Vísir - 27.10.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 27.10.1927, Blaðsíða 2
V I S I R Þ a k j á r n no. 24 og 26, 24 og 30 þnmlnnga breilt MlllBIII ■■llinTTn—irTTIllllll n IÍ -i Jarðarför Efemíu IClemensdóitur fer fram frá dómkirkjunni' laugardagjnn 29. þ. m. kl. 1 e. h. Samúel ólafsson. Innilegt þakklæti vottum við fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför elsku. litln dóttur okkar Jóhönnu. Ingibjörg Benjamínsdóttir. Jason Sigurðsson.. Símskeyti —o-— Khöfn 26. okt. FB. Lloyd George flytur ræðu. i7rá London er símaö: Lloycl George hefir haldiö ræöu stjórn- nválalegs efnis, sem vakiö hefir mikla eftirtekt. Tald.i hann mikla nauösyn á, aö ríkin takmarki her- búnaö og lögleiöi skyldugéröar- dóma, en spáöi því, aö ella mundi illa fara og ef til vill draga til nýrrar heimsstyrjaldar. Hann and- mælti því og, aö frestaö væri aö senda heim setuliöiö í Rínarbygö- unum og kvaöst véra hlyntur því, að Versala-friðarsamniugarnir væri endurskoöaöir. Margir menn ætla, að ræöan sé vott,ur þess, aö IJoyd George æski eftir samvinnu viö verkalýösflokkinn. Trotsky flokksrækur. Frá Moskva er símað : Miöstjórn kommúnistaflokksins hefir sam- Jiykt aö reka Trotsky og Sinovjev úr flokksstjórninni fyrir aö reyna að vek.ja sundurlyndi innan fiokksins, þrátt fyrir ítrekaðar og alvarlegar áminningar. Áliugamál og illur munnsöfnuður. Lífiö er bárátta, eins og menn vita. Sumir berjast eingöngu fyrir munni og maga og auðsöfnun. Þeir ryðjast alls staöar á, þar sem matfanga er von eða peninga. Saddur magi, mikill auður og rnikil völd er takmark þeirra. Þess- ir menn eru sjaldnast vandir að vopnum. Þeir nota alt, sem aö haldi getur komiö. Aðrir berjast fyrir áhugamál- um. Þeir Irerjast á mannfundum og i blöðunum, í ræöu og riti. Sú barátta er oft mjög ódrengileg. Menn kannast viö stjórnmáladeil- urnar. Þar virðist lögð einna mest stund á þaö, að gera andstæðing'- ina tortryggilega í augum alls lýðsins. Suma er reynt aö gera ærulausa meö rógi og blóðugum skömmum. — Um hitt er minna hugsað, að rekja málin til rótar- innar og sannfæra almenuing meö skynsamlegum rökum. Alt þess háttar ]>ykir úrelt og óviðeigandi, á skálmöld þeirri, sem nú gengur yfir. Til eru enn aðrir, sem einkum berjast fyrir framgangi hugsjóna- mála og mannúðarmála. Mætti attla, aö þeir færi nokkuru hófleg- ar í sakirnar og prúömannlegar, en valdstreitumenn þjóðmálanna og skósveinar þeirra, sem . al.t vilja undir sig kremja og niylja með ofsa og yfirgangi. ■— En mjög vill þó á það bresta, að barátta þeirra sé æfinlega lofsverö og lýtalaus. Mér getur ekki skilist, aö góöu máli sé á nokkurn hátt borgnara, þó aö flútt sé með hávaða, ofsa og illyröum. Mér getur ekki skil- ist, svo að eg taki dæmi, aö nein likindi sé til þess, að fleiri gerist bindindismenn, þó aö þeir, sem víns neyta, sé svívirtir í orðum og uppnefndir. Mér getur ekki held- ur skilist, að fleiri láti af tóbaks- nautn eða varist hana, ]ió að tó- baksmönnum sé valin sem allra háðulegust orö. — En nú á síðustu tímum er það orðinn mikill siður, að moka yfir drykkjumemi og tó- baksmenn öllum verstu orðum og uppnefnum tungunnar. Afengi er ekki nauðsynjavara og tóbak ekki heldur. Um það munu 'cJIir á einu máli. Súmir halda því iram, að áfengið, hvernig sem þess er neytt, sé bráðskaðlegt Iieilsu manna. Aðrir telja slikt fjarstæðu og benda á gömlu brennivíns-ber- serkina, sem komust til hárrar elli cg varð aldrei misdægurt. Mér dettur ekki í Jiug, að mæla vindrykkju né tóbaksnautn neina bót. Eg er viss um, að best muni og heilsusamlegast að vera laus við hvorttveggja. Eg þykist vita, að það muni rétt, sem staðhæft befir verið, að báðar þes.sar óhófs- vörur spilli heilsu manna. Auk læss hafa þær mikla peninga- eyðslu í för með sér, ef þeirra er neytt að nokkuru ráði. Eg vil láta fræða fólk sem best um skaðsemi allra eiturnautna. En eg hefi enga trú á, að gauragang- ur. stóryrða-raus, uppnefni og rakalausar fullyrðingar komí að neinu haldi í þessum efnum frem- ur en öðrum. Allir vita, að nú er unnið ó- llll ISllfSM. Tólfti Orgel-konsert i Fríkirkjunni, fiíntudagiun 27. okt. kl 9. Axel Vold aðstoðar. Aðgöngumiðar fást I hljóð- færaverslun Katrínrr Viðar. Imilegar þakkir fyrir auðsynda vináttu á silfurbrúdkaupsdegi okk- ar. María Ouðnadóttir, Siyurður Björnsson. Hjartans þakkir fyrir hlýjar vinarkveðjur, lieiður ailan og höfð- inglega gjöf á fimtugsafnæli mínu. Heigi Valtg’sson. sleitilega gegn drykkjuskap og tó- baksnautn hér á landi. Sú barátta cr mikilvæg og merkileg í eðli sínu. Sumir berjast prúðmannlega, ems og góðum drengjum samir, gæta alls velsæmis í ræðu og riti og beita skynsamlegum rökum. — Aðrir, miklu færri að vistt og ó- tnerkari, fara fram með þjösna- skap og reginofsa og tala og rita þann veg, að ekki er vanvirðu- laust. — Eg hirði ekki um að greina öll þau hrakyrði, sem sæmilegt þykir að velja þeim mönnum, sem vín- fanga neyta eða tóbaks. Nýlega liefi eg séö á prenti, að þeim, sem vínföng drekka, var líkt við svín og naut, en tóbaksmennirnir voru sæimdir: .,,skrokjafta“-nafnbót'. — I’etta er ekki nema lítið sýnishorn og tiltölulega meinlaust. Þeir, sem fyrir hugsjónamálun- um- Iterjast, mega með engu móti taka sér. til fyrirmyndar þjóðmála- óaámana, — þá menn, sent af ýms- um ástæðum verða að sullast á- fvam eins og best gengur, stundum með svipu harðstjórans reidda að höfði sér. „Gífuryrðin liefna sín.“ Þeim málstað vegnar ekki vel til lengdar, sem varinn er eða sóttur með stóryrða-skvaldri og illum munnsöfnuði. íslensk tunga er svo „orðafrjó- söm móðir“, að engum er ofvaxið að segja allan hug sinn með prúð- um orðum, hversu þungt sem honum kann að vera í skapi. Eg skil vel, að mönnum geti hitnað °£f gramist í geði, er þeim virðist lítið þokast áfrarn eða góð mál vera óvirt og fótum troðin. — En gremjan gefur engum manni rétt tii aö sökkva sér niður í dreggj- ar málsins og ausa þaðan ókvæðis- orðum yfir höfuð sér. — Með prúðmannlegri 0g öruggri sókn sigrar góður málstaður fyrr en varir. Öfgarnar verða til tafar og ruddaskapur er góðíím ntönn- um ósamboðinn. Borgari. Hiti um land alt, nema á Gríms- stöðum frost 1 st. í Reykjavík 6, Vestmannaeyjum 4, ísafirði 3, Ak- ttreyri 3, Seyðisfirði 2, Grindavík 4, Stykkishólmi 5, Raufarhöfn 3, Hólum í Hornafirði 5, Blönduósi 3. Þingvöllum 4, Færeyjum 2, K.aupmannahöfn 33, Utsira "9, Tynemouth 16, Hjaltlandi 9, Jan Mayen -t- 4 st. Mestur hiti hér í gær 6 st., minstur 3 st. — Djúp lægð við Suðurland. Hreyfist hægt austur eftir..Önnur djúp lægð yfir Norður-Skotlandi á norðaustur- leið. Hvass suðvestan víða urn Bretlandseyjar og Norðursjóinn. — Horfur: Suðvesturland: Storm- fregn. I dag austan átt, hvöss und- ir Eyjafjöllum. í nótt allhvass norðaustan. Faxaflói, Breiðafjörð- ur: í dag og nótt norðaustan, stundum allhvass. Sennilega úr- kómulaust. Vestfirðir: Storm- fregn. I dag og nótt allhvass norð- austan. Dálítil úrkoma. Norður- land: I dag og nótt austanátt og þ'iðviðri. Norðausturland, Aust- firðir, suðausturland: í dag og nótt allhvass austan. Þíðviðri og nokkur rigning. Páll ísólfsson heldur tólftu kirkjuhljómleika sína í fríkirkjunni i kveld. Axel Vold aðstoðar. Háskólafræðsla. í kveld (og annað kvekl) kl. 6 f'ytur prófessor Auer háskóla- erindi í Kaupþingssalnum, og er öllúm heimill ókeypis aðgangur. I’rófessor Haraldur Níelsson tal- ar nokkur orð á íslensku á und- an hverju er.indi og segir frá efni þess. Prófessor Auer talar á ensku cg gefst ])ví þeim, sem fást við enskunám, góður kostur á að lieyra málið flutt. Einkum er stúdentum þetta mikill fengur, því að sumir þeirra að minsta kosti munu síðar leita sér fræðslu með því að hlýða á fyrirlestra í Eng- landi eöa Ameríku. Margir þeirra hafa og hlýtt á öll erindin og sótt þangað mikinn fróðleik. Slys. Sighvatur Bjarnason var á leið ofan í bæ í morgun þegar dreng- ur á hjóli rakst á hann, svo að b.ann féll við og meiddist á höfði. Var hann fluttur heim meðvitund- arlaus, en þegar læknir hafði gert við áverkann, var hann korninn til fiillrar meðvitundar og leið eftir vonum vel. Félag frjálslyndra manna í Reykjavík ’ heldur fund í Báruhúsinu (uppi) kl. 8% í kveld. Sambandslögin verða til umræðu, Málshefjandi Guðmundur Bene- ciiktsson, cand. juris og ritstjóri. Doktorsritgerð sína á Helgi læknir Tómasson að verja í Kaupmannahafnarhá- skóla 24. nóvember. Andmælend- ur af hálfu háskólans verða há- skólakennararnir Wimmer, pró- iessor í geð- og taugasjúkdómunt, og Rich. Ege, prófessor í lífeðlis- íræðilegri efnafræði. Leikhúsið. „GIeiðgosinn“ verður leikinn í kveld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir i dag, þar til er leikurinn hefst. Athygli skal vakin á því, að leik- urinn verður ekki sýndur á sunnu- claginn. Helgi Valtýsson varð fimtugur 25. þ. m. Ekki var þess getið í hlögum, en vinir hans um lancl alt mintuSt Jtess, og bár- ust honum iieillaskeyti hvaðanæfa frá ungmennafélögtun. Ungmenna- félag Reykjavíkur færði honum hókahillu að gjöf, mikinn grip og góðan, gerðan af hagleik og hyggjuviti RíkaÆs Jónssonar. Hjúskapur. Siðastl. ' föstudag voru gefin saman í dómkirkjunni af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Bergþóra Einarsdóttir, Frakkastíg 26 og Ottó Marteinsson bákari, Hverfis- götu 20. Frá Englandi komu í gærkveldi Draupnir 0g Ari. Sementsskip kom í morgun. Eigendur farms- ins eru: H. Benediktsson & Co. og J. Þorláksson & NorðiMann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.