Vísir - 28.03.1927, Síða 2

Vísir - 28.03.1927, Síða 2
V iSi K Útsæðisjarðepli Kerr’s Piak (Eyvindor) koma 7. apríl. Kaupendur gjöri svo vel að tilkynna pantanir sem fyrst. Símskeyti Khöfn 26. mars. FB. Bretar og Bandaríkjamenn hafa í hótunum við Kínverja. Símað er frá London, að stjórn- irnar í Englandi dg Bandaríkjun- um hafi hótað Cantonstjórninni því, að láta hefja skothríS á Nan- king, ef útíendingar þeir, sem i borginni eru, verði ekki fluttir óáreittir til herskipa Bretlands og Bandaríkjanna þar. Chiang Kai- shek hefir lýst yfir því, að sér mis- líki framferöi Cantonhennanna í Nanking, og hefir beðið um frest til morguns, til þess að svara Bret- landi og Bandaríkjunum. Mannfall hvítra manna í Kína. Símað er frá Tókíó, að þær fregnir hafi borist þangað frá Kína, að mannfall af hálfu Breta og Bandaríkjamanna i Nanking sé á annað hundraö, ca. 100 borgarar og 30 hermenn. Berge ráðherra sýknaður. Símað er frá Osló, að dómur bafi fallið í gær í Bergesmálinu. Allir sýknaðir. Hollendingar og Belgar. Símað er frá Haag, að þingið hafi felt samning milli Hollands ög Belgíu um siglingar á Schelde- fljóti. Kernebeek(?) utanríkis- málaráherra hefir sagt af sér af þeim orsökum. Khöfn 27. mars. FB. Skotið á Kínverja. Símað er frá London, að herskip Bandaríkjanna og Bretlands í Nan- , king hafi.skotið aðvörunarskotum til Kínverja, um að sleppa útlend- ingunum, er leitað höfðu hælis í byggingum Standard Oil félags- ins, og Kínverjar sóttu á. Skaut þetta Kínverjum skelk í bringu, og hepnaðist að bjarga útlending- . unum úr klóm þeirra. En áður en þetta tækist, fengu Kínverjar brent heimili útlendinga og mis- þyrmt útlendum konum. Útlend- ingar í öllum Yangtzedalnum eru i hættu staddir. Vopnahlé? Símað er frá Peking, að Shan- Tso-lin, foringi Norðurhersins, hafi óskað eftir því, að semja við Canton-stjórnina um vopnahlé og friö. Uppreisn í Albaníu. Símað er frá Berlín, að sá orð- rómur leiki á, að andstæðingar stjórnarinnar í Albaníu séu and- vígir því, að stjórnin gerist undir- tylla ítalíu, og til þess að vinna á móti hinum sívaxandi áhrifum, hafi þeir ge'rt byltingu og hand- tekið forsetann. Minningarhátíð um Beethoven. Símað er frá Vínarborg, að Beethovens minningarhátíðin liafi byrjað í gær, og var þar margt stórmenni viðstatt, t. d. fulltrúar stjórnarinnar og fulltrúar margra .erlendra þjóða o. fl. Geir T. Zoéga tektor. í dag er Geir T. Zoéga, rektor Mentaskólans, sjötugur. Það er hár aldur, en hann ber hann vel. Árin hafa ekki beygt hann. Hann er hvatur í spori og lítið breyttur frá því, sem áður var, nema að h.árin hafa bliknað. Sumir verða kunnir fyrir það, að þeir láta mikið til sín taka í opinberum málum. Sumir eru sí- ritandi í blöð og tímarit, sem fara um allar sveitir lands. En hvorugt þetta verður um rektor sagt. Hann hefir aldrei otað sér fram eða leit- að lýðhylli. Hann hefir unnið hið kyrláta verk hins sístarfandi at- hafnamanns og unnið sér lof og vinsældir með því. Og líklega er hann fyrir verk sitt kunnari en flestir aðrir, ])ótt þeir hafi haft sig meir i frammi. Fyrir nærri 40 árum kom út kenslubók hans í ensku, og hefir verið gefin út mörgum sinnum á ný. Sú bók hefir, síðan hún fyrst kom út, verið undirstaða allö enskunáms hér á landi, í skó^a og utan-. Fyrir rúmum 30 árum kom svo út hin ensk-íslenska orðabók hans, og síðar hin íslensk-enska orðabók, og orðabók yfir fornt mál íslenskt, með enskum þýðing- úm. Um þessa vísindastarfsemi hans má það segja, að hún er hon- um til stórsóma. Orðabókagerð er erfitt verk. Til þess þarf bæði r.ákvæmni. og glöggskygni, en hvorttveggja hafði hann tij að bera. En þá fyrst verður verkið réttilega metið, er þess er gætt, að öll slík vinna var á þeim tím- um, að ýmsu leyti meiri örðug- leikum bundin en vera mundi nú. Og alt var þetta unnið í hjáverk- um, utan embættisanna. Þeim mun meiri sæmd hefir hann af verkinu. í nær 44 ár hefir hann verið kennari við sajna skólann, og nú í full 14 ár forstöðumaður hans. Þeir eru því margir, sem notið hafa kenslu hans, og á ýmsum aldri, Telst mér svo til, að þeir, sem hann hefir kent i skóla, séu á aldrinum frá 17 til 74 ára, eða með öðrum orðum, að elsti nem- audi hans sé 4 árum eldri en hann sjálfur! En þótt margir hafi ver- ið nemendur hans í skóla, þá eru þó liinir miklu fleiri, sem hafa haft gagn af bókum hans, enda munu þær að maklegleikum halda nafni hans á lofti um langan aldur. Um rit hans geta allir dæmt, sem vit hafa á. Um hitt, skóla- starfsemina, þeir einir, sem notið hafa kenslu hans eða verið undir stjórn hans. En mjög held eg, að dómur þeirra manna verði á einn veg. Geir rektor Zoéga er maður skarpvitur og glöggur, eins og rit hans bera vott um, og þeir eigin- leikar eru líka mikils virði við kenslu. Hann hefir alla tíð verið vinsæll kennari og stjórnandi, enda lu'ð mesta ljúfmenni í allri fram- göngu og maður, sein hvorki vill vamm sitt vita né á aðra halla. Vér allir vinir hans, sem verið höfum lærisveinar hans eða sam- verkamenn eða hvorttveggja, ber- um fram á þessum merkisdegi . einlægar árnaðaróskir vorar. Hon- um sé heiður og þökk, fyrir mikið og vel unnið starf! J. óf. Frá Alþingi. —0— Þar voru þessi mál ti! umræðu á laugardag: Efri deild: Frv. til 1. um laun skipherra og skijfverja á varðeimskipum ríkis- ins, 2. umr. Þetta er stjórnarfrv., cg fer fram á að gera alla skip- verja á varðeimskipunum opinbera starfsmenn og laun ]>eirra ákveðin rr.eð lögum. — Fjárhagsnefnd hafði frv. til athugunar og þrí- klofnaði um það. Meiri hl. (B. Kr., J. Kr. og Jóh. Jós.) vildi sam- þykkja það óbreytt að kalla, liækka nokkuð laun 1. og 2. stýri- manns og fullgildra háseta o. fl. smávegis. — Annajr minnihl. (Jón- as Jónss.) var andvígur þeim ó- þörfu embættastofnunum, sem hann taldi þarna vera á ferðinni. Auk þess áleit hann, að spara mætti mikið fé (uin 30 þús. kr. ár- lega), með því að nota varðskip- in fyrir skólaskip handa stýri- mannaefnum. Því vildi J. J. íá málið afgreitt með rökstuddri dag- skrá. — Hinn minnihl. (Jón Bald.) taldi óþarfa alla lagasetningu um skipverja á þessum skipum. — Umr. spunnust furðulega á lang- inn; var þeim ekki lokið á laugar- dag. Neðri deild. 1. Sérleyfið til Titans var enn á dagskrá, og var nú loks lokið 3. umr. þess. — Sægur af brtt. kom fram við þessa umr., úr ýms- um áttum, misjafnlega yfirgrips- iniklar og um margvísleg efni. — Margar till. miðuðu að því að tryggja betur rétt landsins gagn- vart Titan. Lengst gengu um það efni till. Jakobs Möllers. Vildi hann fella niður ákvæði frv. um að sérleyfið sé framseljanlegt, þar sem alt af hefir verið látið í veðri vaka, að Titan mundi sjálft fram- kvæma allar virkj^nir. Einnig vildi hann ákveða í frv. sporvídd járnbrautarinnar, í samræmi við till. Sv. Möllers verkfræðings, er mest hefir rannsakað og áætlað um járnbrautarlagningu austur. Báðar þessar till. voru feldar. Hinsvegar voru samþ. till. Jak. M. um að skipa Titan að nota nýtt og valið efni til brautarinn- ar, og að ráðherra ætti að ákveða öll flutningsgjöld ,og hafa eftirlit með rakstri brautarinnar; einnig OTSALA! Áðnr en vorvornrnar koma vciða nokkrar vörutegundfr seldar óheyrilega ódýrt, svo sem: Rykfrakkar 15,00. Kjólar og Blússur. Barnakjólar 3 85. Barnapeysur 3,50 Samfestlngar tricotlne 3,50 Skinnhanskar 4,50, Svuntur á fullorðna og hörn. Útsalan stendur aðelns yfir koma fyrst í Alklmði sv„ 5,00 met. Morgunkjólaefni 1,00 Tvisttau 0,90. Verkafataefni 2,95. Gardínucfnl 1,10 Svuntuefni ullar á 6,90 í svuntuna Bútar 0. fl. o. fl. 1 nokkra daga. — Þelr sem era hest kaup. Verslun Egill Jacobsen. till. um að ríkissjóður hefði heim- ild til að kaupa brautina, hvenær sem væri gegn matsverði, að frá- dregnu tillagi sínu. Þá lagði Jak. M. til, að bætt væri inn í frv. svo- liljóðandi málsgrein: „Verði á- greiningur milli sérleyfishafa og ráðherra, eða umboðsmanns ráð- berra, .út áf rekstri járnbrautar- innar, skal sérleyfishafi hlíta úr- skurði ráðherra, en að öðrum kosti, og sömuleiðis ef sérleyfishafi hættir að reka fyrirtækið án sam- þykkis ráðherra, skal járnbrautin með öllu tilheyrandi, verða eign rikissjóðs endurgjaldslaust". Þessi till. var feld með miklum atkvæða- mun, en með jöfnum atkvæðum féll sú varatill., að járnbrautin skyldi verða eign ríkissjóðs end- urgjaldslaust, ef sérleyfishafi hætti að reka hana án leyfis ráð- herra. Enn var feld svohljóðandi brtt. frá Jak. M.: Verði eigi byrj- að á mannvirkjum, er lúta að virkjun Urriðafoss, 1. júlí 1934, eða stöðvist verkið síöar um átta mánaða skfeið, án ]>ess að hafin sé nokkur iðja í sambandi við virkjunina, fellur sérleyfið þegar úr gildi, og verða þá öll unnin mannvirki, fasteignir og vatns- réttiiidi sérleyfishafa hér á landi eign ríkissjóðs án nokkurs endur- gjalds." — Héðinn Valdimarsson bar fram brtt. svipaða þessari, sem einnig var feld, og til vara, að sérleyfishafi væri skyldaður til að setja ríkisstjórninni tryggingu fyrir 100 ]>ús. kr. greiðslu, ef ekki \æri byrjað á járnbrautarlagningu 1. maí 1929. Tryggingin mátti vera veð, er ríkisstjórnin tæki gilt, í fasteignum og vatnsréttindum Tit- ans. Þessa brtt. feldi deildin einn- ig, þótt atkvæðamunur væri held- ur lítill. — Svo var þó að heyra á Kl. J., í umræðum, að Titan mundi ekki hafa neitt á móti þessu, nema það, að Dynjandi-félagið, sem sérleyfi fékk í fyrra, hefði ekki þurft að setja neina trygg- ingu. — Ixiks má geta brtt. frá Tryggva Þórhallssyni, um að skylda Titan til að láta af hendi vist magn af köfnunarefnisáburði á ári hverju við vægu verði. Kl. J. kallaði þetta betli-tillögu, eins og hún var hjá flm., en Tr. Þ. þótti illa sitja á þeim að tala um betl, sem kærnu til Alþingis að sníkja sérleyfi. — Um þetta efni var samþ. till. frá Kl. J. o. fl., sem fór miklu skemra en till. Tr. Þ. — Óþarít virðist að taka upp eíni úr tveim brtt. frá samgmn. og atvrh., sakir þess, að þær skiftu svo að segja engu máli, enda voru þær samþyktar. — Er atkvgr. um allar brtt. var lokið, var gengið til atkvæða um frv. sjálft. Sam- þykti neðri deild það með 19:9 atkv., að viðhöfðu nafnakalli. Þessir 9, sem nei sögðu, voru: Ben. Sv., Árni J., Bernh. Stef., H. Vald., Jak. M„ Ól. Th., P. Ott., Tr. Þ. og Þór. J. Allir aðrir deildarmenn sögðu já. Var frv. þannig afgr. til efri deildar. ' 2. Frv. til 1. um breyting á og viðauka við 1. um heimild fyrir Landsbanka íslands til þess að gefa út nýja flokka bankavaxta- bréfa, 2. umr. Frv. þetta var sam- þykt óbreytt og sent til 3. umr. 3. Frv. til 1. um breyting á 1. um fiskimat, 2. umr. Þurftu marg- ir að taka til máls og varð umr. ekki lokið. Ný tillaga. Jón A. Jónsson flytur till. til þál. um rannsókn á hafnarbótum í Hnífsdal í Norður-ísafjarðar- sýslu, og vörnum gegn snjóflóðum á sama stað. Heð e s. „BrnarIoss“ kom mikií|af nýjum og smekklegum vörum 1 allar ucuuir. Verða komnar framþtil sýnis og sölu I dag.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.