Vísir - 11.06.1927, Page 2
VISIR
Bopdsmjöplíkið er komið aftar,
Ps»imai og
Símskeyti
Khöfn, 10. júní. F. B.
Sendiherra-morðið. Stjórn Pól-
lands telur sig sýkna saka.
Síxnað er frá Varsjá, að
stjórnin í Póllandi hafi svarað
xnótmælum ráðstjórnarinnar
rússnesku út af morðinu á Voj-
koff, og kveðst ekki viðurkenna,
að hún beri ábyrgð á morðinu.
Heitir hún Rússlandsstjórn þvi,
að greiða ættingjum liins myrta
sendiherra skaðabætur. prjá-
tiu og fjórir rússneskir keisara-
sinnar hafa verið handteknir í
Póllandi vegna morðsins.
Æsingar í Moskwa út af morð-
inu á Vojkoff sendiherra.
Sjmað er frá Moskwa, að
miklar æsingar séu þar í horg
út af morðinu á sendiherranum,
einkanlega fyrir framan bústað
pólverska sendihexrans. Sá orð-
rómpr leikur á, að Rússar dragi
saman lið á landamærum Pól-
lands. Ráðstjórnin rússneska
íilkynnir, að síðustu árin hafi
stjórnin í Bretlandi látið undir-
búa banatilræði gegn mætustu
mönnum hins nýja Rússlands
og kveikja í rússneskum verk-
smiðjum. Bretland hafi enn-
fremur staðið á bak við morð-
ið á Vojkoff, sendiherra Riiss-
lands i Póllandi.
Utan af landi.
Isafirði, 10. júní. FB.
Botnvörpungurinn Hafstein
kom inn á miðvikudag með 90
tunnur og Hávarður í dag með
100 tunnur.
Fiskþurkur ágætur daglega.
Beitusild afarmikil hefir veiðst
á ísafjarðardjúpi. Afli sæmi-
iegur.
Jóhannes Jósefsson iþrótta-
kappi hélt fyrirlestur hér í gær-
kveldi að tilhlutun ungmenna-
lélaga Isafjarðar.
Vesturland.
Kosningarnar.
FramboSsfrestur var útrunninn
t gærkveldi, e'ða kl. 12 á mi'Snætti
í nótt.
Hér í Reykjavík voru þá fram
komnir þessir 3 listar:
A-fisti, frá jafnaðarmönnum:
'Béðinn Valdimarsson, frkvst.,
Sigurjón Ólafsson, form. Sjóm;.-
lélagsins.
Jósefsson, heilbr.fulltrúi.
Kristófer Grimsson, búfr.
frá ihaldsmönnum:
Magnús Jónsson, docent,
ólafsson, frkvstj.
Sigurbjörg Þorláksd., kensluk.
Stefán Sveinsson, verkstj.
C-listi, frá frjálslyndum mönnum:
Jakob Möller, bankaeftirlitsm.,
Páll Steingrímsson, ritstj.,
Baldur Sveinsson, ritstj.
Fjórði maður, sem ráðgert hafði
verið a'ð ýrði á þessum lista, gat
ekki verið í kjöri af sérstökum
ástæðum, sem ekki var upplýst um
íyrr en á síðustu stundu.
Frambjóðendur C-listans, sem
allir eru „Vísi“ nákomnir, munu
gera grein fyrir framboði sínu hér
í blaðinu næstu daga.
Framboð utan Reykjavíkur, þau
ei um hefir frést með vissu, eru:
Borgarfjarðarsýsla: Pétur Otte-
son (íhald), Björn Þórðarson, dr.
juris (utan flokka).
Mýrasýsla: Bjarni Ásgeirsson,
bóndi á Reykjum (framsókn), Jó-
hain^ Eyjólfsson (íhald).
Snæfellsness- og Hnappadals-
sýsla: Halldór Steinsson (íhald),
Hannes Jónsson, dýral. (fram-
sókn), Guðm. Jónsson, fyrv. kaup-
félagsstjóri (jafnaðarm.).
Dalasýsla: Sigurður Eggerz
(írjálsl.), sr. Jón Guðnason (fram-
sókn), sr. Ásgeir Ásgeirsson (í-
hald).
Barðastrandarsýsla: Hákon
Kristófersson (íhald), Sigurður
Einarsson, prestur í Flatey (fram-
sókn).
Vestur-ísafjarðarsýsla: Ásgeir
Ásgeirsson (framsókn), Böðvar
prestur Bjarnason (íhald).
ísafjörður: Síra Sigurgeir Sig-
urðsson (utan fl. [frjálsl.?]), Ilar-
aldur Guðmundsson (jafnaðarm.).
Norður-fsafjarðarsýsla: Jón A.
Jónsson (íhald), Finnur Jónsson
(jafnaðarm.).
Strandasýsla: Tryggvi Þórhalls-
son (framsókn), Björn Magnússon,
símstjóri (íhald).
Vestur-Húnavatnssýsla: Eggert
I.evi bóndi á Ósum (íhald), Hann-
es Jónsson, kaupfélagsstjóri á
Hvammstanga (framsókn).
Austur-Húnavatnssýsla: Guðrn.
Ólafsson (framsókn), Þórarinn
Jónsson (ihald).
Skagaf jarðarsýsla: Magnús Guð-
mundsson og Jón Sigurðsson (í-
hald), Brynleifur Tobíasson og
Sigurður Þórðarson, bóndi á
Nautabúi (framsókn).
Eyjafjarðarsýsla: Bernharð Ste-
fánsson og Einar Árnason (fram-
sókn), Steingr. Jónsson, sýslum.,
og Sigurjón læknir Jónsson (t-
hald), Steinþór Guðmundsson og
Ilalldór Friðjónsson (jafnaðarm.).
Akureyri: Sigurður Hlíðar,
dýralæknir (frjálsl.), Björn Líndal
(ihald), Erlingur Friðjónsson
(jafnaðarm.).
Suður-Þingeyjarsýsla: Ingólfur
Bjarnason (framsókn), Sigurjón
Friðjónsson (íhald og jafnaðarm.)
Norður-Þingeyjarsýsla: Bene-
dikt Sveinsson (framsókn), Pétur
Zóphoníasson (ihald).
Norður-Múlasýsla: Halldór Ste-
fánsson og Páll Hermannsson
(framsókn), Árni Jónsson frá
Múla og Gísli Helgason í Skógar-
gerði (íhald).
Seyðisfjörður: Jóhannes Jó-
hannesson, btegjarfógeti (íhald),
Karl Finnbogason skólastjóri (ut-
an flokka).
Suður-Múlasýsla: Sveinn Ólafs-
son og Ingvar Pálmason (fram-
sókn), Arnfinnur Jónsson og Jón-
as Guðmundsson (jafnaðarm.).
Austur-Skaftafellssýsla: Þor-
ieifur Jónsson (framsókn), Páll
Sveinsson (íhald), Sigurður Sig-
urðsson frá Kálfafelli (utan fl.).
Vestur-Skaftafellssýsla: Jón
Kjartansson (íhald), Lárus Helga-
son (framsókn).
Rangárvallasýsla: Einar Jóns-
son og Skúli Thórarensen (fhald),
Björgvin Vigfússon, sýslum. (ut-
an flokka?), Klemens Jónsson
(framsókn), Gunnar Sigurðsson
frá Selalæk (utan flokka?).
Árnessýsla: Jörundur Brynjólfs-
son og Magnús Torfason (fram-
sókn), Einar prófessor Arnórsson
og Valdemar Bjarnason í Ölvis-
holti (íhald), Sigurður Heiðdal
(frjálsh), síra Ingimar Jónsson
(jafnaðarm.).
Gullbr. og Kjósarsýsla: Björn
Kristjánsson og Ólafur Thors (í-
hald), Stefán Jóh, Stefánsson og
Pétur G. Guðmundsson *(jafnað-
arm.), Björn B. Birnir í Grafar-
holti og Jónas Björnsson í Gufu-
nesi (framsókn).
Vestmannaeyjar: Jóh. Þ. Jósefs-
son (íhald), Björn Bl. Jónsson
(jafnaðarm.).
Verið getur að einhverir fleiri
frambjóðendur sé í kjöri í einstök-
um kjördæmum, þó að fregnir sé
ekki komnar um það enn.
50 ar a íslandi.
J>enna dag fyrir 50 árum,
(11. júni 1877), kom skip af
hafi til Reykjavíkur, og var á
því norskur maður, sem síðan
hefir ílenst hér, og allir Reyk-
víkingar kannast 'við. pað er
Ole Johan Ilaldorsen, kaupmað-
ur og smiður, á Laugaveg 21,
sem bæjarbúar kalla að jafn-
aði Óla, en kenna við þjóðerni
sitt, til aðgreiningar frá nöfnum
hans hér á landi. Skipið, sem
hann kom á, átti að fara til
Borgarness með vörur og húsa-
við til verslunar, sem var verið
að setja þar á stofn.
Fréttaritari Vísis hefir átt tal
við Ole og spurt hann ýmislegs
frá fyrstu árum hans hér.
„J>að yrði efni í heila bók
eða öllu heldur kvikmynd, sagði
hann, „ef eg færi að segja frá
veru minni hér, því að ýmislegt
hefir á dagana drifið. Eg bjóst
ekki við að vera hér nema mán-
aðartíma eða svo, þegar eg kom
fyrst. Eg átti að koma upp versl-
unarhúsi í Borgærnesi, og gerði
það og stendur það enn. Daginn,
sem eg kom hingað, fór eg á
land og gisti liér í gistihúsi
fyrstu nóttina, en þegar eg kom
til Borgarness, varð eg að sofa
þar í borðabunka alt sumarið,
þangað til húsið var komið upp.
Um veturinn innréttaði eg búð-
ina, þvi að menn vildu þá ekki
missa mig frá Borgarnesi.
Næsta sumar átti eg að smiða
Ljúffengar
ekki Virjiinia
mildar
if
sfifcfttrres
hékpORiT-
a?i TCOf ANl!
•igarettur.
hvarvetna
Teofaiai FIME
(Egypskar).
kii’kju í Norðtungu. En þ<j
druknaði maður af skipi, sem
kom til , Boi'garness, svo að eg
réðst þar í lians stað og fór
snögga ferð út. Kom aftur um
haustið og smíðaði kirkjuna í
Norðtungu um veturinn. Hún
stendur þar enn. — pá fór eg
öðru sinni utan en kom fljót-
lega aftur. Haustið 1881 var eg
fenginn til að gera við skip,
sem strandað hafði í Borgar-
nesi og Eggert Gunnarsson
keypti. Eg fór héðan á opnum
bát og hafði strák með mér. J>á
gerði á olvkur versta veður,
strákurinn varð sjóveikur og
lagðist fyrir. Allir töldu okkur
af hér, því að stýrissveif rak
úr bátnum á Akranesi. Eg hafði
mist hana, en náði þó' landi í
Borgarnesi. Eg gerði við skipið
um veturinn og setti í það mösl-
ur og sigldi því suður, harða
vorið 1882. Einn sænskan
dreng hafði eg mér til hjálpar.
Hann kom á norsku skipi til
Borgarness, en skipstjórinn fór
svo illa með hann, að eg kendi í
brjósti um hann og tók hann
að mér.“
petta sama sumar náði hann
út skipi, sem strandað hafði á
Akranesi og var eftir það við
flutninga milli hafna við Faxa-
flóa. Árið 1883 smíðaði hánn
steinhúsið nr. 4 við Skólavörðu-
stíg, og stendur það enn. Hann
kunni öðrum mönnum betur til
stórsmíða og gerði oft við skip.
Hann setti og fram nýja
bryggju, sem Jakob Sveinsson
smiðaði hér og vann oft hjá
honum og samdi þeim mætavel.
— Oft hefir Ole Haldorsen
brugðið sér héðan úr bænum.
Sumarið 1910 var hann t. d.
lengst um norður á Skagaströnd
að rífa innan úr skipinú' Láru,
sem þar hafði strandað, og ár-
inu áður reif hann skip í
Grindavík. Hann hefir og nokk-
urum sinnum farið utan síðan
hann settist að hér i bænum.
Árið 1892 fór hann til Noregs,
Danmerkur, Sviþjóðar og
pýskalands, en lenti í hafis við
Austurland á heimleiðinni. Hlíf-
arjárn, sem voru á kinnimgum
skipsins, flettust af því að mestu
en Ole gerði við það, svo að vel
dugði. Hann hafði haft smíða-
kistu sína með sér á þilfari, svo
að fljótt náðist til verkfæranna.
Ole Haldorsen hefir aldreí
verið heilsuhraustur, en ber þó
aldurinn vel, svo mjög sem
Iiann hefir unnið um dagona.
Hann er nú nær áttræðu, fsedd-
ur 1 .mars 1849. Hann kvæntist
norskri konu 27. janúar 1893,
og eru hjónin bæði ættuð úr
Brimnessókn. pau eiga þrji.
börn á lífi, tvo sonu pg «ioa
dóttur.
Ákð Claesson.
Bellman n-söngvari.
Carl Michael Bellmanu •* eí
til vill hjartfólgnari löndum
sínum, og samgrónari, en höf-
undur „Glutarna", Wennerberg,
og hann hefir nú um nokkrar
kynslóðir skemt íslendingum.
Skólapiltar og stúdentar hafa
sungið lög hans inn i hugi hér-
lendra manna. Hver er »á ís-
lendingur, sem ekki kannast
við „Hvila vid denna kalla^,
„Gubben ár gamal“, Drick «r
ditt glas“ o. s. frv.? Skáld vor
hafa þýtt ljóð h'ans sum —
Ijóð um hverfulleik lifsíns, úst-
artrega, tindrandi vinglös, nátt-
úrufegurð og timburmenn.
Fredman, Ulla, madam Wing-
mark, Boman, Movita ara í
ljóðum og lögum Bellmanns
lifandi verur, endunninningar
frá hinu glaðværa hfi i Stokk-
hólmi á seinni hluta 18. aldar.
Hárkollu'r, andlitsfarði, «Jki-
vesti og vín — vin —
Drick ur ditt glass
ty döden pá dig vánter —
Ekki getur neinn meðohnað-
ur sungið svo ljóð Belknamns,
að Svíum þyki til koma.
Áke Claesson, sem hingaS
kemur til þess að halda hljóm-
leika, er heldur enginn jneðal-
maður. Hann er talinn snjaU-
asti og vinsælasti Belhnann-
söngvari, sem Sviar eiga nú og
hefir borið hróður þjóðar smn-
ar og nafn Bellmanns til „sfór*
menningarþjóðanna“. Hrósið er
mjög einróma —, hann hefir
getað sungið svo „Pistla“ og
„Ljóð“ Bellmanns, að frægust*
gagnrýnendur pjóðverja nrð»
hrifnir, enda þótt þeir skiklji
ekki eitt orð — blærinn, sem
einkennir lögin, var® pjóðr«rj-
um að lifandi myndujn horf-
inna frægðartima gkeeilegaetn
þjóðarinnar á NorðnæJBiuttHM.
f. m