Vísir - 22.12.1927, Page 5

Vísir - 22.12.1927, Page 5
VISIR Fimtudagínn 22. des. 1927. Þéttilistarnir komoir og kuldian líka. i Hi Ritlregn. Sigurjón Jónsson: Ljós- á 1 f a r. Reykjavík. Prent- smi'öjan Gutenberg 1927. Sigurjón Jónsson er þegar orö- inn þjóökunnur fyrir sögur sínar og æfintýri. En ljóögáfa hans mun vera almenningi fremur ókunn. Að vísu birtust nokkur kvæöi í fyrstu bók hans, „Öræfagróðri", en munu ekki hafa vakið mikla eftirtekt. Nú kemur hann fram með ljóðabók, sem tekur stórum fram fyrri ljóðum hans, og sýnir ótvíræðar ljóðrænar gáíur. Kveð- andi hans er lipur, tilfinningin næm. Best tekst honum að vekja léttan og glaðan hugblæ, en miður í löngum frásagnarkvæðum, eins og t. d. kvæðinu um „Drauginn"; hugsun þess kvæöis er aö vísu góð, en meðferðin of langdregin og lyftir of Jitið undir vængi ímynd- unaraflsins. Sama má segja um kvæðið „Tamning“. Aftur eru mörg kvæðin ágæt að skáldlegum blæ, t. d. „Gleðileit“, og jafnvel að krafti, t. d. kvæðið um Sig. Kristófer Pétursson. Aö lokum vil eg enda þessar fáu línur með einni vísu úr kvæð- inu „Eg“ eftir Sigurjón, og talar skáldið þar fyrir munn skáldanna yfirleitt: Fyrir ljúfasta lag, sem mín ljóðharpa nær, er eg drepinn í dag, var eg drepinn í gær. Samt eg lifi í sögu og brag. Jakob Jóh. Smári. isnis. Eins og flestum bæjarbúum er kunnugt, eru jólapottarnir sú tekjulind Hjálpræðisliersins, sem gerir hann megnugan að hjálpa þeim sem líða neyð og skort. Und- anfarin ár hefir þessi lind orðið til hjálpar mörgum fátæklingum og gleði um jólahátíðina, og við vonum að eins megi verða í ár, enda vitum við að það eru marg- ir 'sem hafa bygt von sína um glaðningu á jólunum á þessari fjársöfnun. Yfir 200 heimili hafa leitað til Hjálpræðishersins nú um bjálp fyrir jólin, og við vitum um marga fleiri sem þarfnast hjálpar. — En því rniður litur ekki út fyr- ir að við getum fullnægt óskum og vonum þessa fólks að öllu leyti, því söfnunin viröist ganga með tregara móti. Til þessa tíma hafa komið i „pottana“ kr. 10S5.79 og okkur hafa verið sendar heim kr. 560.00 eða samtals kr. 1645.79. Þessi upphæð nær of slcamt. —- Pleiðruðu samborgarar. Réttið oss hjálparhönd í þessu velgerðar- máli. Leggið gjöf yðar í „jóla- pottana", helst hið fyrsta. Úthlut- unin fer frani á Þorláksdag kl. 4 síðd. Fyrir þann tíma ættuö þér að leggja fram hiálp yðar. Á. Jólarjúpan verður best írá Klein. Pöntunum veitt mót- taka i sima 73. Sviðnir DILKAHADSAR frosnir, fást enn i Slátar f élagi Saðorlands. Sími 249. Verdlækkun á OHEVROLET Chevrolet vörubifreiSin kostar nú aðeins kr. 2900,00 fslenskar uppsett i Reykjavik. JOH. OLÁFSSON & CO. Aðalumboðsmenn á íslandi fyrir: GENERAL MOTOR S-bifreiSar. Til konu minnar Margrétar Jónasdóttur á 60. afmælisdegi hennar, 16. des. Sextíu ára sól til viðar hníga þú sérð i dag, mitt hjartakæra sprund, þvi margar hljóta minningar að stíga af meðvitundardjúpi þessa stund. Ef líturðu yfir lifsins horfnu árin með ljósi, skuggum, þrám og vonadraum, er meö sér bera brosin þín og tárin á burt í gleymskuhaf fyrir tímans straum. Þú hefir borið byrðaf lífs með prýði, þótt blési etundum kalt um farið svið, og æðrulaust í örlaga þungu stríði, sem ötul hetja staðið mér við hlið nú um fulla fjóra tigi ára, það framar öllum vonum sýnist mér, að þrátt fyrir marga eldraun ærið sára sér altaf leika bros um varir þér. Þökk fyrir góöa fylgd um lifsins leiðir á liðnum dögum, kæra vina mín, verði þér ellidagar hlýir, heiðir, hvert, sem liggja i framtíð sporin þín, ég veit það ekki, en vil af hjarta biöja, i von og trú á jöfur sólargeims hann veri þér hjá, þinn veika mátt aö styöja, uns veröur þú kölluð upp til sælla heims. Guðlaugur Guðmundsson. Refaslððir 0. fl. Eg hefi stundað rjúpnaveiðar i haust og vetur, aðallega í Reykja- nesfjallgarðinum, sunnan Hengils. Hefi eg farið allvíða, því aö stund- um hefir yerið lítið um rjúpur á þessum slóðum. Sjaldan hefir fest snjó á jöröu, en þó hefir það kom- ið fyrir. Heíi eg einatt veitt því athygli, þegar snjór hefir verið í fjöllunum, að þar er krökt um alt af refaslóðum og ræð eg af því, aö mjög mikiö sé nú um tófur hér sunnan lands. Minnist eg þess ckki, að hafa séð svo mikið um refaslóbir í Reykjanesíjallgaröin- um áður, og hefi eg þó oft verið þar á flakki undanfarna vetur. Nokkurar tófur hefi eg séð, og eitt sinn tvær saman. Nýlega sá eg hreindýraspor í snjónum, ekki all- langt frá Vífilsfelli. En ekki hef- ir mér hepnast að gjá neitt- þrein- dýr í haust eða vetur, og hefir mig þó langað til þess. Eitthvað mun enn vera af sauðfé hér í fjöll- unum, þó að komið sé nálægt jól- v.m, og hefi eg heyrt þess getið, að skotmenn hafi séð tvær dilk- ær í Hengladölum nýlega. Sjálfur lieíi eg ekki séð kindur hátt til fjalla síöan snemma í fyrra mán- uði. Þykir mér hætt við, að jafn-® an verði úti meira og minna af sauðfé árlega í Reykjanessfjall- garði og er leiöinlegt til þess að vita. Getur hvorttveggja verið, að fé gangi úr heimahögum til fjalla eftir allar leitir og eins hitt, að ekki sé smalað sauðlaust að haust- inu. En í smalamenskum framan af vetri mun þess ekki gætt, að íara nægilega langt. •— Er von- andi, að dilkær þær, sem mennirn- ir rákust á um daginn, haíi verið hirtar. Mér er kunnugt um, að þeir mum háfa eagt til þeirra. Að „Góða fiú Sigrríður, hvernigr ferð þú að.húa til svona gróðar kðknr?“ „Egr skai kenna þér galdurinn, öl'df mín. Kotaðu nðeins Gerpúlver, Eggjapúlver og alla ðropa frá Efna- gerð fieykjsviknr, þá verða kökurnar svona fyrirtaks góðar. kað fœst hjá ölium kaupmönnnm, og eg bið altaf nm Gerpúlver fró Efnagerðinni eða Lilln Ger- púlver. Þjalir ódýrastar bjá okkur. i isnnii b eltir tihnuiii og plötum. Framköllnn og Kopiering Vinnustofun mælir með sér sjáif. — CaH Ólafsson. Afgr. Vöruhús ljósmyndara lokum vildi eg óska þess, að gang- skör yrði að því gerð, að uppræta eftir föngum refina í Reykjanes- íjallgarðinum. Margir þeirra kunna að vera dýrbýtir, Skotmaður. 2^ misl. kerti Stearin, Stearm- blanda, Paratfin, Notid aðeins íslensk kerti!

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.