Vísir - 16.12.1927, Blaðsíða 4
VISIP
B. H. BJARNASON
REYKJAVÍIv
Stofnsett 188(5.
—x—■
Kaeru skiftavinir.
Vér viljum ekki krefjast þess, eins og sumir gera, að þér í
blindni og athugasemdalaust látið fylgjast með straumnum til
pess að láta af liendi peninga yðar fyrir verri og dýran vöru
heldur en þœr sem þér getið fengið bestar annarsstaðar. —
Slikt cr móðgun við athugult og' skynsamt fólk. — Heldur
vildum við mega mælast til þess, að þér sjálfs yðar vegna
vilduð ganga úr skugga um það, að vér erum fulikomiega
samkepnisfærir og getum fyllilcga fullnægt öllum kröf-
um yðar, bæði að því er vöruúrval og verð snertir. — Vitum
fyrir víst, að vér höfum svo góða aðstöðu, fjölbreyttar vöru-
bii'gðir og góð verslunarsambönd, að aðrir eru þess ekki megn-
ugir að bjóða yður góðar vörur fvrir jafnlágt verð sem vér. —
porum þ\ó óhikað að ráða yður til að taka beina stefnu á milli
rauða og bláa ljóssins í .búðargluggum vorum, og koma inn i
húð vora og skoða varning vorn, áður en þér festið kaup ann-
arsstaðar.
Vonum að hver sá. senTþví ráði hlítir, fari svo ánægður heim,
að oft komi aftur.
Vörubirgðir verslunarinnar eru svo margbreyttar, eins og
vörusýningargluggar vorir bera vitni um, að ógemingur er að
ráðast í það að reyna að telja upp þær vörur sem til eru, látum
þvi nægja hér að nefna þær einar vörur sem komið hafa með
seinustu skipsferðum, og nefnum hér í fleng nokkrar þeirra:
Holsatsiataurullurnar alk., 2 stærðir. Graetzvélar, Búrvogir,
m. teg. Stálskautar, afbragðs teg., mikið úrval. Eldhúsáhöld,
feikna mikið og gott úrval, þ. á. m. Bolinderskjötkvarnir sem
viðurkendar eru að vera þær langbestu, nr. 10 stærð á 9,50.
Sxníðatól af öllum teg., feikna úrval. Kolabyttur, afar ódýrar.
Ofnskermar koma með „GulIfoss“. Borðbúnaður af öllu tæi, þ.
á. m. Matar- og Kaffisteil, Bollapör, Birgðakrukkur, Blárönd-
ótt leirtau af öllu tæi, svo auðvelt er að fylla í skörðin fyrir
það, sem brotnað hefir. pvottasell, margar gerðir, m. m. fl. —
Borðhnífar, feikna úrval, þ. á. m. þeir sem ekki ryðga frá 1,70.-
3,50 stk. Gaflar og Skeiðar, mesta úrval. Ávaxtahnífar og Gafl-
ar, mikið úrval, Bolla-, Glasa- og Brauð-bakkar, feikna úrval.
Kökuspaðar, ,Eggja-menager‘ með nikkel bikurum, Raf-brauðs-
ristarar, Brauðhnífar m. m. fl.
Raflampar, ýmsar gerðir, með bæjarins langlægsta verði,
Vasaljós, Thermóflöskur og laus gler. Skinnvörur af öllu tæi,
þ. á m. afbragðs Bréfavéski og Peningabuddur, ág. teg., með
afarlágu verði, t. d. ág. leðurbuddur á kr. 2.50. Snyrtiáhöld,
Gripaskrín, Saumaskrín, Manntöfl, ágætt úrval, Kaffistell úr
nikkel m. m. fl.
Barnagull — feikna úrval, með bæjarins lægsta verði. Flug-
og skrauteldar af öllu tæi, bæði til innan- og utanhússnotkun-
ar, frá Englands stærstu sérverksmiðju. Áreiðanlega mesta og
besta úrvalið, sem sést hefir á landi hér, og verðið eftir því.
„Effax“-vörurnar heimsfrægu, sem taka öllum öðrum sam-
kynja vörum langt fram, bæði að verði og gæðum, t. d. Bone-
vax í /i kg. dósum á kr. 1.80, Skósverta, Ofnsverta, Fægismyrsl
í flöskum, brúsum og dósum. Leðurlitur á skó — sem breytir
gömlum skófatnaði í nýjan.
pegar kemur að jólainnkaupunum, mun það ásann-
ast, að hver sá, sem stýrir beint úr Aðalstræti inn í búð vora,
á milli leiðarljósanna, blátt og rautt, gerir bestu innkaupin.
Versl. B. H. BJARNASON.
Matar
Katfi
Súkkulaöi
Te
Ávaxta
Þvotta
Toilet
Reyk
Nýjar vöpuf.
Jóla>
stell
Nýtt verð.
STOKKABELTI
af ýmsum gerðum, vönduð að" gerð. Nokkur stykki fyriríiggjandi. — Afargóð jólagjöf. —
Laugaveg 8. JÓN SIGMUNDSSON & Co. Skrautgripaverslun. Sími. 383
Ritfregn.
Guðmundur Gíslason Haga-
lín: Brennumenn. —
Saga úr nútíðarlífinu.Bóka-
verslun Þorsteins M. Jóns-
Jólaverö
Frá í dag og til jóla, seljast
kaskertin þjóðírægu fyrir kr. 10.
Reinh. Andersson,
Laugaveg 2.
Þetta er fimta bók höf. og lík-
lega mest aö vöxtum. Hún gerist
vestur á fjörðum, í kauptúni einu
þar, og ræðir mestmegnis urn bar-
áttu jafnaðarmanna viö ákveöinn
skoöanaandstæöing þeirra, Einar
konsúl Fredriksen. Konsúllinn er
mikill athafnamaður, hefir lengi
veriö einvaldur þar í kauptúninu.
j.ótt harödrægur í rneira lagi og
leikið verkamenn grátt. Honum er
þann veg lýst, aö hann nýtur ekki
mikillar samúöar hjá lesöndunum.
Annar maöur, læknir þorpsbúa,
væntanlegur tengdasonur konsúls-
ins, kemur og þarna rnjög viö
sögu. Er hann lærisveinn jafnaö-
armanna hér syðra, og gengur í
sveit skoöanabræöra sinria þar á
mölinni. Skerst fljótlega í odda
með honurn og konsúlnum, og
veröur af fullur fjandskapur. Fara
j.á mægöirnar út um þúfur, en
stúlkan, nnnusta læknisins, verö-
ur sjúk og deyr. — Legst Þóröur
læknir all-lágt stundum í leit sinni
aö ákæruefnum á hendur Einari
konsúl, og fer fram meö mikilli
grimd, þar til er hann bognar á
síöustu stundu, þegar unnusta
hans er dáin. Er þá svo að sjá,
sem honurn ofbjóöi aöfarirnar,
enda hafa þær verið ófagrar, en
vitanlega j>arf hann ekki aö hafa
látiö af skoðunum sínum á neinn
hátti, þó að harin óski Jjess aö
lokum, ltegar andstæöingur hans
er kominn á kné, aö jaínaðar-
menn hegöi sér eins og skynsemi-
gæddar verur.
Gömul kona, Úlfhildur aö nafni,
er ein af höfuöpersónum sögunn-
ar, og veröur til þess aö lokum,
aö kippa fótunum undan Einari
Fredriksen. Hún haföi elskaö hann
í æslcu og átt barn meö honum.
En hann stefndi hærra,og þóttist
ekki geta gengið aö eiga hana.
Hann keypti mann til aö gangast
viö faðerni barnsins og kvongast
- Úlfhildi. Síöar notaöi hann mann
hennar til óhæfilegra verka. Úlf-
hildur haföi búiö yfir hatrinu
kmga ævi, magnaö þaö og miklað
fyrir sér, en, verið aögeröalaus1,
þar til er læknirinn gerist heima-
gangur hjá henni og fær hana aö
lokum til aö segja frá þeim ódáöa-
verkuni Einars, sem henni einni
voru kunn, er maöur hennar var
látinn.#— Brjóst þessarar gömlu,
vonsviknu konu hefir verið „sem
stífluö jökulsá", en þegar sigur-
iun er unninn og hefndum komiö
fram, skilst henni vafalaust, eins
og annari vansælli konu í jæssari
r-ögu, að hefndin er líkust því,
,,að herja utan berg og blóöga
hnúana“. •
Hamingjusól Einars konsúls
gengur til viöar. Hann missir
konu sína og dóttur, og fjandmenn
l';ans koma honum á kné. 1 sögu-
lokin er hann einn og yfirgefinn
maður. Hann biðst þó engrar
vægðar. Hann horfist karlmann-
lega í augu viö yfirsjónir sínar og
afleiðingar þeirra, og tekur jrann
kostinn, aö ganga sjálfur réttvís-
inni á vald. En auöæfi sín ánafn-
ar hann hreppsfélaginu. Þar hafði
liann dregið þau saman, og þar
áttu jtau að veröa fólkinu til gagns
og menningar. Hann bíður aö vísu
ósigur i baráttunni, en því er líka
svo háttað um andstæöinga hans,
að ])eir ganga ekki sigurglaðir af
hólnti. — „Gífuryrðin hefna stn“
og minningarnar um fólskuverkin
fylgja mönntmum eins og skugg-
ar.
Sagan er fjörlega rituö, og
margir kaflar hennar skemtilegir.
Bestir eru þó þeir kaflarnir, sem
lítt eöa ekki minnast á stjórnmála-
þvargiö og vinnudeilurnar. Má þar
til nefna kaflann unt mannskað-
ann o. fl. Er hann prýðilega rit-
aöur, og nýtur skáldgáfa höf. sín
þar ágæta-vel. En í sumum köfl-
um bókarinnar flýgur hann mein-
lega lágt, og notar- stór orö til
nokkurra lýta. —- Mannlýsingam:
ar eru ekki svo öruggar, sem
vænta mætti, og yfirleitt losara-
legri en í fyrri bókum höfundar-
ins, svo sem „Melakonginum", og
þó einkum sumum smásögum
hans.
Bókin ræðir um deilumál, sem
uú eru uppi meö öllunt þjóöum.
Má þvi ætla, aö hún veröi mikið
keypt og lesin.
P. S.
Jarðarför
Jensen Bjerg, kaupmanns, fer
frarn á morgun og hefst kl. i miö-
degis.
Vísir kemur út
tímanlega á sunnudaginn. Aug-
lýsendur eru vinsamlega beönir aö
koma auglýsingum í stmnudags-
Uaðið á afgreiðsluna í Aðalstræti
9 B (sími 400) fyrir kl. 7 annað
kveld, eöa í Félagsprentsmiöjuna
fyrir kl. 9 annað kveld. — Eins
og allir vita, er langbest að aug-
lýsa í Vísi.
Sveinn Bjömsson,
sendiherra, talar um íslenska
list í útvarp í Kallundborg kl.
i kveld (íslenskur tími. kl. 7/4).
Gert er ráö fyrir aö ræðan heyrist
sæmilega hér.
Skipafregni.r
Gullfoss var kl. 8 í morgun um
150 km. suöaustur af Vestmanna-
eyjum. Var þar J)á mikil undiralda
og úfinn sjór. Er skipið væntan-
legt til Eyja í dag.
Brúarfoss var á Seyðisfirði í
gærkveldi.
Esja var á Skagaströnd í morg-
un.
Lyra
fór héðan kl. 6 í gærkveldi á-
leiðis til Noregs. Meðal farj)ega
Blá Clieviot
sérlega ódýr og góð í drengja- og karlmannaföt. — Verð pr.
ineter: 7,80 — 8,90 — 11,75 — 13,50 — 17,50 — 21,00 —- 22,50.
Frönsk alklædi
best í borginni. — Verð: 11,50 og 15,75 pr. meter.