Vísir - 09.05.1927, Page 2
VlSIR
i
Höfum fyrirllggjandi:
BIO Kaffi. mjðg ödýrt.
Exportkaffi:
Ludv. David, Sóley og Hekla.
Giimmístimplar
eru búnir til í
Félagsprentsmiðjunni.
Vandaðir og ódýrir.
Símskeyti
Khöín 7. maí. FB.
„ V erkfallsbaimið “ í breska
þingmu.
SímaíS er frá London, a'S frum-
varpiS inn takmörkun réttarins til
þess aS hefja verkföll, hafi veriS
samþykt í þingfinu viS aSra um-
ræSu.
Stefna Japansmanna í málum
Kínverja óbrejrtt.
SimaS er frá Tokio, aS forseti
nýju stjómarinnar hafi lýst yfir
því í ræðu, sem hann hélt í þing-
inu, er stjórnarskifti höfSu fariS
fram, aS stefna Japans í málum,
er snerta Kína, verSi hin sama og
fráfárandi stjórnar.
Fjármál Frakka.
SímaS er frá Paris, aS fjár-
málamenn í Frakklandi óttist, aS
Frakklandsbanki muni bráðlega
neySast til að hækka gengi frank-
ans. Óttast menn, aS gengishækk-
unin muni hafa mjög ill áhrif á
iðnaSiitn í landinu. Verkamenn
hóta allsherjarverkfalli, af ótta
viS launalækkun, ef frankinn
hækkar.
Khöfn 8. maí. FB.
Samvinna Rússa og Vestur-
FvrópuþjóSa.
SímaS er frá Genf, aS fulltrúi
Rússa á fjármálaráSstefnu ÞjóSa-
bandalagsins hafi haldiS ræSu og
sagt m. a., að samvinna á milli
rússnesku þjóSarinnár og þjóS-
anna í vesturhluta Evrópu væri
bæSi möguleg og æskileg, þrátt
fyrir ólíkt fyrirkomúlag í fjár-
hagsmálum.
Frá þýskum þjóðemissinnum.
SímaS er frá Berlín, aS Stál-
ihjálmafélagiS, en í því em þjó'ð-
emissinnar, sem þátt tóku í heims-
styrjöldinni miklu, haldi hiót-
mælasamkomu gegn VersalafriS-
arsamningunum í dag og búist
lögreglan viS alvarlegum óspekt-
tim.
Flugmanns saknaíS.
SímaS er frá París, aS Saint
Roman, frakkneskur maSur, hafi
gert tilraun til þess aS fljúga frá
ströndum Vestur-Afríku og til
Brasilíu. Hann er ekki kominn
fram, og óttast rnenn, aS hann
hafi farist.
Frá Alþingi.
Þar voru þessi mál til umræSu
á laugardag:
EFRI DEILD.
1. Frv. til laga um breyting á
lögum tim varnir gegn berkla-
veiki (3. umr.) var samþykt meS
litlum breytingum og endursent
ntSri deild.
2. Till. til þingsályktunar um
að sáttasemjari í kaupgjaldsdeil-
um hafi umboðsmann á Austfjörð-
um (ein untr.) var vísaS til stjóm-
arinnar.
3. Frv. til laga um framlenging
á lögum um heimild fyrir ríkis-
stjómina til að innheimta ýmsa
tolla og gjöld með 25% gengis-
viðauka, 2. umr. Frv. var vísaS til
3. umræSu.
4. Frv. til laga um heimild fyr-
ir dómsmálaráðherra til þess að
veita leyfi til veðmálastarfsemi í
sambandi við kappreiðar (1. um-
ræða) var vísaS til 2. umr. og
nefndar.
NEÐRI DEILD.
1. Till. til þingsályktunar um
notkimarrétt hveraorku (ein um-
ræSa). Tillaga þessi er fram bor-
in af Jakob Möller og skorar á
ríkisstjórnina aS undirbúa fyrir
næsta þing frv. til laga um eign-
ar- og notkunarrétt hveraorku.
GreinargerS hljóSar svo: „Á síS-
ari árum er hagnýting hveraorku
mjög aS færast í vöxt í öSrum
Iöndum. Eru allar líkur til, aS hún
geti orSiS ekki þýSingarminni en
notkun vatnsaflsins, þar sem til
hennar næst. VirSist því auSsætt,
að ekki muni síSur vera nauSsyn
á því, aS setja lög um eignar- og
hagnýtingarrétt hveraorku en
vatnsafls, svo sem hér hefir veriS
gert, og þó síSar en skyldi.“ —
Tillagan var samþykt og afgreidd
til ríkisstjórnarinnar.
2. Till. til þingsályktunar um
ríkisrekstur útvarps (ein umr.).
Tillaga þessi er einnig fram borin
af Jakob Möller, og er þess efnis,
aS skipa skuli þriggja manna
nefnd til aS rannsaka og gera til-
lögur um ríkisrekstur útvarps;
skulu í henni eiga sæti landssíma-
stjóri, einn maSur til nefndur af
„Félagi víSvarpsnotenda" og hinn
þriSji til nefndur af ríkisstjórn-
inni. Nefndin á aS skila áliti og
tillögum fyrir næsta þing. — ÞaS
kom mjög einróma fram í umræS-
um um þessa tillögu, aS þingmenn
eru óánægSir meS núverandi
ástand útvarpsmálsins hér á landi.
— Tillagan var samþykt mót-
spyrnulaust, og afgreidd til ríkis-
stjórnarinnar.
3. TiII. til þingsályktunar umi
öryggis- og heilbrigðiseftirlit með
verksmiðjum (ein umr.). Tillaga
þessi er ílutt af HéSni Valdimars-
syni og skorar á ríkisstjórnina aS
undirbúa frv. til 1. um þetta efni
fyrir næsta þing. Tillagan var
samþykt.
4. Till. til þingsályktimar um
styrk handa stúdentaefnum frá
gagnfræðaskólanum á Akureyri
(síSari umr.) var samþykt sem
ályktun frá Alþingi.
5. Frv. til laga um breyting á
lögum um fræðslu bama (ein um-
ræSa).
6. Frv. til laga tun breyting á
lögum um einkasölu á áfengi (ein
umr.). BæSi þessi frv. voru sam-
þykt óbreytt og afgreidd sem lög
frá Alþingi.
Ný frumvörp og þingsályktunar-
tillögur.
Fjárhagsnefnd neSri deildar
flytur tillögu til þingsályktunar
um verslanir ríkisins.
Meiri hluti fjárhagsnefndar
efri deildar flytur frv. til laga um
breyting á lögum um heimild fyr-
ir ríkisstjórnina til aS veita ýms
hlunnindi fyrirhuguSum nýjum
banka í Reykjavík.
Til vinstpil
Götur Reykjavíkur eru orðn-
ar ærið fjölfamar, eins og allir
mega sjá sem um þær fara.
pó að mikið vanti á, að vagna-
mergð og önnur farartæki séu
hér í eins stórum stíl og í stór-
borgum erlendis, þá er þó stund-
um litlu hægara að komast á-
fram hér og hvergi nærri laust
við slysahættu.
Veldur þvi óregla á umferð-
inni. I
Fyrir mörgum árum voru
sett lög um hvernig mætast
skyldi á förnum vegi á íslandi.
Bifreiðanotkun knúði fram
þessa reglu. Enda er þetta al-
staðar ákveðið í menningar-
löndum. Hér var sett sú regla,
að víkja skyldi til vinstri. Eftir
að lög þessi öðluðust gildi voru
þau birt almenningi til eftir-
breytni og mikill meiri hluti
manna hagaði sér þar eftir.
En síðan er liðinn langur
timi — líklega 12—13 ár — en
aldrei hefir þetta verið opinher-
lega auglýst síðan, svo eg viti til.
Vitanlega eru nú mörg þús-
und manna i Rvík sem ekki
voru hér þá, hæði innfæddir og
aðfluttir, og sjálfsagt hafa þar
að auki margir gleymt þessu,
sem sáu þetta í upphafi. Enda
sjást þess glögg merki á götum
hæjarins, þvj nú er sú regla,
sem á þetta var komin, að
miklu Ieyíi að hverfa.
Menn fara eftir götunni hvoru
megin sem er, og rekast á alt
sem fyrir verður, eftir því hvað
geyst þeir fara.
Öðru liverju er hnýtt í bíl-
stjóra fyrir ógætilegan akstur,
og einkum verður mönnum að
skella skuldinni á þá, ef slys
vill til. Má vera að stundum sé
þeirra sökin meiri. þeir aka
stundum ógætilega fyrir hom
og eru þá ekki altaf nægilega
hirðusamir um að vera réttu
megin á veginum, en þrátt fyrir
íslenskip málsliættíp V.
,,Kona og lcanna gera margan fátœhan",
en BLUE BAND gerir margan ánæg&an.
það er enginn efi á því, að bíl-
stjórar haga sér manna best eft-
ir réttum reglum, nema hvað
vörubílar fara oft óhæfilega
hart.
þar næst hjólamenn. pó má
sjá, að unglingar margir skeyta
ekkert um til hvorrar handar
þeir víkja eða hvoru megin þeir
eru á götunni á hjóli. Vitanlega
er það oft af því, að þeir hafa
enga hugmynd um þetta, stund-
um af kæruleysi.
En langverst er gangandi
fólk, og það er slæmt, þvi að
vitanlega er sá flokkur fjöl-
mennastur.
Ekki verður annað sagt, en
að flestir gangi um götumar
rétt eins og verkast vill, án allr_
ar athygli og án þess að Iiir'ða
hið minsta um lög og reglur.
Menn standa masandi á miðri
götu, eða ganga á akbrautinni
hægra megin móti bílum og
hjólum, og taka svo stundum á
rás yfir þvera götuna, án þess
að lita til hægri eða vinstri, og
virðast skella allri áhyrgð um
það á aðra, hvort þeir skuli
sleppa ómeiddir eða ekki.
það er því mesta furða að
slys skuli ekki vilja til miklu
oftar en raun er á.
Tel eg það að miklu leyti bíl-
stjómnum að þakka, þvi að
gangandi fólkið gætir sín oftast
mjög illa.
Sama er að segja um hörnin.
Ekki er von að þau hagi sér bet-
ur en liinir fullorðnu, enda er
stórhneyksli að sjá, að fjölförn-
ustu götur bæjarins skuli jöfn-
um höndum vera notaðar fyrir
fótboltavöll og til hverslíonar
leika.
Á síðastliðnu liausti mintist
eg á við löreglustjórann, hvort
honum sýndist ekki rétt að aug.
lýsa öðru Iiverju þessar umferð-
arreglur. En hann kvað það
ekki myndi vera til neins. Og
vitanlega hafði eg ekkert vald
til að skipa honum þetta. En eg
var jafnsannfærður um að þetta
þyrfti að gera. Og ekki er nokk-
ur vafi á því að það myndi hafa
áhrif, svo að þetta Iærðist smátt
og smátt og yrði að vana.
J?ess er að gæta, að á meðan
langflestir láta tilviljun ráða
umferð sinni um veginn, þá
verður næstum ógerningur að
halda settar reglur fyxir þá, sem
eiga einhverja ábyrgðartilfinn-
ingu í fórum sínum og viljavera
réttu megin.
Aftiu* á móti getur enginn ver-
ið röngu megin þó hann vilji,
þegar allur fjöldinn er kominn
á rétta braut.
þetta ættu yfirvöldin sífelt að
Bús- og eldhúsáhöld
af öllu tæi — fá menn áreið-
ganlega best og ódýrust í vend-
jjun undirritaðs, t, d. Matskeiðar
*?frá 12 aurum, Hnífapör fró 75
*au., Stálsteikarapönnur með
jjrendum sköftum 36 cm. á 2^25,
jJTaurullur, Tauvindur og ak
gannað með tiltölulega lágu
■H verði. — Skoðið vörur vorar áð-
ur en þér festið kaup annarstað-
^ar, og berið gæði og verð gaam-
2an við það, sem þér fáið best
^jannarstaðar, þá munuð þér
sjálfir ganga úr skugga um það,
að enginn býður yður betri kaup
en
Versl. B. H. Bjarnasoii.
hafa bak við eyrað, bæði að þvi
er snertir þetta og önnur sið-
ferðileg þjóðfélagsmáL
Áður en eg kvaddi löregiu-
istjóra, sagði hann að þetta ætö
að kenna i barnaskólanum.
Eg var á sama máli um það.
Skömmu síðar hitti eg að
máli bamaskólastjórann og
spurði hann, hvort bömum
væri leiðbeint í þessu í skólan-
um. Hann kvað nei við. Áttum
við tal um þetta litla stund og
virtist mér hann sammála mér
um, að þetta ætti að gera. J>á
virðist nú ekki vera annað eftir
en að ákveða að þetta skuli tek-
ið upp við barnaskólann á næsta
hausti. Úr þvi að báðir eru með
þessu, lögreglustjóri og bama-
skólastjóri — hver getur þá ver_
ið á móti þvi?
En hitt, að auglýsa þetta öðru
hverju ahnenningi til leiðbein-
ingar, vona eg að löreglustjóri
geri fyrir mig— fyrst eg biS
hann svona vel.
Frá mínu sjónarmiði er mjög
þýðingarmikið að gott skipulag
komist á umferðina nm götur
bæjarins.
pað sparar tíma, og setur faU-
egri svip á götulifið — sviftir
burt þessum leiðinlega land-
eyðubrag sem nú er yfirgnæf-
andi.
En langþyngst á metunum er
þó það, að því betra sem skipu-
lagið er á umferðinni, þvi færri
verða slys af árekstmm.
Eg sé ekki hetur, en að lög-
reglunni beri sama skylda til
að koma lagi á þelta, eins og t.
d. að gæta þess að kveikt sé á
luktum reiðhjóla og bifreiða.
Vegfiarandi.