Vísir - 31.08.1927, Blaðsíða 2
V 1 S I R
Hófum til sölu
Stofuhúsgögn (Herreværelse)
Svefastofuhúsgögn, fyrir 1 mann.
Húsgögnin eru ný og ónotuð.
Stephan G. StepjbLansson,
Fæddur 3. október 1853. — Dáinn 9. ágúst 1927.
Þegan liesturinn gefst upp -
f/ CHEVROLET j
Á blautum vegum — í bröttum brekkum — með þungt
hlass — sýnir Chevrolet vörubíllinn best hvert afbragð hann er.
par sem hesturinn gefst upp, rennur Chevrolet létt um
veginn.
Hin sívaxandi sala Chevrolet bílanna sýnir með tölum, að
þeir eru langmest eftirsóttu bílarnir í öllum heiminum. petta
er ekki nein tilviljun, heldur eðlileg afleiðing þess, hve bíll-
inn er framúrskarandi vandaður og ódýr.
Á hverjum sólarhring eru snúðaðir 4500 Chevrolet bílar.
En það er um 1300 bílum fleira en hjá þeim næsta í röðinni.
Aðalumboðsmenn fyrir General Motors bifreiðar
Jóh. Óiafsson & Co.
Langri ævi og erfiöu dagsverki
er lokiS viö andlát Stephans G.
Stephanssonar, hins þrígilda land-
námsmanns. Siöustu fjögur ár-
in tók ellilasleiki aö þrengja aö
honum, og um miðjan desember
í vetur fékk hann slag, sem mun
hafa orðið banamein hans. Hann
hafði kvatt fjarlæga vini sína hlý-
legum bréfum, svo að þeim kom
elcki dauði hans að óvöru. Okkur,
sem vorum honum lcunnugastir,
íinnst þó alt auðara, þegar við vit-
unr hann látinn, og megum við
lengi minnast hans með söknuði.
Stephan fæddist 3. október 1853
á Kirkjuhóli, sem þá var næsti bær
suður frá Víðimýri í Skagafirði,
en er nú í eyði. Þar ólst hann upp
með foreldrum sínum fram á átt-
unda ár. Faðir hans var Guðmund-
ur* Stefánsson, en sá Stefán var
Guðmundsson og bjó að Kroppi í
Eyjafirði. Móðir Guðmundar, föð-
ur Stephans, hét Helga Guðmunds-
dóttir, og var sá Guðmundur al-
bróðir Benedikts Gröndals asses-
sors og skálds. — Guðbjörg Hann-
esdóttir hét móðir Stephans. Hún
var ættuð úr Skagafirði og Húna-
vatnssýslu, og skyld þeim Dr. Jóni
rektor Þorkelssyni og síra Þorkeli
Bjarnasyni á Reynivöllum. Bróðir
hennar einn var hágmæltur, og
fleiri í þeirri ætt. Guðmundur fað-
ir Stephans var fáskiftinn alvöru-
maður, greindur vel og orðhepp-
inn. Hann hafði i æsku lesið alt,
er til náðist, en var þó ákafur iðju-
maður. Hann þótti lesa óvenjulega
vel og skýrt, og var fyrir því
stundum afbæja við húslestra.
Hann var stórlyndur, ötull og ó-
sérhlífinn, dyggur og ráðvandur;
sleit sér fyrir örlög fram og mun
hafa verið bilaður á heilsu, þegar
hann fór af landi burt. Hann var
fátækur, en bjargaði sér og sínum
af erfiði sínu. Guðbjörg móðir
Stephans var ágætiskona. Hún var
hneigð mjög til hannyrða og næm
á þær, sem hún sá fyrir sér; stund-
aði hún þær eftir því, sem efni og
timi leyfði, og svo var hún greind,
að hún lærði af sjálfsdáðum að
fleyta sér á bók, bæði i dönsku og
ensku, eftir að vestur kom um haf.
Hafði hún þó hvorugt kynt sér
* Stephan ritaði sig lengi Stefán
Guðmundarson, en þegar hann
kom til Dakota, tóku þarlendir
menn að rita hann Stefansson, eins
0g föður hans. Ot af því varð svo
stundum ruglingur á bréfum hans
og annara „Stefanssona“ þar í
Dakota, og tók hann þá að rita
sig Stephan G. Stephansson, og
hélt því jafnan síðan, en síðar
löngu kvaðst hann þó hálf sjá eft-
ir þessari nafnbreytingu.
á.ður, og var þá hnigin á efri ár.
Hún var mjög góðlynd og unní
syni sinum nnkið. Var og ástúð-
legt með þeim, sem sjá má af
kvæði því, sem Stephan orti eftir
hana látna. —•
Frá Kirkjuhóli fór Stephan með
foreldrum sínum vorið 1861, að
Syðri-Mælifellsá í Lýtingsstaða-
hreppi i Skagafirði. Þaðan fluttist
hann eftir tvö ár að Viðimýrar-
seli, og þaðan loks, 15 ára, norð-
ur í Mjóadal í Bárðardal i Suður-
Þingeyjarsýslu, til Jóns bónda
Jónssonar, er þar bjó, og Sigur-
bjargar Stefánsdóttur, er var föð-
ursystir hans. Allar þessar jarðir
hafa síðan lagst i eyði. — For-
eldrar Stephans fluttust norður a"d
Mýri i Bárðardal sama vor sem
Stephan fór að Mjóadal, og réð-
ust þar í vinnumensku hjá Krist-
jáni Ingjaldssyni og Helgu konu
hans, sem var hálfsystir Guðmund-
ar. Voru þau á þessum bæjum
fram til vors 1873, en fluttust þá
öll til Vesturheims, og eftir það
sá Stephan fyrir foreldrum sínum
þar vestra. þleð þeim var og eina
systir Stephans, Sigurlaug Einara,
sjö árum yngri en hann, síðar gift
Kristni Kristinssyni, ættuðum úr
Skagafirði, en upp öldum á Aust-
urlandi. Hún er enn á lifi, og búa
þau hjón i Alberta, skamt frá bæ
Stephans.
Þegar vestur kom, settist Step-
han að i Wisconsinfylki i Banda-
ííkjunum, og var þar fram til árs-
ins 1880. Fyrsta árið hafði hann
ofan af fyrir sér með daglauna-
vinnu, en nam land eftir það og
reisti bú. Á vetrum vann hann að
skógarhöggi, en foreldrar hans
önnuðust búið. Hann kvæntist 28.
ágúst 1878, frændkonu sinni Helgu
Jónsdóttur frá Mjóadal, mestu á-
gætiskonu, sem enn er á lífi. Hún
er sex árum yngri en maður henn-
ar. Þau eignuðust 8 börn, og eru
þau þessi: Baldur, bóndi í Al-
berta, Guðmundur, kaupmaður í
Markerville, Jakop Kristinn, býr
á föðurleifð sinni, Stefaný Guð-
björg og Jóný Sigurbjörg, báðar
giftar bændum í Alberta, og Rósa
Sigurlaug, sem verið hefir hjá for-
eldrum sínum. Tveir synir þeirra
eru dánir, Jón, er dó á fjórða ári
í Dakota, og Gestur, dó 16 ára,
árið 1909. Hann hneig örendur við
að snerta girðingavír, rafhlaðinn
eftir regnskúr. Beggja þessara
sona sinna hefir Stephan minst
mjög innilega í ljóðum sínum.
Árið 1880 fluttist Stephan til
Norður-Dakóta og nam þar land.
Þar bjó hann til ársins 1889, og
á þeim árum andaðist faðir hans.
— Þar var um þær mundir margt
ungra manna og tápmikilla. Létu
þeir mikiö til sin taka, stofnuðu
félag, er hét ,>Menningarfélagið“,
0g gáfu út blað, sem hét „Fjalla-
Eývindur", og var Stephan rit-
stjóri þess. Þótti það stórort nokk-
uð, og varð ekki vinsælt.
Sumarið 1889 fluttist Stephan
til Alberta, nam þá land i þriðja
sinni. Bjó hann þar upp frá því
og átti gott bú, en ekki stórt.
„í ungdæmi þíiiu var kotung ei
kent,“ — segir Stephan í kvæði
einu um félaga sinn og jafnaldra,
og sjálfur fór hann á mis við
skólalærdóm. En snemma var
honum kent að lesa, og móðir haiis
kendi honum að draga til stafs.
FJafði honum verið gefinu fjaðra-
penni, forskrift og blek úr hellu-
lit, og með þeim tækjum tókst
honum að verða ágætur skrifari.
Síðar fékk hann lítils háttar til-
sögn hjá tveim mönnum, á meðan
hann var innan við fermingju. —
Þó að fátt væri til af bókum á
heimili hans, urðu bókamenn til
þess að lána honum bækur. Sótti
hann þær oft langar leiðir og las
öllum stundum og geymdi jafnvel
bækur i vörðu, til þess að geta
gripið til þeirra í hjásetunni. Hann
fór snemma að yrlcja, en dult mun
hann hafa fárið með það, því að
svo hefir sagt mér fermingarsyst-
ir hans, frú Halldóra Briem frá
Álfgeirsvöllum, að hún hafi ekki
vitað til þess að hann fengist við
skáldskap, á meðan hún hafði
spurnir af honum í Skagafirði. En
sjálfur sagði hann mér, að hann
hefði einu sinni, „í reiði sinni“,
brent alt, sem liann hefði ort á
barnsaldri, þegar frænkahanshefði
komist í „kvæðasafnið“ norður í
Bárðardal. Hann gerðist og „rit-
stjóri“ innan fermingaraldurs, og
gaf út blað, sem hét „Dalbúinn“,
en nágrannar hans, Indriði Einars-
son í Krossanesi (síðar skrifstofu-
stjóri) og Sigurður Jónsson á
Víðimýri (nú bóndi i Vesturheimi)
fengu að sjá það í skiftum fyrir
blöð, sem þeir gáfu út. Blað Ind-
riða hét „Júlíus Cæsar“, en blað
Sigurðar „Vestanfari". — Höfðu
þeir skemt sér vel, Indriði og
Stephan, þegar þeir hittust hér,
fullum 50 árum síðar, og minntust
ritstjóraáranna !*
Síðasta veturinn, sem Stei^han
var hér heima, fékk hann tilsögn
uokkurar vikur hjá síra Guttormi
Vigfússyni, sem var þann vetur
á Halldórsstöðum í Bárðardal hjá
sira Jóni Austmann. Þar voru þá
að námi fjórir aðrir ungir menn,
sem allir urðu síðar þjóðkunnir,
þeir Friðrik J. Bergmann, síðar
prestur í Winnipeg, Pálmi Pálsson,
síðar yfirkennari, Jón Jónsson (frá
Múla), síðar alþingismaður, og
Ilalldór Jónsson, síðar bankagjald-
keri. Mintist Stephan þeirra í bréfi
til mín fyrir þrem árum, og vissi
eg hann aldrei iniklast af ueinu,
nema þessum félögum sínum.
Hann var hróðugur af þeim og
lofaði þá mjög.
En þó að Stephan nyti ekki ann-
arar kenslu en þessarar, þá var
hann stórlega fróður og víðlesinn.
Hann hafði lesiö allar bækur, sem
hann náði til hér heima, en vestra
las hann mestu kynstur enskra
bóka og tímarita, en sjálfur átti
hann aldrei mikinn bókakost. Þó
eignaðist hann allmargar úrvals-
bækur hin siðari árin. Margar
þeirra þá hann að gjöf frá vinum
sínum, t. d. Hirti Þórðarsyni raf-
magnsfræðingi í Chicago, og
* Indriði Einarsson hefir um
mörg ár horið á sér kvæði Step-
hans: „Þólt j>ú langförull legðir“,
og er það td marks um mætur
þær, sem hann hefir á kvæðinu.
nokkurir islenskir rithöfundar
sendu honum bækur sínar.
Stephan var hinn mesti iðjumað-
ur alla ævi og sleit sér snemma,
en kvæði sín kvað hann um næt-
ur, þegar aðrir sváfu, eða i veik-
indum og illviðrum, þegar ekki
Varð unnið. Haustið 1908 tók hann
sig upp að heiman, fyrir áskoran-
ir vina sinna, og fór austur til
Winnipeg, og þaðan um margar
l'ygðir íslendinga. Las hann kvæöi
sín á samkomum og var liver-
vetna vel fagnað. Árið 1913 fór
hann skyndiíör vestur að Kyrra-
hafi, en sumarið 1917 var honum
boðiö heim hingað. Fór hann þá
víða um land, koma á æskustöðv-
ar sínar allar og var hverve.tna
tekið með kostum og kynjum.
Honum voru flutt kvæði, haldin
samsæti, gefnar minjagjafir og
Alþingi sæmdi hann heiðursgjöf.
Þá var hann og kjörinn heiðurs-
félagi Bókmentafélagsins. Var
honum þetta heimboð hið mesta
fagnaðarefni, og minntist hann
þessa jafnan með þakklátum huga.
— 1 fyrra kom hann til Winnipeg
sér til heilsubótar, og var þá sýnd-
ur mikill sómi, en eftir það mun
hann ekki hafa farið að heiman.
Stephan var mjög vinsæll mað-
ur í héraði og gegndi ýmislegum
opinberum störfum, sem oflangt
yrði hér upp að telja. I landnáms-
þætti íslendinga í Alberta, eftir
Jónas J. Húnford, segir svo (Al-
manak Ólafs S. Thorgeirssonar,
XVII. ár, bls. 62) :
„Þá raunleika hefir Stephan
gefið af sér, aö vera drengur hinn
besti. Meðan bygð þessi átti alls-
kostar örðugt á framfaraveginum,
var hann jafnan meðal hinna
fremstu að vekja áhuga fyrir fé-
lagslegum framförum og styrkja
til þeirra með ráði og dáð. Meðan
við vorum veikir, var hann okkar
besti forvígismaður, enda þótti þá