Vísir


Vísir - 16.05.1927, Qupperneq 2

Vísir - 16.05.1927, Qupperneq 2
VlSIR Nú er Rágmjölið og Hálfsigtimjðlið komið. Einnig MarmeUde, Florsyknr. CHEVROLET 5 manna opnar bifreiSar af nýju geríSinnij eru svo vandaðar að öllum frágangi, að menn undrast yfir hvað hægt er að smíða fallegt og' gott fyrir ekki meiri penínga ©n þær kosta. CHEVROLET SPORT TOURING eru fóðraðar að innan með sterku og fallegu skinni og eru ennfremúr úthúnar sem hinar dýrari bifreiðar, hvað skrrut og þægindi snertir. Verð hér á stáðnum kr. 3975.00. Aðalamboðsmenn á islandl fyrir General Motors bifreiðar. Jób. ÚUfsson & Co. Reykjivik. Símskeyti Khöfn, 14- maí. F. B. Látinn vísindamaður. Málfræðingurinn próf. Vil- helm Thomsen er látinn. Leitin hjá Rússum. Símað er frá London að yfir- völdin verjist því, að gefa upp- lýsingar viðvíkjandi húsrann- sókninni i byggingu Arcos-firm- ans rússneska. Arcos-félagið er rússnesk rikisstofnun og aðalað- setur ensk-rússneskrar verslun- ar. Sá orðrómur ileikur á að bresk rikissjöl hafi horfið og leiki lögreglunni grunur á, að þau væri i höndum Areos-fé- lagsins- Lögreglan hefir gert upptæk skjöl og skotvopn í byggingu félagsins. Sendilierra Rússa hefir mótmælt húsrann- sókninni og handtekningu starfsmannanna og segir hann, að lögreglan liafi einnig ráðist inn á einkaskrifstofu formanns verslunar-sendisveitar Rússa, þrátt fyrir diplomatisk sérrétt- indi formannsins. Khöfn, 16. maí. F. B. Enn um leitina hjá Rússum- Símað er frá London, að lög- reglan hafi brotið upp stálskáp- ana í Arcos-byggingunni, þrátt íyrir mótmæli Rússa, sem full- yrtu, að í skápunum væri að eins geymd friðhelg skjöl stjórn- málalegs efnis. Yfirvöldin i London viðiu’kenna, að rann- sókn hafi einnig farið fram á skrifstofum verslunarsendisveit- arinnai’ rússnesku. Yfirvöldin viðurkenna að formaður sendi- sveitarinnar sé friðhelgur per- sónulega, hinsvegar nái frið- helgin ekki til skrifstofnanna, þær sé yfirvöldunúm leyfilegt að rannsaka, ef gildar ástæður séu fyrir hendi. Tahð er víst, að mál þetta muni hafa alvar- legar afleiðingar og búast menn við því, að stjórnmálasamband- inu milli Englands og Rússlands verði slitið, en hinsvegar er tal- ið ósennilegt að til ófriðar dragi út af þessum málum, enda þó lítt verði um spáð enn sem kom- ið er, þar sem tildrögin til rann. sóknarinnar og árangur hennar er óupplýst enn þá. Andúð gegn Englendingum í Rússlandi. Símað er frá Moskva, að miklar æsingar séu i garð Eng- lendinga í Rússlandi og mest i Moskva- Hefir herlið verið kvatt til verndar við bústað hreska sendiherrans í Moskva. Utan af landi. Akureyri, 14. maí. F. B. Mokafli við Grimsey og sæmi- legur afli hér á firðmum. Mjólk er seld hér á 36 aura literinn og er það lægsta mjólk- urverð hér á 12 ára tímabili. Frá Alþingi. Þar voru þessi mál til umræöu á laugardag: EFRI DEILD. 1. Frv. lil laga um heimild fyr- ir dómsmálaráðherra til þess að veita leyfi til veðmálastarfsemi í sambandi við kappreiðar, 3. umr. Samþykt var brtt. frá allsherjar- nefnd um að veita leyfi’S aö eins til 5 ára í senn, og frv. síöan end- ursent neðri deild. 2. Frv. til laga um breyting á lögum um landamerki o. fl., 3. umr. 3. Frv. til laga um varðskip ríkisins og sýslunarmenn á þeim, ein uínr. 4. Frv. til laga um breyting á lögum um vamir gegn berkla. veiki, éin umr. — Þessi þrjú frv. voru öll, samþykt og afgr. sem lög frá Alþingi. 5. Frv. til laga um gjald af inn- lendum tollvörutegundum, 3. um- ræöa, var endursent neöri deild. 6. Frv. til laga um sorphreins- un og salernahreinsun á Akur- eyri, 2. umr. 7. Frv. til laga um samþykt á landsreikningnum 1925, 2. umr. Hestamannafélagið Fáknr heldnr fnnd á Hótel Hekin kl 8‘L 1 kvöld. msWfið gerir alla glala. 8. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1925, 2. umr. — Þrjú in síö- astnefndu frv. fóru öll til 3. umr„ eftir tillögum nefnda| þeirra, er þau voru til athugunar hjá. 9. Frv. til laga um heimavistir við hinn almenna mentaskóla, framhald 2. umr. Um þetta mál möu enn allmiklar deilur. Var umr. ekki lokiö á laugardag, og heldur hún væntanlega áfram í dag. Önnur mál voru tekin af dag- skrá. NEÐRI DEILD. 1. Kosning manns í stjóm minningarsjóðs Jóns Sigurðssonar frá Gautlöndum. Kosningu hlaut Þórarinn Kristjánsson hafnarstjóri með 16 atkv. Jón Gauti Péturs- son hlaut xo atkv. 2. Kosning gæslustjóra Söfn- unarsjóðs íslands fyrir árabilið frá 1. jan. 1928 til 31. des. 1931. Deildin endurkaus síra Sigurð Gumiarsson með þvi að standa upp. 3. Frv. til laga um Landsbanka íslands, framhald 2. umr. (at- kvgr.). — Atkvæðagreiðslan fór þannig, að samþyktar voru allar brtt. fjárhagsnefndar, en flestar aðrar feldar. Einna merkasta má liklega telja þá brtt., að néma burt bannið gegn því að bankastjórar sé alþingsmenn. Eins er leyft að kjósa þingmenn í bankaráð, en svo var ekki eftir frv., eins og það kora frá efri deild. — Þá var á- kveðið, að bankarátSsmenn skyldu kosnir í sameinuðu þiiigi, en ekki í deildunr, o. m. fl. — Feld var m. a. till. um skyldu til að geyma opinbert fé og sjóði i bankanum, um að nema burt ákvæðin á tak- mörkun á ábyrgð rikissjóðs á bankanum o-. fl. - Frv. var vísað til 3. umr. með 18:4 atkv. Á móti voru Jak. M„ B. Sv„ H. Vald. og Sv. Ó. 4. Tillaga til þingsályktunar um verslanir ríkisins, ein umr. Tillaga þessi er fram borin af f iárhagsnefnd neðri deildar og ter fram á að skora á ríkisstjórn- ina að gera gangskör að að kalla inn eða semja um skuldir versl- ana þeirra er ríkið á eða hefir átt. Einnig að takmörkuð verði svo sem frekast er unt útlán áfengis- verslunar. - Till. var samþykt með samhlj. atkv. eftir nokkurar umræður. 5. Tillaga til þingsályktunar um rannsókn á hafnarbótum og varnir gegn snjóflóðum (síðari umr.) var afgreidd til stjórnarinn- ar sem ályktun neðri deildar. UtvaFpid í þjónustu mentunarinnar. Fáar þjóðir hafa meiri þörf á því en Islendingar, að hagnýta sér sem best öll þau tæki, sem á einn eða annan hátt brúa fjarlægðir manna á milli. Fyrst og fremst vegna strjálbýlis þjóðarinnar, og ekki síst vegna þess, að samgöng- ur vorar og • samgöngutæki geta aldrei orðið eins og á sér stað í þéttbýlli löndum. Eitt af því, sem á marg'vísleg- an hátt gæti rofið þessa einangr- un vora, og komið oss að miklu gagni, er útvarpið. Það virðist svo, að í byrjun hafi verið litið á það niál af þingi og stjórn, sem nokk- urskonar leikfang, sem eigi væri ástæða til að almenningur yrði að- njótandi, að minsta kosti þegar útvarpsleyfið var veitt; enda virð- ist reglugerð stjórnarráðsins óneit- anlega bera frekar hag útvarps- rekenda en notenda fyrir brjósti. Eg er þess fullviss, að nú líta fjölda margir alt öðrurn augum á þetta mál en löggjafarnir gerðu í öndverðu, enda virðist liggja í augum uppi, að hér -sé oss lagt upp í hendurnar eitt af heimsins hagkvæinustu mentunar- og menn- ingartækjum, sem völ er á fyrir oss íslendinga, bara ef oss brestur ekki framsýni til að færa oss það í nyt. Utvarpið getur komið oss að liði a svo mörgum sviðum, að það er vart vansalaust að láta reka lengur á reiðanum, hvað það mál snertir, enda væri það engfinn blett- ur á íslendingum, þó þeir yrðu framarlega í því að taka útvarpið í þjónustu sína á sviði mentunar- innar. Eg ætla aðeins að minnast á fá atriði á starfssviði þess fyrir oss íslendinga. 1. Veðurfregnir og veðurspár. Þess verður ekki langt að bíða, að veðurfregnir og veðurspár verði fólki kærkomið, bæði til sjós og sveita. Menn munu brátt læra að hagnýta sér gagnsemi þeirra, og á þann hátt verður fjölda manns- lifa forðað í framtíðinni, og miklu verðmæti bjargaö frá skemdtun; má þar t. d. benda á hey á sumar- dag. En til þess að veðurskeyti og veðurspár komi að fullum notr- um hjá þjóðinni, verður að stuðlá að því, að fregnirnar komist imi á hvert heimili. 2. Mentun. Það er oft um þaS ritað og rætt, að auka þurfi ment- un landsmanna. En lægi þá ekki vel við að hagnýta þá leið, er fært getur öllum, yngri sem eldri, ment- unina heim á heimilin, — jafnt heim á afskekta fjallabæi sem í höfuðstað landsins? Með því aS útvarpa fræðandi fyrirlestrum, t. d. þrisvar til .fjjórum sinnumi á viku eða oftar, ætti almenningur um land alt kost á haldbetri ment- un, en fjöldi þeirra unglinga, er Gúmmískö með hvítum og gráum botnum höfum við nú fengið í öllum stærðum. Terðið lágt. Evannbergsbræðar. /

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.