórsigurinn á fætur öðrum,
en hermenrirnir lágu særðir á víg-
vellinum og í herbúðunum, án þess
að nokkuð verulegt yrði gert til
þess að hlynna að þeim og lina
þrautir þéirra. — Þá kom Florence
Nigthingale til sögunnar, hin á-
gæta kona, sem telja má e. k;.
móður Rauða kross hjúkrunar-
stárfseminnar. Henni hugkvæmd-
ist að bjóðast til að fara alla leið
frá Englandi til vígstöðvanna með
hóp kvenna, sem gerst höfðu sjálf-
boðaliðar, til þess að hjúkra særð-
um hermönnum, sem biðu dauðans
austur við Svartahaf. Ástandið á
Krím gerbreyttist við komu þeirra.
í bréfum, sem særðir hermenn
skiifuðu heim til Englands, líktu
þeir Florence Nightingale við
engil liknseminnar. Frá morgni til
kvölds vann hún baki brotnu og
sá urn, að skipanir læknanna væri
fi-amkvæmdar tafarlaust. Á næt-
urnar gekk hún milli sjúkrabeðj-
anna með náitlampa sinn í hend-
inni, og hvarvetna fylgdi henni
hughreysting og uppörvun. Enn í
dag minnast ekki einungis Eng-
lendingar, heldur og allar þjóðir,
hins mentaða heims, með aðdáun
og virðingu ,,konunnar með lamp-
ann“, sem vegna starfsgleði og
fórnfýsi varð fær um að bjarga
fjölda mamxslífa og markaði með
starfsemi sinni tímamót í hjúkr-
unarsögu mannkynsins.
Vér íslendingar erupx vafalaust
sú þjóð, sem stendur einna best
að vígi til þess að geta varðveitt
sanna starfsgleði. í öðrum löndutn
er vélamenningin sem óðast að
þurka út þá íhugun og það vit,
sem sýnist gera verkleg stöi'f
mannsins einhvers virði. Þar
stendur sarni maður í sömu spor-
um í verksmiðjunni, við sama hjól-
ið, án þess að sjá nokkurntíma
upphaf eða endi þess verks, sem
hann vinnur að. Hann á ekki nema
lítinn hluta þess, og auk þess er
það vélin, sem hann stýrir, en ekki
hann sálfur, sem vinnur þann litla
skerf, sefn hann leggur til heildar-
smíðinnar. — Þar er hinni á-
sköpuðu sérhæfingarhvöt einstak-
lingsins fullnægt með það eitt fyr-
ir augum, sem mestu sé af-
kastað án verulegs tillits til upp-
byggilegrar þroskunar hans. Þrátt
fyrir alt er star.fsgleðin svo mátt-
ug, að allflestir verksmiðjumenn
una sæfnilega hver við sína vinnu.
Ef slíkt er borið saman við
starfssvið flestra Islendinga, þá
er munurinn geysi-mikill. — Uppi
í sveit verða bændur að hafa auga
á hverjum fingri, til þess að geta
áttað sig á öllum þeim margvís-
legu störfum, sem kalla að. Og
margir þeirra hafa til skamms
tíma getað tekið undir með skáld-
inu, sem kveður:
Löngum var eg læknir minn,
lögfræðingur, prestur,
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.
Þessi eina staka veitir heila inn-
sýn i ævikjör gáfaðs, íslensks al-
þýðumanns fyrir nokkurum árum.
En sérskólar vorir og verka-
skifting sú, sem farið er að brydda
á hér á landi, færir oss heim sann-
inn um það, að eftir nokkurn tíma
muni orð skáldsins í vísunni, sem
eg tók upp, hljóma í eyrum manna
eins og gamalt ævintýri.
— Heima á ættaróðalinu, þar
sem jarðvegurinn bíður eftir rjekt-
un, eru fyrirheit um ríkulega
starfsgleði, ef menn brestur ekki
áhuga og þiæk til að erja jörðina
og hjálpa grasinu til að gróa.
Alt þetta land er óðal ungmenna-
félaga vorta. Og þau virðast líka
muna öðrum betur þessi orð Ara
fróða, er hann lýsir landi voru um
það leyti, semi það tók að byggj-
ast: ,,í þann tíþ vas Island viþi
vaxit miþli fjallz oc fjöro“.
Þau ætla sér að vísu ekki þá
dul, að klæða alt landið skógi á
ný, en einn þátturinn í starfseimi
þeirra er bundinn við ræktun, og
umfram alt friðun þeirra skógar-
leifa, sem enn þá eru varðveittar.
Frá því merkilega sjónarmið'i
mega ungmennafélögin kallast
hjúkrunarlið þessa nakta og
brjóstruga lands, enda eru það
þau, sem eiga að erfa landið.
III.
Ef litið er á helstu afrek þjóð-
ar vorrar að fornu og nýju, þá
er enginn vafi á því, að þau munu
drýgst, sem menn hafa unnið með
gleði og af einskærri þörf. íslend-
xngasögurnar eru einhver skýrasti
votturinn. Þær hafa ekki einung-
is verið ritaðar án tillits til nokk-
urrar verulegrar þóknunar, heldur
af slíkri auðinýkt, að höfundarnir
liirtu ekki um að láta nafns síns
getið. Þeir hafa þótst fá nægilega
laun fyrir starfa sinn af verkinu
éinu saman.
Ungnxennafélagar þessa lands
eiga að vera þeir, sem kenna
mönnum að vinna með ánægju og
bera hugðarefni sín fram til sigurs.
Þeir eru, hvoi-t sem er sjálfboða-
1927
Endurbæturnar á Buick gerð 1927 eru meiri en nokkru sinniáðurog
þó hefir verðið lækkað. Þeir sem vilja fá sér það besta sem til
Iandsins flyst á sviði bifreiðanna kaupa Buick. Allar upplýsingar við-
vikjandi hinum nýju endurbótum eru ávalt til reiðu hjá okkur undir-
rituðum.
Master Buick 7 farþega opin kr. 9400,00.
Standard — — — — — 7600,00.
Ofanskráð verð er fyrir bifreiðarnar uppsettar í Reykjavík.
Aðálumboðsmenn á íslandi
Jóh. ÚMsson & Co. Seykjavik.
Þeir sem eru fastheldnir á það
gamla, len þeir hafa vanið sig á
fara á mis við alt sem er betra.
Kaupið næst cigarettur pakkaðar
í blátt og hvítt.
Kaupið B. B.
0
liðar, því að starf þeirra er að
heita má tómstundavinna og hvíld-
ardaga. —
Öllum arðinum af vinnu núver-
andi félagsmanna má deila í tvent:
sýnilega gagnsemi og gleði. —
Gagnsemina erfa óbornar kyn-
slóðir mestmegnis, gleðinnar af
starfinu njóta þeir, sem leggja
sjálfir hönd á plóginn.
— Sú var fyrrum trú manna,
að hver einstaklingur ætti sér
verndarvætti eða fylgju. — Þess-
ar vættir voru alla-jafna ósýnileg-
ar, en birtust þó stundum ófresk-
um mönnum og þótti venjulega
vita á stórtíðindi.
Laxdæla segir, að þegar Þor-
gils Hölluson reið í síðasta sinni
til alþingis, þar sem hann var veg-
inn að undirlagi Snorra goða, þá
hafi þeir félagar séðj stórvaxjna
konu ganga á móti sér, „er þeir
kórnu í hraunit at Völlum. Þor-
gils reið i moti henni, enn hon
veik undan, ok kvað þetta:
„Kosti fyrðar,
ef framir þykkast
ok varist við svá
vélum Snorra;
engi mun við varast;
vitur er Snorri.“
Síðan gekk hon leið sína. Þá mælti
Þorgils: „Sjaldan fór svá, þá er
B ARNAFAT A VERSLUNIN
á Klapparstíg 37. Nýkom-
ið telpu og drengja peysur.
vel vildi, at þú færir þá af þingi,
er ek fór til þings.“ —
Hollvætti ungmennafélaga ís-
lands verður ekki valið sannara
nafn en „starfsgleði", hvort sem
þau berjast fyrir andlegum mál-
efnum eða verklegum framkvæmd-
um. Ef feigðarmörk taka að sjást
á félagsskap yðar, mun þessi
góða væt'tur yfirgefa yður með:
hi-yggu yfirbi-agði, eins og fylgja
Þorgils Höllusonar hlaut að yfir-
gefa hann undir dauðann — og
leita í aðra átt.
— En ef ungmennafélagsskap-
urinn á hér enn þá langt líf fyrir
höndum, eins og ætla má, munu
skygnir menn sjá léttstíga dís S
fararbroddi yðar, glaða í bragði
og berandi háreist og glæsilegt
merki. Og þeir munu heyra rödd,
sem hvíslar: „Undir þessu merki
skaltu sigur vinna“.
Sigurður Skúlason,
stud. mag.