Vísir - 12.01.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 12.01.1928, Blaðsíða 3
VlSxR Besta Cigarettan i 20 stk. pökkum. setn kostar 1 krónn er Commander, Wastmiaste<*. Vitginia ci g ar etiar. Pást i öllom verstnnnm. BOVRIL heidar þér nppi Aðalsíræti lO. Hjálmar á Hofi lfH upp 2ö0 uýort ir fersWey11a<* f Bárunoi annað kvöl I kl 9 ( ö4u- dag) Húsið opn ð kl. 8V2. Ut pleHlurinn byr)ar .stundvíslega kl. 9. Að honum loknum verður DANS Aðíöntíum ðtr sel >ir alhn daginn hjá Ársæli Árnasyni, Morg- unblaðinu, í Bárunni frá kl. 1—7 og \ifí inu aoginn. Skolpfetup emaill. 2,35 og 2.75 Hitaflöskur, t .75 aeæt tegund. Aluminium og emaillepottap. Blikkfötur, baiap og fleipa. K Eimr sson & Björnssoo. Bankastræti 11. nijög, aö flytja varö á sjúkrahús, — auk þeirra, sem fluttir voru 'heim til sín. Beinbrotnaöi margt af þessu fólki. Almenningsbifreiö- arnar gátu víöa ekki komist áfram fyrir hálku. Milli jóla og nýárs kæföi svo í ;ána Thames, aö hún ílóði víöa yf- -jr land, þar sem ekki eru dæmi til að hún hafi flætt yfir áður. Um þrettándann kom svo asa- liláká. Af því að snjórinn var ó- venjulega mikill fyrir, kom feikna vöxtur í hverja sprænu og flóði Thamesá þá enn á ný yfir bakka sina, þar sem ver gegndi en fyrr. Vatn flæddi sem sé yfir suma þá 'hluta Lundúnaborgar sem lægst liggja og næst ánni; t. d. varð þinghúsið mikla umflotið af vatni á alla vegu, og aðalsafn Breta af -r.ýrrí málverkalist, Tate Gallery, sem liggur meðfram ánni dálítið ofar skemdist allmikið. Er skað- •inn af flóði 'þessu metinn á marg- ar miljónir sterlingspunda, og auk þess hefir allmargt fólk farist í ílóðinjj. Þjóðliátíðin 1930. Reykjavík xi. jan. FB. Undirbúningsnefnd alþingishá- ííðar 1930 tilkynnir; Vakið hefir verið máls á því i undirbúningsnefndinni, að gerður verði á ríkiskostnað veggskjöldur (.Platte) úr postulíni í hæfilega -mörgum eintökum, og hagnaðin- um af sölu á þessunx grip varið upp í kostnaðinn við hátíðahöld- in. Nefndin hefir aflað sér ýmissa skýringa, er að þessu máli lúta, bjá Ixestu verksmiðjum erlendis í þeirri grein, og hafa þær heitið nefndinni allri aðstoð um fram- kvæmd á þessari hugmynd ef til kæmi, í samvinnu við þann ís- lenska listamann, sem teikninguna gerði eöa frumdrætti hennar. Áð- ur en frekara verður af ráðið urn nxálið, óskar nefndin þess, að lista- tpenn hérlendir, og aðrir, sem kynni að hugkvæmast eitthvað gott um teikninguna í skjöldinn, vildu senda nefndinni frumdrætti sína eða tillögur fyrir 15. maí næstkomandi. B ARN AF AT AVERSLUNIN Klapparstíg 37. Sími 2035. Prjona nt fvr r *elp ir og dr'-ng . eiumg legg* lif.b'Xnr. ýmsir idr i'g s ærði'. Ivíimiing síra Geirs Sæmundssonar í „Præsteforenings Blad“ hefir frú Margrethe Löbner Jörgensen skrifað vinsamlega minningar- grein um síra Geir heitinn Sæ- mundsson, vigslubiskup. Bæ jarst j ó rnarkosningin. Alþýðuflokkurinn hefir að vanda orðið fyrstur til að koma fram með lista. sinn. Þeir sem úr ganga að þessu sinni, Hallbjörn Halldórs- son og Héðinn Valdimarsson, verða hvorugur í vinnanlegum kjörsætum nú, heldur verður list- inn þannig skipaður, að til tveggja ára verða í kjöri Sigurður Jónas- son cand. jur., Jón Baldvinsson al- þm. og Héðinn Valdimarsson al- þm., en til fjögra ára Kjartan Ólafsson múrari og Sigurjón Á. Ólafsson alþm. Víðvarpið. Á -síðastliðnu Alþingi var sam- þykt tillaga frá Jakob Möller um skipun nefndar til þess að -rann- saka skilyrði fyrir ríkisrekstri víð- varps. Var nefndin skipuð 15. sept. og hlutu þar sæti Gísli ólafsson landsimastjóri, Páll Eggert Óla- son prófessor og Luðvík Guð- mundsson skólastjóri. Vegna fjar- veru hans tók Jón Eyþórsson, veð- urfræðingur, sæti í nefndinni. Hef- ir nefndin nú skilað ítarlegú áliti, þar sem lýst er viðvarpi ýmsra þjóða og skýrt frá stofn- og rekst- urskostnaði víðvarpsstöðvar, sem nefndin telur nægja hér. Er talið að stöðin kosti um hálfa miljón króna, og geti þá jafnframt ann- ast skeytasendingar. Leggurnefnd- in til að ríkið taki að sér rekstur víðvarps, og hefir samið frumvarp til laga um þetta. Fyrirspurn. Jóhannes Jóhannesson (Reyk- dal ?), ættaður frá Ulugastöðum í Fnjóskadal, bróðir vestur-íslenskr- ar konu, Sesselju að nafni, í Van- couver, B. C., er beðinn að setja sig í samband við forstöðumann Fréttastofunnar. Krabhameinin og hákarlinn. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, áð krabbameinssjúkling- um fjölgar hér á landi ár frá ári, eins og víða annarsstaðar í heim- inum. Það er vitanlegt, að læknar standa mikið til ráðþrota fyrir þeim sjúkdómi, þó að þess sjáist oft getið i blöðunum, að ný og ný ráð séu talin fundin gegn þess- ari skæðu veiki, þá hafa þau til þessa reynst harla gagnslítil. •— Mér er kunnugt um, að ýmsir ó- læknisfróðir menn halda því fram', að veiki þessi þekkist naumast á þeim stöðum sem allur almenning- ur neytir daglega hákarls. Væri ekki gerlegt að einhver af lækn- unum lrér tæki sér fyrir hendur að rannsaka þetta til fullnustu? Hákarlsæta. Norska félagið í Reykjavík heldur aðalfund sinn x Iðnó þ. 16. jan. kl. 8. Ðagskrá: 1) Skýrsl- ur. 2) Fyrirlestur um „Nordmænd og Islændere gennem tiderne“, fluttur af herra biskupi. Jóni Helgasyni. 3) Upplestur norskra kvæða. 4) Þýðingarmikil félags- mál. — Á samkomunni sýnir dans- flokkur (dansering) félagsins norska þióðdansa. Auk þess verð- ur hlióðfærasláttur og dans.—All- ir meðlimir félagsins hafa ókeypis aðgang að fundinum. „Julenat paa Drangö“ heitir íslenskt æfintýri, í-itað á dönsku af frú Margrethe Löbner Jörgensen, er birtist í Dansk Bör- neblads Julenummer 1927. — Ger- ist það einhverntíma fyrir löngu og segir frá fóstursyni biskupsins á Hólum og undrum þeim, sem hann varð fyrir, er hann var skil- inn eftir viljandi úti í Drangey á Þoidáksmessu eitt sinn af vinnu- mönnum Hólastaðar, þegar þeir voru sendir út í eyna til þess að sækja þangað sláturfé fyrir jólin. Koma þá sæbúar og slá upp veislu í klettaborg þar í eynni, en drengnum verður það á, að hann hnerrar, og tekur þá öll hersing- in á rás og hverfur, en allskonar gersimar liggja eftir. Svik vinnu- mannanna komast upp og drengn- um er bjargað. Eignast hann alla þá fágætu muni, sem sæbúarnir hafa skilið eftir og verður flug- rikúr. En þegar hann er orðinn tulltíða maður, gerist hann tengda- sonur biskupsins og prestur og prófastur og hinn mesti merkis- maður. — En biskup tekur hart á atferli vinnumanna sinna og læt- ur gera þá útlæga. Merkt dúfa fanst nýlega dauð hér í bænum. Þetta er fremur lítill fugl, rauð- brúnn að lit, með gult nef og blóð- rauðar lappir. Á vinstra fæti er aluminiumhringur með þessum á- letrunum: 931IV.D.R.21. Hring- urinn er heill, og ekki stærri en það, að augljóst er, að honum hef- ir aðeins verið komið upp á fót dúfunnar meðan hún var mjög ung. Nú verður hringnum ekki náð af fætinum. Fylla, varðskipið danska hér við land, fer að búast til íslandsferðar um þ. 10. febrúar næstk., að því er segir i tilkynningu frá sendiherra Dana, og leggur skipið síðan sem fyrst og hægt verður af stað frá Danmörku áleiðis hingað. Fiskveiðar Dana við ísland. í „Berlingske Tidende“ er sagt írá því, að Robert Schou kaup- maður og útgerðarmaður í Frede- rikshavn í Danmörku, ætli í apríl næstk. að senda 6 þilskip og tvo botnvörpunga hingað til lands til fiskiveiða. Á hann sjálfur annan botnvörpunginn og 3 þilskipanna og hefir hann haldið þeim úti við veiðar hér við land síðastliðin tvö ár. Að þessu sinni er fyrirætl- unin sú, að láta þilskipin stunda kolaveiðar með snyrpinótum, en Lotnvörpungarnir eiga að taka við aflanum, láta hann í ís og flytja síðan til Englands (Hull). — (Úr tilkynningu frá sendiherra Dana). Álfadansinn fór fram í gærkveldi að við- stöddum afarmiklum mannfjölda, sennilega yfir 8000. Kl. rúml. 9 var kveikt í viðarköstum tveimur sunnarlega á vellinum, stóð þar í uámunda við hásæti álfakonungs K. F. U. M. A-D- fundur í kveld kk 8Vá« Allir ungir menn velkomnir. og danspallur álfanna. Kom nú öll álfahirðin inn — 40—50 manns — í mjög smekklegum búningum og hófst svo dansinn. Voru dansamir mjög í líking við norska vikivaka og dansfólkið vel samæft. Helgi Valtýsson stjórnaði dansinum töggsamlega; mun hann að mestu eða öllu leyti hafa kent dansana og séð um æfingar á þeim. Stóðu dansamir nálægt klukkustund, en 1 þá var skotið flugeldum. Fór það nokkuð í ólestri, því að nú var alt komið í uppnám á vellinum, vír- . strengimir slitnir og fólkið komið inn á völlinn. Dansendur sluppu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.