Vísir


Vísir - 25.10.1927, Qupperneq 2

Vísir - 25.10.1927, Qupperneq 2
V I S I R Höfum fyrlrljggjandl: Þ a k j á r n bo. 24 og 26, 24 og 30 þnmlaoga breitl Símskeyti Ivhöfn 24. okt. FB. ViSsjár með Rússum. Símað er frá Berlín, aö rúss- neska blaðið Pravda skýri frá því, a'S rússneska lögreglan hafi komist aö því, að andkommúnist- íu hafi áformaö a'ö veita ýmsum liinum merkustu ráöstjórnarmönn- um banatilræöi. Hefir lögreglan skýrt frá því, aö andkommúnistar hafi ætlaö að framkvæma áform sin í Leningrad, þar sem flestir helstu ráöstjórnarsinnarnir eru saman komnir í tilefni af bylting- arafmælinu. Þrjú hundruö og fimtíu andkommúnistar hafa ver- iö handteknir. Uppreistarhugur í Albönum. Símaö er frá Belgrad, aö blöö- in í Júgóslafíu skýri frá því, aö uppreistarhreyfing sé í Albaníu og sc orsök hennar morðiö á Cena Bey. Fregnir hafa borist um, að stjórnin í Albaníu safni herliöi á landamærunum. FB. okt. '27. í borginni Blainé í Washington- riki í Bandaríkjunum er allmargt íslendinga og hefir veriö um langt skeið. Hafa ýmsir falliö í valinn þar vestra undanfarna mánuöi og rneðal þeirra er Teitur Hannesson, ættaöur úr Borgarfjarðarsýslu. Hann var npkkuö viö aldur, rúm- lega sextugur, ókvæntur og barn- laus. Teitur átti 40 ekrur lands átta milur frá Blaine og bjó þar góðu búí. Hann hafði mælt svo fyrir í erföaskrá sinni, aö allar eignir að frádregnum kostnaði, skyldi renna í sjóö handa ekkjum círukknaðra manna á íslandi, og tii styrktar tæringarsjúkum böm- um og unglingum hér á landi. Er talið aö bújörð hans og aörar eignir muni vera um 35 þúsund dollara virði. Teitur haföi verið bókhneigöur maöur og haft miklar mætur á Stephani G. Stephanssyni. Mrs. M. J. Benediktsson, er skrifar um hann í Heimskringlu, segir aö hann hafi verið dýravinur mikill og að svo hafi veriö aö sjá, sem sumar skepnur hans heföi mikla ást á honum. Skípnip. —o— Bókmentafélagsbækurnar í ár eru þessar: Islenskt fornbréfasafn XII. 4 (1551—1552), Annálar I, 6 og II, 1 (Mælifellsannáll, nema upphaf, sem áður var komið, Ann- áll Páls Vídalins og upphaf Fitja- annáls), Kvæöasafn I, 3 og Skím- ir, sem hér verður lítilsháttar gerður að umtalsefni. Skírnir hefst að þessu sinni á langri ritgerð eftir dr. Jón biskup Helgason um Árna Helgason, stiftprófast. Árni stiftprófastur hefir vafalaust veriö merkur mað- ur á marga grein, flug-gáfaður og manna lærðastur á sinni tíð, en minna Iiggur þó eftir hann en ætla mætti og æskilegt hefði verið. Merkastur verður síra Árni talinn og lengst getið fyrir hlutdeild sína i stofnun Bókmentafélagsins. Var hann annar aðal-stofnandi ]æss, sem kunnugt er, og forseti P.eykjavíkurdeildarinnar um langt skeið. Grein biskups er öll hin íróðlegasta, einkar hlýlega rituð, hvergi dregið úr verðleikum síra Árna, en bresta i fari hans látið ógetið, ef til hafa verið. Dr. Jón biskup Helgason er mikilvirkur íithöfundur, fróðleikurinn óþrjót- andi, fjörugur og hress í anda, en honum hættir stundum til að vanda ritmál sitt miður en æskilegt væri. Næst er „Bölviog ragn“ eftir dr. Guöm. Finnbogason. Ritgerðin er ekki ófróðleg, gamansöm í aðra röndina og vel samantekin, en efn- ið er heldur lítilsvert. Þætti víst flestum betur til fallið, að dr. Guðmundur glímdi við merkilegri viöfangsefni. — Klemens Jónsson skrifar um '„Bæjarbrag i Reykja- vik kringum 1870“. Er það góðra gjalda verö ritgerð. Klemens er fróður maður um ýmsa hluti og segir þann veg frá, að lesandann langar til að heyra meira, en ekki mundi saka, þó að hann vandaði inálfar sitt nokkuru betur en hann gerir að jafnaði. Þessi ritgerð Kle- mensar um ,,bæjarbraginn“ er skemtileg að efni til og verður vafalaust lesin af mörgum. „Veðrátta og veðurspár" heitir næsta ritgerð, eftir Jón Eyþórsson veðurfræðing. Er hún fróðleg mjög og allvel rituð. — Þá kemur kvæði eitt mikið, „Ýmir“, eftir Einar Benediktsson. Ber það mjög svip annara stórkvæða skáldsins á síðari árum og virðist harla tor- skilið á sumum stöðum. — Finn- ur prófessor Jónsson ritar um „Kjalleklingasögu", er hann hygg- u.r að til hafi verið, en nú er týnd. Leiðir hann nokkur rök að því, að sagan muni hafa verið til, og seg- ir frá efni hennar. Eins og menn sjálfsagt muna, flutti dr. Sigurður prófessor Nor- dal erindi hér í bæ og víðar um ------------- JÓH. ÓLÁFSSON & CO.----------------— Aöalumboðsmenn á íslandi fyrir: GENERAL MOTOR S-bifreiðar. ¥er ðlækfenn á. CHEVROLET Chevrolet vörubifreiðin kostar nú aðeins kr. 2900.00 íslenskar uppsett i Reykjavik. Grammófónar aðeins bestu og nýjustu gerðir Hljððfærahúsið Harmoniknr, Mamhörpnr Besta tegnndir fáið þið i Mj óðfærahúsinu. 5íiísíi*,is;;5£iíií50ístt0t5íiíiftí5<i0íií5ti«íiíititt»í5íií5ci0ís00»aíxs0tsís0ti0tstiísosi; % „ e Ji Innihgar þákkir fyrir auosýnda vinsemd og kœr- g S leilc á silfurbrúðhaupsdegi ohkar. ;; ;; Steinunn og Bjarni Einarsson it « frá Þverá. 5? KiKtiCúiíititititititititítitiötitiíiíitiOíStitititiíititiíititttititiSiíStitititiSititititstststsw Flosgarnið komið. Flosvélai* kr. 3 75. Verslunii Biliirshri. Skólavörðustlg 4. „Tyrkja-Guddu" ekki alls fyrir löngu,. og íiefir hann nú birt það í Skírni. Mun þar saman dregið alt er menn vita um Guðríði. Rit- gerðin er skeiptileg eins og vænta mátti. Dr. Sigurður Nordal er skemtilegur rithöfundur og ef- laust allmikill lærdómsmaður, en skemtilegastur er hann þó, þegar hann gefur ímyndunaraflinu laus- an tauminn og yrkir í eyðurnar, er rök verða ekki lengra rakin. í erindinu um Tyi-kja-Guddu gæt- ir þessa þó heldur litið. Einar H. Kvaran ritar um „Upton Sittclair og auðvaldið í Bandaríkjunum“, athyglisverða og ágætlega ritaða greín. Upton Sinclair er frábærlega gáfaður maður ,og merkilegur rithöfundur. íslendingar hefðu áreiðanlega gott aí því að kynnast verkum hans meira en þeir hafa gert hingað til. Árni Pálsson ritar stuttorða, glögga og vinsamlega grein um Jón heitinn Jacohson, landsbóka- vörð, skýrir frá helstu æviatriðum lians og störfum í opinberri þjón- ustu. — Ólafur prófessor Lárus- son skrifar langa og lærða grein um „Refsivist á íslandi“, doktors- rit Björns Þórðarsonar, en dr. Páll Eggert Ólason ritar um „Feril Passíusálmahandrits síra I-Iallgríms Péturssonar“. Þá er komið að þeirri ritgerð- inni, sem mörgum mun þykja merkilegust og snjöllust í þessu hefti Skírnis, en það er minning- argrein Árna Pálssonar um Georg- Brandes. — Eins og kunnugt er, var Georg Brandes einn hinn mesti og mikilvirkasti bókmenta- höföingi, sem uppi hefir veriö á Norðurlöndum og heimskunnur maöur. Liggja eftir hann ósköpin öll af ritverkum, misjöfnum nokk- uð aö gæöum, en sum eru þann veg úr garði ger, að geyma munu nafn hans langt fram í aldir. Á. P. hefir sýnilega miklar mætur á Brandesi, en stillir 'þó aðdáun sinni mjög í hóf. Ritgerðin er cinkar-fróðleg um störf Brandes- ar, sigra hans og ósigra, og ævi- langa baráttu. Hún er samin af mikilli mælsku og skörungsskap, málið þróttmikið, hljómþungt og hressandi. Eru slikar ritgerðir um stórmenni framandi þjóða mikill fengur íslenskri alþýðu. Síðast í heftinu eru ritfregnir eftir Sigurð Nordal, Jón Ófeigsson og Jón Eyþórsson, og loks skýrsl- og reikningar Bókmentafélagsins 1926. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 2 st„ Vestm,- eyjum 3, ísafirði o, Akureyri 1, Seyðisfirði 1, Grindavík 1, Styklc- ishólmi — 1, Grímsstöðum —■ 5, Blönduósi -~ 1, Þingvöllum i, Raufarhöfn o, Hólum í Hornafirði 2, Kaupmannahöfn 6, Utsira 8, Tynemouth 14, Hjaltlandi 11, Jan Mayen 4 st. — Mestur hiti hér í gær 2 st„ núnstur o st. — Djúp lægð fyrir sunnan land, hreyfist hægt austur eftir. Hæð fyrir norö- an land. — Horfur: Suðvestur- land : í dag og iiótt minkandi aust- an hvassviðri. Úrkomulítið. Faxa- flói og Breiðafjörður: 1 dag og nótt austán og norðaustan. Senni- lega úrkomulaust. Vestfirðir: Stormfregn: í dag og nótt hvass rorðaustan. Þykt loft en úrkomu- btið. Norðurland í dag og nótt all- hvass norðaustan. Snjóél í útsveit- um. Norðausturland og Austfirðir: Stormfregn í dag: Allhvass aust- an. I nótt hváss noröaustan. Snjó- lcoma. Suðausturland: Stormfregn: í dag og nótt hvass norðaustan. Snjókoma. Es. Island kom til Kaupmannahafnar kl. 7 í morgún. Dronning Alexandrine fer kl. 6 í kveld vestur og norð- ur um land til Akureyrar, en snýr þar viö. Meðal farþega: Jónas Jónsson, ráðherra, Guðjón Samú- elsson húsameistari, Magnús Guð- mundsson fyrv. rýðherra, Th. Krabbe, Hjalti Jónsson framkv,- stj., Rasmunssen verkfræðingur. ísfiskssala. í gær seldu þessi skip afla sinn i Engíandi: Snorri goði fyrir 867 sterlingspund, Walpole fyrir 724 st.pd., Karlsefni fyrir 933 st.pd. og Apríl fyrir 897 st.pd. Ingunn, fisktökuskip til Bookless, ligg- ur hér þessa dagana. Tekur fisk fyrir hann 0g Edinborg. Skemtifund heldur verslmiarmannafélagið ,.Merkúr“ í kveld kl. 8yí, á Skjald- breið. Þar veröur til skemtunar:

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.