Vísir - 04.04.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 04.04.1927, Blaðsíða 2
v: s i k M Höfnm nú fyrtrllgglandl: Bakarasmjörlikið „Hollenska" B. BB. BBB. og A.A. Sviuafeiti, Flörsykur, Harmelade, St. kanel. Símskeyti Khöfn 2. apríl. FB. Frá Kína. Símaö er frá London, aö Can- ton-herinn sæki norður eftir i átt- ina til Peking. Útlendingar þar óttast óeirðir í borginni og hvetja til þess, að konur og böm verði flutt úr borginni án tafar. Enska stjómin áfortnar að senda meiri liðsafla til Kína. Chang-Kai-shek kennir Norðurhernum um ofbeld- isverkin i Nanking. Verkfall í Bandaríkjunum. Símað er frá Indianapolis, að 150.000 kolanámumenn í Indiana- ríki og Pensylvania-ríki hafi haf- ið verkfall. Khöfn 3. apríl. FB. Sáttahorfur í Kína? Simað er frá Washington, að allar likur séu til þess að stjórnin í Bandaríkjunum muni taka þá stefnu gagnvart Canton-stjórninni, að gera hinar itrustu tilraunir til þess að jafna á friðsamlegan hátt úr deilumálunum''og virðist svo sem um engar strangar athafnir verði að’ ræða af hennar hálfu út af viðburðunum í Nanking á dög- unum, þegar mannfall varð meðal amerískra rnanna og breskra í skærum við Canton-menn og Can- ton-menn misþyrmdu útlendum konum. Símað er frá Tokio, að stjórnin í Japan virðist ætla að fylgja sömu stefnu gagnvart Canton- stjórninni og Bandaríkjamenn. Bretar auka lið sitt í Kína. Símað er frá London, að stjórn- in í Englandi sé staðráðin í því að krefjast skaðabóta af Canton- stjórninni út af Nanking-viðburð- tmum, og ef í það fer, gera tilraun til að neyða hana til greiðslu á þeim. enda þótt Englendingar standi einir um slikar kröfur gagnvart henni. England hefir sent að nýju 1000 hermenn til Kína. Sá orðrómur leikur á, að flotamálastjórnin breska hafi lagt það til, aö England leggi hafn- bann á Suður-Kína. Utan af landi. —0— ísafirði, F. B. 2. apríl. Verkfall hófst í Hnífsdal í gær. Voru kröfurnar þær, að dagkaup hækki í 90 aura á klst., eftirvinna kJ. 0—10 i kr. 1,20, en helgidaga og næturvinna í kr- 1,50, fiskur með hrygg borg- ist 15—16 aura kg-, málsfiskur 18 tommur. Ivaupið hefir verið 75 aura í dagvinnu og fiskur horgaður 14 aura kg. Vilja vinnuveitendur að hvorttveggja lialdisl óbreytt. Sextíu tons af fiski, er bankarnir hér höfðu selt fjæir viðskiftamenn sína i Hnifsdal áttu að fara með Goða- fossi í gær. Ætluðu eigendur að skipa út sjálfir í félagi, er verka- fólk fekst ekki, en nálega 300 manns kom á vettvang og haml- aði því að unnið yrði. Fiskur- inn komst því ekki með og er það tilfinnanlegt tjón eigend- unum. Róðrar í Hnifsdal því nær lagðir niður. Afli góður- Tíð hagstæð. Vesturland. Vestm.eyjum í dag. FB. Tveir bátar á sjó, lágu yfir netjunum vestan viö eyjar í nótt. Þetta góöir og stórir bátar og ekki ástæÖa til að óttast um þá enn, (þó að hvasst sé). Tregur afli. Einna skárst i gær. Keflavík i dag. FB. Einn bátur, Gullfoss, á sjó. Reri í gærkveldi meö línu. Veður ekki svo slæmt, að ástæða sé til að ótt- ?st um bátinn. Bátar hafa ekki ró- ið með línu í 5 til 6 daga aö und- anförnu. Tregur afli í net. Sandgerði í dag. FB. Engir bátar á sjó. Rok.' Afli: Lítill á línu, enginn í net. Frá Alþingi. Á laugardag voru þessi mál til untræðu: Efri deild. 1. Frv- til 1- uin rétl erlendra manna til að stunda atvinnu á íslandi, ein umr. 2. Frv. til 1- um viðauka við 1. um varnir gegn titbreiðslu næmra sjúkdóma, ein umr. Bæði þessi frv. voru samþykt og afgreidd sent lög frá Alþingi. 3. Frv. til 1. um breyting á 1. um vörutoll, 2. umr. Frv var vísað til 3. umr. Fundur efri deildar var mjög stuttur. Neðri deild. 1- Frv. til 1. um löggilding verslunarstaðar á Litla-Árskógs- sandi við Eyjafjörð, 2. umr- Frv. þessu var vísað til 3. umr. 2. Frv. til fjárlaga fyrir árið 1928, frh. 2. umr. Umræða um síðari kafla fjárlaganna hófst á laugardag og varð ekki lokið- Trj^ggvi pórhallsson var frsm- þessa kafla, og gerði grein fyrir brtt- fjárveitinganefudar og af- stöðu hennar gagnvart öðnun brtt. Aðrir þm- töluðu hver fyr- ir sínum brtt., en þær eru að vanda allmargar við þenna lcafla. Fundi neðri deildar var slit- ið nálægt kl. IOV2. Grlingpid. —o--- Þegar stjórnarvöldin tóku upp á þeim barnaskap hérna um árið, að unga út heiðursmerki íslensku, er hlaut i skírninnLnafnið „Fálka- oröa“, var óspart látið í veðri vaka, að hnappagatadjásn þetta væri því nær eingöngu ætlað út- lendum mönnum, sem á einn eða annan hátt hefði unnið landinu gagn án endurgjalds. — Þetta hefði nú ekki verið fjarri lagi, ef staðið hefði verið við ráðagerðirn- ar, því að oft getur verið þægilegt aö grípa til slíks gjaldeyris, til þess að launa erlendum mönnum, sem á einhvern mikilsverðan hátt hafa til launa unnið af landsins hálfu. — Og slík borgun er alla- jafna með miklum þökkutn þegin í þessum heimi „hnappagatakláð- ans“. Hins var ekki látið getið í upp- hafi, að ætlun þings og stjórnar yæri sú, að nafnbótum skyldi aus- ið til innlendra nianna, enda mundi allur þorri þjóðarinnar l'.afa mótmælt slíkum ráðagerðum. — Þjóðin hefir frá upphafi vega sinna verið að mestu leyti laus við nafnbætur og titlatog. — Hér er enginn aðall né leifar af aðli og engin höfðingjadýrkun. — Hér er almennari jafningatilfinning nieö- a! allra stétta þjóðfélagsins en i r.okkuru öðru ríki álfunnar. — Það er harla fjarri hugsunarhætti alls almennings, að vilja „kross- merkja“ fólk í virðingarskyni. — Vísa Steingríms skálds um „oröur og titla“ er töluð út úr hug og hjarta almennings. Eigi að síður leyfir stjórnin sér að efna til stórkostlegrar krossa- hríðar einu sinni á ári hverju — á fullveldisdaginn — auk smávægi- legri orðuslettna við og við á öðr- um tímum árs. — Virðast þessar áðfarir vera orðnar að fastri reglu eða óreglu öllu heldur. Fólk liefir Jiagað yfir þessum ófögnuði hing- að til, en eftir síðustu hríðina virðist mál til komið, að þetta sé vítt opinberlega, ef vera mætti, að ííkisstjórn og orðunefnd sæi að sér og reyndi hér eftir að hafa einhvern hemil á örlæti sínu 0g krossa-gjafmildi. — Væri líklega ekki úr vegi, að þingið slcærist í leikinn og legði bánn við stórkost- legum glingur-gjöfum eða „kross- festingum“ hér eftir. — Reglan ætti að vera sú, að eng- um innlenduni manni væri veitt nafnbót nema fyrir alveg sérstök afrek, og helst ekki meira en ein- um eða tveimur mönnum á ári. -— Með því móti yrði nafnbótin held- ur einhvers virði. — Eins og sak- ir standa nú, er krossum dreift i allar áttir, stundum alveg tilefnis- laust, að því er séð verður. — Riddara-hópurinn íslenski er þeg- ar orðinn býsna stór, og sérstak- 1 kga virðast hreppstjórar, efnaðir bændur og skipstjórar á mann- íiutningaskipum vera miklir verð- leikamenn aö dómi stjórnar og orðunefndar. — Flér verður ekki dregið í efa, að þeir sé niætismenn, en ekki gerir hreppstjórn eða mikil efni „manninn að manni“ fyrst og fremst, eða hæfari til krossburðar í virðingar-skyni en jafn-mæta menn efnalitla og valdalausa. — Þar er vandratað meðalhófið og best að svipast um bekki og fara varlega, ef fullkom- ins réttlætis á að gæta. — Þá eru skipstjórarnir á farþegaskipunum. Þeir eru vissulega dugnaöarmenn og hinir nýtustu borgarar. — En hvað segja menn um togaraskip- stjórana? — Mtindu þeir ekki líka vera sæmilegir borgarar og gagn- legir þjóðfélaginu ? — Og enn mætti nefna vélabátaskipstjórana. Þeir eru margir hinir mestu garp- ar og leggja einatt lif sitt i enn meiri hættu en formenn stærri skipa. — Því mun tæplega verða hrtindið með rökum, að sægarpar vorir á togurum og vélskipum sé yf irleitt engu miður hæfir til „krossburðar“ af þessu tæi en skipstjórar á mannflutningskip • um. — En náðarsól krossgjafans hefir ekki skinið á þá enn þá, svo að teljandi sé. — 1 glingur-skömtun og krossa- gjöfum eru íslensk stjórnarvöild töluvert fremri dönskum stjómar- völdum, og er þá lærisveinninn kominn fram úr meistaranum. — Danskir skipstjórar, til dæmis að taka, fá sjaldan riddarakross fyrr en þeir eru komnir á efri ár. — Aasberg skipstjóri mun þó vera undantekning frá þessari reglu. Hann fékk danskan riddarakross fyrir íslenskt tilstilli, og hafði ár- um saman meiri nafnbót en félag- ar hans jafngamlir, sem stjórnuðu aætlunarskipum „Sameinaða“, á ferðtim þeirra til Vesturheims. Fráleitt dettur rieinum í hug, að menn þeir, sem fyrir krossahriö- inni verða, gerist, eftir náðarveit- ing þessa, nýtari borgarar eða gagnlegri latidi og lýð en þeir áð- ur voru. — En hvað er þá unnið við þetta? — Ekki neitt, sem að gagni má verða. — En óánægja getur af því risið, ef mikilsmetn- ir og gegnir memi finna sig ófétti beitta, er orðunefnd setur þá hjá, en tekur aðra óverðugri eða að engu veröugri, og hengir á þá djásnið. — Almenningsálitið getur orðið svo rangsnúið og brjálað, að því finnist krossinn gefa mann- inum eitthvert sérstakt gildi og vera sýnilegt merki þess, að hann hafi staðið ókrossuðum manni bet- Obelisk sigsrettnr komnar aftnr Landstjarnan. ui í stöðu sinni og verið þjóðfe- laginu nytsamari. — Vitanlega nær ekki nokkurri átt, að líta þann veg á málin, en svona gæti þó farið, og orðið ókrossuðum mönnum að álitshnekki í augum einhvers hluta þjóðarinnar, — þess hlutans, sem athugaminstur er og hégómlyndastur. — í löndum með hóflausri oröunotkun getur einaít farið svo, að krossinn verði fast að því nauðsynleg viðurkenning á manngildi borgaranna í þjóðfélag- inu. — Glingrið getur orðið til þess, að t. d. góður og gegn em- bættismaður, sem náð hefir til- teknum embættisaldri, án þess að hljóta nafnbót, verði af almenn- ir.gi talinn miklu lakari og minni niaður en starfsbróðir hans, sem öðlast hefir nafnbótina. Og þó get- ur liann vitanlega verið homuii langt tim fremri í raun og veru. — Hér á landi mun nú raunar ekki mikil hætta á svona dómurn enn sem komið er, en hver veit livað verða kann, ef svo verður baldið áfram um krossaveitingar, sem gert hefir verið nú um sinn. Líklega væri réttast, að krefj- ast þess af orðunefndinni, að hún léti hér eftir fylgja sérhverri krossaveitingu skýrslu um það, vegna hverra veröleika þessi eða hinn krossberinn hafi verið heiðr- aður. - Er það góður siðurogtíðk- ast í ýmsum löndum. - Gæti það sparað ókunnugum heilabrot og skýrt fyrir mönnum, liverskonar verðleikar það eru, sem helst þykja launa verðir. Borgari. Fallegar húfap fyrir fullorðna menn og drengi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.