Vísir - 09.09.1927, Page 2

Vísir - 09.09.1927, Page 2
V í S I R «fe. ]l S. Beroifiifin skáld andaöist í Landakotsspítala í morgun. Hann haföi legiö þar síS- an i. júlí i sumar. Banamein hans var innvortismeinsemd. Jón var fullra 53ja ára aö aldri, fæddur 30. apríl 1874 á Króks- stö'Sum í MiSfirSi. Hann var flest- um mönnum hagoröari og þjó'S- kunnur oröinn af kveSskap sínum. Símskeyti Khöfn 8. sej)t. FB. Smáþjóðimar reyna að láta til sín taka á þingi Þjóðabandaiagsins. Simað er frá Genf, að vegna hinnar gömlu óánægju smáþjóð- anna yfir því, að aðalmálin, sem Þjóöabandalagið tekur til með- íerðar, séu útkljáð á fundurn, sem stórveldin ein hafi fulltrúa á, hafi Blockland, fulltrúi Hollands, haf- ið umræður á þingi Þjóðabanda- lagsins um •'tryggingu friðarins í Evrópu. — Leggur hann til, a'ð tíllögur þær, sem fram voru born- ar í Genf 1926 um öryggissamn- inga, skyldugerðardóma og af- vopnun, verði teknar til athugun- ar og umræðu á ný. Bertaud flugmaður ferst. Símað er frá London, að skip í ■ Atlantshafi hafi fengið loftskeyti frá Bertaud. Bað hann um hjálp. Skipin leituðu árangurslaust að flugvélinni, sem vafalaust hefir farist. Khöfn 9. sept. FB. Flugför enn. Símað er frá London, að kanad- isku flugmennirnir Tally og Mc Call sé flognir af stað frá Ný- fundnalandi til Lundúna. Frá ársþingi breskra verkalýðs- félaga. Símað er frá London, að árs- þing breskra verkalýðsfélaga sé haldið nú í Edinborg. Aðalráðið leggur til, að bresk vérkalýðsfélög slíti sambandi við þriðja Inter- nationale. Vidtal við prófessor E. V. Gordon. Vér íslendingar eigum þvi ekki tö venjast, að tunga vor sé „hlut- geng“ með erlendum mönnum. Þess vegna þótti mér einkennilegt, er eg hitti tvo útleudinga í einu, sem báöir skildu íslensku og voru þó sinn úr hvorri heimsálfu. En það voru þeir prófessorarnir E. V. Gordon frá háskólanum í Leeds 'og prófessor F. S. Cawley frá Harvard háskóla. Þeirra hefir beggja verið getið hér í blaðinu áður, svo að lesendur Visis víta deili á þeim. — Prófessor Gordon kom hingað snemma í fyrra mán- uði, og fer héðan í kveld. Hann er aðeins 30 ára að aldri,. en hefir þegar aflað sér víðtækrar þekk- ingar á íslenskum fræðum, eink- um hinum fornu. Eg spurði, hverir hefði kent honum íslensku, en hann svaraði, að prófessor Craigie væri eini maður, sem kent hefði sér islensku, — „en að öðru ley.ti hefi eg num- iö af bókum,“ sag-ði hann. „Eg hafði aldrei hitt íslending að máli, fyrr en eg kom hingað, og ís- lenska var mér „dautt mál“, eins ög t. d. latína. Þess vegna ])ótti nlér einkennilegt, að heyra þessa tungu jafnt af vörum ungra og gamalla. þegar hingað komi“ „Og þér hafið ferðast hér um án þess að hafa túlk?“ „Já, eg. fór héðan austur í Fljóts- hlíð með samferðamanni mínum, Dr. Sverker Ek, þjóðvísna-fræð- -ingi frá Sví])jóð. Við vorum 10 daga í Eyvindarmúla. Það er gam- all kirkjustaður, og þar sá eg tvo rúnasteina í vegg í útihúsi, og einn mjög máðan á hlaðinu. Þeir eru sennilega frá fimtándu öld. Við komum að Bergþórshvoli og nokk- urum öðrum bæjum. — Síðan komum við hingað og fórum sjóveg upp í Borgarnes, gistuin á Borg og fórum þaðan upp að Reykholti. — Eg- hefi æft mig i að tala íslensku, en tíminn hefir verið alt of naumur að þessu sinni. í raun og veru fór eg ])essa för til þess að búa mig undir aðra lengri. Eg hefi í hyggju að koma hingað aftur að tveim áruip liðn- um og ætla þá að hafa með mér hóp enskra mentamanna, sem mæt- ur hafa á íslenskum fræðum. Þá býst eg við að fara um fleiri hér- uð en nú og standa lengur við.“ „Þér hafið samið bækur um norræn efni?“ - „Eg hefi ekki gefið út nema eina bók, — An Introduction to Old Norse, — sem út kom á þessu ári. Þar er fyrst inngangur um bókmentir, síðan málfræði og síð- ast leskaflar. — En eg hefi verið að semja bók um fornfræði, sem er að miklu leyti þýðing á riti eftir Svíana Falk og Brögger, og' nú er eg að þýða Eddukvæðin.“ Prófessor Gordon lét mjög vel yfir komu sinni hingað og lauk lofsorð'i á gestrisni landsmanna. Kann sagði, að sér væri áhuga- mál að koma á stúdentaskiftum milli Englands og íslands, og kvaðst hafa fært það í tal við prófessor Sigurö Nordal. Vildi hann, að tveir stúdentar yrði sendir úr hvoru landi, til reynslu fyrst í stað. En hvort sem úr því yrði eða ekki, kvað hann sér það gleðiefni, ef einhver íslenskur stú- dent færi að stunda nám í háskól- anum í Leeds. Með þeS.sari fyrirsögn hefir A. J. Johnson ritað athugasemda- grein i Vísi, 197. tbl. þ. á„ við grein, er eg reit áður i sama blað um hátíöahöldin á ÞingvÖllum 1930, og einkum þykir honum eg tala „kuldalega“ og jafnvel „illa“ um gistihúsið Valhöll.. En það er eingöngu bygt á misskilningi hans, sem getur staf- að af klaufalegu orðalagi hjá mér, því i nefndri grein vildi eg hvorki lofa né lasta Valhöll, né starf Jóns bónda Guðmundssonar, eiganda Valhallar. í grein minni er eg að tala um að hið opinbera hafi lagt „lítið ié“ fram til þess að prýða Þing- völl yfirleitt, en það litið fram hafi verið lagt, hafi komið Val- höll helst aö notum, — en hefði liklega verið réttara að segja um- hverfi Valhallar, — ])ví hið um- rædda fé var notaö. til þessa: að flytja veginn, sem var lítið eitt íyrir sunnan Valhöll, norður fyrir gistihúsið og alveg að dyrum þess, eyðileggja eldri veginn og jafna hann út, gera bílstæði fyrir aust- an Valhöll, safnþró o. fl. smáveg- is, en fór ekki neitt, mér vitanlega tii hússins sjálfs, enda þótt eg orðaði það svo 'vegna ])ess, að alt þetta var gert til umbóta fyrir gistihúsið og því til góða. Annað það, sem fé þetta var notað til, hefir ekki orðiö staðnum til gagns eða prýði, að mínu áliti, en um það geta vitanlega verið skiftar skoðanir, en það annað, sem gert var, var þetta: að breyta farvegi Öxarár þannig, að kvísl sú, sem rann við vesturbakkann, meðfram hallanum var stífluð, en við ])að eyðilagði áin meir að aust- anverðu, tók af veginn heirn að wammnmmmmmmmmmmamammmmama IGíimmístimplar * eru búnir til í Félagsprenismiðjunni. VandáSir og ódýrir. prestssetrinu og er að smá eta burtu hólmana í ánni; að jafna og leggja þökur yfir leirflög nokk- ur á Völlunum, sem þó eru enn ekki farin að gróa eftir 3 ár, því taka má upp mikið af þökunum með forki einum enn, og loks, að girða Vellina með tví- og þrísett- um gaddavír, sem er vafasöm prýði. En ])egar eg sagði, að Valhöll væri ekki landinu til „sérstaks sóma“, þrátt fyrir þessar umbæt- ur, þá meinti eg það sem í orð- unum liggur, blátt áfram, og ekk- ert þar fyrir utan. Eg álít, að gisti- húsiö Valhöll, þrátt fyrir miklar umbætur og áhuga núverandi eig- anda þess, að gera það vistlegt og gott, — sem eg veit um og viður- kenni fúslega, — sé svo óhagan- lega fyrir komið bæði hvað snert- ir staðinn, sem það stendur á, og innréttingu þess alla, að það, þótt það sé nothæft sem „fjallahótel“, sé ekki staðnum eða landinu til sérstaks sóma, eins og mér finst gistihús hér þurfa að vera, eg býst t. d. naumast við því, að ríkið geti lótið sína sérstöku gesti sofa þar eða hafa viðdvöl, að öðru en að borða þar, meðan á hátíðinni 1930 stendur, eða það finst mér að eg ckki gæti, ef eg ætti um það að sjá. Að öðru leyti skal það tekið fram, að eg hafði Jón Guðmunds- son aldrei í huga, er eg reit greín n.ína, og er ljúft að viðurkenna, að hann hefir lagt fram fé og krafta til þess að bæta Valhöll og gæra vistlegri fyrir gesti, svo að það er mesta furða, hve jafn léleg bygging frá byrjun, og ó- haganlega fyrirkomið, — sem von er, þegar verið er að smábyggja við hana, — er þó orðin' notaleg og furðu ásjáleg hið ytra. Guðm. Einarsson. Góðup eiginmað- up gefus» konunni saumavél. Reykjavík. Frá BðiiÉrÉgíii. --o-- Búnaðarfélag íslands tilkynnir FB. 8. sept.: Umsóknarfrestur um ráðunauts- stöðuna hjá Búnaðarfélagi íslands var útrunninn 1. ]). m. Umsækj- endur voru:, Páll Zóphóníasson, skólastjóri á Hólum, Einar B. Guðmundsson, bóndi á'Hrunum í Fljótum, Stein- grímur Steinþórsson, kennari á Hvanneyri, Gunnar Árnason, bú- fræðiskandidat í Reykjavik, Hall- grímur Þorbergsson, fjárræktar- fræðingur, Halldórsstöðum, S.- Þing., Jón Sigtryggsson, bóndi, frá Framnesi í Skagafiröi, Lúð- vík Jónsson, búíræðiskandidat í Reylcjavik, Guömundur P. Ás- mundsson, f j árræktarf ræðingur, frá Svínhóli, Dalasýslu. Stjórnarnefndin hefir á fundi í dag ákveðið að ráða Pál Zóphón- asson ráðunaut félagsins í naut- gripa- og sauðfjárrækt frá 1. júní n. á.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.