Vísir - 24.02.1927, Side 3
VlSIR
greipum mér með vifilengjum
og aukaatriðum.
Um bæði þrætuatriðin bera
jbréfin best vitni. f bréfi Sís frá
4. nóv. 926 stendur: „Áður en
vér tökmn afstöðu til þessarar
uppástungu ....“. Hér er það
hreint og beint sagt að Sís þiggi
ekki að svo komnu tilboð N.
H., eins og það lá fyrir, mn við-
•skifti, eða, eins og bréfritarinn
segir, taki ekki afstöðu. þetta er
hverjum skynbærum manni,
sem bréfið les alveg augljóst.
J?að lá fyrir viðurkent tilboð frá
N. H. og ef þvi tilboði hefði
verið tekið með viðeigandi sam-
þykki frá Sis, var samnings-
hundið verslunarsamband þeg-
ar myndað milli félaganna. En
þetta var elcld gert, Sis þáði ekki
umboðið. pað þarf ekki að telja
mönnuin neina trú um að svona
sé, bréfið sýnir það sjálft og
kringum það verður ekki kom-
ist, þvi það er ekki véfengt að
eftirritið sé rétt.
pað er þvi fullsannað að stað-
hæfing min um þetta atriði var
rétt.
þá komum við að hinu þrætu-
atriðinu. A. K. viðurkennir að
hak við liina bréflegu fyrir-
spurn Sís hafi legið ótti við
það að N. H. mundi selja N. &
O. með lægra verði en Sís. Hann
virðist og viðurkenna það sem
raunar er alkunna, að það sé
óheiðarleg verslunaraðferð að
selja, að öðru jöfnu, með mis-
munandi verði, eftir þvi við
hvem er skift. Til þess að reyna
nú að komast hjá því, að lála
það líta svo út, að di'óttað hafi
verið slíkum ólieiðarleik að N.
H. i bréfi Sís, kemur hann nú
með þá útskýringu og afsökun,
að þvi er virðist, að ekki hafi
staðið jafnt á með viðskifti N.
H. við N. & O. annarsvegar og
Sís hinsvegar. En N. & O. segir
hann að hefðu fyrst um sinn
orðið stærri lcaupendur en Sís
og þvi eðlilegt og ekkert óheið-
arlegt af N. H. þótt það gæfi
N. & O. betri lcjör. petta kveðst
hann liafa átt við og viljað fyr-
irbyggja, en alls ekki hafa meint
að N. H. mundu reka óheiðar-
lega verslun.
J?etta hefðu nú verið nógu
þægilegar bakdyr til að smjúga
út um, þegar i óefni var komið,
ef A. K. hefði ekki sjálfur verið
húinn að harðloka þeim áður.
1 niðurlagi margnefnds bréfs
frá Sís er það beinlínis sagt, að
Sís muni hvorki þurfa meira né
minna en 250 smál. næsta vor,
ef til verslunar komi. N. & O.
munu hafa flutt inn um 200
smál. árið 1925 og um 300 smál.
1926 (seldist þó ekki alt á ár-
ínu). En Sís ætlar, eftir þvi sem
bréfið segir að byrja viðskifti
sín við N. H. með þvi að kaupa
inn 250 smál. Af þessu er auð-
sætt að það ætlaði sér að yfir-
taka verslunina að mjög miklu
leyti, eða, að úr áburðarverslun
N. & O. hefði minsta kosti hlot-
ið að draga svo mikið að það
hefði, eftir þessum plöggum að
dæma, orðið minni viðskiftaað-
ilji en Sís. Með þessu er fullkom-
lega sýnt og sannað að sú eina
útskýring sem A. K. vill draga
úr aðdróttuninni með og getur
gefið, er bláber fyrirsláttur og
akkert annað. þessi hugsun, sem
bann nú vill láta hafa legið bak
við fyrirspurnina, sýnir hin
stóra pöntun í enda bréfsins, að
gat með engu móti átt sér stað.
Bréfið sýnir þvert á móti að Sís
stóð betur að vigi gagnvart N.
H. hvað vörumagnið snerti
heldur en N. & O.
pegar þessi spilaborg A. K. er
hrunin, rís upp sá sannleikur á
rústum hennar, að verslunarað-
staða Sís gagnvart N. H. var
minsta kosti að engu leyti lak-
ari en N. & O. Mismunandi verð
og skilmálar frá N. H. við
þessi tvö félög hefði því verið
óheiðarleg verslun, en þar sem'
A. K. viðurkennir það nú sjálf-
ur, að bak við fyrirspurnina i
bréfinu liggi ótti við það, að N.
& O. nái betra verði lijá N. H.
en Sís, er alveg augljóst orðið,
að i fyrirspurninni hggur að-
dróttun til N. H. um ófieiðar-
leik i viðskiftum — hvort sem
þetta fiefir orðið viljandi hjá
bréfritaranum eða ekki. J?annig
virðist og N. H. hafa skilið
þessa setningu bréfsins, eins og
eg hefi áður sýnt fram á, því að
það tekur svo djúpt í árinni, að
það segir beinlínis að það kæmi
i bága við heiður sinn og álit
ef það gæfi sig inn á þesskonar
\erslun, sem þvi skilst að Sis
væni það um.
petta olli þvi að N. H. kipti að
sér hendinni og Sís varð af um-
boðinu i bráðína.
Að fyrirspumin i bréfinu er
klaufaleg og tryggir ekki Sís á
neinn hátt fiefi eg áður sýnt.
Nú liggja þessi tvö þrætuefni
bæði Ijóst fyrir og eins og þau
gerðu þegar er bréfin höfðu ver-
ið birt. A. K. virðist líka áhta að
þau hafi slegið óþarflega mikilh
birtu yfir málið.
Eg vil ekld drótta neinu óheið-
arlegu að A. K. né móðga hann
frekar en aðra menn. En i þessu
sambandi kemst eg ekki fijá þvi
að láta mér detta i hug hvað
fiáttur manna og dýra getur oft
verið líkur. þegar refnum þyk-
ir of bjart yfir, þyi'lar hann upp
^mjöllinni og býr til blindliríð, til
þess að geta veitt rjúpurnar. A.
K. þykja bréfin slá of miklu
Ijósi yfir málið, notar sömu
liemaðaraðferð — en virðist að-
allega blinda sjálfan sig.
pótt A. K. kunni nú sér til
gamans að þyrla upp nýjum
reyk utan um þessi deiluatriði
okkar, sem þó eru alveg aug-
Ijós, mun eg ekki nenna að
blása á þann reyk oftar.
Rvík, 22. febr. 1927.
Hermann Jónasson.
Ath. Deilu þessari er nú lolc-
ið í Vísi. Ritstj.
frá Vtt-lslidiiuni.
jóhannes Jósefsson,
glímukappi, er fyrir nokkum
kominn aftur til Vesturheims,
en hann var, eins og kunnugt er,
að sýna listir sýnar í Erakklandi
og pýsklandi í haust og fyrri
part vetrar.
Mannalát.
pann 1, jan. þ. á. andaðist i
Langrath í Manitoba, Magnús
BARNAFAT A VERSLUNIN
á KLapparstíg 37. Skírnar-
kjólar kornnir aftur.
Kaprasíusson, fæddur hér í
Reykjavík þ. 22. des. 1857. Var
faðir hans póstur um nokkurra
úra skeið mihi Reykjavíkur og
Keflavikur. — Magnús fluttist
vestur um haf 1892 og settist að
i Argylebygð, hjá systur sinni,
Guðrúnu að nafni. Kona Magn-
úsar var Guðný Jónsdóttir frá
Bæ i Andakilshreppi i Borgar-
fjaðarsýslu, og lifir hún mann
sinn ásamt einni dóttur.
Jakob Nesbit, sonur Jens Mýr-
dals og konu hans, andaðist ný-
lega i Winnipeg. Jakob var 17
ára, fæddur á Akureyri.
Brynjólfur porláksson,
organisti, kom til Winnipeg i
janúar. Hafði hann þá dvahð
síðan i ágúst í fyrra við söng-
kenslu i Norður-Dakota.
Lík Odds sál. Hermannssonar,
skrifstofustjóra var, samkv.
tilkynningu frá sendih. Dana,
sent frá Kaupmannahöfn með
Gullfossi sl. þriðjudag. — Var
fialdin sorgarguðsþjónusta i
Holmenskirkju, áður en hkið
var flutt á skipsfjöl. Síra Hauk-
ur Gíslason stýrði guðsþjónust-
unni og fjöldi íslendinga tók
þátt i líkfylgdinni, þ. á. m.
Sveinn Björnsson sendiherra.
Veðrið í morgun.
Frost um land alt. í Reykja-
vík 6 st., Vestmannaeyjum 1,
ísafirði 5, Akureyri 10, Seyðis-
firði 1, Grindavik 6, Stykkis-
hólmi 7, Grímsstöðum 12, Rauf-
arhöfn 8, (engin skeyti frá Hól-
um í Hornafirði, Tynemouth og
Hjaltlandi), Færeyjum 1, Ang-
magsalik 11, Kaupmanna-
fiöfn 1, Utsira 5, Jan Mayen -f-
3 st. — Mestur hiti hér í gær -4-
2 st., minnstur -4- 6 st. Djúp
lægð um 1000 km. suðvestur af
Reykanesi, sennilega á norður-
leið. Suðlæg átt i Norðursjó. —
Horfur: Suðvesturland og Faxa-
flói: I dag austlæg átt, vaxandi
með kvöldinu. í nótt hvessir
sennilega á suðaustan. Breiða-
fjörður og Vestfirðir: í dag stilt
veður og i nótt vaxandi austan-
vindur. Norðurland, norðaust-
urland og Austfirðir: í dag stilt
veður og úrkomulaust. I nótt
austlæg átt. Suðausturland: í
dag: Hægur norðan. I nótt: Vax-
andi austanvindur.
Háskólafræð&la.
Dr. Kort K. Kortsen flytur í
dag i háskólanum kl. 5—6 fyrir-
lestur um nútímabókmentir
Dana. Aðgangur ókeypis fyrir
alla.
Hjónaefni.
Trúlofun sína opinberuðu
fimtudaginn 17. þ. m. ungfrú
Ásta Oddsdóttir (Jónssonar
hafnarfógeta) og Carlo Jensen,
tannlæknir.
bifreiðagúmmí hefur lækkað stórkostlega í verði.
dekk Cl. 30X3-1/* kr. 45 00 Slöngur kr. 9.00
31X4 — 5600 — — 12 00
ss 31X4 — 70 00 — — 1200
— — 32X4—V* — 95 00 , — — 15 50
— — 33X4-72 — 98.00 — — 15.50
— 33X5 — 107.00 — — 19.50
30X5 — 105 00 — — 18.00
— — 35X5 — 125.00 — — 21 00
Ballon dekk 29X4,40 — 52.00 — — 9.00
— 30X4,95 — 73.00 — — 1300
— 32X5,77 — 10500 — — 13 50
— — 33X6 — 112.00 — — 15.00
Aðalumboðsmenn á íslandi
Jóh. ðlaisson & Co. Reykjavlk.
Guðm. Kamban
hefir framsagnarkveld i Nýja
Bíó kl. 7% síðd. á morgun. Að-
göngumiðar kosta 2 kr. og fást
i bókaverslunum og við inn-
ganginn.
Fermingarstúlkur
frikirkjusafnaðarins eru af
sérstökum ástæðum beðnar að
koma til spurninga kl. 5 á laug-
ardag, en ekki á morgun, eins
og venja er.
Verslunarmannafél. Rvíkur
heldur fund annað kveld ld.
8% í Kaupþingssalnum. — Ýms
félagsmál á dagskrá.
Leikhúsið.
Munkarnir á Möðravöllum
verða leiknir annað kveld. Að-
göngumiðar seldir með lækk-
uðu verði.
Leiðrétting.
I auglýsingu frá hf. F. H.
Kjartansson & Co., sem stóð í
Vísi i gær, hafði af vangá verið
sett myndamót af reikningsvél
i stað ritvélar, sem auglýsingin
hljóðaði um.
Timburskip
er nýkomið til Árna kaupm.
Jónssonar,
Kristín Sigfúsdóttir: Óskastund-
in. 4,00, ib. 6,00.. Höf eykur
enn hróður sinn.með þessum
undurfagra ævintýraleik.
Kynjaborðið, gullasninn og kylf-
an í skjóðunni. 3,00. — Mun
hvervetna velcja fögnuð með-
al þeirra, sem hún er ætluð,
eldd síst vegna htmyndanna.
Lie, John: Egill á Bakka. 1,00,
ib. 2,50. Ágæt saga handa
börnum.
Botnia
kom til Leith í gær um há-
degi.
Suðurland
fór til Borgarness í morgun.
Njörður
kom frá Englandi í nótt.
Af veiðum
kom Ólafur í nött og Snorri
goði i morgun.