Vísir - 29.07.1927, Blaðsíða 3
V 1 S I R
TIl I*ingvalla sendi ég
daglega mínar háfleygu HUDSON-
fcifreiðar. Að aka í þeim er yndi.
Magaús Skaftijeld.
Sími 695, stöðin.
BARNAFATAV ERSLUNIN
Klapparstíg 37. Sími 2035.
Barnaflónels teppi og barna^kyrtur
á 95 aura komið aftur.
Þaö er alkunnugt, a'S sveitamenn
tiér á landi liafa öldum saman far-
iö skreiöarferöir mjög langan veg
og flutt sjófang í stórlestum frá
verstöövum á Snæfellsnesi og
Reykjanesi. Nú eru þær ferðir
iöngu af lagöar, en þó aö sam-
göngur hafi aukist og batnaö stór-
tim á síöustu áratugum, þá er
furöu lítið selt af fiski til sveita.
Að vísu et eitthvað flutt héöan
,af hertum þorskhausum og „trosi“
austur um fjall, en nýr fiskur mun
mjög sjaldan fluttur héöan til
sveita, svo að nokkuru nemi.
Mér hefir stundum flögiö i hug,
hvort ekki gæti svarað kostnaði
t. d. fyrir einn rnann, sem ætti
fiutningabifreið, aö fara tiltekna
daga austur yfir ija.ll, jafnvcl alt
austnr í Fljótshlíö, meö nýjan fisk
og selja hann þar á tilteknum stöö-
um, annaö hvort gegn peningum
eða smjöri, eins og áöur var. Sú
■versljun þyrfti þó aij sjálfsögöu
nokkurn undirbúning, en eg trúi
ekki ööru en aö bændum væri
hentugt aö fá nýjaln fisk, t. d.
tvisvar í viku, því aö lítið er um
-nýmeti á mörgum bæjum um slátt-
inn, og jafnvel þó aö íá mætti sil-
ung í soðið á sumum jöröum, þá
er ekki tími til aö sinna þvi um
mesta annatimann. En ekki ætti
aö vera ókleift aö hafa samtök um
að sækja fisk á einhvern tiltekinn
staö, einkum þar sem þéttbýlt er,
ekki síst, ef svo hagar til, aö dag-
legar feröir falli meö hestvagn
hvort semi er, eins og þar sem
mjólk fer flutt til rjómabúa. Aöal-
n.ótbáran gegn þessu gæti verið
sú, aö fiskur ffengist ekki ævinlega
hér, og er þaö satt, en viö því
mætti gera meö því að eiga vara-
foröa í íshúsi, sem grípa mætti til,
þegar á lægi, og jafnan mætti end-
urnýja. Veröiö þætti og sennilega
hokkuö hátt, en gæti ekki komiö
til mála aö lækka þaö eitthvaö,
þegar svo er komiö, aö hvergi í
hei'mi er nú greitt hærra verö
fyrir íslenskan fisk en einmitt hér?
Þaö er aö minsta kosti ótrúlegt,
aö slíkt öfug’streymi í verölagi
geti haldist árum saman. — Þetta
ætti aö minsta kosti aö vera þess
vert, aö það væri athugaö. Fram-
kvæmdirnar koma af sjálfu sér,
ef auðsætt er aö viöskiftin svari
kostnaði og geti veriö báöum aö-
íljum til gagns og þæginda.
Bæjarhúi.
Utan af landi.
Borgarnesi 29. júlí. FB.
Tiöarfarið er ágætt og menn nú
sem óöast að binda inn töðuna,
sem hirt er jafnóöum, en stöku
menn eru komnir á engjaj'. Á harð-
vellisengjum er illa sprottið, vegna
þurkaiina í vor.
Talsvert er unniö að vegagerð-
um í héraðinu. Viö Norðurárdals-
brautina vinna yfir 20 menn, og
er búist við að brautin komist fram
undir Hvamm í sumar. Þá vinnur
og ámóta stór hópur að vegagerð
yfir síkiö hjá Ferjukoti, en eins og
kunnugt er, varð vegurinn fyrir
íniklum skemdum af flóðum úr
Noröurá og Hvítá í vetur. Vegur
þessi er orðinn dýr, enda reynst
erfitt að ganga svo frá lagningu
hans, aö dugaö hafi. Á nú aö leggja
brúna og endurbæta veginn, og
vona menn, að nú veröi svo frá
gengið, aö flóðin fái eigi grandaö
veginum.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 10 st., Vest-
mannaeyjum 11, ísafirði 7, Akur-
eyri 10, Seyðisfirði 10, (engin
skeyti frá Grindavík né Gríms-
stöðum), Stykkishólmi 8, Raufar-
höfn 12, Hólum í Hornafirði 13,
Þórshöfn í Færeyjum 13, Ang-
magsalik (í gærkv.) 7, Kaup-
mannahöfn 18, Utsira 15, Tyne-
mouth 13, Hjaltlandi 14, Jan
Mayen 5. — Mestur hiti hér í gær
15 st., minstur 6 st. — Grunn loft-
vægislægö yfir Vesturlandi og
önnur fyrir austan land. — Horf-
ur: Suðvesturland og Faxaflói: f
dag hægviðri, víða regnskúrir
seinni partinn. í nótt sennilega úr-
komulaúst. — Breiðafjörður og
Vestfiröir: í dag og í nótt: Hæg-
ur norðaustan, dálítil rigning. —
Noröurland, noröausturland og
Austíirðir: f dag og í nótt: ITæg-
ur austan, víðast úrkomulaust. -
Suöausturland: í dag og í nótt:
Suðaustan átt, sumstaöar regn-
skúrir.
„Árar í bát“!
Ekki hefir það þótt karlmann
legt, „að leggja árar í bát“, en þó
er nú svo komið, aö langflestir
sjómenn hér á landi hafa „lagt
árar í bát“, í eiginlegri mérkingu
þess orðs, síðan farið var aö nota
vélbáta. Þess er því ekki að vænta
úr þessu, að önnur fjölmennasta
stétt landsins veröi þaulvánir ræð
arar, eins og verið hafði alt fram
yfir síðustu aldamót. — Að vísu
má það vera öllum mönnum gleði
efni, aö sjómenn vorir eru leysti
undan þreytandi róðri, en þó má
ekki gleyma því, að róður þykir
ein hin karlmannlegasta íþrótt
°g þeir, sem tóm hafa tii þess að
iðka íþróttir, ætti ekki að „leggj:
árar í bát“, heldur temja sér róö
ur, því aö fáar íþróttir eru betur
fallnar til þess að gera menn
hrausta og þolgóða. Nokkurir
ungir menn hafa tamið sér þessa
íþrótt hér í bænum aö undan
förnu og ætla í kveld að jireyta
kappróður við hermenn af Fyll
eins og auglýst er á öörum stað
blaðinu. Æskilegt væri, að sem
flestir kæmi til að horfa á þessa
góðu íþrótt, hvort sem íslending-
um verður sigurs auðið eöa ekki,
en um þaö skal engu spáð. Hitt er
víst, að ef landar vorir bíða lægra
lilut, jiá mun ]iað verða þeim hvöt
til þess að leggja meira kapp en
áöur á þessa íþrótt, sem forfeður
jeirra margir hafa átt líf sitt und-
ir, alt frá landnámstíð.
ív.
Átta álftarungar
bætast í dag við álftahópinn á
Tjörninni. Náði Loftur ljósmynd-
ari Guðmundsson þeim í gær á
Ölfusá, öllum í hóp. Voru þeir
ckki orðnir fleyg'ir og gat Loftur
flæmt þá á land og í hús í Arnar-
bæli.
Goðafoss
fór í gær snögga ferö til Hafn-
arfjaröar og kemur aftur i dag. —
Á morgun kl. 6 síðd. fer skipið af
stað áleiðis til Englands og Þýska-
lands.
Lyra
fór héðan kl. 6 síðd. í gær, á-
leiðis til Noregs.
Stuttgart,
skemtiferðaskipið, íór héöan
klukkan 2ýó í nótt. Farþegar þeir,
sem til Þingvalla fóru, fengu hið
besta veður, sólskin og ágætt út-
sýni. Veður var og ágætt hér í
bænum og var skemtunum hér
hag'að svipað og daginn áður. Kl.
3 var glímt á Austurvelli og var
margt áhorfenda, einnig af hálfu
Reykvíkinga. — Flugvél skipsins
var í gangi allan daginn og fóru
rnargir að skoða Reykjavík úr
loftinu..—•, í gærkveldi var söng-
ur og dansleikur í skipinu. Þar
söng Karlakór K. F. U. M. og
blandað kór undir stjórn Jóns
Halldórssonar, en söngvararnir
Pétur Jónsson og Einar Markan
sungu einsöngva. — Hr. K. K.
Thomsen annaðist viðtökurnar og
fórst þaö mjög vel úr hendi. Gest-
irnir voru ánægðir yfir viðtökun-
um.
Af Vestmannaeyjafluginu,
sem talað var um aö flugvélin
frá „Stuttgart" færi ef til vildi,
varö ekkert. Farþegar skipsins
þurftu að nota vélina til smáferöa
bér yfir nágrenninu allan daginn.
Börn,
sem unnið hafa í skólagarðin-
um í vor, eru beðin að mæta þar
kl. 7ýá annað kveld (laugardags-
kveld). Mega gjarna bjóða leik-
systkinum sínum með sér.
* \
Skjaldbreiðarfundur
í kveld. Kosning embættis-
manna.
ódýrt far
til Þingvalla býðst mönnum nú
hjá Vörubílastöð Meyvants Sig-
urðssonar. Er fargjaldið að eins 5
kr. báðar leiöir.
Gjafir
til ekkna þeirra manna, sem
fórust af slysförum, afh. Vísi: 2
kr. frá Þ. G., 3 kr. frá Ó., 7 kr.
frá Á. Á. (áheit veg-na góðs Þing-
vallaveðurs á sunnudegi í vor).
,
og árgagnriuu samt svogóðnr.
Sé þvotturinn soðinn dálítið með FLIK-FLAK, þá
losna ólireinindin, þvotturinn verður skir og fallegur og
hin fína hvíta froða af FLIK-FLAK gerir sjálft efnið
mjúkt.
pvottaefnið FLIK-FLAK varðveitii’ létta, fína dúka
gegn sliti, og fallegir, sundurleitir litir dofna ekkert.
FLIK-FLAK er það þvottaefni, sem að öllu leyti er
hentugast til þess að þvo nýtísku dúka. Við tilbúning þess
eru teknar svo vel til greina, sem frelcasí er unt, allar
þær kröfur, sem nú eru gerðar til góðs þvottaefnis. N
ÞVOTTAEFNIÐ
FL/K-FLA K
Einkaaalar á Íslandí.
I.BRYNJÖLFSSON & KVARAN.
Hitt oi Þatta.
Ólæsileg skrift.
Ýmsir menn hafa löngum velt
því fyrir sér, hvernig á því gæti
staðið, að gáfaöir og mentaðir
menn, einkum þó þeir, sem mik-
ið beita pennanum, skrifa venju-
lega lélega rithönd. Prófessor
nokkur i Vesturheimi hefir nýlega
komið með þá kenningu, að þetta
stafi af því, að heili þessara manna
sé miklu fljótari að hugsa en vöðv.
ar þeirrra að korna skriftinni á
pappírinn. FJjótt á litið sýnist
þetta ekki ósennileg tilgáta, en
ýmsir hafa þó viljað fetta fing-
ur út i hana. Benda þeir á, að
ýmsir hinna afkastamestu rithöf-
unda skrifi ekki aðeins sæmilega,
heldur gullfallega liönd, eins og
t. d. Arnold Bennett. Thomas Flar-
dy skrifar lítiö lakar, og H. G.
Wells skrifar jáfnvejl mjög vel.
E.innig taka þeir það til dæmis,
að menn eins og Oxford lávaröur
(Asquith) og Birkenhead lávarð-
ur skrifi svo greinilega, aö hvert
barn geti lesið. Alt eru þetta
heimsfrægir menn, og liafa skrif-
aö hver öðrum meira, sumir verið
siskrifandi áratugum saman. Einn-
ig er þaö haft á móti kenningu
prófessorsins, að þeir, sem vel
skrifa, eru ekki hóti lengur að því
en hinir, sem hafa verri rithönd.
Vilja menn því halda frám, að í
þessu efni sé alt undir því komið,
á hvað hver venur .sig í byrjun.
Hinu veröi að vísu ekki neitað, að
margir eða flestir rithöfundar
skrifi illa. En það komi til af því,
aö þeir hafi aldrei haft neinn hús-
bónda til að finna að skriftinni.
Þeir, sem komið hafi festu í rit-
hönd sina i annarra þjónustu, eða
í stöðu, þar sem læsileg rithönd ■
var þeim nauðsynleg, skrifi aftur
á móti vel. — Þessu til sönnunar
nefna þeir einmitt sem dæmi þá
rithöfunda, er getur hér að ofan:
Arnold Bennett var í upphafi
málafærslumaður, Thomas Hardy
byggingameistari, H. G. Wells
dúkakaupmaður. En þeir rnenn,
sem ameriski prófessorinn tekur
til dæmis, byrjuöu flestir feril sinn
sem sjálfstæðir rithöf., t. d. Roose-
welt forseti og Nathaniel Haw-
thorne, (mörg handrit hans hafa
aldrei verið prentuð, sakir þess
aö enginn hefir komist frarn úr
þeirm). Eins er um Carlyle, sem
sagt er aö hafi skrifað afskaplega,
og Sydney Smith, sem sjálfur ját-
aði, aö skrift sín Væri líkust því,
aÖ hersing af maurum hefði slopp-
ið út úr blekbyttu og skriðið um
pappírinn.
Tilraunir á ölvuðum mönnum.
I Bandaríkjunum hefir mikið
veriö gert að því, síðan bannið.
komst á, að finna aöferðir til aö
komast vísindalega að rauri utn,
hvort menn eru ölvaðir og hversu
mikið. Nú þykist læknir nokkur,
Dr. Emil Bogen, sem starfar við
háskólann Cincinnati hafa fundið
aðferð, sem sýni efnafræöislega,
bversu mikið af hreinum vinanda
sé í líkama manns. Aðferðin er
mjög einföld og krefst ekki marg-
brotinna áhalda. Sá, sem tilraunin
er gerð á, er látinn blása út venju-
lega fótboltablöðru. Síöan er loft-
inu úr henni hleypt út í gegnum
sérstaklega blandaðan vökva, sem
breytir lit, frá gulu í grænt, eftii
áfengisinnihaldi loftsins, sem mað-
urinn andaði frá sér. — Sagt er,
aö þessi tilraun bafi verið gerð á