Vísir - 14.05.1927, Blaðsíða 3
Mpfél. WaÉur.
í 76. og 77. tölublaði Morgun-
biaðsins skrifar Sveinn Jónsson
um þetta félag, og er það góðra
gjalda vert, þvi að litið hefir
verið gert til að vekja athygli á
því, að undanförnu, en frásögn
hans, einkum hvað snertir síð-
asta aðalfund, er iiokkuð óljós,
og gæti valdið misskilningi, svo
það gefur tilefni til að lýsa þeim
fundi nokkuð nánar, einkum
þeirri lilið hans, sem sneri að
fundarmönnum.
Fundur þessi var haldinn 10.
mars s.l. Af 650 félögum voru
að eins 13 mættir.
Fundurinn hafði verið hoðað-
ur með nokkurra daga fyrir-
var'a, en sama daginn og fund-
inn átti að halda, stóð í Morg-
unblaðinu, að hann ætti að vera
„á morgun“. pað er enginn efi
á því, að þetta, meðal annars,
hefir verið orsök i því að svona
fáir mættu.
pegar liðinn var fjórðungur
stundar yfir hinn ákveðna tíma,
settist féhirðir félagins, Sveinn
Jónsson, i fundarstjórasætið, og
sagðist ætla að verða fundar-
s.tjóri, og lcvaddi sér til aðstoð-
ar Stefán lyfsala Thorarensen,
en hann færðist undan, en lét
þó til leiðast, þegar annar fekkst
ekki til að taka það að sér.
Samkvæmt félagslögunum
átti þessi fundur að haldast í
fcbrúarmánuði, en* fundarstjóri
lýsti því þó yfir, án þess að bera
það undir samþykki fundarins,
að fundurinn væri i alla staði
lögmætur og gaf síðan for-
manni orðið.
Formaður skýrði frá athöfn-
um félagsins, sem hann sagði að
hefðu verið litlar síðastliðið ár;
^þú sagði hann að stjórnin hefði
leigt skrifstofu hjá Sveini Jóns-
syni, og keypt í hana húsgögn
og nokkrar bækur (Alþingis- og
Stjórnartiðindi), svo nú væri
þar vistlegt. Ekki gal hann #m
lil hvers þessi skrifstofa setti að
notast, og það var ,svo að skilja,
að enginn maður ætti að vera
á þessari skrifstofu, því að hann
tok það sérstaklega fram, að
gjaldkerinn væri svo lipur mað-
ur, að hann mundi skreppa upp
á skrifstofuna, ef einhver vildi
koma þangað, sem sjaldan bæri
við. Annars sagði hann, að
stjórnin hefði liugsað ákaflega
mikið síðastliðið ár, en engar
ókvarðanir tekið, og hvatti
menn til að vera rólega, því að
margt væri enn, sem þörí' væri
að hugsa um, og gæti það tekið
langan tíma.
þá skýrði hann frá því, að
reikningur félagsins hefði legið
frammi hinn lögákveðna tíma,
það er að segja reikningsbók
féhirðis, þvi enginn reikn. hafði
verið saminn, en endurskoðun-
armennirnir hel'ðu skrifað und-
ir hókina, að þeir hefðu ekkert
við hana að athuga, eftir öllum
skilríkjum.
pá lýsti formaður yfir þvi, að
endurskoðendur hefðu sent
stjórniuni tillögu ]>ess efnis, að
kosin skyldi 5 manna nefnd, til
þess að beina starfsemi félags-
ins út á nýjar brautir og breyta
lögurn þess, bg hefði stjórniiu
VlSlR
Laugardagimi Í4. maí 192þ.
Gúmmístimplar
eru búnir til í
Félagsprentsmiðjunni.
Vandaðir og ódýrir.
þegar hugsað sér mennina, en
vildi ekki að þeir væru kosnir
skriflega, en samþyktir, helst
allir í einu.
Einn af fundarmönnum vakti
athygli á því, að þannig löguð
reikningsskil væru ekki sam-
kvæm félagslögunum og óskaði
að úr því yrði bætt framvegis.
pessu tók fundarstjóri mjög
fjarri og taldi þetta óþarfa og
vanbugsaða tortrygrij og árás á
stjórnina, og bar upp til sam-
þyktar reikningsfærsluna eins
og hún var í bókinni, og var
iiún samþykt.
pá bar sami fundarmaður
fram tillögu um, að fundi væri
frestað, og boðaður á ný, þar
sem svo fáir væri mættir, sem
líklega stafaði nokkuð af mis-
skilningi, en fundarstjóri kvað
þessa tillögu svo heimskulega
og svo mikla f jarstæðu, að hann
hvorki bæri upp eða leyfði um-
ræður um hana, Enda gæti hún
jafnvel skoðast sem brot á fé-
lagslögunum, þvi að þar stæði
hvergi, að aðalfundi mætti
fresla. Út af þessu varð þrasi
nokkurt, og nokkrir voru þeh’r-
ar skoðunar, að þessi aðferð
fundarstjóra væri í alla staði,
vægast sagt, mjög úhyggileg.
Eftir tilmælum stjórnarinnar
var samþykt að greiða henni
300 króna þóknun fyrir síðast-
liðið ár, og endurskoðendum
100 kónur.
pá voru menn í nefndina sam.
þyktir, allir i einu, eins og
stjórnin hafði tilnefnt þá.
Formaður félagsins, Grímúlf.
ur Ölafsson, brýndi því næst fyr-
ir fundarmönnum, að taka því
með jafnaðargeði, þótt nokkuð
háir skattar væri lagðir á fast-
eignir þeirra. Hjá því væri ekki
hægt að komast. Ræða lians var
róleg eins og öll framkoma
hans á fundinum.
Á þessum fundarútdrætti geta
menn séð, hvað óheppilegt það
er, að félagsmenn ekki skuli
mæta á aðalfundi. Hér mæta að
eins 13 félagar og þar af greiða
að eins 7—8 atkvæði; hinir
greiddu ýmist ekki atkvæði eða
voru í minni hluta, en þessir 7
—8 menn taka mikilvægar
ákvarðanir, sem yfir 640 félag-
ar verða að lilíta. pað er því
mín skoðun, að það hafi verið
siðferðileg skylda stjórnarinn-
ar, að fresta fundinum, og boða
hann að nýju, séi'slaklega þegar
kom fram tillaga um það. En
fimdarstjóri taldi þetta svo
mikla fjarstæðu, að hann neit-
aði að bera hana undir atkvæði.
pað leit annars út fyrir, að
stjórnin kynni fullvel við sig
þar í fámenninu, því á þessum
fundi hafði hún ákveðinn meiri
hluta með sinum atkvæðum, og
það er eins og henni liafi komið
það vel, að þessu sinni.
Hafi því einhverjar ákvarðan-
ir verið teknar, sem félags.
mönnum ekki geðjast að, geta
þeir sjálfum sér um kent, þeir
mættu ekki á fundinum.
Fundarmaður.
Særid ekki
tilfinningar barnanna.
Það er mjög tilfinnanlegt, að sjá
börn með niðurbæld og raunaleg
andlit, að sjá þau með sorgmædd-
um svip og tárvotum kinnum,
blessuð litlu, saklausu börnin. Það
er hryggilegt til þess að vita, livað
margir eru skeytingarlausir um
framkomu sína gagnvart börnun-
um. Þeir hugsa ekki út í hvað oft
þeir særa og snerta viðkvæma
strengi tilfinninga þeirra.
Öll höfum við börn verið, eu
eigum við að gera öðrum það, sem
okkur hefir sjálfum fundist rang-
látt og þungt að bera Upplag
barnanna er mjög misjafnt, en upp-
eldiö hlýtur lika að skapa mennina,
að miklu leyti.
Við þurfuni að komast að lynd-
iseinkunnum barnanna, og fylgjast
með þeim, glæða alt sem er gott
og göfugt, og leiða hug þeirra frá
því, sem miður má vera. Þótt
börnin séu á margan hátt erfið,
cg breyti í ýmsu á móti vilja okk-
ar, hygg eg að þaö sé athugavert,
að ávíta þau með illa völdum orð-
um, hótunum eða hýðingum, sem
því miður eiga sér enn þá alt of
víða stað. Höfurn við leyfi til að
taka þessa litlu, brotlegu vini okk-
ar og misþyrma þeim, svívirða þá
'1, orði eða annað því um líkt? Nei,
á annan hátt þurfum við að fá þau
ti) góðrar og göfugrar breytni í
daglegu líferni. Með ástríki og hlý-
leika þurfum við að sýna þeim með
hógværð fram á, hvað það sé ljótt
og rang;t, sem þau hafa haft í
frámmi, og biðja þau í guðs nafni
að breyta betur, og tel jeg vafa
lítið, að börnin vilja síður styggja
aftur þann, sem sýnir þeim um-
burðarlyndi og kærleika, en hinn,
sem h'egnir þeim með kulda og
höggum.
Af ást og virðingu þurfa börn
in að hlýða foreldrum sínum og
öðrum, sent um þau sjá, en ekki
af þrælsótta, því honum fylgir lít-
^svirðing og fleira, sem ekki göfg.
ar barnssálina.
Eg er viss um, að með of rnikl-
um strangleika getum við átt það
á' hættu aö hrinda börnunum al-
gerlega frá okkur. Þau reyna að
fara með sem flest á bak við okk-
ur, til að forðast hirtingu, og þá
fáum við eklci tækfæri til að’leið-
beina þeim, og styrkja vilja þeirra
ti! góðs. Á hlýlegan og kærleiks
rikan hátt þarf að innræta barninu
greinarmun góðs og ills, láta þau
finna til friðar og sælu í hjarta
sínu yfir því, hvað það sé yndis-
legt að vera góður, og breyta vel.
Það er ekki nóg að finna að
viö börnin á kvöldin, fyrir öll brek,
sem þeim hefir oröið á yfir dag.
inn. Á morgnana þurfum við að
tala við þau, biðja þau að verja
deginum vel, og áminna þau um
góða siðu. Barnssúlin er bljúg og
viðkvæm, og þvi næm fyrir öllum
ahrifum. Þess vegna er nauðsyn
legt, að sá þvi i hjörtu barnanna,
er síöar megi bera góðan ávöxt.
Guöstrúna þarf snemma að glæða
hjá börnunum. Friður og sæla fyll-
ir barnshjartað, er það verður
snortið af hinum mikla heilagleik
guðdómsins, og hversu oft á lífs-
leiðinni verður það ckki eina hjálp.
ræðiö, að fela góðum guöi alt, þeg.
ar baráttu og örðugleika lífsins ber
að höndum, sein mæta okkur i svo
mörgúm myndúm. Pá e'r s'tíyrlcur
trúarinnar og máttur bænarinnar
•að eina, setn brúay torfærurnar
a vegi vorum, og hjálpar okkur
að komast áfram.
Ekki megum við gera lítið úr
öllu því, sent börnin gera: Starf-
semin er samgróin eðli barnsins.
Það veröum við strax vör við i
fyrstu leikjum þeirra. Litil börn
vilja oft fá að taka þátt í störfu'm
okkar, og þó þau séu svo lítil, að
þau geti ekkert gagn gert, megum
við ekki sífelt vera að amast við
þeirn, vísa þeini frá okkur, tala
um hvað þau tefji o. s. frv. Við
vitum ekki hversu mikið ónota-
orðin geta sært, og oft grafið djúpt
um sig í hinum litlu. viðkvæmu
hjörtum.
Við eigum einmitt að lofa börn-
unum að starfa með okkur. „Það
er lítið barn, sem gerir ekkert
gagn.“ Við megum ekki hugsa sem
svo, að það borgi sig ekki að láta
börnin vinna að einni eða annari
vinnu, vegna þess, að við þurfum
eins langan tíma til að búa út í
hendurnar á þeim, og við sjálf er-
um að vinna verkið. Þess fyr sent
bömunum er leiöbeint og sagt rétt
til, þess fyr verða þau fær í iðn
sinni, hver sem hún er.
Það vex hver við vel kveðið orð,
og það glæðir vilja og eykur á-
hu'ga barnanna, að vita verk sin
virt og metin, og væri hugsað til
að hafa létt verk við hæfi barn-
anna, einhverja vissa tíma á dag,
þar sem þau gætu fundið til vinnu-
gleðinnar og starfskrafta sinna, er
eg viss urn, að það bjargaði mörgu
barninu frá .götulífinu og siðlitl-
urn leikjum, sem þessir vesalingar
leiðast út í með misjöfnum félög-
um, sem þeir kynnast, er þeir alla
guðslanga daga eru umhirðulausir
látnir vera úti.
Ekkert getur veriö okkur heil
agra eða dýrmætara, en velferð
barna vorra. Velferð allra barna
eigurn við að bera fyrir brjóstinu.
Blessuð litlu börnin, sem hafa mist
foreldra sína, eða af erfiðum kring-
umstæðum hafa tvístrast frá þeirn,
eiga vissuleg'a skilið að við rninn-
umst þeirra, hvar sent þau verða á
vegi okkar. Það eru engin^ útlát
að klappa á kollinn á þeirn og
tala hlýlega til þeirra. Kærleikann
þrá þatt umfram alt.
Ekkert er ynclislegra en að sjá
góð og vel upp alin börn fá að
njóta ástríkis og verndar góðra og
guðelskandi foreldra. Aftur á
nióti er það sorgleg sjón, að sjá
illa vanin og umkomulaus börn,
sem hrekjast manna á milli. Eng-
um þykir vænt 11111 þessa vesalinga.
Þau fara á mis við það besta og
fullkomnasta, sem börnuin getur
hlotnast. Það er samúö í sorg og
gleöi, kærleiksrík umönnun og
leiðbeiningar um góða siði, göf-
uga breytni og kristilegt hugarfar.
Ef allir væru samtaka, og hver
og einn vildi rétta þeim næsta
hiálparhönd, eða tala huggunar-
orð til þeirra, sem við bág kjör
eiga að búa, þá myndi léttast byrði
margra meðbræðra vorra. Margir
góðir menn og konur vinna mikið
að slíkuin störftlm, að hjálpa og
hug'ga, en fleiri vantar. Verkefn-
in eru svo mörg. Þaö er nóg ti!
aö starfa, kvartið ekki yfir því
I .atið viljánn ekki vanta. Opnið
augun og lítið í kring um ykkur.
Skiljiö neyð annara. Finnið til með
sorgmæddum og sjúkum. Skelfist
yfir spiilingurini, o'g gætið þ'e'ss að
WfiRlEK6M£RH
$ súkku- J
ladi er%
jþest og^eftir gœðum ödyrast:
Þetta vita allir, [sem reynt
liafa, enda eylcst salan dag
frá degi um ált land.
Athugid að á hver j-
um pakka og plötu
standi nafnið
hún fái ekki að æða yfir, eins og
næmur sjúkdómur. Hún situr um
líí og heilsu saklausra barna, spill-
ir hamingju og heintilisfriði, og
eitrar þjóðfélagið. Það er átakan-
legt, að sjá ölvaða unglinga og
reykjandi smámeyjar, o. fl. mætti
nefna. En um fram alt grátið og
biðjið með umkomulausu börnun-
um. Leggið þeirn liðsyrði í orði
!og verki. Látið þau ekki fara á
mis við kærleikann.
Guðrún Jóhannsdóttir
frá Brautarholti.
Norska höfnin
í Vesturbygð á Grænlandi.
—o—
Skipstjórar þeir, seni norska
stjórnin sendi til að gera Græn-
landsstjórn grein fyrir liinni
„teknisku“ lilið þessa máls, eru
nú koinnir heim til Álasunds,
og hafa Álasundsblöðin liaft tal
af öðrum skipstjóranum, herra
Peter Rlindheim.
Lætur hann vel yfir förinni
og’ segir, að samningarnir hafi
farið fram á slíkan hátt, að
Danir hafi sýnt bæði skilning á
þörfum Norðmanna og góðan
vilja og viðleitni til að bæta úr
þeim. pað sé því full ástæða til
að halda, að hafnarmálið og
önnur hagsmunamál norskra
fiski- og veiði-manna komist í
það lag, sem báðir aðilar (Norð-
menn og Danir) megi vel við
una. ' j
í tilefni af þessum ummæl-
um hefir „Berlingske Tidende“
í Kaupmannahöfn átt tal við
utanrílcisráðherrann danska,
sem skaut sér undan svörum
með því að vísa til, að norsku
skipstjórarnir liefðu talað við
Grænlandsstjórann en ekki sig,
og að þetla væri „dipIomatiskl“
mál.
J. D.