Vísir - 19.11.1927, Page 2
VISIR
Nýkomid:
Kaffi, sama góða Kailið og við höfnm haft.
Kaffirót,
KandLís, óðýr og góðnr,
Molasykur.
Strásykur.
Símskeyti
. Khöfn 18. nóv. FB.
Bylting í vændum?
Fréttaritari dagblaðsins Daily
Mail álítur, aS margir konimúnist-
ar í Rússlandi muni styðja Trot-
ski áfram. — Stalin óttaSist aS
l'rotski kynni aö fá meiri hluta
á þingi flokksins, sem halda á i
næsta mánuöi. Af þeirri orsök tók
f lokksstjórnin til þess ráðs að reka
Trotski úr flokknum, áður en
fiokksþingið kæmi saman. ’
Staiin óttast, að herinn muni
gera byltingu. Ráðstjórnin kvað
hafa flugvélar reiðubúnar til
flótta.
Frá ófriðnum í Kína.
Frá Hankovv er símað: Nan-
kingherinn hefir tekið Hankow.
Utan af landi.
—o—
ísafirði 18. nóv. FB.
Réttarhöld í Hnífsdalsmálinu
halda áfram. Rannsóknardómarinn
óskar þess getið, að hann hafi i
rétti í Hnífsdal í dag fundiö hö.f-
tmd að atkvæðisseðli, er hann áð-
ur taldi ritaðan (af) Friöbjörgu
Friðriksdóttur (i) Bolungarvík.
Sýkna Kristjáns Ólafssonar hrepp-
stjóra í Bolungarvík þar með
LSÖnnuð að hálfu og þá sennilega
að öllu leyti. Finnur.
Vestm.eyjum 19. nóv. FB.
Afli.
1 haust og alt til þessa hefir
veriS róiö mikið hér á smábáta.
Er það óvanalegt hér um þetta
leyti árs. Hefir aflast vel á bátana.
Heilsufar
er sæmilegt, en þó hefir gengið
hér slæmt kvef.
Vermenn,
sem vánalega koma hingað í októ-
Ijer og nóvembermánuðum munu
að ]>essu sinni, eins og í fyrra,
ekki koma hingað fyrr en um ára-
mót. Annars var það títt áður, að
þeir komu um þetta leyti árs og
fengu mat og húsnæði hjá út-
gerðarmönnum uns vertíð byrjaði.
Munu útgerðarmenn hafa gefið
þeim bendingu um, að koma ekki
fyrr en i vertíðarbyrjun.
Aðgerðir á bæjarbryggjunni
fara ntt fram. Hún skemdist í of-
viðri í haust.
Nýtt útgerðarhverfi.
Samkvæmt skipulagsuppdrætti
cg ákvörðunum bæjarstjórnar er
ákveðið að flytja vinnustaði út-
geröarinnar smám saman inn að
og upp af Skildingafjöru. I fram-
tíðinni verður þar aðalstöð út-
gerðar Eyjamanna. Verða þar
bygð bátahús, fiskiþrær og annað
tilheyrandi útgerðinni, og á alt að
vera skipulagsbundið og vandað
að gerð. Er þegar hafin bygging
fjögurra bátahúsa og er gólfmál
þeirra til saman ca. átta hundruð
fermetrar. Húsin eru öll portbygð
og þannig gerð, aö hægt er að
aka bifreið inn í þau.
Að ræktun landsins
er talsvert unnið. Land, sem hæf-
ast er til ræktunar talið í Eyjum,
var mælt upp í sumar og því skift.
Vegurinn nýi, kringum Helgafell,
sem fé var veitt til á fjárlögum,
hefir 'skapað ræktunarmöguleik-
ana. Er nú byrjað á talsverðri
ræktun meðfram veginum báðum
megin. Má búast við því, að rækt-
unin muni aukast hér svo mjög á
næstti árum, að útlit Eyja muni
gerbreytast, og einnig, að hin
aukna ræktun muni hafa ntikil
bætiáhrif á almenningshaginn.
Tiiier
aðdáunarverSar rilgnðir.
■—1 ■ o~
I.
Ástæða virðist mér til þess að
láta í ljósi þakklæti fyrir ritgerö
eftir Bjarna Sæmundsson, sem eg
var að lesa í „Verði“ áðan. Frani-
úrskarandi náttúrufræðingur segir
þar snildarlega frá athugunum
sínum á sjómannaltfi og dýralífi,
en hvorttveggja ætti oss að þykja
lróðlegt ntjög. Vonandi er að
Bjarni ætli sér aö safna þessum
fróðlegu ferðasögTim .sínum sant-
a»i í bók, og ekki ólíklegt, að ntarg-
ir mundu vilja eiga það sent bæði
er ritað af ágætri þekkingu og
aí snild. Tíðkast það nú mjög, í
mörgum löndum, að efni bóka
komi fyrst í blöðum og tímaritum,
sumt eða alt.
II.
Önnur aðdáanleg ritgerð var í
Alþýðublaðinu, ræða eftir prófess-
or Harald Níelsson. Slíkir menn
eru það, sem bjarga kirkjunni, en
ekk,i sautjándu aldar menjninyr.
Og ennþá betur muiiu þesskonar
ntenn geta notið sín, þegar kirkj-
an hefir breytt um nafn, og heitir:
Alþjóðastofnunin fyrir lífaflfræði
Skemtun og' böglauppboð
lieldui'
Glímufélagið ÁRMANN
i Bárunni, sunnudaginn 20. þessa mánaðar, kd. 4síðd.
SKEMTÍSKRÁ: ý 1
I rio: pórarinn Guðmundsson, Axel Wold og Eggert Gilfer.
Einsöngur: Sigurður Markan.
Gamanvisur: Reinhold ’Richter.
Einsöngur: Frú Elisabet Waage.
J vísöngur: Systkinin frú Elísabet Waage og Sigurður Markan.
parnæst hefst bögglaupphoðið og verður þar á boðstólum margt gott og nauðsynlegt,
svo sem:
Farseðill með einhverju af skipum Eimskipafélags íslands, til Leith, Hamborgar eða
Kaupmannahafnar, farseðlar til Vestmannaeyja og Borgarness, góð fataefni, nokkur skippund
aí kolum, saltfiskur, allskonar mjölvara, niðursuðuvörur, ávextir í dósum og nýir, skófatn-
aður, rafmagnslampar o. þ. h., leirvörur, barnaleikföng, bækur og tímarit, tóbak. og sælgæti,
allsk. nauðsynjavörur, bílför, bíómiðar og margt og margt fleira.
Aðgöngumiðar fyrir félagsmenn og gesti eru til sölu í Tóbaksversluninni Heklu, Lauga-
vcg 6 og í Tóhaksbúðinni, Austurstræti 12. pað sem eftir verður af aðgöngumiðum verður
selt í Bárunni eftir kl. 1 á morgun.
Aðgöngumiðarnir kosta að eins 1 kr., og er þetta því sérstakt tækifæri til að fá ódýra
skemtun, reyna hamingjuna og styrkja gott málefni.
STJÓRNIN.
og stjörnusamband (The Inter-
national Institute for Biodynamics
and Interstellar communication).
í þjónustu þeirrar stofnunar munu
veröa bæöi prestar og læknar.
Munu prestarnir kenna mönnum
heilbrigöa lífsskoöun, og veita á-
reiöanlega fræöslu um framhald
lífsins og hættur þær, og erfiö-
leika sem bíöa hins fáfróöa og
rangstefnda, en aldrei láta sér til
hugar koma, aö þaö geti horft
mönnunum til heilla, aö fá þá til
aö meta forn ævintýri og bábiljur
sem sannleikur væri.
En læknarnir munu geta hjálp-
að öllum, sem til þeirra Ieita, og
mun þó starf þeirra verða miklu
meir í því falið, aÖ kenna mönn-
um hvernig þeir geti látiö sér fara
fram, heldur en í því aö gera viö
bilanir, enda munu þær brátt veröa
mjög miklu sjaldgæfari en nú. En
markmiöiö er líkami, sem altaf
fer fram og er ekki háöur neinni
hrörnun, og heldur ekki þessu
herfilega slysi, sem kallaö erdauði.
13.—16. nóv.
Helgi Pjeturss.
Bending,
„Slyngt yrði þér margt, ef ekki
fylgdu slysin meö“, mætti eflaust
segja um margan þann, er stjórnar
bifreiöunum hér á vegunum, og þá
er á hjólum renna. Slysin eru orð-
in svo átakanlega tíö og alvarleg,
að hér v e r ð u r einhver bót á
aö verða. Þaö er eigi áhættuminna
nú orðiö, að voga sér að ganga yf-
ir þvera götuna, en að, hætta sér
út á sjóinn í verstu brimveiði-
stööum landsins. í hinni svonefndu
,.Bakarabrekku“, eða neöst á
Laugaveginum virðist ])ó hættan
einna mest, enda er þaö altítt, að
menn renna sér þar niöur á hjól-
um sínum, án þess aö hafa nokkra
stjórn á hjólunum. Láta.hendur
og fætur leika lausu, eins og væru
það börn, aö'leika sér aö því að
renna sér á sleða ofan eftir snjó-
fönn eöa freöinni jörö. Menn fara
gangandi, akandi og hjólandi jöfn-
um höndurn upp ,og ofan götuna
sinn á hvern veg hennar, algerlega
stjórnlaust og án nokkurra reglna.
Á þesstt mætti gera mikla bót,
wooooc
Bæjarfréttir
Rosta aðeins kr. 6,50.
Uersl. B. H. Bjarnason.
meö því að leggja upphækkaöan
pall eftir miðri götunni, t. d. á
iiokkurn neðri hluta hennar, þar
sem ])eir, er yfir götuna þurfa að
ganga, gætu staönæmst á. Þeir,
sem ferðuðust niður eftir götunni,
ættu að fara og færu þá að sunn-
anveröu við pallinn, hinir, er að
neðan kæmu, færu aö norðanveröu.
Sá, sem því ætlaði yfir götuna, af
gangstéttinni aö norðan, þyrfti
ekki annars aö gæta, en líta til
hægri, áður en hann gengi út á
pallinn, og líta eftir hvort nokkur
kæmi neðan aö, sem hann þyrfti
aö óttast að hann rækist á, en
er hann væri kominn út á pallinn,
liti hann aöeins til vinstri handar
og gætti þess, hvort nokkur hætta
stafaði af ferð manna, bifreiöa eða
hjóla, ofan aö. lYrði þetta auðvitaö
gfignkvæmt fyrir þá, er að sunn-
an kæmu og ætluöu yfir götuna
lrá suðurhliðinni. Upphækkun
þessi á götunni (pallurinn), þyrfti
vitanlega ekki að vera hærri en
tipphækkunin, sem er fyrir austan
íslandsbanka, og ekki breiöari en
svo, aö 2 eða 3 menn gætu staðið
hver við annars hliö; lengdin
mætti vera 10—15 metrar, eöa
meiri.
Væri þessu þannig fyrir komið
— sem vitanlega er ekkert nýmæli
og því undarlegt, aö ekki skuli
hafa verið gert viö því fyrri, —
yröi áreiöanlega minna um árekst-
ur þarna, enda væri þessa þörf
viðar í bænum, t.,d. á krossgötun-
um Laugaveg-KIapparstíg, Lauga-
veg-Frakkastíg og víðar.
Þetta er aðeins vinsamleg bend-
ing, sem eg vona aö verði tekin til
greina sem allra fyrst, eða eitt-
hvað annað örugt ráð, til að tak-
marka hin tíðu og alvarlegu slys,
sem nú eru óöum aö fara í vöxt.
J-
Messur á morgun.
í dómkirkjunni kl. 11, síra
Bjarni Jónsson (altarisganga). -
Kl. 2 baniagaiösþjónusta, síra Fr.
Hallgrímsson. - Kl. 5, sira Friö-
rik Hallgrímsson.
í fríkirkjunni í Reykjavík lcl. 5
(ekki kl. 2), síra Árni Sigurðsson.
J fríkirkjunni i Hafnarfirði kl.
2, síra Ólafur Ólafsson.
í Landakotskirkju: Hámessa k!.
9 árd. og kl. 2J-2 síðd. klukkna-
vígsla. Engin síðdegisguðsþjón-
usta.
í spítalakirkjunni í Hafnarfirði:
Hámessa kl. 9 árd. Engin síödeg-
isguösþjónusta.
í aðventkirkjunni kl. 8 siöd.,
síra O. J. Olsen.
I Sjómannastoíunni kl. 6 síðd.:
Guösþjónusta.
I Hafnarfjarðarkirkju kl. 1 e. h.
Veðrið í morgun.
Hiti um land alt. í Reykjavik 7
st., Vestmannaeyjum 7, Isafiröi
4, Akureyri 2, Seyðisfirði 7,
Grindavík 7, Stykkishólmi , 7,
Grímsstöðum 3, Raufarhöfn 5,
Hólum í Hornafiröi 7, Blönduósi
6. Þingvöllum 7, Færeyjum 6,
Angntagsalik -f- 3, Kaupmanna-
höfn o, Utsira o, Tynemouth 7,
Hjaltlandi 4, Jan Mayen 3 st. —
Mestur hiti hér í gær 8 st„ minst-
ur 4 st. Úrkoma 6,3 rnm. — Grunn
lægð viö suðvesturland. Djúp
lægð vestur af Irlandi. Suðaustan
í Noröursjónum. — Horfur: Suð-
vesturland: í dag og nótt allhvass
suðaustan. Regnskúrir. Faxaflói
og Breiðafjöröur: í dag og nótt
'breytileg átt. Regnskúrir. Vest-
firðir: I dag og nótt: Austan og
norðaustan. Rigning. Norðurland,
noröausturland og Austfirðir: í
dag og nótt sunnan átt. Gott veð-
ur. Suðausturland: í dag og nótt
suðaustan. Regnskúrir.
Vísir kemur út
tímanlega á morgun. Tekið
verður á móti auglýsingum i
sunnudagsblaðið á afgreiðslunni
(sími 400) fram til kl. 7 í kveld,
en eftir þann tíma og fram til kl.
9 í Félagsprentsmiðjunni (sími
U?8).