Vísir - 03.05.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 03.05.1927, Blaðsíða 2
\lsia Fyi»ii» balcaras Hve!ti„Cream of Manítoba'* Hveitl „Onota" Hveiti „Bnffalo" Sallasykor, (Flórsykur) Beijamank (Bl. Marmelade) Smjörlíki 4 teg. Svinafeiti Kanel st. Símskeyti Khöfn, 2. maí. F. B. Flóðin þverra í Bandaríkjunum. Símað er frá London að senni- lega hafi það bjargað New Or- leans frá eyðileggingu að flóð- garðamir voru sprengdir, þó er borgin ekki talin úr aliri hættu enn. Akrar og byggingar i Poydrahverfinu, sem vatnsflóð- inu var veitt yfir, eru gereyði- lagðar. Setið um líf rússneskra fulltrúa? Símað er frá Genf að lögregl- an þar í borg óttist, að erfitt muni reynast að vernda líf full- trúa Rússa, sem sendir verða á fjárhagsráðstefnuna, sem þar á að halda. Kröfugöngur. Símað er frá Berlín að kröfu- göngur verkamanna í gær ’hafi alstaðar i Evrópu farið fram með friðsamlegum blæ. Kröfugang- an var afar fjölmenn i Berlín, en fámenn í Paris. Frá AlþingL Þar voru þessi mái til umræðu í gær: EFRI DEILD. i. Frv. til 1. um afnám kenn- arastóls í klassiskum fræðum viö Háskóla íslands (3. umr.) var samþ. meö 10: 2 atkv. (JBald og Jjos. móti) og afgreitt sem lög írá Alþingi. Gummi- skór með hvítum botnum. |AUar stærðir nýkomnar. Hvaimbergsbræðar. 2. Frv. til 1. um breytíng á L um samþyktir um akfæra sýslu- cg hreppavegi (3. umr.) var einn- ig- afgreitt sem lög frá Alþingi. 3. Frv. til 1. um breyting á 1. um fræðslu bama (3. uinr.), var samþ. og endursent neöri deild, þar eð það heíir sætt nokkurri breytingu í efri deild. 4. Frv. til 1. um viðauka við L um veð, 2. umr. Samþ. var brtt., sem ekki raskaöi frv. að efni og því vísað til 3. umr. 5. Frv. til 1. um sölu á prests- setrinu Hesti í Ögurþingum, 2. umr. Þessu frv. var vísað til 3. umr. gegn mótmælum JBald., sem ekki vildi, að ríkið seldi neitt af jarðeignum sínum. Taldi hann málið auk þess illa undir búið og ískyggilega lítið gert úr jörðinni af flm. þess. 6. Frv. til 1. um gjöld af fast- eignum í Hafnarfjarðarkaupstað (1. umr.) var vísað til 2. umr. og allsherjarnefndar. 7. Frv. til 1. um kaup og rekst- ur strandferðaskips (1. urnr.) var einnig vísað til 2. umr. og sam- göngumálanefndar. 8. Frv. til fjárlaga fyrir árið 1928, 2. umr. Fjárveitinganefnd flytur 69 brtt. og eru flestar þeirra nm lækkanir á útgjöldum rikis- sjóðs. Frá einstökum þingmönn- um og nefndum eru þar að auki 26 brtt., flestar um nýja útgjalda- liði eða hækkanir á þeim, sem íyrir eru. Umr. var ekki lokið í gærkveldi og heldur hún áfram í dag. NEÐRI DEILD. 1. Frv. til 1. um viðauka við haínarlög fyrir Vestmannaeyjar (3. umr.) var samþ. óbreytt og afgr. sem lög jrá Alþingi. 2. Frv. til I. um Landnánissjóð íslands, framhald 2. umr. (atkv.- gr.). Halldór Stefánsson flutti þetta frv. á öndverðu þingi, og var efni þess fyrst og fremst, að rtkissjóður skyldi á ári hverju gjalda 100 þús. kr. í sjóð, Land- námssjóð íslands, en hann átti að nota til að reisa nýbýli i iandinu. jón Ólafsson bar skömmu síðar fram brtt. um að hækka framlag- io upp í 200 þús. á ári o. fl. — I.andbúnaðarnefnd hefir nú at- hugað bæði frv. og brtt. Felst hún á brtt. J. Ól. og vill jafnframt íæra nokkuð út verksvið sjóðsins, þannig að einnig megi lána fé þans tii að endurreisa hús á sveitabýlum. Brtt. nefndarinnar við frv. eru svo miklar, að henni hefir þótt réttast að semja upp hverja einstaka grein og leggur hún jafnframt til, að bætt sé við nokkurum nýjum greinum. Er ir.eiri híuti frv. um ýms fyrir- komulagsatriði, skilyrði fyrir lán- um, ráð til að koma i veg fyrir brask með jarðirnar o. s. frv. - Þar sem nefndin tók upp mest af brtt. J. Ól. upp i sínar, tók hann þær aftur, en allar till. nefndar- innar voru samþyktar. Frv. var síðan vísað til 3. umr. 3. Frv. til 1. um vamir gegn því, að gin- og klaufaveiki og aðr- ir alidýrasjúkdómar herist til landsins, 2. umr. Landbúnaðar- r.efnd hafði lagt til, að frv. þessu, sem flutt er af P. Ott., J. Sig. og Tr. Þ., væri vísað frá að þessu sinni með rökstuddri dagskrá. Þótti henni það ekki hafa hlotið nægan undirbúning og vildi leggja fyrir stjórnina að koma með frv. um þetta efni fyrir næsta þing. Þangað til vildi nefndin, að sett- ar væri með reglugerð strangari reglur til að verjast veikinni held- ur en nú gilda. Stjórnin kvaðst ekki treysta sér til þess, og var dagskrár-tillagan þá tekin aftur, fyrst um sinn til 3. umr, og frv. vísað óbreyttu þangað. • 4. Frv. til 1. um Landsbanka íslands. 1. umr. þessa máls hófst nokkuð en var ekki lokið í gær. KræulaodsTeiðar, —O—1 Eg hefi séð af íslensku blöð- unum að talsvert hefir verið ritað um Grænland og íiski- veiðarnar þar, og af því að eg var þar við fiskveiðar síðast liðið sumar vil eg gefa löndum mínum nokkrar upplýsingar um fiskiveiðamar eins og þær komu mér fyrir sjónir. Skipið sem eg var á var segla. kútter 140 smál. að stærð með 65 hesta mótorvél og skipverjar voru 23. Til ferðarinnar tókum við 90 smál. salt, um 50—60 tunnur af vatni, 40 föt af olíu, 5 af áburð- arolíu, færi og línu. Matvæli til 14 vikna og var mest af hrauð- mat bakað um borð. Kjöt liöfð- um við þrisvar í viku og fisk fjórum sinnum, og þar að auki oftast í málamat. Við íorum frá Trangisvogií binn 10. júní og vorum 11 daga á leiðinni vestur, þar til við sá- um Hvarf á Grænlandi eða suð- urodda þess. Oftast var gott veður á leiðinni og var haldið 100 sjómilur vestar til þess að 1‘orðast austur isinn sem liggur mjög við suðurodda Grænlands um þetta Jeyti árs. Við urðum þó ekki varir við inikinn is í þetta sinn, að eins íslirafl til og frá, og nokkra jaka, sem stóðu botn uppi á Grunnunum. Síðan var haldið vestur méð landinu og leitað til og frá, en dýpi var mikið og tregur fisk- ur með allri Eyslribygð hinni fornu; varö eigi verulega vart fyrr en komið var vestur um Fiskines, en það liggur vestast í Eystribygð. Best fiskuðum við á Fyllugrunni, sem liggur út aí GodtJiaabshéarði um 12 sjómíl- ur frá landi. Dýpi á Fyllugrunni er víðast 25—35 faðmar og botninn virðist sléttur, en nokk- uð mun þar Jiarður botn, en festur voru engar á færum. Við reyndum líka nokkuð með venjulegri lóð og varð húnaldrei föst. pegar dregur nær landi er misdýpi mikið frá 20—150 fðm. og klettar í botni. Veðrið var altaf gott í sumar, logn og slétt- ur sjór eins og inni á höfn væri. J?oka var tið og býst eg við að helmingur af tímanum bafi verið þokudagar, en oft sá«ól i gegn um þokuna þó skamt sæist frá skipinu og er þaðl mest þur-þoka. sem Jcölluð er. Við komum einu sinni inn í Godtliaab og ferigum að talca þar vatn, og annað sinn kom- um við inn á aðra liöfn, Nass- ak. Húri liggur dálítið sunnar og fyrir innan svo nefndar „Kokkeyjar“, en það eru eyjar nokkrar skamt frá Godthaabs- firði (Rangafirði) en þangað er mjög stutt frá miðunum og á- gæt lega. Bygð er lítil á eyjum þessum og virtist mér þær gróðmdausar, mest klappir og grjót; er þar þó eitthvað af fólki en eigi gat eg ílmgað þaðnánara, enda kom eg þar ekki í land. Við vorum við Grænland frá 20. júní til 22. ágúst og fengum 34 þúsund af þorski og noklcuð af lúðu, mest á færi, að eins lítið á línu.porskurinn var vænn og feitur og er áætlað að mn 80 fari í skpd. af þurrum fiski, en nokkuð virtist mér Jiann rýrna í saltinu, af því að hann mun noldcuð vatnsmikill, þarf því að salta liann meira en venjulega, ef liann á að lialdast vel og geymast lengi um borð. Fisk- urinn var aldrei mjög ör, en alstaðar varð vart, þar sem rent var. Mest fengum við 2700 fiska á skip á einum degi. Mikið var af lúðu suma daga og er hún feit og ágæt til matar, virtist mér hún öllu feitari en islenska lúðan. Fáar voru þó stórar, mest af 50—100 pd. lúðu; stundum var svo mikið af Jienni að við vorum neyddir til að slíta liana af önglinum, af því við vildum elcki salta hana vegna plássleys- is í skipinu og mest var liugsað um að ná i þorskinn. Aldrei varð vart við ýsu, ufsa eða lceilu, að eins vart við karfa, en mikið var af lilýra; er liann fremur magur og var hann eJcki hirtur. Aimað stórt fiskigrunn ligg- ur norðar og út af Sylcurtopps- Jiéraði, og Jiefir þar verið fiskað milcið af þorski og lúðu, en að eins eitt Færeyjafiskiskip fór þangað í sumar og var þar í 6 daga og fekk um 4 þúsund af þorski; lengur vildi hann ekki vera þar af því að lúðan sótti meira á færin þar norður frá en á hinum grunnunum. Beita var engin önnur cn ljósabeita, en það er teningur af lúðu eða öðrum fiski, eftir því sem hver vill. Oftast var beitt hvitumegin af lúðunni, enda var nóg af hcnni. Reynt var að Jieita fugla. kjöti, en eigi virtist þorsJcurinn taka það betur og var því liætt að beita því. Æti var lítið í sjónum nenia loðna sem kölluð er „agmag- sæt, fremur smá, Jíldega 1—5 þml. á lengd. Hún er mjög feit og óð liún oft uppi ofánsjávar i stórum torfum, en eigi náðum við Jienni nema þvi sem kom upp úr fiski. Hvali sáum við nokkra síðari hluta júlí og gengu þeir skamt frá landi, en sel sáum við aldrei. Við komum heim til Færeyja 6. september og fengum gott veður á leiðinni og lánaðist ferð- in vel, því að elckert varð að, og enginn veikur alt sumarið. Við vorum ráðnir fyrir þriðja part af afla og mun meðalhlut- ur liafa orðið um 400 lcr. netto fyrir utan lúðu, en hana áttu há- setar sjálfir, það sem liver fekk áð hirða. Um framtíðar fiskiveiðai- á þessum miðum vil eg engu spá, því að eigi má dæma eftir þemi stutta reynslutima, sem feng- inn er, og þó að tíðarfarið væri gott í sumar, mun það vera breytilegt og sum sumurstorma- samari og verður þá minna úr veiðinni. pað er þó augljóst, að miJcill fiskur og lúða er þar á miðunum síðari hluta sumars og í sumar munu nolckur hin stærri skip, sem mótorvélar Iiafa í Færeyjum, fara þangað, og komið hefir til tals að senda þangað flutningaskip eftir fisk_ inum í sumar, hvað sem úr þvi verður. J>að hefir nokkuð dregið úr áhuga færeyslcra útgerðar- manna, hvað fiskverðið er lágt sem stendur og útlit eða horf- ur eigi góðar um, að það muní lagast hráðlega, en þar sem Fær- eyingar hafa aðallega seglskip til veiðanna. verður áhættan minni þó að langt sé farið eftir fiskinum, með þvi líka að ráðn- ing er þar fastákveðin % hluti af aflanum, hvernig sem geng- ur. Færeyingar hafa óslcað eftir að fá „Hollendingahöfn“, sem liggur beint út frá Godthaab eða í „Kokkeyjum“; en sagt er að þeir rnuni fá viðlegu-höfn í Bræðrahöfn, en hún liggur tals- vert sunnar og er talin góð höfn, en eigi liafa Færeyingar komið þár. J?að er þó mikil bót að fá höfn sem liggur skamt frá mið- unum til afnota, og er því von um betri árangur af þessum ferðum, ef hún fæst. Eg vil svo enda þessar liniu með bestu kveðju og ósk til Is- lendinga um góða framtíð. p. t. Rvík„ 30. apríl 1927. Sigm. Rorgrímsson frá Trangisvogi. Eldri kynslóðin og núííðin. í dagbl. „Vísi“ síðasta vetrar- dag, 20. þ. m. birtist grein með fyrirsögninni „Nútíðarlconan“. J?ar er minst hinnar nýju tisku og hugarfars eldri kynslóðar gagnvart nútíðarkonunni. Eg vil byrja sumarið með lítilli athugaseirid um eldri kyn- slóðina, sem greinarhöf. „Vísis“ gefur tilefni til, án Jæss eg sjái ástæðu lil að bera af henni salcir gagnvart nútíðarkommni. Einn- ig er eg viss um að nútiðarkon. an í „Vísi“ er elcki í samræmi við skoðun meiri liluta íslenskra kvenna. því miður er ekld ádeila eldri kynslóða ástæðulaus á nútíðina. par er víst margt mælt af sann- girni og sái’sauka dýrlceyptrar lífsreynslu liðinna tíma. Eldri kynslóðin hér á landi hefir lifað stórfeldari hreyting-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.