Vísir - 27.11.1927, Page 5

Vísir - 27.11.1927, Page 5
V I S I R Sunnudaginn 27. nóv. 1927. ais Steinsykur Blandað hænsnafóður Molasykur Döðlur Sírásykur Fíkjur Sallasykur Rúsínur Kaffi Sveskjur Vindlar do. síeinlausar Kerti Kúrennur Gúmmíbönd Aprikósur Spil. Exportkaffi SundJiöllin. Menn hafa veitt því athygli, aö bæjarstjórn áætlar enga fjárhæð til sundhallarinnar á næsta árs fjárlögum bæjarins. Menn undrast þetta, efeki síst vegna ummæla borgarstjóra sjálfs og sumra bæj- arfulltrúanna á fundi íþróttamanna í fyrra. Auk þess er kunnugt, aö bæjarstjórninni liafa borist erinði um máliö, t. d. frá 1. S. í. og norskum verkfræöingi, Halden aö nafni. Getur því tæplega veriö gleymsku einni um aö kenna. En livaö er þaö þá? Vita má bæjar- stjórn það, sem allir aðrir vita, aö léttara veröur.aö reisa sundhöll- ina, ef til hennar er veitt fé ár- lega í nokkur ár, heldur en að taka alt í einu stökki, veita alt það fé, sem til byggingarinnar þarf, í einu lagi. — Þykir mér sem varla megi Itúast við því, aö Alþingi ríöi á vaðið um fjárveitingar í þessu skyni, er það sér tómlæti bæjar- stjórnafinnar. Munu þingmenn yf- irleitt líta svo á, sem hér sé fyrst og fremst um að ræða menning- arniál höfuðstaðarins, og ekki telja sér skylt að ganga frarn fyrir skjöldu í þéim efnum. Hins væri keldur aö vænta, að þeir styddi simdhallafmálið drengilega, ef þeir Sæi eindreginn vilja Reyk- Víkinga á því, aö hrinda rnálinu áleiðis. Er þess fastlega vænst, aö bæjarfulltrúar einhverir gerist til þess, að bera fram, viö umræöur fjárhagsáætlunarinnar, breytingar- tillögur um fjárveiting í 'þessu skyni. Sundhallannálið er eitt hiö mé'sfa þrifnaöarmál og menningar og „höllin“ verður að koma á næstu árum. Þess vegna má nú engin deyfð eiga sér staö, ekkert hik eða hálfvelgja. Bæjarstjórnin veröur að áætla ríflega fjárveit- ingu til hennar nú þegar, og er þá mikil von utn, að Alþingi taki drengilega í rnálið. Það er ktmn- ugt, að einn ráðherranna að minsta • kosti, Jónas Jónsson, hefir verið éindreginn stuðningsmaður alls íþróttalífs í laudinu bg væntum við íþróttamenn þess, aö hann reynist málum okkar trúr. Um skoðanir hinna ráðherranna er mér síðttr kunnugt, en hefi enga ástæðu til að efast um fylgi þeirra við slík menningármái. — En mest er ])ó undir Reykvíkingum sjálfum ' komið : okkur íþrótta- niönnum og bæjarstjórninni. Ef yið dottum í þessum málum og öörum, þá er lítilla umbóta aö vænta. íþ. Bókaverslunin „Emaus“ hér i bæ gefur út hákristileg og upp- byggileg rit, sem hafa það öllu dýrmætara augnamið, aö glæöa 'sannan kristindóm og heilbrigöan meö þjóö vorri. Víst er um þaö, að þjóð vora nú á dögum vantar margt, en mest þörf er henni þó á sanntrúuöum kristindómi, dáö- ríkum í guðsást og mannkærleika. Trúarlausung sú er nú ríkir, þarf að hverfa. Eg er þvi þakklátur eig'anda ,,Emaus“-verslunar, Jóni prentara Helgasyni, fyrir starf háhs til eflingar guðsríkis vor á meðal. - Öll þessi rit, er hér veröa nefnd, eru frá þessu yfirstandanda ári. 1. Lífið er mér Kristur. Þetta eru fimm prédikanir eftir Bjarna Jónsson dómkirkjuþrest. Flestar þessar stólræður, eí eigi allar, hefi eg heyrt þá er þær voru fluttar. Þær eru allar ágætar, þrungnar írúarkrafti 0g túarvissu. Þær gera hvorttveggja, að tala til tilfinning- anna og líka aö færa öflug rök fyrir sannindum kristindómsins. Eg* vil því ráða öllum til að eign- ast bæklinginn og lesa hanri. Eigi skal eg dæma um, hver af þess- um ræðum sé best. Þær eru allar svo góðar, en einna mest áhrif á mig hefir ræðan á annan í pásk- um. Því segi eg þaö, aö unga fólk- ið og fleiri, sent vanrækja að sækja kirkjurnar hérna í Reykjavik, og þaö að hlusta á þessa góöu safn- aöapresta vora,- sem hér eru, biði stórskaða viö háttalag sitt og viti eigi .hvað þeir eru að gera með slíku ráðlagi. 2. Þættir úr lífi merkra manna. Samið liefir Bjarni 'Jónsson kenn- ari. Þetta á að verða áframhald- andi ritsafn i mörgum heftum, og sá sem kaupir þetta 1. bindi, sem út er komið, gerist áskrifandi að ritverkinu áfram. Þetta fyrsta hefti er 6 arkir í áttblöðungs broti. Það er æfisaga grasafræðingsins mikla og heimsfræga Karls von Linné. Þessi saga um Linné og afreksverk hans er bæði skemtileg og fróöleg. — Veröi sögurnar í áframhaldinu' af sömu gerð, sem óll líkindi eru til, ]iá verður þetta • mjög eigulegt verk. Fátt hefir rneiri andlega hressingu í för með sér, sem ])á'ð, að kynnast æfiferli og afrekum mestu ágætismanna mannkynsins, i hinum ýmsu grein- um viðfangsefnanna. 3. Fremstir í röð. Smásögur frá kristniboðinu fyrr og síöar. Þýtt og samið hefir Bjarni Jónsson kennari. Þetta kver ætti að vera kærkomið, eigi einungis öllum kristniboðsvinum, heldur öllu á- hugasömu fólki um kristindóms- mál.Engan betra feng getur nokk- ur þjóð fengið til sín, en kristin- dóminn. Við komu hans i löndin öölast heiöingjarnir eigi aðeins ei- líf gæöi og andleg, heldur jafn- framt stundleg og jarðnesk. Vest- ræna menningin, v margvíslega sýkta, sem flyst heiðingjunum án kristindóms, er vitanlega einskis virði og verri en það. Með lif- andi Kriststrú er hún aftur g'óð í mörgum efnum. — Ritlingurinn ílytur margvíslegan fróðleik um þetta merkilega mál, og er raunar trúarlega uppbyggilegur um leið. Alálið er látlaust og lipurt og bók- in í alla staöi hin eigulegasta. Jóhannes L. L. Jóhannsson. Hátíðaljóðm 1930. --0--- Það er kunnugt, aö undirbún- ingsnefnd Alþingishátiðár 1930 hefir, nú fyrir stuttu, látið birtast áskörun til íslenskra skálda, þess efnis, að þau keppi um að yrkja hátíðaljóð til mihningar um 1000 ára afmæli Alþingis. Er svo til ætlast, að ljóð þessi verði komin til hátiðanefndar 1. nóvember 1928. Eflaust eru margir þeirrar skoð- unar, eins og undirbúningsnefnd, að tæpt ár hljóti að vera nógu langur fyrivari, til þess aö verki þessu geti verið lokið á tiltekn- um tíma. Aörir álíta að fyrirvar- inn hefði átt að vera töluvert lengri, og að nefndin hefði átt aö koma fram með þessa áskorun löngu fyr, þar eð enginn vafi gat leikið á því, aö afla þyrfti nýrra söngva fyrir Alþingishátiöina. Of stuttur fyrirvari í þessu efni, getur haft þær afleiðingar, aö — jafnvel merk skáld,. er hins vegar verða að hafa skáldskapinn í lijá- verkum, — leggi eigi út í sam- kepnina. Vel getur og fariö svo, að fremstu skáld vor keppi ekki i þessum kvæðaleik, og væri þá aö vísu mikils mist, og þaö þótt góð kvæði kæmu efti'r aðra höf- unda. Leitað verður samþykkis næsta Alþingis um að greidd veröi 2000 kr. verðlaun fyrir þann ljóðaflokk, sem kosinn veröur til söngs við aðalhátíðina, en 500 og þrjú hund- ruö fyrir tyo flokkana, sem næst þykja komast. Þessi hlutfalísskift- irig í greiöslu verðlaunanna, nær engri átt, svo þverbrotin er hún og fjarri allri sanngirni. — Iiæstu verðlaun eru ákveðin sem spar- legast (2000 kr.). Hefðu helst átt að vera 5000, til þess aö sæmileg væri. Verðlaunin ber þó að telja sem aukaatriði þessa máls. Mestu varð- ar, aö besta Alþingiskvæðið geti orðið sönn perla í íslenskum nú- tíðar-kveðskap. En nú er því svo fyrir komið, aö ljóöskáldum er ætlaður tími af skornum skamti til þess að yrkja áhrifamikinn ljóðaflokk, er vera skuli ein mátt- arstoðin í hátíðahaldi á miklum merkisdegi í æfi íslensku þjóðar- innar; og íslenskum tónskáldum einnig skamtaður tími til aö yrkja sönglög við hátíðaljóðin, — ef þaú á annað borð koma fram. — Ás. Besta Gigarettan i 20 stk. pökknm, sem kostar 1 krónn, er UEBAND TEOFANI, UIBIIIA GIGÁRETTUR Fást í olium verslunnm. feggfédur Fjðlbreytt úftiJ, mjög ódýrt, nýkomið. Gaðomndar Asbjðrnsson, s 1 M I 17 0 0. LAUGAVEG 1. Nýjasta nýtt Vínsett fyrir 6 nýkomin. — Ágæt tækifæris og jólagjöf. K Eiesi ssoe & BjörDSsoii. Bankastræti 11. Barnapúður Ðarnasápur Barnapelar Barna- svatnpa Gummidúkar Dömubindi Sprautur og allar tegundir af lyfjasápum. GU ÍiLMÖRK um hæl aflur fynr FRÍMERRI. Eicberg, Berlin 39, Tegelerstraose 40. JóUbasariDQ byrjar eftir nokk- ura daga. Mjög mikið af jólatrés- skrauti og leik- föngum nýkomið Nafhið á langbesta Gólfáburðinum e* Fæst öllum verslunum. lljsis-kailið m ðlla M

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.