Vísir - 03.09.1927, Blaðsíða 3

Vísir - 03.09.1927, Blaðsíða 3
V 1 S I R Nýjar vörur. Nýit verð. NýkomiS úrval af barnahúfum og treyjum, ennfremur legghlífabux- ur hvhar og mislitar, kjólar, sam- festingar og margt íleira. Barnaiataverslnnin Klapparstíg 37. Sími 2035. Póstii&sið. Eg- er sveitamaöur og átti er- índi til Reykjavíkur fyrir skömmu. Eg þóttist vita 'með vissu, að eg setti peningabréf á pósthúsinu í höfuöstaönum, og mér lá talsvert á, aö geta náö því strax og eg kæmi til bæjarins. Peningar þess- ir voru sendir mér af kunningja inínum og eg átti aö borga með þeim skuld í Reykjavík. Eins og állir vita, eigum við sveitamenn ekki heimangengt um sláttinn. Eg kom í bíl að austan síðari hluta dags. Eg spyrst strax fyrir um pósthúsið, og er vísað þangaö. En það var harðlokað. Klukkan var þá rúmlega sex. Eg- spyr einhvern sem eg mæti, hvernig á þessu muni standa. Hann segir, að pósthúsinu sé æfinlega lokað kl. 6 síðdegis. Eg spyr þá, hvenær það sé opnað að morgninum. Kl. io segir mað- urinn. — Þá sá eg mína sæng upp reidda. Eg þurfti að vera kominn austur yfir Hellisheiði fyrir kl. io að morgni og gat alls ekki frest- að för minni. Það var því bersýni- legt, að eg mundi ekki geta náð í bréíið, sem var þó mjög áríðandi fyrir sendandann og mig raunar líka. Að vísu kom bréfið austur fám dögum síðar, og þurfti eg þá að gera sérstakar ráðstafanir til að koma peningunum suður. Þaö -kostaði mig dálitiö beinlínis, og mikið óbeinlínis. Mundi þaö nú nokkurs staðar viðgangast um víða veröld, að hofuð-pósthús landsins sé lokað 16 — segi og skrifa sextán — stundir samfleytt? — Eg hygg að slíkt geti hvergá átt sér stað — •nema hér á íslandi. Eg spurði kunningja mína syöra, bvort þessi mikla lokun kæmi sér ekki illa fyrir fjölda fólks dags d.aglega. Þeir fullyrtu, að svo væri. En hér væri ekki til neins að kvarta um neitt. Engum umbóta- röddum væri ansað. — Áður hefði pósthúsiö verið opið miklu lengur ■daglega. En eftir því sem viðskifti ykist, væri almenningi gert erfið- ara fyrir. Og þá stuttu stund, sem pósthúsið væri opið daglega, yrði fólk oft að bíða í afgreiðslustof- nnum miklu lengur en góðu hófi gegndi og við væri unandi, sakir þess, að ösin væri svo mikil þá stund, sem afgreiðsla væri fáanleg. Þá yrðu allir að komast að og træðist liver um annan. En væri afgreiðslan lengur opin, mundi ös- in dreifast, — verða minni og jafnari. Yfirvöldin verða að gæta ]iess, að stofnanir ríkisins eru til fyrir fcorgarana, allan almenning, en «kki fyrir þá, sem veita þeim for- stöðu eða hafa uppeldi sitt af þeim. -— Starfsmennirnir eiga að vinna vel — ekki sumir, heldur allir, og vitanlega á að launa þeim svo, að þeir geti gefið sig að starfinu ó- skiftir. En mér er sagt, að á því sé nokkur misbrestur, bæði með póstmenn og ýmsa aðra. Að endingu vildi eg leyfa mér aö óska þess, að stjórnarvöldin vildu hlutast til um, að höfuð- pósthús landsins yrði framvegis kaft opið svo litið lengur daglega, en verið hefir að undanförnu. Plelst þyrfti það að vera opið frá kl. 8 árdegis til kl. io síðdegis eða jafnvel til miðnættis. Eg hefi ekki minst á afgreiðslu pósts úti á landi, þar sem eg þekki til, en geri þaö ef til vill síöar. En þaö hygg eg mála sannast, aö þar sé mikilla uinbóta þörf á sumum stööum. Og líklega er þaö víðar en í póstmálunum, að opinber starf- ræksla hér á landi sé ekki í sem bestu samræmi við þarfir almenn- ings og kröfur nútímans. Sveitamiaður. Ath. — Ef horfiö yrði að því ráði, aö liafa pósthúsiö opið til afgreiðslu lengur en nú er gert, mundi þurfa að fjölga starfsmönn- um á afgreiðslustofunum þar að miklum mun, og hlyti það að hafa æðimikinn aukinn kostnað í för með sér. „Vísi“ er kunnugt um, að ekki er fært að leggja meiri vinnu á starfsmennina í afgreiðslu- stofum pósthússins en nú er gert. — Þeir vinna oft-fram á nætur og stundum á helgum dögum frá morgni til kvelds. — Hitt er ann- að mál, að vitanlega getur það komið sér illa fyrir marga, að pósthúsið skuli ekki vera ópið til afgreiðslu nema þriöjung sólar- hringsins. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. n, sira Ejarni Jónsson. í fríkirkjunni kl. 2, síra Árni Sigurðsson. — Kl. 5 síðd. síra Haraldur prófessor Nielsson. í Landakotskirkju: Hámessa kl. 9 árdegis og kl. 6 síðd. guðs- ])jónusta með prédikun. — í spí- talakirkjunni í Hafnarfirði: Há- messa kl. 9 árdegis og kl. 6 síö- degis guðsþjónusta með prédikun. Sjómannastofan: Guðsþjónusta kl. 6. Allir velkomnir. Jarðarför. Borgarstjórafrú Flora Zimsen veröur jarðsungin þriðjudaginn 6. þ. m., og hefst athöfnin í dóm- kirkjunni kl. V/2- Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 9 st., Vestm,- eyjum 9, ísafirði 8, Akureyri 11, Seyðisfirði 11, Grindavík 10, Stykkishólmi 10, Grímsstöðum 12, Raufarhöfn ix, Hólum í Horna- firði 11, Færeyjum 13, Angmag- salik 5, Kaupmannahöfn 16, Ut- sira 14, Tynemouth 13, Hjaltlandi 12, Jan Mayen 2 st. — Mestur hiti hér í gær 15 st., minstur 8 st. Úr- koma 0,4 mm. Þingvellir í morg- un: Hiti 7 st. Skýjað loft. Grunn lægö fyrir suövestan land. — Horfur: Suövesturland og Faxa- flói í dag og í nótt: Austlæg átt. Sumstaðar regnskúrir, en þó víð- ar úrkomulaus.t. Breiöafjörður ,í dag og í nótt: Hægviöri og úr- komulaust. Vestfirðir: í dag hæg- viöri og dálítil rigning. í nótt: Sennilega úrkomulaust. Noröur- land í dag og í nótt: Hæg-viðri. Úrkomulaust. Norðausturland, Austfirðir og suðausturland i dag og í nótt: Austlæg og norðaustlæg átt. Þoka víöa, en úrkomulaust. Á síðasta hljómleik sínum, í kveld, leikur Wolfi vor- sónötu Beethovens, aö áskorun margra manna, og einnig lagið: „Sofnar lóa“, eftir Sigfús Einars- son. Höfam fyrlrligg|andi: Matarkex í 15 kg. kössum. Verðið afar Iágt. H. Bex&ediktsson & Co Sími 8 (þrjár línur). Knattspymumót 2. flokks ihefst á morgun kl. 6 síðd. á íþróttavellinum. Keppa þá Fram og K. R. Kept er um 2. fl. haust- bikarinn. Handhafi K. R. Glataði sonurinn, eftir Hall Caine, er nýlega kom- inn út í íslenskri þýöingu eftir Guðna Jónsson, stud. mag.— Saga j.essi hefir hlotið miklar vinsældir með öðrum þjóöum, eins og flest önnur skáldverk Hall Caine’s. Efni sögunnar er að mestu leyti ís- lenskt, en allmiklu skeikar að rétt sé lýst á sumum stöðvum. Iiöf. kemst svo að oröi í fcréfi til þýð- andans : „Þér hafið sennilega rek- ið yður á þá dóma urn sögur mín- ar, er gerast á Islandi, að þær sé ekki í nákvæmu -samræmi við veruleikann. Eg ætlaöist aldrei fyllilega til, aö svo yrði. Það, sem fyrir mér vakti, var einungis að taka mannleg viöfangsefni til meðferðar, með ísland og íslensk þjóöareinkenni sem fagurt og á- hrifamikið baksvið." — Hall Cai- ne er einn af kunnustu rithöfund- um Breta á síðustu tímum, og hef- ir ritað ósköpin öll. Hann er kynj- aður frá eyjunni M ö n, og þang- að hefir hann sótt efni í sumar bækur sínar, svo sem „The little Mans nation“, „The Deemster" o. fl. Margir ritdæmendur telja, aö merkilegastar allra bóka hans sé skáldsögurnar „The Shadow of a Crime“ og „The Eternal City“, en víðlesnust og einna vinsælust er vist „The Christian". — H. C. hef- ir auögast mjög á bókum sínum og er fyrir löngu orðinn miljóna- mæringur. — „Glataði sonurinn" (The Prodigal Son) verður vafa- laust mikið lesinn liér á landi, en ekki er jafn-sjálfsagt, að öllum geðjist sem best að efnismeðferð höfundarins. — Um þýöinguna veröur ekki rætt aö svo komnu, því að tími hefir ekki unnist til aö lesa bókina. Mr. Jinarajadasa M. A. flytur erindi í Nýja Bíó kl. 2 síðd. á morgun, er heitir The Ide- alism of Theosophy (hugsjóna- stefna guðspekinnar), en síra Jak- ob Kristinsson flytur sama erindi á íslensku kl. 4 síðd. á sama stað. Mr. Jinarajadasa flytur stutta ræðu á ensku. Listasafn Einars Jónssonar er opið sunnu- daga og miðvikudaga, kl. 1—3. Sundmót verður haldið í Hafnarfirði á morgun kl. 2. Sund hefir verið kent i Hafnarfirði í 20 ár, og eru þar margir góðir sundmenn. Verslunarmannafél. Rvíkur bauð 200 börnum í berjamó í gær. Var farið upp að Geithálsi, og þar fengu börnin brauð og rnjólk. Þegar þau komu af berja- mónum var þeim skemt á Geit- hálsi og gætt á sælgæti. Skemtu Píanó Off Hamonium iru viSurkend um heim allan. — Hafa hlotiS fjölda heiðurspeninga, þar á meðal gullmedaliu í fyrra. Nokkur orgel með tvöföldum og þreföldum hljóðum fyrirliggjandi. Komið off skoðið. Hverffi betíi kaup. Stuplaugui* Jónsson & Co. Pósthússtræti 7. Reykjavík. Simi 1680. — Toffee — möndlu Toffee — rjóma-karamellur — súkkulaði-karamellur. Ljúffengast og ódýrast. “ H.f. Efnayerff ReyKjauíkur. þau ágætlega, eins og nærri má geta. Einar Einarsson, trésmíðameistari, Bjargarstíg 16, er 45 ára í dag. Þorbjörg Þórðardóttir, Bergstaðstræti 6 B, er áttræö í dag. Síra Jón N. Jóhannesson hefir verið skipaður sóknar- prestur í Breiðabólsstaðarpresta- kalli á Skógarströnd. Fylla kom í morgun með tvo þýska botnvörpunga, sem hún hafði tek- iö í landhelgi. Es. Newton, fisktökuskip, kom hingað í gær, Gs. „Botnia“ fór kl. 2 í gær frá Færeyjum. Væntanleg hingað fyrir hádegi á morgun. • 4 Hjúskapur. í dag veröa gefin saman í hjóna- band ungfrú María Jónsdóttir,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.