Vísir - 20.04.1927, Page 2

Vísir - 20.04.1927, Page 2
VlSIR Abnrðurinn er kominn. JSToregssaltpéturinn og Superfosfatið kom með e.s. Lyru og Novu. Hnnlð eltir að ábnrðnrinn er ódýrastnr sé hann tekinn við skipshlið strax i dag. Símskeyti Khöfn, 19. apríl F. B. Sættin með Rússum og Sviss- lendingum. Símað er frá Berlín að sættin á milli Rússa og Svisslendinga sé sennilega af þvi sprottin, að ráðstjórnin rússneska óski nú samvinnu við aðrar þjóðir í Ev- rópu, og er talið sennilegt, að það vaki fyrir þeim að taka framvegis þátt i helstu ráðstefn- um þjóðabandalagsins, enda þótt þær verði haldnai' í Sviss, svo sem fjárhagsráðstefnunni í maímánuði og afvopnunarmála- ráðstefnunni, sem í ráði er að tialda 1928. Hemaðurinn í Kina. Símað er frá London að Can- tonherinn hafi stöðvað fram- sókn Norður-hersins nálægt Nanking. (16. apríl F. B.). Fjármálaráðuneytið tilkynnir: Innfluttar vörur í marsmán- uði 1927 kr. 3,656,813,00, þar af til Reykjavíkur kr. 1,648,549. Frá Alþingi. par voru þessi mál til umr. í gær: Efri deild. 1. Frv. til fjárlaga fyrir árið 1928, 1. umr. pað er venja i efri deild að 1. umr. fjárlaga sé á- kaflega hljóðalitil, en svo varð ekki að þessu sinni. Jón Bald- vinsson bar fram ýmsar spurn- ingar um háttsemi stjórnarinn- ar, og urðu þær upphafið að al- mennúm „eldhúsdags“-umræð- um. Nokkrir þm. töluðu, en mest þeir Jón Bald. og Jónas J. auk beggja ráðherranna. Var mikið deilt um það, hvort nú- verandi stjórn gæti talist þing- ræðisstjóm eða ekki, og var þingsál. um stjómina sem neðri deild samþykti, teygð frám og aftur. Aulc þess bar margt á góma, svo sem þyngd- arpunkturinn í Óðni, alment ó- lag fjármálanna, skeytingar- leysi landsstjórnarinnar um að hlýða vilja Alþingis o. fl. o. fl. sem hér yrði of langt upp að íelja. Kl. 1 að nóttu var umr. !oks lokið og frv. vísað til 2. umr. og fjvn. Aðalfundnr verður haldinn þriðjudaginn 26. april í BárunDÍ, uppi, kl. 8^/a síSdegis. Dagskrá samkvæmt félagalög- um. Harðfiskur. Nýkominn harðfískur, ódýr, und- an Jökli, lúðuriklingur hertur við ísafjarðardjúp, og steinbitsrikling- ur á 50 aura x/s kg- ísk smjör úr Borgarfirði á 2.25 pr. % kg., að ógleymdu skyrinu á 45 au. V2 kg. Von. Simi 448 (tvær línur.) 2. Fr\r. til 1. um sölu þjóð- jarðarinnar Sauðár (3 umr.) var umræðulaust afgreitt sem lög frá Alþingi. 3. Fiv. til 1. um breyting á hafnarl. fyrir Vestmannaeyjar (3. umr.) var afgr. til neðri d. einnig umræðulaust. Neðri deild. 1. Frv. til 1. um breyting á 1. um landamerki o. fl. (3. umr.) var afgr. til efri deildar. 2. Frv. til I. úm breyting á 1. um einkasölu á áfengi, (3. umr.) sem upphaflega var fram bor- in í efri deild, hafði sætt hér nokkrum breytingum, og var endursent efri deild. 3. Frv. til 1. um rannsókn banameina og kenslu í meina- og líffærafræði (2. umr.) var að till. allshn. vísað til 3. umr. óbreyttu. 4. Frv. til 1. um breyting á I. um sandgræðslu, 2. umr. Land_ bn. lagði til, að aðalatriði frv., hækkun á tillagi rikissjóðs til sandgræðslu, væri samþykt, en vildi fella burt ákvæði um vegi gegnum sandgirðingar. Var brtt. hennar samþ. og frv. vísað til 3. umi'. 5. Frv. til I. um sölu á prests- setrinu Hesti í Ögurþingum, 2. irnar. Allshn. klofnaði í þrent um þetta mál. H. Vald. vildi fella frv., þar sem þegar væri alt of langt gengið úm sölu þjóðjarða. Jón Guðn. vildi sam- þykkja frv. óbreytt og meiri hl. (Jör. B., Ámi J. og J. Kjart.) vildi samþ. það með nokkrum breytingum, þannig að hvorki væri tekið fram söluverð né hve því skyldi ráðstafað. — Brtt. meiri hl. voru sámþ. og frv. vis- að til 3. umr. Ludvig Kaaber bankastjóri. Á morgun eru liðin 25 ár sið- an er L. Kaaber, bankastjóri, fluttist liingað til lands. Hann kom hingað til Reykjavilcur 1. sumardag 1902 og hefir átt heima hér í bæ síðan, að undan- teknu einu eða tveimur árum, sem hann dvaldist í Kaupmhöfn. L. Kaaher eignaðist fljótlega marga vini meðal Reykvikinga og hefir löngum verið manna vinsælastur. — Á fyrstu árum sínum hér hallaðist hann ein- dregið að stjórnmálastefnu lancl- varnarmanna og var það ótitt um danska menn, að þeir tæki undir kröfur íslendinga, þeirra er frjálslyndastir voru og lengst vildu ganga um endurheimt fullra þjóðréttinda vorra úr höndum Danastjórnar. — Varð hann af þessum sökum og öðr- um óvenjulega vinsæll, einkum meðal hinna yngri manna hér í bæ, og er vísast, að þeir muni honum lengi samhygð hans og drengskap og trygð við góðan málstað á þeim árum, jafnvel þó að nú kynni sitthvað á milli að bera. L. Kaaber er fæddur 12. sept. 1878, sonur S. F. Kaaber, mála- flutningsmanns í Kolding á Jót- landi. Hann stundaði verslunar- nám í Kolding 1893—97, en var svo við verslunarstörf í Middel- fart 1897—98. Stundaði þvi næst nám á Brockske Handels- skoler í Kaupmannahöfn 1899— 1901. Næstu árin (1902—1904) var hann bókari við verslun H. Th. A. Thomsen 'hér í bæ, en „disponent“ við sömu verslun 1904—05. Fulltrúi lijá P. J. Thorsteinsson & Co. í Kaup- mannahöfn 1905—1906 Árið 1906 stofnaði hann ásamt ÓI. Johnson, heildsöluverslunina O. Johnson & Kaaber, og var það fyrsta innlenda heildsöluversl- unin hér á landi. Haustið 1918 var hann skipaður bankastjóri í Landsbankanum og hefirgegnt því embætti síðan. Hann hefir verið ræðismaður fyrir Belgíu og Holland og er nú finskur að- alræðismaður. Um 15 ára skeið átti liann sæti í stjórnVerslunar- skóla Islands, og um nokkur ár í stjórn Kaupmannafélags Rvík- ur. Árið 1919 var hann kjörinn í stjóm Styrktar- og sjúkrasjóðs verslunarmanna og á þar sæti enn. pá var hann og einn af stofnendum Sjóvátryggingarfé- lags íslands og formaðurístjórn þess 1919—24. Formaður inn- flutningsnefndar (1918—19) og Viðskiftanefndar (1920—21). Hann er einn af stofnendum og í aðalstjórn Guðspekisfélagsins liér í Reykjavík og formaður fyrstu Frimúrarastúku hér á landi. linn fremur er hann einn meðal stofnenda og í stjóm Rauðakross félagsins. L. Kaaber kvæntist árið 1907 ungfrú Astrid, dóttur H. G. Thomsens, kaupmanns í Fær- eyjum, og eiga þau mörg böm. Eins og sjá má af framanrit- uðu, liefir Kaaber bankastjóri verið mjög störfum hlaðinn maður þann aldarfjórðung sem liðinn er, síðan er hann fluttist hingað. — Hann er nú maður á K. F. U. M. Væringjar og Ylfingar eiga að mæta á morgun kl. 3^/2 hjá K. F. U. M. U—D fnndar i kvöld kl. 8* 1 2 3/** A-D fundur annað kvöld kl. 8V2. Upptaka nýrra félaga. besta aldri, vart fimtugur, og er þess að vænta, að hann eigi enn langan og ánægjulegan vinnudag fyrir höndum. Barnadagnrinn. —o— það er siðvenja að menn til- einlca ýmsum mönnum eða við- burðum einstaka daga ársins. Hér í Reykjavík hefir fyrsti sumardagur verið helgaður börnunum, um nokkurt skeið, og er nú þegar búinn að tileinka sér nafnið barnadagur. Fátt er jafn vel til fallið. Mörg börn skilja það sennilega ekki sjálf, hvað það á vel við að helga þeim þennan dag, en hinir eldri skilja það, er þeir líta til baka til sinn- ar eigin æsku. Reykvíkingar! Veitið því barnadeginmn at- liygli og takið þátt í hátíðahöld- um dagsins. Gerið það vegna barnanna ykkar. Veitið þehn hlutdeild í gleði þeirra, er þau fagna sumrinu. Börnin hefja sjálf hátiðahöld- in, með skrúðgöngu frá skól- anum sínum. Veitið henni at- hygli. Böi-nin ganga stilt, hýr og rjóð, fagnandi móti sumr- inu. J?au eru að minna á sig, að þau séu til, og eigi ekki langt i land til að verða stór. Börnin koma til yðar og hjóða yður merki dagsins. pau eru að biðja yður að leggja lítinn skerf til þess, að þau geti notið blessaðr- ar sumarsólarinnar enn betur en þau eiga nú kost á, til þess að þau verði hraustir, nýtir og góðir borgarar. J?ess er vænst að menn kynni sérvandlegahina afarfjölbreyttu og góðu dagskrá bamadagsins. J?að ber glegst vitni um, hvað barnadagurinn nýtur mikillar hylli og virðingar, að lista- menn, vísindamenn og þjóð- skörungar vorir hafa góðfús- Með e.s. Islanði kio: Kartöflur danskar Galrætur Hafrar Hænsnabygg Búgur Hafragrjón .Vesta, Kaffi Exportkaffí L, D. Ijólk ,Dancow‘. G. Behrens. Sími 21. lega léð honúm krafta sína, til eflingar og heilla. — Lesið dag- skrána. — Kaupið einnig og les- ið „Sumargjöfina“, blað bama- vinafélagsins. — „Sumargjöf“ er 3 arlcir í stóru broti, afar- fjölbreytt að efni. par getið þi® lcynst starfsemi félagsins og því hvernig það hygst að verja því fé er safnast á barnadaginn, Afgreiðsla blaðsins og merkj- anna verður á afgreiðslustofu. Morgunblaðsins, Austurstræti 5, og verður opnuð kl. 9 f. b. (fyrsta sumardag). Böm og fullorðnir er vilja selja blöð og merki eru vinsamlega beðin a0 sækja þau þangað. Káputau, sérlega góð á 6,90 mtr. Kjólatau, fallegir litir. Franskt alklæði 3 teg, Karla og drengja fataefni, lagleg og sterk. Lágt verð. JJaiaiduijflinaton

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.