Vísir - 29.07.1927, Side 2
V í S I R
Hveiti.
Höínm íyrisliggjandi:
Cream oi Manitoba i 63V2 kg, píkam.
Glenora í 50 kg iéreltspoknm.
Canadiasi Maid —
„Onota“ kökshveiti —
Buífalo . —
Fáar hveititegundir munu vera jafn þektar um alt land og þéssar.
Hin stöðuga sala er besta sönnunin fyrir vörugæðum.
Meyktai?. um alt land.
í*eim fjöig ar
stöðugt sem
reykja
BLDE B&ID
Símskeyti
Khöfn 28. júlí. FB.
Frakkar saka Rússa um njósnir
og undirróður í Frakklandi.
Símaö er frá París, aö stjórnin
í Frakklandi hafi sent ráðstjórn-
inni rússnesku haröorS mótmæli.
Orsakirnar fyrir mótmælunum eru
njósnir af hálftt Rússa í Frakk-
landi, og mun Frakklandsstjórn
hafa gildar ástæöur til þess aö
ætla, a'ö rússnesku njósnararnir
]>ar í landi séu í þjónustu ráö-
stjórnarinnar. Kveöur stjórnin og
tmdirróöur af Rússa hálfu í
Frakklandi ágerast, þrátt fyrir
loforö þeirra um aö hætta öllum
nndirróöri. í frakkneskum löndum.
Einkanlega ber á vaxandi undir-
róöri í hernum og hafa nokkurir
frakkneskir kommúnistar veriö
dærndir í fangelsi fyrir aö hafa á
hendi njósnir fyrir Rússa.
Frá Kínverjum.
Símaö er frá Peking, a‘ö samn-
ingatilraunir Pekingstjórnarinnar
og Nanking^tjórnarinnar hafi
engan árangur boriö, og er senni-
lega þvi um aö kenna, aö samn-
irigar tókust eigi, a‘S Pekingménn
vantreysta Nankingtnönnum.
Stlðrnðfslraiil
—0—
Skoðun Ólafs Lárussonar
prófessors.
í síðasta hefti „Vöku“ ritar
])rófessor Ólafur Lárusson
Ianga grein, er nefnist „Stjórn-
arskrármálið“. Fjallar hún um
breytingar þær, er síðasta þing
gerði á stjórnarskránni og nú
koma fyrir næsta þing til end-
anlegrar meðferðar. — Ritgerð
prófessors Ólafs er rökvíslega
rituð, og þess verð, að henni
sé gaumur gefinn, ekki síður
fyrir þá sök, að um þetta mál
hefir eigi verið ritað jafnítar-
lega á öðrum stað.
Ritgerðin byrjar á því að
skýra, hverjar breytingar þær
sé, er síðasta þing samþykti, og
rekur síðan sögu stjórnarskrár-
innar frá 1920, sem afgreidd var
með afbrigðum frá þingsköp-
um í báðum deildum á báðum
þeim þingum, er bún var til
meðferðar. Er þá sagt frá efni
þeirra 6 frumvarpa, er bafa
komið um breytingar á stjórn-
arskránni síðan 1920. — Um
fimm þessara frumvarpa (frv.
Héðins undanskilið) farast Ó. L.
svo orð m. a.: „Af þessu virðist
þá mega marka það, að helstu
stjórnmálamenn vorir, eða a.
m. k. foringjar beggja aðal-
flokka þingsins, sjái eigi annað
athugavert við stjórnarskipun
vora en helst það, að hún sé of
kostnaðarsöm, kosti 50 þús. kr.
meira á ári en bún þyrfti að
kosta . . . . “
pegar saga stjórnarskrárbreyt-
inganna hefir verið rakin, tek-
ur Ó. L. til meðferðar breyting-
ar þær, er samþyktar voru á
síðasta þingi, og rannsakar
bvers gagns megi af þeim
vænta. Er bann að vonum fjöl-
orðastur um þá grein, að þing
skuli vera að eins annaðbvert
ár og fjárlög gerð til tveggja
ára, enda er það vafalaust
þungamiðja frumvarps þess,
sem samþykki náði. — „Fækk-
un þinganna er, er eins og áð-
ur er getið,“ segir Ó. L., „studd
mcð þessum rökum: 1. Óþarft
er að halda reglulegt Alþingi
oftar en annaðhvert ár. — 2.
Sparnaður er að því að hafa
þing að eins annað hvert ár. —
3. Stjórnin fær betra næði til að
undirbúa löggjatarmál, ef þing
er aðeins baldið annaðhvert ár.“
— Ó. L. tekur síðan þessar rök-
semdir til meðferðar. Telur
bann nauðsyn að þing komi
saman á bverju ári vegna eftir-
lits með stjórninni, sem er eitt
af ætlunarverkum þinganna í
öllum þingræðislöndum og ekki
síður vegna fjárlagasmíðarinn-
ar. Hefir bann samið skýrslu
um það, bvað tekju óg gjalda-
liðir fjárlaganna bafa fárið
fram úr áætlun, bvorir um sig,
á árunum 1904—1925. Sýnir
bann fram á, að tveggja ára
fjárhágstímabilið hafi alger-
lega dauðadæmt sjálft sig á ár-
unum 1918—21. „Tvéggja ára
fjárbagstímabilið átti vissulega
sinn þátt í fjárliagsörðugleik-
unum, sem dundu yfir landið
eftir ófriðinn....Að taka nú
tveggja ára fjárhagstímabil upp
aftur er að stíga spor aftur á
bak, og sé það nokkups virði
fyrir rikið að vita fótum sínum
forráð í fjármálum, þá er það
víst, að 50 þús. krónurnar, sem
sparast eiga ríkissjóði með því
að halda reglulegt Alþingi að
eins annaðhúert ár, tapast við
tveggja ára fjárhagstimabilið,
og meira en það.“ —r Úr sparn-
aðinum gerir prófessor Ó. L.
mjög lítið. Sýnir liann fram á
það með tölum, að svo miklu
fleiri mál liggja nú fyrir bverju
þingi til úrlausnar, að þau
hljóta að taka mun lengri tíma
en áður var. Verði þingbald að
eins annaðhvert ár, hljóti þau
þing að verða mun lengri en nú
er. Eigi þingin ekki að vera
lengri bljóti altaf að verða
aukaþing. — þriðja atriðinu,
betri undirbúning á lagafrum-
vörpum, leggur Ó. L. lítið upp
úr. Segir bann —: „Annars
munu fæstir af ráðherrunum
liafa unnið nokkuð verulegt að
þessum málum sjálfir, meðan
þeir sátu í ráðherraembætti, að
Einari Arnórssyni undantekn-
um, enda hafa þeir skiljanlega
verið misjafnlega færir um
það.“.—- Önnur atriði frv. um
breytingar á stjórnarákránni,
landskjörið o. s. frv., telur Ó. L.
máske frekar mega teljast til
bóta, en svo ómerkileg og svo
skamt gengið í þeim, að þeirrá
vegna taki ekki að breyta
stjórnarskránni.
Um gildi breytinganna í lieild
farast Ó. L. svo orð: „það þarf
sterka trú á áhrifavald smá-
munanna til þess að láta sér til
hugar koma, að breytingar þær,
er samþyktar voru, hafi í för
með sér nokkra breytingu á
stjórnarhögum vorum, sem vert
sé um að tala. það má vel vera,
að með þinghaldi annað hvert
ár megi spara eitthvað fé fyrir
ríkissjóð, en eins og áður var
sýnt, er sá sparnaður mjög tví-
sýnn. En þó farið verði að kjósa
landskjörna þingmenn alla í
einu, í stað þess að kjósa þá i
tvennu lagi, þó varamenn sé
kosnir fleiri en áður, þó þingrof
nái _ til landskjörinna þing-
manna, og jafnvel þó kjörgeng-
is og kosmngarrettaraldurinn sé
fæx-ður niður um 5 ár, þá eru
engar líkur til anuars en stjórn-
málalífið verði nokkurnvegin
bið sama eftir sem áður. Vér
böfum reynslúna fyrir því, að
sííkar yfii'borðsbi'eytingar
breyta engu þvi, er breyta
þyrfti, jafnvel þó þær séu
miklu stói’kostlegri en þessar,
seixi bér er um að ræða. pað var
t. d. eixgin smávægis breýting,
sem varð, þegar konum var
veittur kosningarréttur til Al-
þingis og kjörgengi. Sú breyt-
ing var vitanlega sjálfsögð. Hún
var rökrétt afleiðing af íxxegin-
stefnu stjórnskipunar vorrar,
lýðræðinu. Margar konur trúðu
þvi, að eftir þessa breytingu
muixdu renna upp nýir og betri
tímar í stjórnmálalífinu. pað
yrði hreinna og lieiðarlegra þeg-
ar konurnar færu áð taka þátt
í þvx en það var, meðan karl-
mennirnir fengust við það einir.
Margir karlmenn trúðu þessu
líka. Hver befir reynslan orðið
um þetta? Er stjórnmálaíífið
hreinna og heiðvirðara nú en
það var fyrir 1915? peirri
spurningu er ekki hægt að
svara öðruvísi en neitandi. Af
kosnixxgarétti kvenna befir eigi
leilt aðrar bx'eytingar en þær,
að nöfnunum hefir fjölgað á
kjörskránni og atkvæðatöluniar
aukist við kosningarnar, og
Siórir Palktar
Fást með gjafverði í
Versl. B. H. BJarnason.
þessi befir í’eynslan orðið al-
staðar annai’sstaðar. Stafar
þetta af því, að þar var aðeins
um yfirborðsbreytingu að
ræða, þó stórkostleg virtist.“
Prófessor Ólafur er, eins og
fleiri þeirra „Vöku“-manna,
þeii’rar skoðunar, að þingræð-
ið sé meingallað, og í raun og
veru sé völdin altaf að fæi’ast
meir og meir úr liöndum
þjóðarinnar yfir til flokksstjórn-
anna. Álítur bann það merkara
viðfangsefni að ráða bætur á
Jxjóðskipnlaginu en að fitla við
gagnslausar, ómerkilegar smá-
breytingar á aukaatriðum
stjórnarskrárinnar. Hann er því
eindregið mótfallinn, að liér
verði farið að ráðum ítala og
komið á einveldi. „pað mun
sannast,“ segir hann, „að leið-
ina út úr ógöngunum er hvergi
að finna nema á grundvelli
þjóðræðisins, og það er Iiið
mikla verkefni framtíðarinnar
að bjarga þingræðinu úr klórn
fámennisstjórnarinnai*. En til
þess þarf mikið nxeira en stjórn-
arskrárbreytingu. Til þess þarf
gjörbreytingu á atvinnulífinu og
gjörbreytingu á bugsunarhætti
manna.“
Rétt er að taka bér niðurlags-
orð prófessors Ó. L., þau, er
lxann segir um liið heilaga
orð sparnað —: „Sparnaður
er bið lieilaga orð í íslenskum
stjórnmálum um þessar mund-
ir. Allur þorri stjórnmálamann-
anna setur það æðst og efst. I
umræðum um þjóðmál er
sparnaðurinn orðinn aðalrök-
semdin. Hanxr á að réttlæta alt.
petta lieilaga orð sætir þeirn ör-
lögum, sem mörg lieilög orð
bafa sætt fyr og síðar, að vera
misbrúkað meira en flest orð
önnur. Væri það löng saga og
mikil, ef hún væri sögð öll.
Einn þátturinn í lienni er þetta
stjórnarskrármál. pví er ein-
göngu hreyft í nafni sparnaðar-
ins. En jafnvel í augum þeirra
manna, sem telja núverandi
stjórnarskipun óviðunandi, er
það óviðurkvæmilegt að bagga
henni af jafnfánýtum ástæðum
og hér er gert. Fimmtíu þúsund
króna sparnaður á ári, og þótt
meira væri, réttlætir það ekki,
og bcr er jafnvel þessi sparnað-
Gódur eiginmað—
uf gefuF konunni
Singers
saumavél.
ips BljiHllteOfl $ Co.
Reykjavík.
Ettdurskoðuo,
Undirritaður tekur að sér end-
urskoðun og uppgjörð á allskonar-
reikningshaldi og að breyta og
lagfæra bókfærslukerfi. — Get
einnig tekið að mér að halda bæk-
ur að nokkru eða öl!u leyti. — Til
viðtals fyrst um sinn frá 9—12.
Bjöpn Steffensen,
Hafnarstræti 10 (Edinborg).
Sími 2010.
Vlsis-kðllið oerir alla glala.
ur tvísýnn í mesta máta. pað er
virðingarleysi fyrir þjóðfélag-
inu að raska undirstöðu þess af
slikum ástæðum. En virðingar-
leysi fyrir þjóðfélaginu, og þar
með fyrir sjálfum sér, er dýr-
asta ólxófið i þjóðarbúskapnum,
og það væri nauðsynlegasti
sparnaðurinn að draga úr því.“
Ritgerð prófessors Ólafs Lár-
ussonar ætti að verða til mikils
stuðnings málstað þeirra manna,
er ekki vildu breyta stjórnar-
skránni á síðasta þingi.