Vísir - 08.09.1927, Blaðsíða 2
V I S I R
Libby-mjólkii
er vinsæiastn dósamjölkin
sem hér þekkisf.
Gummístimplar
eru búuir til í
Félagsprentsmiðjunni.
Vandaðir og ódýrir.
Símskeyti
Khöfn 7. sept. FB.
Frá joinginu í Genf.
Simaö er frá Genf, aö Pólverj-
ar vænti þess, aö úrlausn afvopn-
unarmála verði auðveldari, ef ör-
yggissamningar verði gerðir
fyrst.
Rússar og Frakkar.
Símað er frá París, að Tjitjerin
hafi lýst vanþóknun sinni á því,
að Rakovski skrifaði undir á-
varpið til útlendra hermanna.
Morðið í Varsjá.
Símað er frá Varsjá, að Pól-
verjar heimti framseldan Rúss-
ann, sem myrti Pólverjann Trai-
cowics í bústað sendiherra Rússa.
Ný flugferð.
Símað er frá New York borg,
að Tsertaud (nafnið sennilega af-
bakað) flugmaður liafi lagt af
stað frá Ol d Orchard í ríkinu
Maine og er áform flugmannsins
að fljúga alla leið til Róma-
borgar.
(Maine er nyrsta ríkið á At-
lantshafsströnd Bandaríkjanna.
Maine er fjalla-, fjarða- og skóga-
land og landslag þar víða líkt og
í Noregi. Höfuðborg Augusta.
Háskólaborg: Orono).
Aastri strandar.
í gærkveldi á áttundu stundu
strandaði Austri á Illugagrunni á
Húnaflóa. Þrjú skip komu hon-
um til hjálpar, Kári Sölmundar-
son, Skallagrímur og Þórólfur, en
þeim tókst ekki að ná honum af
skerinu, því að veður fór versn-
andi og brim var allmikið.
Um kl. 3 i nótt kornust allir
skipverjar í Kára, en skipið brotn-
aði og rak upp á land.
Skipið var vátrygt fyrir 15000
sterlingspund í ensku vátrygging-
arfélagi. Skipið mun hafa verið
tómt, því að það hafði nýlega
lagt afla sinn á land á Flateyri.
Viðtal
við prófessor F. Stanton Cawley.
—o—
. Þegar íslendingar hverfa heim
hingað eftir margra ára vist í öðr-
um löndum, minnast menn oft
þessarai vísuorða Sveinbjarnar
rektors Egilssonar:
„Röm er sú taug,
er rekka dregur
föður-túna til.“
Er það og hverju orði sannara,
að þetta land á mikif ítök í son-
um sínum erlendis, og margír
þeirra verða þeim mun grónari
landi og lýð, sem þeir eru leng-
ur að heiman. — En hins mætti
og minnast, að „röm er sú taug“
fornra fræða vorra, sem hingað
hefir dregið fræðimenn, oss ó-
skylda, af öðrum löndum eða
heimsálfum. Slikir menn eru hin-
ir kærkomnustu gestir, og hafa
lengi verið. Einn þeirra er pró-
fessor, F. Stanton Cawley, nor-
rænufræðingur frá Harvard há-
skóla. Hann kom hingað 5. júlí
í sumar. og fór héðan í gær. Vis-
ii hefir hitt hann að rnáli, áður
en hann íór, og var auðvelt að
spyrja hann frétta, því að hann
talar íselnsku svo vel og greini-
lega, að undrum sætir um mann,
sem ekki hefir dvalist hér nema
tveggja mánaða skeið.
Eg bað hann að segja mér,
hvernig hann hefði aflað sér fróð-
leiks í íslenskum fræðum, og svar-
aði hann því á þessa leið:
„Þýska var aðalkenslugrein mín
í Harvard háskóla, en norræna,
danska og norska aukagreinir, en
jiegar sá maður féll frá, sem þar
hafði kent norrænu, þá var mér
falið að taka við starfi hans. Eg
fór þá til Noregs, til þess að búa
mig undir starf mitt, og prófessor
Magnus Olsen í Osló var kennari
niinn. En um þær rnundir vildi
svo vel til, að prófessor Sigurður
Nordal kom til Óslóar, og eg
komst í kynni við hann og hlýddi
á háskólaerindi, sem hann flutti
þar. Þá kyntist eg og Ólafi Mar-
teinssyni, Stefáni Einarssyni, sem
er nú farinn til Noregs og ætlar
til Ameríku í haust, og Jónasi
Jónssyni, sem nú er orðinn ráð-
herra. En við kynni þessi, þótt
stutt væri, óx mér löngun til þess
að kynnast íslenskum bókmentum
jafnt að fornu sem nýju, og í vet-
ur komst eg í kynni við íslenskan
námsmann í Harvard, sem heitir
Björn Jóhannsson. Hann er ættað-
ur úr Skagafirði og skyldur Step-
Allskonar skófatnaður hverju nafni
sem nefnist.
S. B. S. laisii 111.
bani G. Stephanssyni. Hann las
með mér íslensku og talaði við
mig íslensku, en ])egar svo var
komið, þá greip mig sú löngun að
fara til íslands, þegar á þessu
sumri.“
„Hafi þér víða farið í sumar ?“
„Þegar eg var nýkominn, fór
eg austur í sveitir og gekk á
Heklu. Þá var Ólafur Marteins-
son með mér. Síðan kom eg hing-
aNaftur og fór upp í Borgarfjörð.
Eg var hálfan mánuð í Norðtungu,
en fór þaðan um héraðiö, upp að
Reykholti, í Surtshelli, Örnólfsdal,
bæ Blund-Ketils, að Borg og
Hreðavatni. Frá Norðtungu fór eg
gangandi að Saurhæ. Óð þá ár,
sem ekki voru brúaðar, og vatt
sokkana, þegar yfir kom. Sigurð-
ur prófessor Nordal hafði ráðlagt
mér það, og gafst vel! — Frá
Saurbæ gekk eg að Stóra-Botni,
cn fékk fylgd þaðan á Þingvöll
og fór þá leið ríðandi. Eftir það
kom eg enn til Reykjavíkur. Fór
þaðan austur í Fljótshlíð og inn
á Þórsmörk. Kom síðan að Berg-
þórshvoli, Odda, Geldingalæk og
Galtalæíkí. Gekk haöan á Heklu
ööru sinni. Þá fór eg að Stóra-
Núpi, síðan að Ásólfsstöðum og
inn allan Þjórsárdal. Eftir það
kom eg að Hruna og Skálholti.
Síðast fór eg aö Torfastöðum, til
þess aö skoða Gullfoss og Geysi,
og frá Austurhlíð fór eg til Þing-
valla og hingað.“
„Hvernig hefir yður getist að
landi og lýð?“
„Ágætlega! „Landið er fagurt
og frítt,“ eins og Jónas kvað, en
fegurst þótti mér í Plvalfirði. F.g
hefi hvervetna notið gestrisni og
góðvildar, og mér hefir þótt gam-
an að kynnast landsmönnum. Eg
hefí talað við marga bændur, sem
voru fróðir og skemtilegir og vel
að sér um marga hluti.
Eg spuröi prófessorinn, hvort
margir legði stund á norræn fræði
í Harvard, en hann svaraði: —-
„í vetur voru 15 nemendur í
þeirri grein, alt úrvalslið, og eg
býst við, að sumir þeirra komi
síðar til íslands. Eg mun halda
fyrirlestra um ísland, þegar heim
kemur, og býst við, að nýir nem-
endur bætist þá í hópinn."
„Þér komið hingað að sjálf-
sögðu öðru sinni ?“
„Mig langar til þess, og þá kem-
vr konan mín með mér. Eg hefði
mjög gjarna viljað vera hér leng-
ur að þessu sinni, en á þess nú
engan kost. Eg hefi orðið margs
vísari í þessari för og tel mér
bæði gagn og mikla ánægju að
komu minni. Og eg ætla að biðja
yður að hera þeim mönnum kveðju
mína, sem eg hefi kynst hér í
Stórt úrval af hurðarskrám
og hurðarhand-
föngum
hjá
— Ludvig Stopp. —
Sími 383
sumar, og þakkir fyrir góðar við-
tökur. Og þér megið segja þeim
frá mér, að eg vilji óska þess, að
Islendingum takist að vernda
gamla og góða siðu og háttu feðra
sinna.“
UMéét
hefst hér kl. 11 árdegis á morg-
un og verður haldinn í fundarsal
neðri deildar Alþingis. Fundurinn
stendur í þ'rjá daga, og verða
þessi mál á dagskrá :
1. Samvinná íslenskra laga-
nsanna; málshefjandi Lárus H.
Bjarnason, dómsforseti luestarétt-
ar.
2. Starfskjör lögfræðislegra
emliættis- og sýslunarmanna;
málsh. Páll V. Bjarnason, sýslu-
máður.
3. Fangelsismálefni landsins;
málsh. Jóh. Jóhannesson, bæjar-
fógeti og dr. Björn Þórðarson,
hæstaréttarritari.
4. Endurskoðun löggjafarinnar
um réttarfar einkamála. Hálshefj-
andi átti að vera Einar Arnórsson,
prófessor, en vegna fjarveru hans
getur það ekki orðið. í lians stað
hefir Theódór Líndal málmærslu-
maður lofað að hafa framsögu í
þessu máli.
5. Endurskoðún hegningarlag-
anna; málsh. Magnús Jónsson,
prófessor.
6. Samning íslenskrar löghók-
ar; málsh. Ólafur Lárusson, pró-
fessor.
í vetur var boðað til undirbún-
ingsfundar með lögfræðingum hér
í bæ, og þar var skipuð nefnd til
þess að undirbúa þenna fund.
Þessir menn áttu sæti i nefndinni:
Hæstaréttardómstjóri Lárus H.
Bjai-nason, prófessor Ólafur Lár-
usson, skrifstofustjóri Guðm.
Sveinbjörnsson,- hrm. Jón Ás-
hjörnsson og Hermann Jónasson
fulltrúi, sem nú er staddur er-
lendis.
Góður eiginmað-
up gefup konunni
Singers
saumavél.
Reykjavík.
[. 18| ÉlÉÉfÍl.
--O—
„Heggur sá, sem hlífa skyldi,“
datt mér í lnig þá eg las greinar-
stúfinn í Vísi í gær, með fyrir-
sögninni: „Óþrifnaður“, eftir E.
K.
Hefði eg átt að geta, hver
myndi verða fyrstui' til að sletta
rekurini út af hestaréttinni við
Laugaveg 77, hefði eg síðast get-
ið upp á E. K„ þvi að mér er
kunnugt um, að maður sá á at-
vinnu sínu að miklu leyti undir
bestaeigendum hér í Rvík og ann-
arsstaðar. — Eg teldi hann illa
farinn ef hann sæi aldrei hrossa-
taðsköggul.
Það er ósatt hjá E. K„ að rétt-
in sé sjaldan eða aldrei hreinsuð.
Hún er mokuð þá þurfa þykir,
þótt hann sé ekki ætíð kallaður
þar til.
E. K. segist hafa tvisvar talað
við heilbrigðisfulltrúann út af ó-
þrifnaðínum í réttinni. — Þetta
var óþarfa hundavaðshlaup af
honuni, þvi að hefði hann endi-
lega viljað láta sig varða það,
sem hann kallar óþrifnað í rétt-
inni, þá hefði verið sæmra fyrir
hann að tala fyrst við stjórnina