Vísir - 19.01.1928, Blaðsíða 2
VISiH
Lifrarkæfa í V« og lU kg dósum.
Maggi-teningar.
Bökunardropar Dr. Oetker’s.
Gerduft do.
Bóðingsduft do.
Mustarður Colman’s.
LiasterKja do.
frá konunj'legri hollenakri verksnáðiu, mahogni
Rachala mahogni með 3 pedölum.
— Lægita verð beint frá verksmiðjunni. —
A. Obenhanpt.
Verðlækkun 4
CHEYKOLET
Chevrolet vörubifreiðin koatar nú aðeina kr. 2900.00 íslenskar uppsett I Reykjavík.
Símskeyti
Khöfn 18. janúar. FB.
Bresk blöð tala um ræðu Coolidge.
Frá London er síniað: Bresk
blö'ð hafa gert ræðu Coolidge’s
Bandaríkjaforseta á ráðstefnunni
í Havana að umtalsefni, og benda
mörg þeirra á, að fullyrðingar
hans í ræðunni séu ósamrýmanleg-
ar framkomu Bandaríkjastjórnar-
innar gagnvart Nicaragua.
Frá Noregi.
Frá Osló er símað : Verkamenn
liafa samþykt, að mynda ekki
stjórn, fyrr en þeir hafa meiri
hluta í þinginu.
Trotski í útlegðinni.
Frá Berlín er símað : Samkvæmt
fregn, sem borist hefir frá Mosk-
wa, hefir Trotski verið sendur til
smábæjar í austurhluta Turkestan,
sem er enn afskektari en Astrakan.
Utan af landi.
Akureyri 18. janúar. FB.
Nýlátin er frú Helga Þór, kona
Jónasar Þór verksmiðjustjóra. —
Banamein: bai-nsfararsótt.
Tiðarfar framúrskarandi. Lítils
báttar snjókoma undanfarið, nú
hláka og’ hlýindi.
lllkynjuð magaveiki gengur
í bænum og grendinni.
Skæð lungnapest í sauðfé í
Húnaþingi. Sigurður Hlíðar dýra-
læknir lagði af stað vestur þ. 14.
s.ð tilhlutun stjórnarinnar.
Bæjarstjórastaðan er auglýst
laus frá 1. júlí. Umsóknarfrestur
tíi 20. febrúar.
Templarar halda árshátíð regl-
unnar hér þ. 20. — Stúdentafélag-
ið heldur Þörrablót þ. 21.
Fyrsta sýning leikfélagsins á
leikritinu „Dauði Natans Ketils-
sonar“ eftir Elínu Hoffmann verð-
ur þ. 20. Ágúst Kvaran leikur
Natan. Haraldur Björnsson ' er
leikstjóri.
Á annan jóladag fór Jóhann
Ólafsson bifreiðarstjórí í Húsavík
í bifreið upp að Baldursheimi við
JVlývatn og ók bifreiðinni fram og
aítur um vatnið.
Höfðhverfingar hafa fulllokið
skóla og samkomuhúsi i Grenivík.
Er það vafalaust veglegasta bygg-
ing af því tæi í sveit hérlendis.
Hans Hannesson
póstur
er fæddur hér í Reykjavík 26. okt.
1867, átti hér heima allan aldur
sinn og andaðist hér, eftir árang-
urslausan holskurð við illkynjaðri
garnaflækju aðfaranótt 16. þ. m.
Má vera, að sumir séu þeir bæjar-
búar, sem ekki kannast við Hans
Hannesson, en þeir munu sárafáir
menn uppkomnir, sem .ekki kann-
ast við Hans póst. Því kenninafn
sitt bar hann með þeim heiðri, að
engum þarf að vera minkun að,
þó Hans sé nefndur fremstur í
flokki þeirra mörgu dugnaðar-
manna, sem gegnt liafa erfiðustu
póstflutningum, sem nokkurt land
í Evrópu hefir af að segja. Mættu
póstar þessa lands taka Hans sér
til fyrirmyndar um margt.
Póstflutningamenskan var hon-
um arfur. Hann byrjaði póstferðir
innan við tvítugt, sem fylgdarmað-
ur Hannesar pósts föður síns, og
í full fjörutíu ár vann hann að
þessu starfi, lengst af á eigin á-
byrgð. Hann var póstur norður,
þangað til farið var að flytja póst-
inn sjóveg héðan í Borgarnes, og
fór þá stundum alla leið héðan til
Akureyrar, en lengst af að Stað í
Hrútafirði. En eftir að landflutn-
ingar norðanpósts hyrjuðu frá
Borgai-nesi, tók maður þar efra
að sér að flytja póstinn, en Hans
tók við póstflutningum austur í
sýslur, lengst af áð Odda, en síð-
ustu árín að Garðsauka. Gegndi
hann þeim ferðum í rétt tuttugu
ár, eða þangað til síðastliðíð vor,
að hann var enn látinn víkja fyrir
fcröfum tímans til nýjunga í póst-
fiutningum. Á sama hátt og Faxa-
flóabáturinn varð þess valdandi,
að Hans hætti ferðum norður, urðu
bifreiðastöðvarnar hér i Reykja-
vík til þess, að hann hætti póst-
íerðum fvrir fult og alt.
Það hefir þótt góður kostur ís-
lendings, að heita duglegur ferða-
maður. Hans póstur má heita fyrir-
mvnd í ferðalögum. Þau voru þau
vísindi, sem hann varði æfi sinni
til að komast til hotns í. Það má
heita vel unnið vei'k, að hafa á
bverjum sex árum ferðast álíka
-------------JOH. OLAFSSON & CO.-------------------
Aðalumboðsmenn á íslandi fyrir: 6GNERAL M O T O R S-bifreiðar.
Nokkup
dömuveski
sérlega falleg,
seld fyrir aðeins
kr. 5,75.
Stórt úrval af handtöskum
frá
2,50.
Leðrvörudeild
Hljddiæ fehússins
IPÆlfel
Smurningsolía
góð tegund og ódýr
fyrirliggjandi.
u
n
þórdurSveinsson&Co.«
i M
leið og kringum jörðina, um ís-
lcnskar bygðir og óbygðir, og á
vetri jafnt og suniri, án þess að
íiokkurn tíma bæri slys að hönd-
um. Tilviljun i-æður vitanlega
miklu um slíkt, en þó verður líka
aö þakka það forsjá ferðamanns-
ins. — Hans lagði mikla stund á
aö hafa jafnan duglega hesta, 0g
sparaði aldrei neitt til þess, að að -
búð þeirra væri góð. Söðlasmiðir
hér í bæ munu geta sagt frá því,
að hann hafi verið vandlátur með
linakka og klyfsöðla.
Forsjáin var mikil, en þó ekki
ein. Hann hafði eigi síður kappið,
sem sjá fnátti af því, að fáir menn
voru stundvísari í ferðum en hann.
Það mátti heita undantekning, ef
bar út af áætlun hjá honum, og
voru jafnan fullar ástæður fyrir
slíku. Hitt vakti meiri undrun, hve
oft Hans póstur komst sinna ferða
óhindraður, þó bæði veður og færð
kvi'settu aðra menska menn. En
sjaldan bar það þó við, að Hans
yrði skrafdrjúgt um erfiðleikana.
Hans var hversdagslega fáskift-
inn maður, og lét lítið á sér bera.
Hann hafði lífsstarfi að gegna, og
það var honum svo mikið áhuga-
mál, að hann gaf sig lítt við öðru.
Hann var póstur; það nafn vildi
hann eiga — 0g átti.
Hans var kvæntur Kristínu
Hjálmsdóttur, mestu dugnaðar og
gæða koriu, er lifir mann sinn, á-
samt fjórum uppkomnum börnum
þeirra hjóna. —n.
Brautryðjendur.
Æfirstarf þeirra manna, sem
bafa ráðist i það að verða for-
göngumenn sinnar samtíðar, er
sialdan metið að verðleikum, fyr
en þeir hafa legið nokkra áratugi
eða jafnvel hundruð, i gröf sinni.
Flestir þeirra hafa orðið að berj-
ast við efnaskort og jafnvel sult,
og það, sem þeim hefir tekið enn
sárar: við áhuga- og skilnings-
leysi. — Þetta á ekki síst við um
þá menn, sem lagt hafa út á hina
erfiðu braut listanna. Allmargir
hafa flúið héðan aftur til annara
landa, þar sem brautirnar eru
troðnar af öðrum og fi-amsóknin
léttari. Örfáir hafa barist nokkur
ár, þar til hinn andlegi eldur braut-
ryðjandans hefir kulnað, eða dauð-
inn hefir veitt þeim þráða hvíld.
Dæmi þessa eru svó kunn meðal
vor Islendinga, að óþarft er að
benda á nokkur einstök. Euda var
það ekki tilgangurinn með linum
þessum að rekja þá raunasögu,
sem segja mætti af brautryðjend-
um þessarar þjóðar á ýmsum svið-
um. — En hitt vildi eg minna
nienn á, að enn eigum við braut-
i-yðjendur og forgöngumenn, sem
sjá hve skamt vér erum á veg
komnir, og fúslega vilja miðla oss
aí þeim andlega auði, sem þeir
liafa öðlast, ef vér aðeins viljum
l’iggja.
Einn þessara manna er Páll ís-
ólfsson. Hafa xnenn veitt því at-
hygli, hvaða starf hann er að
vmna hér? Eg held það tæpast,
— því ef svo væri, þá mundi aldrei
hafa verið autt sæti á þeim hljóm-
leikum, sem hann hefir haldið und-
anfarið. Það má næstum því segja
að Páll ísólfsson sé að hefja hér
starf, sem með öðrum þjóðum hef-
ir verið unnið i mannsaldra. Hann
er að kenna mönnum að njóta eins
hins fullkomnasta menninganneS-
als, sem völ er á. Og það er ekki
gert af vanefnum eða kunnáttu-
skorti, heldur skilningi og öryggi
hins fullkomna listamanns, sem
sjálfur hefir öðlast það djúpsæi,
sem hin guðdómlega list gefur. —
Hann hefir varið mörgum sínum
bestu árum til náms, miklu erfiði
og- fé, og síðan sest hér að, til
þess að gera oss aðnjótandi þeirra
dásemda, sem góð og göfgandi
músik liefir að hjóða. Það hefði
verið ólíku Iéttai*a fyrir hann að
setjast að í hinum stærri menning-
Það er marg sannað
að kaffibætirinn
\VEjRO/
er bestar og drýgstnr.