Vísir - 16.03.1927, Side 3
VISIR
Ef þið viljið fá sterka, fallega og ódýra farþega eða flutninga
bifreið, þá kaupið Ghevrolet. — Chevroiet bitreiðarnar hafa verið
endurbættar á þesau ári meira en nokkru sinni fyr. Svo nú fáið þið
fcefri Chevrolet fyrir minna en áður, þrátt fyrir endurbæturnar.
Verð á Ghevrolet hér á staðnum:
5 farþega opin bifreið (Standard) kr. 3400.00
.5 — — — (Sport)
5 — lokuð — (2ja dyra)
5 — — — (4-ra dyra)
Vöruflutniogabifreið (Truck)
— (x/a tons)
Vöruflutninga og farþegabifreið
sem hægt er að skifta um yfir-
„byggingu á, á nokkrum mtnútum
390(1 00
4500.00
4900 00
3200.00
2650.00
— 3600 00
r. jóta sín til fulls. Árlega týnast
tugir íslendingu. í hringiSu stór-
borgarinnar, fjöldi þeirra, sem til
Danmerkur fara, eiga ekki aftur-
kvæmt til íslands. Þeir týna máli
og siiSvenjum og þar viS bætist,
s. ö ýmsir eiga erfitt uppdráttar í
framandi landi, þar sefn flest er
þeim óhagstætt og ókunnugt, aö
minsta kosti fyrst i stað. Öflug
safnaöarstarfsemi gæti bætt mikiö
úr þessu, menn eiga liægara meö
aö tala utn vandamál sín viö prest-
inn sinn en viö einhvern algerlega
ókunnugan mann, og ef til vill út-
lending í þokkabót, presturinn á
hægara með að leiðbeina og leiö-
rétta en flestir aörir, en bent hef-
ir verið á, hvílíkur styrkur guðs-
þjónustugerðin er fyrir málið og
samheldnina í þessari litlu íslensku
nýlendu.
L. S.
AHar upplýsingar og bækur raeð myndum um Chevrolet, fáþeir
vsem óska, hjá okkur undirrituðum.
Aðalumboðsmenn á íslandi
Jóh. Ólaísson & Co. Reykjavik.
urnar bláar og bólgnar. Svo var
fariö aö afklæða hann, og þá kom
nú sjónin til, fætumir í einum
bólgustokk upp á miöja leggi, sem
hjaðnaöi niður að mestu eftir sól-
arhring, en sárin og tæmar voru
nákvæmlega meö sömu ummerkj-
um þegar hann kom og þegar hann
fór, og leyndi sér lítt að tærnar
væm dauðar, enda álitu það fleiri,
sem' sáu drenginn, svo hrestist
hann fljótt, eftir aö hann var bú-
inn að fá volgt ofan í sig, svo
hann gat farið að borða, og eftir
3—4 tíma var farið að hafa á hon-
iim fataskifti og verka af honum
■ójjokka, sem á honum var. En alt
kveldið var á honum rutl, og um
nóttina svaf hann sama sem ekk-
©rt, en eftir það sýndist mér hon-
um líða eftir vonum.“
Drengurinn var síðan fluttur til
læknis, og allar tær teknar af báð-
um fótum, og fremsti hluti nokk-
urra ristarbeina, og.var hann ekki
gróinn sára sinna fyrr en um nýár.
Bæði hjónin höfðu barið barnið
og húsbóndinn tvívegis hýtt hann
með hrísvendi. Hann hafði horast
og óþrif komið á hann á Reykjar-
hóli, og í eitt sinn var mat haldið
fyrir honum í refsingarskyni.
Hjónin voru dæmd í undirrétti
iil þess að sæta 5 daga fangelsi
við vatn og brauð, hvort um sig.
Ennfremur til þess að greiða
sjúlcrakostnað drengsins með kr.
388.85, og allan málskostnað.
Dómur hæstaréttar var á þá leið,
a8 hin ákærðu voru dæmd til þess
að sæta 2svar sinnum fimm daga
fangelsi við vatn og brauð. Þeim
var og gert að greiða allan legu-
kostnað drengsins og allan kostn-
að sakarinnar, þar á meðal 120 kr.
til hvors, sækjanda og verjanda
í Hæstarétti. Dregnum voru eng-
ar örkumlabætur dæmdar, með því
RÖ eigi hafði fram komið krafa
þaö frá réttum hlutaöeigönd-
um (forráöamanni eöa móöur
ÍMUis).
11101
í Kaupmannahöfn.
Islenski söfnuöurinn i Kaup-
mannahöfn hefir nú starfaö á ell-
efta ár. 1 fyrra voru tiu ár liöin
síöan forstjóri safnaöarins og
prestur, sr. Haukur Gíslason, pré-
dikaöi i fyrsta sinn á íslensku fyr-
ir íslendinga, sem búsettir eru í
Höfn. Fyrstu sporin voru smá, og
um verulegt safnaöarlif hefir
einkum veriö aö ræöa nú síöustu
árin. En ávöxturinn af starfi sr.
Hauks hefir oröiö framar öllum
vonum, þegar tekiö er tillit til
þess, aö starfiö er vandasamt, og
að hann hefir sáralítils stuðnings
notiö aö heiman.
Það er alsiða erlendis, aö söfn-
uðir þjóöbrota i stórborgum séu
studdir frá heimalandinu eöa
kirkjufélögum þar. íslenska kirkj-
an hefir enn eigi fundiö ástæöu
til þess að styöja þessa safnaöar-
starfsemi, þó fullyröa megi, aö
hún hafi komið aö svipuöum not-
um og önnur slík starfsemi til viö-
halds og eflingar máls- og þjóö-
i-æktartilfinningu þeirra, sem lang-
vistum dvelja að heiman. Þaö verö-
ur ekki um þaö deilt, aö guös-
þjónustugerö á móöurmál(inu er
mikils viröi, ekki einasta fyrir þá
sem guðræknir eru, heldur og fyr.
ir alla menn, sem kirkju sækja,
hvaöa ástæöu, sem þeir nú kunna
aö hafa til þess. Það hefir og sýnt
sig í Höfn, að guðsþjónustur sr.
Hauks eru mjög vel sóttar, og
sjálfsagt eru þær mörgum til á-
nægju og uppbyggingar, en fyrir
ailan þorra fólks eru íslensku guös-
þjónusturnar dýrmætastar sökum
móöurmálsins í söng og ræöu.
Nú mun kunnugt oröiö, að sr.
Haukur Gíslason fer fram á þaö
viö fjárveitingarvaldiö heima, aö
honum veröi veittur einhver lítil-
fjörlegur styrkur til safnaöarstarfs
síns. ÞaÖ má ekki dragast öllu
lengur að styrkja þetta islenska
menningarstarf, svo þaö megi
□ EDDA Llstl þjá S.-. M..
Föstuguðsþjónustur í dag.
1 dómkirkjunni kl. 6, cand.
theol. Sigurbjöm Á. Gíslason.
1 fríkirkjunni hér kl. 8, síra
Friðrik Friðriksson
í adventkirkjunni kl. 8, síra
O. J. Olsen.
Veðrið í morgun.
Hiti itm land alt. í Reykjavík
4 st., Vestmannaeyjum 5, Isafiröi
2, Akureyri 4, Seyðisfirði 4, (eng-
in skeyti úr Grindavík), Stykkis
hólmi 2, Grímsstöðum o, Raufar-
höfn 1, Hólum í Homafiröi 5,
Færeyjum 7, Angmagsalik 2
Kaupmannahöfn 3, Utsira 3, Tyne-
mouth 4, Hjaltlandi 7, Jan Mayen
- 2 st. Mestur hiti í gær 6 st.,
minstur 3 st. tJrkoma 1,5 mm.
Grunn lægð yfir íslandi og fyrir
suðvestan land. Hægur sunnan i
Norðursjónum. Horfur: í dag
hægur sunnan. 1 nótt suðaustlæg
átt. Faxaflói og Breiðafjörður: I
tíag gott veður. í nótt suðaustlæg
átt. Vestfirðir: í dag og nótt:
Hægviðri, dálítil snjókoma. —
Norðurland og norðausturland: I
aag og nótt hægviðri. Skýjaö loft
og dálítil úrkoma. Austfiröir, suö-
austurland: í dag hægviöri. Dá-
lítil rigning. í nótt hægur sunnan.
Vegna jarðarfarar
Forbergs landssímastjóra veröa
allar símastöövar lokaöar í fimm
mínútur á morgun, kl. 16.30—
rá-35-
Háskólafræðsla.
I kveld flytur prófessor Ágúst
H. Bjamason erindi um trú og
vísindi á venjul. stað og tíma.
Allir velkomnir.
Innbrotsþ j óf naður
var fraininn á fjórum stöðiun
hér í bænum í fyrrinótt, en ekki
þremur, þ. e. i íshúsinu, sölutum-
imun, Málaranum og Gefjunni i
Bankastræti (en ekki í Herkastal-
anum).Tveir unglingar frömdu öll
innbrotin og náöi lögreglan þeim
í gær. Þeir hafa áöur gerst sekir
um svipuð afbrot, og sitja nú í
varðhaldi.
Gullfoss **
fer til útlanda í kveld. Meöal
farþega veröa: Magnús dýralækn-
ir Einarson, Björgúlfur Stefáns-
son, kaupm., Mogensen lyfsali.
Viggó Sigurösson frá Isafirði,
ungfrú Helga Thorberg, Guörún
Árnadóttir, Ingibjörg Bjarnadótt-
ir, Þorsteinn Gunnarsson, fyrrum
lögregluþjónn, og nokkrir útlend-
ingar.
Af veiðum
eru nýkomnir: Draupnir, Geir
og Gylfi.
Fréttir
af 3. og síðasta íþróttakvöldi
í. R. bíöa næsta blaðs.
Skipafregiiir.
Gullfoss fer héðan í kvöld.
Goðafoss fór frá Hull í gær, á
leið til Hamborgar.
Lagarfoss fer frá Akureyri í dag
áleiöis til útlanda.
Brúarfoss fór frá Leith um há-
degi í gær.
í Grindavík
eru hlutir orðnir 200—400, eöa
um 300 að meðaltali. Allur hefir
fiskurinn veiðst á lóðir, og hefir
verið fremur stutt róið.
L. F. K. R.
lieldur fund fimtudag 17. ld.
8 siðd. á Skjaldbreið. Fimd-
arefni: Ýms mikilsvarðandi fé-
lagsmál. — Mánaðarritið. —
Frú Guðrún Ágústsdóttir syngur
einsöng. Gestur á fundinum
verður frú Kristín Sigfúsdóttir
skáldkona. Félagskonur mega
taka með sér gesti.
Aðalfundur > .
Kvenréttindafélagsins verður
haldinn næstk. föstudagskveld
kl. 8i Kirkjutorgi 4. — Mörg
áriðandi mál á dagskrá, 6tjóm-
arkosning o. fl. — Áríðandi að
félagskonur mæti.
Dauðar rjúpur.
Eins og kunnugt er, var mjög
mikið um rjúpur í mörgum
sveitum liér sunnán lands í vet-
ur. Flyktust þær suður yfir liá-
lendið, er frosthörkur og mikla
snjóa gerði viða um Norður-
land sneinma vetrar ,og tóku
sér bólfestu í uppsveitum sunn-
an hálendisins. Sögðu menn þar
um sveitir, að þeir hefði ekki
séð slíkt rjúpna-ger um langt
skeið, enda voru þær þá slcotn-
ar miskunnarlaust. Nú kemur
sú fregn aUstan úr Biskupstung-
um, að dauðar rjúpur hggi þar
um allar jarðir, svo að mörgum
hundruðum skifti, en ekki vita
menn hvað muni hafa orðið
þeim að fjörlesti.
Leikfimi Mentaskólans.
Ummæli þau, sem „Gamall for-
kólfur“ hefir eftir hr. Jóni Ófeigs-
syni yfirkennara, í Vísi í gær, eru
ekki rétt greind. Hann kvað svo
aö oröi í ræöu sinni, að stundum
kæmi ekki nema einn fjóröi náms-
manna 1 efri bekkjum í leikfimi,
cg oft ekki nema helmingur.
Afmaeli.
Nýlega átti 85 ára afmæli prests-
ekkjan Ragnhildur Gísladóttir,
(ekkja síra Kjartans Jónssonar)
frá Skógum, til heimilis á Ránar-
götu 33 hér í bæ.
Nýr iðnaður.
H.f. Efnagerö Reykjavíkur hef-
ir fengiö vélar til aö búa til flór-
sykur. Þeim hefir nýlega veriö
Aðalfundup
hlutafélagsins „Völundur" verð-
ur haldinn á skrifstofu félags-
ins, Klapparstíg 1 í Reykjavík,
fimtudaginn 31. mars 1927, kl.
3 e. h.
Dagskrá samkv. 11. gr. fé-
lagslaganna.
Lagabreyting.
peir sem ætla sér að sækja
fundinn, verða að sýna hluta-
bréf sín á skrifstofu félagsins,
að minsta kosti þrem dögum
fyrir fund.
Félagsstjórnin.
Nafnið á langbesta
Skóáburðinum
er
Fæst í skóbúðum og versluiium
komiö fyrir og eru nú teknar til
starfa.
Lokadansleik
heldur í. R. í Iönó í kveld kl.
9)4. Allir félagar velkomnir. Að-
göngumiðar seldir í Iönó í allan
dag. Sími 12.
Meðal farþega,
sem hingaö komu á Nóvu í
gær, voru: Síra Helgi Hjálmars-
son, S. Guöjohnsen, Jón Björns-
son, Þórshöfn, Guðm. Friöjóns-
son, Sandi, Ragnar Ólafssou,
Anton Jónsson, læknisfrú Hans-
ína Benediktsdóttir á Sauöárkróki
og dóttir hennar, Dariíel Daníels-
son, Sauöárkróki, frú Kristín Sig-
fúsdóttir, Jakob Karlsson, Björn
Magnússon, Isafirði, Guöm. T.
Hallgrímsson læknir og frú hans,
Pétur Eggerz, Jón Árnason, Theo-
dór Friöriksson, síra Jakob Krist-
insson o. fl.
Áheit á Strandakirkju,
afhent Vísi: 5 kr. frá N. N., 'í
kr. frá ónefndum, 5 kr. frá ó-
nefndri konu, 5 kr. frá G. B. í
Hafnarfirði, 3 kr. frá N. N., 2 kr.
frá Hafnfiröingi.
Gjafir
til drengsins á Sauðárkróki, afh.
Vísi: 1 kr. frá Bjarna Einarssyni,
3 kr. frá G. 1., 1 kr. frá Böddu.
Maðurinn,
sem bjargaöi drengnum úr höfn-
inni í gær, er beöinn aö gefa sig
fram viö Sighvat Brynjólfsson,
tollþjón.
GENGI ERL. MYNTAR.
Sterlingspund ........ kr. 22.15
100 kr. danskar .........— 121.64
100 — sænskar .... ,—, 122.24
100 — norskar — 119.35
Dollar ................ — 4.57
100 frankar franskir «— i8.oé
100 — svissn. „... — 88.oé
100 lírur .............r-, 20.92
100 pesetar — 79.35
100 gyllini ------------ — 183.M
100 mörk þýsk (gull). — 108.3Í
100 belga —