Vísir - 04.06.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 04.06.1927, Blaðsíða 2
VÍSIR Mpaust telpa 2—15 ára óskast til þass að Rúllupylsur til sölu í pakkhúsi okkar. Mjög góðar og ódýrar. I P Thomas H. Johnson fyrrum ráðherra. I I Mikið skarð er orðið í fylk- ing' lantla vorra vestan hafs við fráfall Thomasar H. Johnsons, þvi að bæði var, að liann var hinn mesti atkvæðamaður og hafði hafist til meiri metorða en nokkur annar íselndingur í Vesturheimi. Hann liét fullu nafni Thomas Hermann og var fæddur 12. febrúar 1870 á Héðinshöfða á Tjörnesi i Suður-pingeyjar- sýslu, fögru höfuðbóli og land- námsjörð. Faðir hans var Jón Björnsson Ivristjánssonar á Illugastöðum í Fnjóskadal. Kristján ' var hróðir Björns í Lundi, og voru þeir bræður einliverir mestu atkvæðamenn á þeim slóðum um sína daga. Móðir Thomasar var Margrét Bjarnadóttir frá Fellsseli í Kaldakinn, og voru þeir systra- synir Thomas og Magnús Krisl- jánsson, landsverslunarfor- stjóri. Thomas fluttist vestur um haf með föður sinum árið 1878, en þá var móðir hans látin. peir feðgar settust fyrst að i Nýja-lslandi, en dvöldust þar skamma stund og fluttust það- an til Winnipeg. par var Thom- as til sextán ára aldurs en flutt- ist þá enn með föður sinum vestur i Argyle-hygð, seni er skanunt vestur af Wiiinipeg, og fór þá að stunda nám í kenn- aras'kóla og lauk kennaraprófi 1888. Eftir það var hánn kenn- ari nokkur sumur, en var á vetrum við nám suður í Banda- ríkjum og lauk þar stúdents- prófi í Gustavus Adolphus College i St. Peter i Minnesota árið 1895. Eftir það tók hann að nema lög í Winnipeg og var fullnuma árið 1900. Thomas fór snemma að gefa sig við stjórnmálum og var jafnan í flokki frjálslyndra manna, en um þær mundir mátti heita að ekki gætti nema tveggja stjórnmálaflokka í Kanada, frjálslynda flokksins og íhaldsflokksins. Fylgi ihalds- manna var mjög eindregið um þær mundir í IVlanitobafylki, en þó var Thomas kosinn í skóla- nefnd i Winnipeg 1904 og end- urkosinn 1906. Honuin voru og falin nokkur önnur trúnaðar- störf þegar er liann var orðinn lögmaður og leysti hann þau öll svo vel af hendi, að orð var á gert. Vorið 1907 vorp háðar kosn- ingar í Manitoba. pá hafði Thomas stundað lögmanns- störf i Winnipeg síðan um aldamót og var orðinn alkunn- ur maður þar i borginni og varð það úr, að hann var tilnefndur til þess að vera i kjöri i Vestur- Winnipeg af liálfu frjálslynda flokksins. Móti honum sötti enskur maður, sem Sharp hét, og verið hafði horgarstjóri í Winnipeg og átti allmikið und- ir sér. Varð þeirra barátta afar- hörð, því að íhaldsmenn lögð- ust geypilega fast á inóti Thom- asi og var sem þeim segði hugur um, að hann mundi síð- ar verða þeim örðugur and- stæðingur, enda kom það á dag- inn. Crslit urðu þau, að Tliom- as Johnson vann kjördæmið, og var jafnan endurkosinn upp frá því, á meðan hann gaf kost á sér til þingsetu. Jafnan var úr- valsmönnum teflt í móti Thom-- asi í kosningum, en það kom f'yrir ekki. Hann reyndist ávalt sigursæll og fór ósigraður af hólmi, en hvergi yar háð snarp- ari barátta i Manitoba en um hann, og bar það til, að stjóm- in fann, að hún átti engan skæð- ara andstæðing en hann. — I fyrstu ræðunni, sem Tliomas flutti í Manitobaþinginu, deildi hann svo fast á stjórnina, að ganga þótti ofdirfsku næst af ungum manni og lítt reyndum,. eins og Thomas var þá. Stjórn- arformaður ihaldsmanna liét Rohlin, hranalegur maður og mjög óhlífinn, og slógu þeir Thomas marga brýnu. Thomas gei’ðist þeim mun djarfari í sóknum sem lengra leið og þar kom, að andstæðingar hans urðu að lúta í lægra haldi. Árið 1915 sat Roblinstjórnin enn að völdum, en þá hafði Thomas saumað svo að herini,, áð lnin beiddist alt í einu lausri- ar, þó að hún sæti í meiri liluta, en Norris, formaður frjáls- lynda flokksins tók við stjórn og stofnaði þegar til nýrra kosn- inga og vann glæsilegan sigur. Thomas varð þá ráðherra og var rannsókn haldið áfram í máli Roblin-stjórnarinnar. Kom þá í ljós, að hún liáfði dregið sér fulla miljón dollara af fylk- isfé, með ýmislegum og ótrú- legum prettum, og voru allir ráðherrarnir í vitorði um það nema einn. Refsingum var þó aldrei beitt við þessa menn og þótti mörgum þar kenna of- mikillar vbrkunsemi, en flokk- ur þeirra sundraðist þá i svip og hefir síðan átt þar erfitt upp- dráttar og aldrei hefir bólað á þeim Roblin eða félögum hans síðan. gæta barna á góðu sveitaheimili. Uppl. Bárugötu 4. Sími 1816. Thomas var sjö ár ráðherra, eða fram til ársins 1922. Rá beiddist hann lausnar og stund- aði lögmannsstörf eftir það. Hann hafði lagt mjög mikið á sig á meðan hann var ráðherra, einkum á meðan styrjöldin stóð, og ofbauð svo heilsu sinni, að hann beið þess aldrei full- komlega bætur. Thomas var vel meðalmaður á hæð og þreklegur, ágætur ræðumaður og jafnvigur á enska lungu sem íslenska. Hann var söngmaður góður, skemtilegur í vinahóp, en frem- ur alvarlegur hversdagslega. Hann var kvæntur Auroru dótt- ur Friðjóns kaupmanns Frið- rikssonar í Winnipeg og áttu þau 3 böm, tvo sonu og eina dóttur. íslendingar mikluðust af Thomasi H. Johnson sem eðli- legt var, og urðu vinsældir lians og virðingar þeim mun meiri sem hann varð eldri. Og nú þeg- ar hann er látinn munu allir sammála um, að hann hafi ver- ið hinn glæsilegasti fyrirmað- ur, sem þeir hafa eignast. Sfmskeytf Khöfn, 3. júní. FB. Frá Kína. Símað er frá London, að sið- ustu dagana hafi hernaðar- ástandið i Kina gerbreyst. Nan- Idngherinn og Hankowherinn hafa sameinast og ráðist í sam- einingu á Norðurherinn. Norð- urherinn gat eigi stöðvað fram- rás þeirra og heldur stöðugt undan og nálgast nú Hoangho- fljótið. Er búist við frekari af- skiftasemi en verið liefir af hálfu stórveldanna sumra, ef Norðurherinn getur eigi hindr- að að Suðurherinn leggi undir sig Norður-Kina, einkanlega Japana og ef til vill Brcta. Bandaríkin liafa sent herlið til Tientsin til þess að vernda ameríska borgara þar. (Tientsin hefir um 800 þús. íbúa og er einhver mesta versl- unarhorgin í Kína. Liggur járn- hraut til Peking og er Tientsin stundum jkölluð hafnarborg Peking. Járnbraut liggur einnig frá Tientsin inn í Manshúríu og að Síberíu-járnbrautinni). Hvirfilbylur í Hollandi. Símað er frá Berlín, að hvirf- ilbylur hafi geysað um Holland og Vestur-þýskaland. Hús hrundu í hundraðatali. Senni- lega hafa um 30 manna farist. Margir meiddust. Aðaiumboðsmenn á íslandi. Jóh. ÚUíssob & Co. gírfeiti og koppafeiti er sá áb irðar, sem allir b freiðaeige.ndur ættu að nota, sem vilja að biheiðin renni létt og endist lengi. TOBLERONE — af bragðinu skulu þér þekkja það. Fæst hvapvetna. Biðjið um það. Frá Danmörku. (Tilk. frá sendiherra Dana). ____________^ * Slebsager verslunarráðherra hefir lagt fram frv., sem fer fram á að ráðherrann fái heim- ild til að skipa 2 manna nefnd til þess að semja frv. um fram- tíðar fyrirkomulag Landmands- bankans, og skal nefndin liafa frumvarp sitt tilbúið að leggj- ast fyrir næsta þing, er það kemur saman. Ætlast ráðlierrann til, að nefndin finni leið til þess að bankinn geti starfað framvegis sem sjálfstæður hlutafélags- hanki þegar fjárliag hans hefir verið komið i sæmilegt horf. Nokkur útibu, sem fyrrum voru sjálfstæðar stofnanir, skuli skil- in að nýju frá bankanum og gerð sjálfstæð. Ýms hlutabréf, sem æskilegt er að losna við, skulu yfirfærð í sérstakan inn- lausnarsjóð og skal rikið greiða halla þann, sem fjárhagur bankans kann að verða fyrir, vegna ráðstafana þessara. Reg- ar þessu hefir verið komið í kring, starfar hankinn fram- vegis með 50 milj. kr. höfuð- stól innlends og erlends hluta- fjár. Verði það nauðsynlegt, áður en bankinn er kominn í samt lag aftur, að útvega handbært fé til innlausnar og í skulda- greiðslur, skal fjármálaráðherra veitt heimild til að taka bráða ibirgðalán, sem þó eigi má fara fram úr 20 milj. dollara og greiðist lánið aftur innan árs. Hækkar frankinn? Verkamenn hóta allsher jarverk- falli ef svo fer. í júlí í fyrra komst frankina niður í 10 aura íslenska og þá þótti mörgum gott að kaupa franskar vörur, eins og menu muna, En svo hækkaði Iiann aftur liægt og hægt og um ára- mótin liafði hann náð rúmlega þvi gengi, sem liann hefir verið í nú undanfarið, en það er ná- lægt 18,08 aurar. Núna í maí hefir „Banque de France“ borist svo mikill út- lendur gjaldeyrir, að hann var í 'vandræðum með að halda geng- inu niðri. En um það er stöðug deila í Frakklandi, livort stöðva skuli frankann i núverandi gengi eða nota þau tækifæri isem gefast til að hækka hann. Franskir peningamenn og Enn meira úrval af fallegum Höttnm er nýkomfð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.