Vísir - 08.09.1927, Blaðsíða 4

Vísir - 08.09.1927, Blaðsíða 4
V I S I R Kulm&aiastlgvöl chevraux táhettulaus afar vönduð. Skór brúnir og svartir sérlega góðir og ódýrir. Skðverslun S. Stefannar. Laugaveg 22 A. Simi 628. íí FJðldl af ágætum Satn- aðai* vörom með tækifæris- verði. fiuðoi. 6. lor Mattri. Sími 658. Laugaveg 21. Byrja kenslu 15. septem- ber. — Þeir, sem höfðu börn í skóla hjá mér í fyrra og ætla aö láta þau halda áfram, geri svo vel og láti mig vita fyrir sunnudag. — Enn geta nokkur fleiri börn komist að i skólanum. — Lauga- veg 95. Heima kl. 2—4 daglega. Simi 1861. — Vigdís G. Blöndal. (207 Páll ísólfsson byrjaöi píanó- og harmóniumkenslu • 1. september. Til viðtals á Laufásvegí 35, uppi, kl. 12—2. Simi 704. (156 w FÆÐl Nokkrir menn geta fengiö fæöi. Hedvig Skaftason, Klapparstíg 37- (24r r LEIGA Orgel til leigu. Uppl. í Suöur- götu 16. (230 Giftingarhringur, karlmanns, hefir fundist. A. v. á. (261 Fundist hefir kvenúr hjá Lækj- arbotnúm. Uppl. á afgr. Álafoss. (255 Glansbudda tapaöist í gær- kveldi meö 33 krónum. Skilist í Fischerssund 3, uppi, gegn fund- arlaunum. (242 Peningar fundnir. A. v. á. (266 Geymslupláss f’yrir sildamet o. fl. óskast. Tilboö sendist Visi merkt: „Geymslupláss", hiö fyrsta. (260 HÚSNÆÐI Til leigu 3 herbergi og eldhús með þægindum,neöan til á Lauga- veginum: Sendiö tilboð fyrir 11. þ. m. á afgr. Vísis, merkt: „Fyr- irspurn". (239 2 herbergi og eldhús óskast 1. okt. Tilboð sendist Vísi, merkt: „10“. (236 Sólrík, ágæt íbúö, 4 herbergi og eldhús, meö sérmiðstöö, til leigu 1. okt. Sendið nöfn í lok- uðu umslagi, fyrir næstkomandi sunnudag, á afgr. Vísis, merkt: .T75“. (234 1—2 herbergi ásamt eldhúsi ósk- ast. Uppl. á rakarastofu Óskars Árnasonar. Simi 1872. (233 2 herbergi og eldhús óskast 1. okt. Þriggjk mánaöa fyrirfram- greiösla. Uppl. í síma 1944. (231 Herbergi 1 eða við rrtiöbæinn cskast nú þegar eða 1. okt. A. v. á. (228 JHF*" 2—3 herbergi og eldhús vantar 1. okt. Uppl. á afgr. Visis. (244 1 ágæt stofa meö ljósi og hita til leigu nú þegar eða 1. okt. n. k. á Skólavörðustíg 28, efri hæð. Einnig 1 herbergi með sömu þæg- indum á efstu hæð. Magnús Skaft- fjeld. Simi 695. (264 2 lítil herbergi og eldhús ná- lægt miöbænum óskast 1. okt. Up'pl. i síma 4 og 844. (227 Stúlka óskar eftir herbergi ná- lægt miðbænum. — Uppl. í símá 1866, kl. 7—8. (259 2 herbergi 0g eldhús óskast til leigu 1. okt. Uppl. í síma 1882. (258 Litla ibúð, 2 herbergi og eld- hús eða aðgang aö eldhúsi, vant- ar fyrir fámenna fjölskyld’u frá I. okt. Uppl. í síma 712. (252 Mæögur óska eftir 2 stofum og eldhúsi, á góðum stað, frá 1. næsta mánaðar. — Uppl. í síma 2064. (251 Mig vantar íbúð i austurbæn- um. Ársleiga greiðist fyrirfram. Plalldór Jónsson, Laugaveg 64. Sími 1403 og 1229. (246 2—3 herbergi og eldhús óskast 1. október. Tvent í heimili. Fyrir- framgreiðsla. Tilboð sendist af- greiðslu Vísis, merkt: „3“. (245 Ung, barnlaus hjón óska eftir 2—3 herbergjum og eldhúsi, helst með Öllum nýtísku þægindum. A. v. á. (229 2 herbergi og eldhús óskast tik leigu 1. okt. eða nú þegar. Fyrir- framgreiðsla, ef óskað er. Tilboð, merkt: „XX“ sendist Vísi. (139 Ágætt herbergi til leigu í mið- bænum frá 1. okt.; miðstöð og öll þægindi. Fæði gæti fengist á sama stað. Uppl. Garðastræti 4. (224 Góða íbúð, með nútíma-þægind- um vantar mig 1. okt. Árni B. Björnssson., gullsmiður, Lækjjarg. 2. Sími 545 og 1521. (189 Sólríkt herbergi rétt við mið- bæinn til leigu frá 1. okt. fyrir einhleypan, reglusaman mann. — Tilboð sendist Vísi, merkt „Sól- rikt“. (267 Góð ómakslaun fær sá, sem get- ur útvegað skilvisu fólki góða 3 —5 herbergja íbúð, lausa 1. okt. Sendið skriflegt, ákveðið tilboð, i lokuðu umslagi, auðkent: „K. B. 1927“, til afgr. Vísis, fyrir 12. septémber. (232 VINNA ísasiisaBHR Stúlka óskast i vist á Njálsgötu . B. (240 Góð stúlka óskast á fá- ment heimili. A. v. á. (238 Tilboð sendist í flutning á mjólk, þungavöru og fólksflutn- iiigum til Ivjalarness, til Ólafs Bjarnasonar, Brautarholti, fyrir kl. 6 á föstudag, á Bjargarstíg 5, Reykjavík. (257 Trésmiður óskast strax. Uppl- í síma 225. (254 U nglingsstúlka, 14—16 ára, oska.st strax til að gæta barns hálfan daginn og vera i búð hálf- an daginn. A. V. á- (253 A Njálsgötu 20, eru saurnuð jakkaföt á drengi og fullorðna. Sömuleiðis saumaðir vetrarfrakk- ar, hreinsuð og pressuð föt. (248 Stúlka óskast til að gera hreint herbergi og þjóna einum manni. Uppl. Vatnsstíg 4. uppi, kl. 8—9 i kveld. (263 Oddur Sigurgeirsson, Selbúð- um, leyfir sér hér með í krafti laganna að tilkynna, að „Rauð- kembingur" verði prentaður hér i bæ núna vegna lélegs sambands við Vestmannaeyjar. Kemur hann út í næstu viku, stifur og alvar- legur eins og fyrri daginn. Kemur þar margt til greina, siðferðis- ástand bæjarins, landafræði, stjórnmál og guðfræði. Hreyfing- in magfnast. Oddur magnast. — Kaupið „Rauðkembing“, allir mínir menn! — Herra Oddur Sigurgeirsson, Harðjaxl, Selbúö- um. Hús jafnan til sölu. Hús tekin i umboðssölu. Kaupendur að hús- um oft til taks. Eignaskifti geta stundum lánast. Viðtalstími kl. 10 —12 og 5—7. Helgi Sveinsson, Aðalstr. 9 B. (237 V il kaupa 3—4 kýr, snemmbær- ar. Guðmundur Ólafsson, Austur- hlið. (235 Notaður ofn og rafmagnslampí til sölu með tækifærisverði. Simi 1924. (226 Afsláttarhestur til sölu. Uppl. Lindargötu 18 B, kl. 7—8. (256 Nýkomið: Blaðplöntur, stórkostlega fallegt úrval og. blómaáburður, á Amtmannsstíg 5 (250 Franskt sjal og kápa til sölu með tækifærisverði á Lindargötu 43- (249- Gott hús í austurbænum óskast til kaups. Borgun út í hönd. Til- boð merkt: „Kontant" sendist Vísi. (247 Gulrófur 15 aura hálft kíló, ísl. kartöflur 18 aura Jú kg., ódýrari i stærri kaupum. — Verslun Berg- sveins Jónssonar, Hverfisgötu 84. Sími 1337. ' (243; Með nýjustu ljós- og guíu-böð- urn tökuin við í burtu: Filapensa, húðorma, vörtur og öll önnur ó- hreinindi í húðinni. Einnig flösu, hárrot. Hárgreiðslustofan, Lauga- veg 12. (1055 Gólfdúkar. Mjög miklar birgðir fyrirliggjandi. — Allra lægsta verð. — Þórður Pétursson & Co. (626 HÁR við islenskan og erlend- an búning fáið þið hvergi betra1 né ódýrara en í versl. Goðafoss,- Laugaveg 5. Unnið úr rothári. (758’ Amatörpappír gefins. Sýnis- hornapakkar af Sidi-gasljósa- pappir verða gefnir. Sidi, er aU besti gasljós-pappírinn fyrir aina- töra. Amatörverslunin. Þorleifur Þorleifsson. (172 Lifandi blóm fást á Vesturgötu 19. Sent heim, ef óskað er. SímJ’ K). (29K Nokkrar kýr til sölu. Uppk í Grafarholti (símastöð). (265 Kjöt og Fiskifars. Soðnar og steiktar kjöt- og fiskabollur, búð- ingar, karbonaöe, buff og fleiri’ sósur tilbúnar. Fiskmatgerðin, Hverfisgötu 57. Simi 2212. (262 $ j etnssprea Si *n. £ «JÐHSTU STUWDU. Peele kvaðst eiga von á géstum og bað því Patience þurlega að afsaka, að hún gæti ekki boðið henni að borða, vegna þess að ekki gætu nema átta manns kom- ist fyrir við borðið. Iionara lést taka sér þetta mjög nærri, en Patience hélt á burtu hið skjótasta, því hún fann að hún gat naumaát varist gráti. Hún tók sér fari með járnbrautarlestinni heim til Peele. En þegar hún var nærri komin heim, tók hún það í sig að fara til Mariaville, á fund ungfrú Beale. Hún vissi, að þar var þó að minsta kosti einlægri og tállausri sál aö mæta, sem ungfrú Beale var. Hún var i æstu skapi og óstyrk, dreyrrauð í kinnum og hjártað barðist ákaft í brjósti hennar. Hún hafði ekki bragðaö þurt né vott, síðan hún fór að heiman, og nú var klukkan pð verða tvö. Þegar hún var komin langt áleiðis, sá hún ungfrú Beale koma á móti sér. „Ó, hvað eg verð fegin að fá áð sjá þig, elsku Pati- ence; eg vissi reyndar að þú hafðir ekki gleymt mér, þar sem þú hefir stöðuglega sent mér gjafir handa fá- tæklingunum mínum, en eg var alveg hætt að vonast eftir að þú kæmir til mín framar.“ Gamla konan faðmaði Patience að sér og andlit henn- ar Ijómaði af fögnuði. . ; ! | ;l I ! 1 1 ! ; „Mikið ertu orðin falleg, elskan mín! Nú ætti bless- unin hún ungfrú Tremont að vera komin til að sjá þig, en það er víst best að vera ekki að óska þess, að hún væri enn á lífi, eða finst þér það, Patience?" „Það er árangurslaust að óska þess, sem ekki getur orðið, en hvert ætlið þér að fara?“ „Þú skalt bráðum fá að sjá það, ef þú kemur meö mér.“ Patiepce vonaði með sjálfri sér, að hún ætlaði að fara til matsöluhúss einhvers, þar sem hún gæti fengið eitt- hvað að borða; hún réðst því fúslega til fylgdar við' hana, en reyndi af fremsta megni að komast unclan spurningum hennar. „Hvað líður bindindismálinu ?“ spurði hún. ,,'Þa$ hjakkar í sama farinu,“ sagði jungfrú Beale raunalega. „Framförunum miðar smátt áfram í þessum vonda heimi, en okkur er óhætt að treysta því, að guð rnuni gefa góðu málefni sigur að lokum.“ „Hafið þér ennþá sama áhuga fyrir því máli?“ „Auðvitað," svaraði ungfrú Beale, „hvernig ætti ég annað en að hafa áhuga á því, að vinna í víngarðí drott- ins ?“ Patience varð smátt og smátt einkennilega gramt í geði af þessum viðræðum. „Hvernig farið þér að samríma hatur yöar á víni við söguna um það, þegar Kristur breytti vatni í vín, í brúð- - kaupinu í Kana?“ spurði Patience. „Það var ekki vín, góða mín,“ svaraði ungfrú Beale hreykin, „það var berjasafi. Vín þarf að standa i marga daga svo að gerð komi í það; það kemur því ekki til mála, að vatn geti orðið að víni á svipstundu.“ „En hér var um kraftaverk að ræða, ungfrii Beale,“ sagði Patience brosandi, „og ef hann hefir getað gert kraftaverk, þá var ekki meira fyrir hann, að breyta vatni í vín, en að gera úr því berjasafa." „Eg veit það með vissu, að drotni hefir aldrei dottið í hug að gefa neinum manni vín,“ sagði ungfrú Beale og hristi höfuðið, „en berjasafi er ágætur á bragðið og þáð hefir hann sennilega vitað, en mennirnir nefndu það vín.“ „Hvert erurn við að fara?“ spurði Patience og gleymdi alveg vínmálinu, er ungfrú Beale beygði við inn í götu sem lá til öldungaráðskirkjunnar. „Við förum þangað,“ svaraði ungfrú Beale og benti hróðug á kirkjuna, „við höldum mikla bænasamkomu í dag, og nú er eg búin að veiða þig, telpa mín!“ Patience mislíkaði. 1 huga hennar braust nú fram á ný öll sú gamla andúð hennar gegn trúarbrögðunum, sem ekkert hafði bært á sér tvö síðustu árin. „Viljið þér fá mig með yður þangað?“ spurði hún, „Já, nú skalt þú ekki komast hjá því,“ sagði ungfrú, Beale brosandi. „Eg þekki þig betur en þú þekkir sjálfa þig, og eg veit það með vissu, að þú hefir alt af þráð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.